Morgunblaðið - 14.05.1983, Side 25

Morgunblaðið - 14.05.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Víghól&skóli, en þar verður Menntaskólinn i Kópavogi til húsa í framtiðinni. Frá bæjarstjórnarfundinum. Samningur um breytingar á skólahaldi í Kópavogi samþykktur í bæjarstjórn: Samningurinn markar tímamót í sögu Kópavogs — segir Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi SAMNINGUR um breytingar á skólahaldi í Kópavogi, sem gerður var nýlega á milli bæjaryfirvalda og ríkisins, var samþykktur á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. At- kvæði féllu þannig að 9 bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks, Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks greiddu samningnum atkvæði, en 2 fulltrúar Alþýðuflokks voru á móti. Hér á eftir verða umræður í bæj- arstjórninni reifaðar stuttlega. MK fær eðlilegt svigrúm til þróunar Björn Ólafsson (Abl) framsögu- maður hóf umræðuna og sagði hann m.a. að aðdragandi samn- ingsins væri langur og rakti hann sögu málsins. Sagði hann að ljóst væri að ekkert grunnskólahúsn- æði í bænum dygði fyrir rekstur Menntaskólans í Kópavogi, en hins vegar væri gert ráð fyrir þvi að Víghólaskóli yrði stækkaður, þegar menntaskólinn hefði fengið þar inni og yrði stærð skólans þá alls um 7.200 fermetrar. Jafn- framt væru bær og ríki skuld- bundin til þess í samningi að leggja fram fé vegna byggingar nýs grunnskóla og sagði Björn þá upphæð vera samtals 94 milljónir króna. Björn sagði að meginkostur samningsins væri sá, hvað grunn- skólann varðaði, að ríkissjóður myndi leggja fram ákveðið fé og væri það verulega mikið mál fyrir grunnskólana í bænum. Einnig væri með samningnum tryggt að fjölbrautaskólinn í Kópavogi (MK) fengi eðlilegt svigrúm til þróunar. Þá nefndi Björn það ennfremur, að samkvæmt samn- ingnum væri stefnt að því að Hót- el- og veitingaskólinn yrði í fram- tíðinni í Kópavogi og yfir þá starf- semi yrði byggt á lóð Víghóla- skóla. Björn minnti á að með þessum aðgerðum yrðu margir fyrir rösk- un í bili, nemendur yrðu fluttir á milli skóla um leið og Víghólaskóli yrði lagður niður. Meiriháttar skref Skúli Sigurgrímsson (F) sagði við umræðurnar að framsóknar- menn lýstu fyllsta stuðningi sín- um við samninginn, enda væri hann í samræmi við stefnu Fram- sóknarflokksins í bæjarmálum. Sagði hann að meginatriði samn- ingsins væru þrjú. í fyrsta lagi væri um að ræða að stofnaður yrði nýr grunnskóli austast í bænum, í öðru lagi væri lagður niður skóli þar sem börnum á skólaaldri hefði fækkað og í þriðja lagi fengi menntaskólinn húsnæði Víghóla- skóla til afnota, og myndi það gera skólanum kleift að þróast eðlilega. Skúli sagði að gegn þessum samningi hefði verið unnið með röngum upplýsingum og lýsti þeirri skoðun sinni að samningur- inn væri meiriháttar skref í fram- farasögu bæjarins. Skólaárgöngum splundrað Rannveig Guðmundsdóttir (Afl) sagði að Alþýðuflokkurinn væri eini flokkurinn í bæjarstjórn sem væri á móti samningnum. Gagn- rýndi hún samninginn og sagði að með honum væri árgöngum í skól- um bæjarins splundrað með því að senda börn í aðra skóla. Einnig gagnrýndi hún það, að með samn- ingnum léti bærinn skólahús af hendi, án þess að fá nokkurt í staðinn og þyrftu yfirvöld að treysta á ríkisvaldið með bygg- ingu nýs grunnskóla. Rannveig benti á að með samþykkt samn- ingsins væri verið að samþykkja aðgerðir sem ekki yrði horfið frá og einnig gagnrýndi hún það, að mál þetta hefði fengið litla um- fjöllun og umræðu. Þurfti að leysa vandann með snöggu átaki Richard Björgvinsson (S) sagði að samningurinn markaði tíma- mót í sögu Kópavogs. Hann væri til hagsbóta fyrir nemendur í Kópavogi og með samningnum væri mörkuð skólastefna til marg- ra ára. Allir grunnskólarnir í bænum yrðu heildstæðir og gerð væri byggingaráætlun til 6 ára og fjárframlög frá ríkinu væru Iryggð eins og unnt væri og með því næðist veruleg aukning á fjár- veitingu ríkisins. Þá nefndi Richard að í samn- ingnum væri ákveðið að Hóte!- og veitingaskólinn yrði í Kópavogi og þar með miðstöð menntunar í matvælaiðnaði. Richard sagði að í 5 ár hefði stöðvun ríkt í skólabyggingum í Kópavogi vegna innbyrðis deilna og vegna þess að ekki hefðu verið gerðir samningar við ríkið um þessi mál. Menn hefðu nú verið komnir í þrot með skóla og þann vanda hefði þurft að leysa með snöggu átaki, eins og nú hefði ver- ið gert. Lýsti hann að lokum yfir stuðningi bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins við samning þenn- an. Flutningur MK tímaskekkja Guðmundur Oddsson (Afl) sagði að reisn bæjarstjórnar Kópavogs hefði ekki verið mikil í málinu og hefðu menn beygt sig fyrir ríkinu í þessum efnum. Sagði hann að flutningur MK væri tímaskekkja, vegna þess að þó skólinn væri fluttur fengi hann ekki það hús- rými sem hann þyrfti að fá. Taldi hann að flýtir og offors hefðu ein- kennt málsmeðferð. Þá sagði Guð- mundur að samningurinn hefði ekki verið kynntur bæjarbúum og gagnrýndi hann það sérstaklega. Kvaðst hann myndu greiða at- kvæði gegn samningnum og lýsti því yfir að ef til vill væri með samningum verið að leysa hús- næðisvandamál menntaskólans til næsta árs en ekki lengur, og það væri gert á kostnað grunnskólans. Sjúkrastöð SAÁ við Stórhöfða fokheld: 1.200 rúmmetrar af steypu og 60 tonn af stáli fóru í bygginguna Björgólfur Guðmundsson, formaður SÁÁ, Óthar Örn Petersen, formaður býggingarnefndar sjúkrastöðvarinnar, Hendrik Berndsen, varaformaður SÁA, og Guðni Eiríksson, byggingarstjóri Vöröufells, fyrir framan hið nýja stórhúsi við Stórhöfða í Grafarvogi. Ljósm.: Kristján Örn Elíasson. HIN NÝJA Sjúkrastöð SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík er nú fok- held, en húsið verður væntanlega tekið í notkun í október í haust. Sumir hlutar hússins eru raunar meira en fokheldir, þar sem lagður hefur verið inn hiti, byrjað er á einangrun og múrverk hafið í einni álmunni. Stærð byggingarinnar er um 2.100 fermetrar, á tveimur hæðum. í fyrsta áfanga sjúkrastöðvar- innar er rúm fyrir 60 vistmenn, auk margvíslegrar sameiginlegr- ar aðstöðu, sem einnig mun nýt- ast síðari áfanga byggingarinn- ar, svo sem mötuneyti, eldhús, læknastofur og fleira. Verktaka- fyrirtækið Vörðufell hf. sér um byggingarframkvæmdirnar fyrir SÁA, og mun það skila 1. áfanga hússins fullbúnum í október nk. að undanskildum ýmsum sér- búnaði, lausum innréttingum og frágangi á lóð. Ætlunin er hins vegar að unnið verði við lóð í sumar og er þegar byrjað að skipuleggja hana. Byrjað var á sjúkrastöðinni í október sl. í húsið fóru um 1.200 rúmmetrar af steypu, um 60 tonn af stáli og heildarmótaflötur er um 8.000 fermetrar, að því er Guðni Eiríksson byggingarstjóri sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Hann sagði verkið hafa gengið mjög vel, og hefði þar meðal annars munað um hinn mikla áhuga sem bygg- ingarnefndin og forráðamenn SÁÁ sýndu verkinu. Aldrei stæði á neinu er til verksins þyrfti, og hinn mikii áhugi smit- aði út frá sér. Milli 25 og 30 manns hafa unnið að byggingar- framkvæmdunum, og er mötu- neyti Vörðufells á staðnum. Fjöldi manns lagði í gær leið sína að hinni nýju byggingu, þar sem SÁÁ bauð upp á kaffi og meðlæti í tilefni þess að húsið er nú fokhelt. Séð inn f hina nýju Sjúkrastöð SÁÁ. í forgrunni er fyrirlestrasalur, og upp af honum blómastofa, sem skilur að fyrirlestrarsalinn og móttökuand- dyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.