Morgunblaðið - 14.05.1983, Side 23

Morgunblaðið - 14.05.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAt 1983 23 Skoðanakönnun á vegum Jyllandsposten: Draumur flestra Dana hnattferð Kaupmannahöfn, 13. maí. AP. DRAUMUR flestra Dana er aö komast í árlegt sumarleyfi erlend- is, fara í hnattferð og eiga a.m.k. 10.000 krónur í banka. Þetta voru m.a. niðurstöður skoðanakönnun- ar, sem gerð var og birt í gær. Könnun þessi var unnin af Observa-fyrirtækinu fyrir dagblaðið Jyllandsposten, eitt stærsta dagblað Danmerkur. I skoðanakönnun þessari kom einnig í ljós, að æ fleiri Danir fá þessar óskir sínar uppfylltar. Hnattferðin er þó enn aðeins á færi fárra. Flestum er hún að- eins fjarlæg draumsýn. Fjórðungur allra aðspurðra fer í sumarleyfi erlendis ár hvert. Þegar sambærileg könnun var gerð fyrir 14 árum fóru að- eins 12% aðspurðra í árlegt sumarleyfi erlendis. Þá hafði rétt rúmur helming- ur þátttakenda í könnuninni komið sér upp æskilegri banka- innistæðu og er það veruleg breyting frá eldri könnuninni. Þá kváðust aðeins 14% að- spurðra eiga æskilega banka- innistæðu. Sjónvarpstæki eru greinilega það, sem flestum hefur tekist að komast yfir á óskalistanum. Nú áttu 76% þátttakenda sjón- varpstæki, en aðeins 1% fyrir 14 árum. Tíundi hluti þeirra, sem var spurður, stóð fast á þeirri skoðun, að eignast aldrei sjón- varpstæki. Anna Bretaprinsessa sést hér á tali við lækni í búðum afganskra flóttamanna í Pakistan, en þar var hún á ferðalagi sem forseti sjóðs, er ber heitið „Save the Children Fund“ og hefur aðalstöðvar sínar í London. Prinsessan ferðað- ist þarna um í þrjá daga og kynnti sér frá fyrstu hendi allar aðstæður flóttamanna. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Brilssel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerusalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahötn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló Parfs Perth Rio de Janeiro Reykjavík Rómaborg San Francisco Stokkhótmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vinarborg Þórshötn 2 rigning 17 skýjað 25 heiðskfrt 20 heiðskírt 18 skýjað 24 rigning 12 bjart 21 þokumóða 17 skýjað 19 lóttskýjað 12 skýjað 29 skýjað 28 skýjað 18 heiðskfrt 37 heiðskfrt 13 rigning 24 lóttskýjað 17 rigning 12 bjart 26 skýjað 19 rigning 24 lóttskýjað 22 lóttskýjað 31 heiðskfrt 26 skýjað 22 bjart 35 skýjað 19 lóttskýjað 12 skýjað 15 skýjað 19 heiðskfrt 34 heiðskfrt 8 skýjað 24 heiðskírt 22 skýjað 16 lóttskýjað 21 lóttskýjað 27 skýjað 24 rigning 14 skýjað 21 bjart 7 skýjað Óveður í Hollandi á uppstigningardag: Fjögurra er saknað — mikið tjón á skipum og mannvirkjum Am.sterdam, 13. maí. AP. FJÖGURRA manna er saknað eftir ofviðri, sem gekk yfir Holland í gær. Vindhraðinn náði 12 vindstigum og var svo öflugur, að tré rifnuðu víða upp og reykháfar hrundu á mörgum húsum. Mikill fjöldi smábáta fauk til í óveðrinu og ýmist sökk eða brotnaði. Þau fjögur, sem saknað er, voru við vatnaíþróttir á bátum og vatnaskíðum á Ijsselmeer, stærsta stöðuvatni Hollands, er stormurinn skall á úr suðvestri öllum á óvart, því að engin aðvörum hafði verið gefin út í veðurfréttum. Þyrlur og björgunarbátar frá Þegar Floyd Hopkins, skrifstofu- maður í borginni Boston í Banda- ríkjunum, hafði lokið vinnu einn dag- inn nú fyrir skemmstu, komst hann að raun um, aö búið var að stela öðru hjólinu undan reiðskjótanum hans. Hopkins lét sér þó hvergi bregða, brá sér á bak og komst heim á því sem eftir var. hollenzka flotanum björguðu 17 manns af skemmtibátum á vatn- inu, sem krökkt var af á uppstign- ingardag, en það er opinber frí- dagur í Hollandi sem víða. Talsvert var um það, að umferð stöðvaðist um vegi, er tré rifnuðu upp og féllu niður á þá. Flutn- ingaskip, sem lágu við bryggju í Rotterdam, einni stærstu höfn heimsins, skemmdust er þau skullu utan í bryggjuna, sem þau voru fest við. Flutningaskip frá Líberíu felldi þrjá kornkrana, er það slitnaði frá bryggju og mikil brögð voru að því, að tómir gámar fykju í höfnina. I Overtween, íbúðarhverfi um 15 mílur fyrir vestan Amsterdam, fauk reykháfur af húsi og skall síðan á bifreið, sem stóð þar nærri og eyðilagði hann gjörsamlega. Ökumaðurinn slapp hins vegar ómeiddur, sem þykir mikil mildi. Leitinni að hinum týndu átti að halda áfram af fullum krafti í dag, allt fram í myrkur. Dagbækur Hitlers: Húsleit á heimili milligöngumannsins Er hann sjálfur falsarinn? Spyr Stuttgarter Nachrichten Stuttgart, 13. maí. AP. LÖGREGLUMENN gerðu í dag húsleit í verzlun og á heimili Konrads Kujaus í Stuttgart, en honum hefur verið gefið að sök að hafa selt tímaritinu Stern hinar fölsuðu dagbækur, er eignaðar voni Adolf Hitler. Leitin mun ekki hafa borið mikinn árangur, enda þótt lögreglumennirnir hefðu á brott með sér tvo fulla poka úr verzlun Kujaus, sem seldi einkum alls konar mynjar, muni og myndir frá valdatíma nazista. A meðal þess, sem lögreglan fann, var ein- tak af Mein Kampf áritað af Hitler sjálfum. Kujau, sem notaði nafnið Fischer í skiptum sínum við Gerd Heidemann, blaðamann Stern, er horfinn og hefur ekkert frétzt til hans í tvær vikur. Heidemann, sem keypti af hon- um hinar fölsuðu dagbækur, seg- ist sjálfur vera fórnarlamb svik- anna. Hann hélt því fram á mið- vikudag, að Kujau hefði hringt í sig frá einhverjum stað í grennd við Prag, höfuðborg Tékkólsló- vakíu og hefði Kujau farið þang- að til þess að hafa upp á svindl- aranum, sem falsað hefði bæk- urnar. Ferðin hefði hins vegar engan árangur borið og kvaðst Heidemann hafa það eftir Kuj- au, að hann vonaðist til þess að geta snúið heim til V-Þýzka- lands hið bráðasta. Blaðið Stuttgarter Nacrichten lýsti í dag Kujau sem snjöllum skrautritara og listamanni, og ber blaðið fram þá spurningu, hvort Kujau hafi ekki einungis selt bækurnar, heldur falsað þær líka. Segist blaðið hafa það eftir vinum Kujaus, að hann hefði sýnt þeim ferðatösku með mörg- um milljónum marka í seðlum og kunni það að hafa verið pen- ingarnir, sem Stern greiddi fyrir dagbækurnar fölsuðu. 0 Takið sumarið snemm öll íjölskyldan til MALLORKA dTCfKVT FERÐASKRIFSTOEA, Iðnaöarhúsinu Hallveigarslígl. Simar 28388 og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.