Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Rændi flugvél og stakk af Miami, 13. maí. AP. KONA vopnuð cldbys.su rændi seint í gær þotu frá Capitol-flugfélaginu með 248 farþega innanborðs. Neyddi hún flugmanninn til að lenda á Kúbu. Farpegunum var ekki gert mein og flugu peir allir aftur til \liami í morgun eftir stuttan stans á Kúbu. Flugránið átt sér stað rétt fyrir áætiaða millilendingu í Miami. Vélin var á leið frá San Juan á Puerto Rico á leið til Chicago í áætlunarflugi. Flugræninginn yf- irgaf vélina í Havana, en að sögn eins starfsmanns Capitol-flugfé- lagsins veit enginn hvað kúbönsk yfirvöld hyggjast fyrir með hana. Að sögn talsmanns bandarísku alríkislögreglunnar verður rætt við farþegana til þess að reyna að fá sem greinarbesta lýsingu á kon- unni. Þetta er í annað sinn á tæpum mánuði, að flugvél frá Capitol-fé- laginu er rænt. í bæði skiptin hef- ur verið um að ræða vélar á sömu flugleið. Fjórir sovéskir menntamenn: Segja yfirstétt lifa hátt á kostn- að almennings Moskva, 13. maí. AP. FJÓRIR sovéskir menntamenn voru látnir lausir úr haldi í gær, en beir hafa setið á bak við lás og slá ásamt tveimur félögum sínum í nokkra mánuði. Stóð til að draga þá fyrir rétt í Sovétrfkjunum fyrir andsovéska starfsemi, en réttarhöldun- um, sem áttu að vera í febrúar, var frestað af ókunnum orsökum. Sovétmennirnir sex, eru allir virkir flokksmenn, en þeir voru sakaðir um að hafa stofnað leynifélag sem vann að því að gera veg Evrópukommúnismans sem mestan. Gaf félagsskapurinn út neðanjarðarblað þar sem sovésk stjórnvöld voru hvött til ýmissra endurbóta, sem talið er að sé langt frá því að vera á dagskrá. Þeir félagar létu í það skína í riti sínu að sögn fréttaskýrenda, að ný stétt væri sest að völdum í Sovét- ríkjunum, yfirstétt sem lifði eins og blóm í eggi á kostnað almúgans. Sem fyrr segir er Iítið vitað um ástæðuna fyrir þvi að réttarhöldunum var frestað. Þ6 er talið að ráðamenn í Sovétríkjunum hafi ekki haft áhuga á þeirri athygli sem slík réttarhöld hefðu vakið. Þá er talið víst, að for- eldrar sumra mannanna hafi beitt áhrifum sínum til að losa synina úr prísundinni. Mennirnir sex eru allir ungir að árum, en foreldrar þeirra sumra mikilsmetnir borgarar. Hinn 26 ára gamli Sergei Batrov- in, formaður óháðrar friðarhreyf- ingar sem sovésk yfirvöld hafa reynt að halda niðri með ýmsum leiðum, fékk í gær landvistarleyfi í Banda- ríkjunum fyrir sig, konu sína og 13 mánaða gamlan son. Yfirvöld í Sov- étríkjunum hafa látið að því liggja að Batrovin fái að fara úr landi þann 20. þessa mánaðar. Friðarhreyfingu Batrovins skipa aðeins 25 Rússar eða svo. Tveir þeirra fengu að flytjast til Bandaríkjanna í júlí á síðasta ári og búa nú í New York. WLWu' m • '' '^™ ^ / 1 I^^Ví jpffl \m* W- Æ ¦HHHaMAÉpri * "¦'H^*i **íf| ¦ IIK K.v< .....^tw ^m' '..¦££*•*' PMHH Ekki hugsað um megrun • Þetta er brúðkaupstertan hans Simon Spies, ferðaskrifstofukóngsins danska. Engin venjuleg rjómaterta þarna á ferðinni. Terta þessi var 11 metrar og 40 sentimetrar á hæð og þurfti krana til að koma henni fyrir á réttum stað í veisluhöllinni. Á myndinni má sjá bakara leggja síðustu hönd á kökuflykkið, hann er efst á myndinni. Sá sem er aö bogra neðst á myndinni er útsendari heimsmetabókar Guinness. Er hann að ganga úr skugga um hæð tertunnar til þess að geta skráð hana á síður bókarinnar sem stærstu brúðkaupstertu heims. Á því er enginn vafi. símamynd ap. Var ekki einn um að njósna London, 13. maí. AP. BREZKI túlkurinn, Geoffrey Prime, sem með 14 ára ferli sínum sem njósnari, skýrði frá fleiri mikilvæg- um hernaðarleyndarmálum Vestur- landa en nokkur annar, hefur senni- lega ekki verið eini njósnari Rússa í fjarskiptastöð Breta í Cheltenham, sem er sú mikilvægasta í landinu. f skýrslu frá öryggismálanefnd ríkisins, sem fengið hafði fyrir- mæli frá frú Thatcher forsætis- ráðherra að rannsaka mál Primes, kemur fram, að ekki sé „unnt að útiloka þann möguleika, að fleiri starfsmenn Cheltenham-stöðvar- innar hafi látið Rússum í té upp- lýsingar um mikilvægustu leyndarmál." Prime, sem er 44 ára, játaði í réttarhöldunum yfir honum, að hafa njósnað fyrir Rússa allt frá árinu 1964, er hann var merkja- sérfræðingur fyrir brezka flugher- inn í Berlín, til ársins 1977, er hann lét af starfi sínu við fjar- skiptastöðina í Cheltenham. Ný stjórn í Austurríki Yínarborg, 13. maí. AP. Sósíalislaflokkurinn og Frclsis- flokkurinn hafa náð samkomulagi um myndun samsteypustjórnar í Austurríki í kjölfar þingkosninganna í landinu, þar sem sósíalistar misstu 11 ára gamlan hreinan meirihluta sinn á þingi. Heinz Fischer, formaður þing- flokks sósíalista, sagði í dag, að samkomulag þetta myndi leiða af sér styrka og stöðuga stjórn í Austurríki. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvernig ráðherraembætti koma til með að skiptast. MX-flaugarnar: Reagan sneri fjár- veitinganefndinni Washington, 13. maí. AP. Aðalfjárveitinganefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings sam- þykkti að í gær að láta eftir 560 milljón dollara fjárveitingu til rannsókna og framleiðslu á MX-flauginni, en Ronald Reagan hefur sótt það fast að undanförnu og kallað „friðartrygginguna". Reagan var afgreiðsla málsins Leiðtogar brezku stjórnmálaflokkanna, Michel Foot, leiðtogi Verkamannaflokksins, Margaret Thatcher, forsætisrað- herra og leiðtogi íhaldsflokksins, og Roy Jenkins, leiðtogi Bandalags frjálslyndra og sósíaldemókrata. Thatcher varar flokksmenn sfna við bjartsýni: „Enginn vinnur kosninga- sigur á skoðanakönnunum" Lundúnum, 13. maf. AP. „ÞAÐ SEM þingkosningarnar snúast fyrst og fremst um er hvort Thatcher silur áfram eða ekki," segir í forsíðu- grein i vikublaðinu Economist í dag. Blaðið heldur áfram: „Það er vart til sá erlendur valdhafi, lýðræðislega kjörinn eða einvaldur, sem ekki hefur á einhvern hátt tjáð sig um Thatcher- undrið." Economist, sem er viðskiptarit og hefur gagnrýnt Thatcher mjög á fjögurra ára valdaferli hennar, seg- ir í grein sinni, að harkalegar að- gerðir hennar hafi leitt til mesta atvinnuleysis í Bretlandi, sem sögur fara af. „Málið snýst því einvörð- ungu um það hvort fólk kýs Thatch- er áfram í þeirri von að efnahags- batinn komi hægt og bítandi með aðgerðum hennar." Þrátt fyrir spár um mikla vel- gengni í komandi kosningum hefur Thatcher varað flokksmenn sína í íhaldsflokknum við of mikilli bjartsýni. Enn ein skoðanakönnunin var birt í Bretlandi í gær og gaf hún, sem hinar fyrri, til kynna stórsigur íhaldsflokksins. „Dewey var of viss um sig, en Truman vann hörðum höndum að kjöri," sagði Thatcher og vitnaði til bandarísku forsetakosninganna 1948. „Ekki svo að skilja að það sé neitt líkt með Truman og Foot. Eng- inn vinnur hins vegar kosningar á skoðanakönnunum," bætti hún við. slíkt kappsmál, að hann ritaði fyrst níu af tólf aðilum undir- fjárveitinganefndarinnar bréf er hún fjallaði um málið. Undirstrik- aði Reagan að hann myndi beita sér fyrir minnkandi umsvifum í vopnaframleiðslu, ef fjárveitingin væri samþykkt, auk þess sem hann útlistaði nauðsyn þess að Bandaríkin létu ekki þau vopn, sem þjóðin byggði öryggi sitt á, verða úrelt og ónothæf ef til kast- anna kæmi. Bréf Reagans varð til þess að undirnefndin samþykkti fjárveitinguna og einn nefndar- manna, Warren Rudman, sagði að ef bréfið hefði ekki borist, hefði MX-málið verið dæmt til að falla um sjálft sig. Síðan fjallaði yfirnefndin um málið og sendi Reagan þeim nýtt bréf með sams konar innihaídi. Varð bréfið til þess að aðalnefndin samþykkti fjárveitinguna með 17 atkvæðum gegn 11 og nú á þingið sjálft eftir að leggja blessun sína yfir hana. Inntakið í bréfum Reag- ans er, að hann lýsir yfir stuðningi við þá hugmynd að eyðileggja tvo kjarnaodda fyrir hvern einn nýjan sem framleiddur er. Litið er á þá hugmynd sem möguleika fyrir Bandaríkjamenn er til afvopnun- arviðræðna kemur við Sovétmenn í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.