Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 27 Færeyingafélagið fjörutíu ára F'æreyingarélagið á íslandi verður 40 ára nú um helgina og verður hald- ið upp á það með ýmsu móti. Afmæl- isfagnaður verður í Víkingasal Loft- leiða kl. 19. Verður margt þar til gamans gert og er m.a. hingað kom- in danshljómsveit frá Færeyjum til að leika fyrir dansi. Á sunnudag verður Færeyinga- vaka í Norræna húsinu sem hefst kl. 20.30, einnig verður sýning á færeyskum munum í bókasafni og anddyri. Dagskrá vökunnar er fjölbreytt. Stefán Karlsson hand- ritafræðingur flytur erindi um samskipti Færeyinga og íslend- inga í Kaupmannahöfn. Karl Johan Jensen les ljóð og kynnir færeysk skáld. Færeyska hljómsveitin Blue Birds leikur og félagar úr Færeyingafélaginu sýna færeyskan dans. Færeyingafélagið var stofnað 15. maí 1943, og hefur starfað síð- an sem öflugt átthagafélag. Félag- ar eru nú 268, formaður þess er Sylvía Jóhannsdóttir. Erindi um búskap í Reykjavík FÉLAGIÐ Ingólfur heldur aðal- fund sinn í dag 14. maí kl. 14 í stofu 102 í Lögbergi, Háskóla Is- lands. Að loknum aðalfundar- störfum mun Þórunn Valdimars- dóttir sagnfræðingur flytja erindi um búskap í Reykjavík. Félags- menn eru hvattir til að fjölmenna, og nýir félagar jafnframt boðnir velkomnir. (FréUatilkynning) Helgarskákmót á Akureyri Skákfélag Akureyrar og KEA standa fyrir opnu skákmóti á Akur- eyri um hvítasunnuhelgina. Mótið hefst fdstudaginn 20. maí kl. 20 á Hótel KEA. Tefldar verða 7 umferð- ir eftir Monrad-kerfi og lýkur mót- inu mánudaginn 23. maí (annan í hvítasunnu) kl. 18.30. Alls verða veitt sex peninga- verðlaun, samtals að upphæð 18.500 krónur. Fyrstu verðlaun eru kr. 7.000,- Nokkrir af okkar sterkustu skákmönnum munu taka þátt í mótinu. Má þar nefna Helga ólafsson, Dan Hansson, Sævar Bjarnason og Elvar Guðmunds- son. Einnig standa vonir til að stórmeistarar okkar geti tekið þátt, svo og íslandsmeistarinn, Hilmar Karlsson. Málþing um tölvuspil og leiktækjasali Á MÁNUDAGINN kemur, 16. maf kl. 15.30, mun Barnaverndarráð fslands gangast fyrir málþingi um tölvuspil og leiktækjasali í Félagsmiðstöðinni við Gerðuberg í Breiðholti. f fréttatilkynningunni frá Barna- verndarráði segir m.a.: „Tölvuvæðing er nú töluverð í at- vinnulífi hér á landi og eykst bæði í einkalífi fólks og félagslffi. Starf- ræksla leiktækjasala er gott dæmi um hið síðastnefnda. A hinn bóginn er lítið vitað hvaða áhrif þessi nýja tækni mun hafa á daglegt líf manna í næstu framtíð. Ætlun Barnaverndarráðs með málþinginu er að efla skoðanaskipti um tómstundir barna og unglinga i ljósi þessarar tæknibyltingar. Á málþinginu verður reynt að leita svara við spurningum sem vakna 1 þessu sambandi, þ.á m. þeirri hvort ástæða sé til að bregðast við tölvu- spilum og starfrækslu leiktækjasala með einhverjum hætti. Er hér ekki aðeins átt við viðbrögð af hálfu sveitarstjórna og löggjafans heldur einnig viðbrögð barna og unglinga, f f SUMARHUSASYNING LAUGARVATNI LAUGARDAG OG SUNNUDAG ELD^SKÁLINN GRENSÁSVEGUR 12, 108 REYKJAVÍK, SÍMAR 91 39520 & 91 39270 Bilasöludeildin er opin frá kl. 1 Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.