Morgunblaðið - 14.05.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 14.05.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Nýtt færeyskt sjómannaheimili — eftirJónas Gíslason Undarlegt er oft mat okkar á því, hvað er fréttnæmt. Slys og náttúruhamfarir eru einatt fyrir- ferðarmest í fréttum fjölmiðla. Því fylgir einhver spenningur, sem kitlar og vekur eftirvæntingu. Hitt, sem gengur sinn vanagang og unnið er að i kyrrþey, þykir sjaldnast fréttnæmt. Þetta brenglar oft mat okkar á því, hvað er merkilegt og mikils virði í mannlífinu. Eitthvað þessu líkar eru hugs- anir mínar, er ég sezt niður til þess að rita fáeinar línur, svo að þær megi vekja athygli á afar merkilegu starfi, sem unnið hefur verið hér í borg um áratuga skeið, en oftast hefur þó borið lítið á hið ytra. Nánasta frændþjóð okkar eru Færeyingar, þessi harðduglega þjóð, sem háð hefur erfiða lífsbar- áttu með stakri prýði. Saga þeirra hefur að ýmsu leyti líkzt okkar eigin sögu. Erfið glíma við Ægi konung hefur mótað Færeyinga og kallað fram hjá þeim marga af beztu eiginleikum mannsins. í þessari erfiðu glímu hefur þeim lærzt, hvers virði er að eiga von sína bundna Guði, sem allt hefur skapað og allt hefur í hendi sinni. Lifandi kristindómur hefur lengi verið sterkur með frændum okkar í Færeyjum. Þeim hefur verið ljós nauðsyn þess að rækja trúna, líka á erfiðum sjóferðum, er þeir sækja „Lifandi kristindómur hefur lengi verið sterk- ur með frændum okkar í Færeyjum. Þeim hefur verið Ijós nauðsyn þess að rækja trúna.“ gull í greipar Ægis á fjarlægum miðum. Þess vegna hefur lengi starfað öflugt færeyskt sjómanna- trúboð með færeyskum sjómanna- stofum í þeim höfnum, sem marg- ir Færeyingar hafa sótt. Það mun vera um hálf öld síðan færeyskt sjómannastarf hófst hér á íslandi. Lengst af hefur það haft höfuðstöðvar sínar hér í Reykja- vík. Margir munu kannast við litla vinalega timburhúsið við Skúla- götu, þar sem færeyska sjómanna- stofan var til húsa frá 1958 fram á seinasta ár. Þar hefur verið unnið merkilegt sjálfboðastarf að boðun kristinnar trúar og alhliða þjón- ustu við færeyska sjómenn, sem og aðra þá, sem þangað hafa lagt leið sína, því að dyrnar hafa verið opnar upp á gátt fyrir hverjum þeim, sem þangað hefur komið. En litla timburhúsið var lítið í orðsins fyllstu merkingu. Það rúmaði ekki allt það starf, sem þeir vildu vinna, sem þar störfuðu. Þá dreymdi stóra drauma. Byggt skyldi stórt og veglegt sjómanna- heimili í Reykjavík. 20 færeyskar konur komu saman og stofnuðu Færeyska sjómannakonuhringinn í september 1966. Alla tíð síðan hafa þær unnið ötullega að því að hrinda fram þessu mikla áhuga- máli sínu. Þær hafa haldið bazara og kaffisölur til þess að afla fjár til nýs færeysks sjómannaheimilis í Reykjavík. Lóð var fengin hjá borgaryfirvöldum og hafizt handa, er fyrsta skóflustungan var tekin haustið 1974. Byggingarnefnd var skipuð, sem ásamt konunum hefur skipulagt fjársöfnun og stjórnað sjálfboðavinnu við byggingu húss- ins. Margir munu kannast við happdrætti þessara aðila, sem skilað hefur drjúgu fé í bygg- ingarsjóð. Satt bezt að segja fannst mér mikil bjartsýni ráða ferðinni, er bygging þessa nýja sjómanna- heimilis var hafin af svo fámenn- um hópi, þótt hann hafi auðvitað alltaf notið mikils styrks frá vin- um starfsins í Færeyjum. En margar hendur vinna oft létt verk. Staðreynd er, að þessum hópi hef- ur tekizt það þrekvirki að reisa hið nýja sjómannaheimili, svo að það er meir en fokhelt í dag og íbúð húsvarðar tilbúin til notkunar. Brátt sjá menn fram á þann dag, að hægt verði að hefja starfsemi í nýja sjómannaheimilinu. Til þess þarf þó enn mikið fé. Þess vegna eru þessar línur ritaðar til þess að vekja athygli á árlegri kaffisölu til styrktar byggingu hússins og verður hún í fyrsta sinn haldin í nýja húsinu að Brautarholti 29, sunnudaginn 15. maí, og hefst kl. 15. Langar mig til þess að hvetja sem allra flesta að leggja leið sína á kaffisöluna. Með því vinnst margt. Þið styrkið afbragðs gott málefni. Þið fáið að líta stórhýsi, sem hefur risið á tiltölulega skömmum tíma fyrir frábært fórnarstarf fámenns hóps eldheitra hugsjónamanna, sem trúa á gagnsemi kristilegs starfs. Og síðast en ekki sízt fáið þið afbragðs góðan kaffisopa og meðlæti eftir því á vægu verði. Ætli við gjörum oft betri ferð á einn stað? Að lokum mætti geta þess, að enn er nýtt happdrætti farið af stað málefninu til styrktar. Væri vel þegið, að vel væri tekið erindi þeirra, sem selja þá miða. And- virðið rennur til góðs málefnis. óþarft ætti að vera að taka fram, að öll starfsemi hins nýja sjó- mannaheimilis á að vera opin hverjum þeim, sem þiggja vill, ís- lendingum jafnt sem Færeyingum og reyndar öllum þeim, sem leið sína leggja til hússins. Allt starfið þar verður rekið á kristilegum grundvelli. Mér er einkar kært að mega vekja athygli á þessu góða starfi, sem að langmestu leyti er unnið í kyrrþey. Mér þykir það snöggtum meira fréttaefni en margt það, sem fyllir fréttadálka dagblaða og fréttatíma útvarps og sjónvarps. Guð blessi færeyska sjómanna- heimilið í Reykjavík og allt starf þess. Jónas (ííslason, höfundur greinar- innar, er dósent vió guðfræðideild Háskóla íslands. Færeyska sjómannaheimilið að Brautarholti 29. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Væntanlegar þingkosningar í Bretlandi leiða hugann að því hvernig stjórnsýslu Margretar Thatcher hefur verið háttað, og út frá því, hverju megi búast við, haldi flokkur hennar völdunum í Bretlandi eins og skoðana- kannanir benda eindregið til. Þegar á heildina er litið, hefur frú Thatcher gert í því að halda á lofti „járnfrúar- nafnbótinni" sem Sovétmenn skelltu á hana fyrir óbil- gjarna utanríkisstefnu hennar. Samskiptin við Bandaríkin Bandaríkin eiga varla betri bandamann í Vestur Evrópu og NATO en Bretland og ósveigj- anleiki Thatchers og stefnufesta leikur þar stærsta hlutverkið, því þær hafa ekki allar verið vinsælar ákvarðanirnar sem hún hefur tekið á þeim vettvangi. Má nefna sem dæmi styrinn sem staðið hefur vegna áforma Bandaríkjamanna í samráði við NATO-ríkin, að koma fyrir 572 meðaldrægum kjarnorkueld- flaugum í Vestur Evrópu. Frú Thatcher hefur þar gengið fram fyrir skjöldu og fyrstu flaugarn- Bretland: Mörg erfið mál bíða úrlausnar eftir kosn- ingarnar 9. júní nk. ar í pakkanum, 96 stykki, verða settar niður á breskri grund. Ekki eru Bretar allir sáttir við það. Hefur frú Thatcher stutt ákaft stefnu Ronalds Reagan, að endurnýja verði kjarnorku- vopnabúrið á meðan að lítið verður ágengt í afvopnunarvið- ræðum stórveldanna. Frú Thatcher hefur kallað Bandaríkin síðustu tryggingu vesturlanda fyrir sjálfstæði þeirra og gengið svo langt í stuðningi sínum við þau, að hún studdi næstum ein þjóðarleið- toga stefnu Reagans Banda- ríkjaforseta í málefnum Mið- Ameríku. En um einstefnu er ekki að ræða og Reagan sýndi það í verki með því að lýsa yfir fullum stuðningi við Bretland í stríði þeirra við Argentínu vegna Falklandseyjanna. Fram- an af gaf Reagan út engar yfir- lýsingar, enda var varnarmála- ráðherra hans, Alexander Haig, þá af alefli að reyna að koma á sættum í málinu. En eftir að þær tilraunir fóru í súginn tók Reag- an afstöðu. Frú Thatcher átti líka von á því, taldi sig eiga það inni. En þetta þýðir ekki að ósætti hafi aldrei orðið. Frú Thatcher tók undir mótmæli annarra Vestur-Evrópulanda við Banda- ríkin vegna viðskiptabanns sem Bandaríkin settu á evrópsk fyrirtæki sem hlut áttu í gas- leiðslunni miklu frá Síberíu til Vestur-Evrópu. Talaði Reagan um hversu óheppilegt væri að Vestur-Evrópa yrði háð Sovét- ríkjunum með slíka orku. Mótmæli Thatchers vógu þungt á metunum og svo fór að Reagan dró í land, þó gegn því að Vestur-Evrópulöndin hefðu sam- ráð sín á milli um öll viðskipti við austurblokkina. EBE og nýlendurnar Margret Thatcher hefur verið sannkallaður haukur á fleiri vettvöngum. Fyrir hönd Bretlands hefur hún haldið hverja stórræð- una af annarri á fundum Efna- hagsbandalags Evrópu. Þykir henni sem hlutur Breta sé allt of mikill í hinum 10-landa samtök- um, einkum þykir henni að sam- tökin gangi um of fyrir bresku fé. Hefur hún lengi róið að því öllum árum að fá þetta mál lagfært og hefur orðið talsvert ágengt, hægt og bítandi. Er hún víða vinsæl í Bretlandi fyrir vikið. Áðan var minnst á Falklands- eyjar og stríðið gegn Argentínu. Enn er litið á úrslit þess máls sem mesta sigur Thatchers á stjórn- málaferlinum, enda ekkert lítið mál að standa fyrir erfiðum en vel heppnuðum hernaðaraðgerðum meira en 12.000 kílómetra frá heimahögunum. Vinsældir hennar eftir sigurinn voru með ólikindum og enn býr hún að því. En deilan er ekki leyst. Argentínumenn hafa staðfastlega neitað að málið sé úr sögunni og hvað eftir annað hafa sögusagnir gengið fjöllum hærra að enn sé stríð í uppsiglingu. Hvað svo sem gerist, þá halda Bretar úti 4.000 manna setuliði á eyjunum ásamt herskipum, flugvélum og kafbátum. Er það dýr rekstur og talinn lítt heppilegar til lengdar. Þetta mál vekur athygli á öðr- um nýlendum Breta, svo sem Hong Kong og Gíbraltar. Hafa Bretar átt viðræður við Spánverja um framtíð Gíbraltar, en lítið hef- ur út úr þeim komið. Gera Spán- verjar tilkall til höfðans, en íbú- arnir hafa hins vegar vel flestir meiri áhuga á því að teljast áfram breskir þegnar. Frú Thatcher hef- ur fyrir sitt leyti tilkynnt að hún muni ekkert aðhafast sem gangi þvert á óskir fólksins. Mál Hong Kong er kannski erfiðara viður- eignar. Bretar hafa Hong Kong sem stendur á „leigu". Er 99 ára leigusamningur í gildi, en hann rennur út árið 1997. Það þykir ekki seinna vænna að komast að sam- komulagi um framtíð Hong Kong, því mikill viðbúnaður fbúanna stendur yfir og mun ekki minnka eftir því sem nær dregur 1997. Þannig er mál nefnilega vexti að þeir Hong Kong-búar eru í mikl- um minnihluta sem áhuga hafa á því að sameinast Kína á ný. Thatcher hefur einnig beitt sér fyrir leynilegum viðræðum við kínversk yfirvöld og hófust þær þreifingar í október á síðasta ári. Ekki er vitað til þess að árangur hafi orðið. Þarna blasa þvf við tvö mál sem teljast verða geysilega vandasöm fyrir Thatcher og stjórn hennar. Thatcher og Sovétríkin Viðhorf Thatchers til Sovétríkj- anna endurspeglast í stöðu Breta í NATO. Um síðustu helgi birtist viðtal við Thatcher í bresku blaði og kom þar fram skoðun hennar og álit á Juri Andropov, hinum nýja aðalritar sovéska kommún- istaflokksins. Thatcher sagði: „Andropov hefur aldrei stigið fæti á frjálst land. Hann skilur ekki einu sinni í grundvallaratriðum hvað frjálst þjóðfélag er. Getur aldrei skilið það að fólk á að hafa rétt til að vernda hagsmuni sina og réttindi. Ég hef ekki orðið vör við breytingu á utanríkisstefnu Sovétríkjanna eftir að Andropov tók við, né á ég von á því að svo verði." Þrátt fyrir þetta sendi Thatcher aðstoðarutanríkisráðherra sinn, Malcolm Rifkin, til Moskvu 24. apríl síðastliðinn , sem viðleitni til að bæta sambúð landanna. Slfka ferð hafði breskur ríkisstjórnar- maður ekki farið til Sovétríkjanna í fimm ár. Það er því deginum Ijósara, að feli þjóðin Thatcher umboðið til fimm næstu ára þann 9. júnf næstkomandi, blasa mörg vanda- mál við. Thatcher er geysilega reynslurík og stefnuföst kona í stjórnmálum og hún nýtur vin- sælda og virðingar margra. En vandamálin eru erfið viðureignar og munu gefa Thatcher tækifæri svo um munar til að sýna hvað i henni býr. Heimildir AP o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.