Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 30

Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 30
HVAD ER AD GERAST UHIHELGINA? 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Fjölbreytt fjölskylduhátíð SUNNUDAGINN 15. maí kl. 14.30 hefst fjölskylduskemmtun á Hótel Sögu. Það er skólahljómsveit Mosfellssveitar sem heldur hátíð- ina til fjáröflunar tónleikaferðalagi til Ítalíu sem fyrirhugað er í Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar verða með skemmtiatriði fyrir börn. Karl Úlfsson, leikari, les upp, nem- endur Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar sýna dans, Karlakór- inn Stefnir slær á létta strengi, skólahljómsveitin mun spila og loks mun hljómsveitin Galdra- karlar leika fyrir dansi. Að- gangseyrir er 100 krónur og er létt máltíð innifalin ásamt gosi og kaffi. SKEMMTANIR Norræna húsiö: Færeyingavaka í tilefni 40 ára afmælis Færey- ingafélagsins í TILEFNI af 40 ára afmœli Færey- ingafélagsíns svo og opnun Norð- urlandahússins í Þórshöfn um síðustu helgi efna Færeyingafé- lagið, Norræna húsið og Norræna félagið til kynningar á Færeyjum með Færeyingavöku sunnudag- inn 15. maí kl. 20.30 og sýningu í anddyri og bókasafni Norræna hússins. Dagskrá vökunnar veröur sem hér segir: Stefán Karlsson handritafræö- ingur flytur erindi sem hann nefnir Frændur viö sundið — Samskipti Færeyinga og ís- lendinga í Kaupmannahöfn. Karl Johan Jensen frá Færeyj- um les kvæöi og kynnir fær- eysk skáld. Færeyska hljómsveitin BLUE BIRDS leikur. Félagar úr Færeyingafélaginu sýna færeyskan dans. Gestum veröur boöið aö taka þátt í dansinum. Aögangur að vökunni er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Byggðakynning Austfirðinga Austfiröingafélagið í Reykjavík efnir á sunnudaginn kemur til svonefndrar byggðakynningar öðru sinni. Samkoman veröur haldin í Sigtúni við Suður- landsbraut, sunnudaginn 15. maí, og hefst klukkan 3 síödegis. Þau byggöarlög sem kynnt veröa á byggöakynningu Austfirö- ingafélagsins nú, eru tvö nyrztu sveitarfélögin í Noröur-Múlasýslu, Skeggjastaðahreppur og Vopna- fjaröarhreppur. Dagskráin veröur í aöalatriöum þannig: Rætt veröur um byggöarlögin og sýndar lit- skyggnur þaöan. Gagnkunnugir menn á þessum slóöum, Valgeir Sigurösson, fyrrverandi blaöa- maöur, frá Fremri-Hlíö og Gunnar Sigurösson, áöur bóndi á Ljóts- stööum, annast þennan þátt. Þá mun Grímur M. Helgason, hand- ritavöröur, glugga í gamlar sókn- arlýsingar frá Hofi og Skeggja- stööum. Lesiö veröur upp úr verkum nokkurra skálda og rithöfunda, sem öll eru fædd á þessu svæöi eöa hafa starfaö þar og búiö. Þessir rithöfundar eru: Benedikt Gíslason frá Hofteigi, Guöfinna Þorsteinsdóttir (Erla), Gunnar Gunnarsson, Kristján frá Djúpa- læk, Þorsteinn Valdimarsson og Örn Arnarson. Lesarar eru: Árnl Benediktsson, Birgir Stefánsson, Guörún Jörgensen, Gunnar Valdi- marsson og Sonja Berg. Árni Björnsson, þjóöháttafræö- ingur, syngur viö undirleik Péturs Jónassonar Ijóö eftir Sigurö Þórar- insson við ýmis þekkt lög. Kynnir á dagskránni er Birgir Stefánsson kennari. Broadway: íslands- meistaramót í hárgreiöslu Sunnudaginnn 15. maí fer fram íslandsmeiataramót í hárgreiðslu og hárskuröi í veitingahúsinu Broadway. Keppnin er haldin annaö hvert ár og veitir rétt til þátttöku á Norö- urlandamóti, sem haldiö veröur aö þessu sinni 6. nóvember 1983 í Danmörku. Keppnisgreinar eru þrjár í hverju fagi: I hárgreiöslu: galagreiösla, daggreiösla, klipping og blástur. í hárskuröi: Blástur og greiösla á eigin módeli, klipping og blástur á útdregnu módeli, skultúrklipping. Jafnframt veröur keppni nema í báöum fögum. Dómarar veröa er- lendir, tveir frá Danmörku og tveir frá Englandi. Keppnin hefst kl. 10 og lýkur kl. 17. Verölaunaafhending fer svo fram á Galadinner um kvöldið. Rokkhátíöin í síöasta sinn í kvöld Upphaflega átti þessi Rokkhá- tíð bara að vera í eitt skipti upp á grín,“ sagði Björgvin Halldórsson hljómlistarmaður í viðtali við Mbl. í gær. „Nú, undirtektir og aðsókn varð slík að í köld verður sú fimmtánda og enn fyrir fullu húsi. Þetta veröur þó líkast til í síö- asta skipti, þó löngu sé oröið upp- selt og þyrfti skóhorn til aö koma fleirum inn. Viö ætlum aö brydda upp á nokkrum nýjungum í kvðld, en allt um þaö er leyndarmál enn- þá. En þetta hefur gengiö meö ólík- indum, þaö er búiö aö vera ánægjulegt aö vinna meö þessu fólki sem kemur og syngur eftir langt hlé og er jafnvel enn betra en fyrr, og vil ég flytja þeim og öllum aöstandendum kærar þakkir frá hljómsveitinni, þetta er búiö aö vera alveg klassi." Tvennir tónleikar norsks karlakórs DAGANA 13.—16. maí verður staddur í Reykjavík karlakór frá Osló, Handelstandens Sangfor- ening. Kórinn heldur tónleika í dag, laugardaginn 14. maí, kl. 19 í Norræna húsinu og sunnudag- inn 15. maí kl. 19 í Háteigs- kirkju. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis. Handelstandens Sangforen- ing sem stofnaður var 1847 hefur heimsótt ísland einu sinni áður, 1924 hélt kórinn í tónleikaför til Færeyja og ís- lands og var hann fyrsti norski kórinn sem heimsótti þessi lönd. Á síðustu árum hefur kórinn haldið tónleika víðsvegar um Evrópu. í Handelstandens Sangforening eru 44 kórfélag- ar með í ferðinni til íslands. Stjórnandi kórsins er Olaf Skaffloth og aðstoðarstjórn- andi og undirleikari Gjermund Hulaas. Á efnisskránni í Norræna húsinu verða auk norskra verka sönglög eftir Schubert, Schuman, Þórarin Jónsson o.fl. Á tónleikunum í Háteigskirkju á sunnudag eru negrasálmar, Kirkjutónlist, og „Missa Laud- ate Dominum" eftir Ernst Tittel. Karlakór Reykjavíkur mun greiða götur kórsins með- an á dvöl hans stendur hér. KVIKMYNDIR MÍR-salurinn: Kvikmyndin „Þegar haustar“ Kvikmyndasýning verður í MÍR-salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag, 15. maí kl. 16. Sýnd veröur kvikmyndin „Þegar haust- ar“, gerð 1976 undir stjórn Ed- mond Keosajans. Meö helstu hlutverk fara Armen Djigarkhanjan, Vladimir Ivasjov, Lára Gevorkjan og Nikolaj Krjúts- kov. Myndin er meö ensku tali. Aögangur aö MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Gallerí Langbrók: Jóhanna Þórðar- dóttir sýnir myndir úr tré 7. maí opnaöi Jóhanna Þórö- ardóttir sýningu á lágmyndum úr tré. Sýnir hún 15 verk en í þau notar hún einnig blý, fjaörir og ýmsan efnivið úr náttúrunni. Jóhanna stundaöi nám í Mynd- lista- og handíöaskóla íslands, og hefur veriö viö framhaldsnám í Amsterdam og Stokkhólmi. Þess má geta aö hún hefur unniö skúlptúr fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem veröur sett upp í sumar viö nýbyggingu Rafmagns- veitunnar aö Suöurlandsbraut. Sýningin stendur til 22. maí og er opin daglega frá 12—18 og um helgar 14—18. Myndlistaskólinn á Akureyri: Vorsýning um helgina Akureyri, 12. maí. Nú um helgina, laugardaginn 14. maí og sunnudaginn 15. maí, heldur Myndlistaskólinn á Akur- eyri sýningu á verkum nemenda skólans í vetur. Nefna þeir sýn- inguna „Vorsýningu" og verður hún haldin í húsnæði skólans, Glerárgötu 34, á 3. og 4. hæö. Verður sýningin opin báða dag- ana kl. 14—22. Nemendur skólans í vetur hafa verið um 23, þar af eru 14 í svonefndri dagdeild. Elsti nem- andinn er 79 ára og sá yngsti 4 ára. Kennarar viö skólann eru alls 14. Skólinn er rekinn í nánum tengslum viö Handíða- og mynd- listarskólann, og má geta þess, aö allir þeir nemendur skólans, sem nú í vor sóttu um inngöngu í þann skóla, stóöust inntökupróf hans. Skráning nýrra nemenda fyrir næsta ár fer fram nú síöast í maí og þess má geta, aö þá um leiö veröa haldin inntökupróf vegna þeirra sem sækja vilja dagskóla- deildina. G.Berg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.