Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 31

Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 31
HVAB ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 31 Stokkseyri: Þrjár sýningar í einni Laugardaginn 14. maí opna þeir Elfar Þórðarson og Vignir Jónsson sýningu í barnaskólanum, Stokks- eyri. Hér er um að ræða tvær einkasýningar og eina samsýn- ingu. Elfar verður í suðurálmu og sýnir þar olíu-, vatnslita- og acr- ilmyndir sem eru flestar frá Stokkseyri, Eyrarbakka og naesta nágrenni. Þetta er 8. einkasýning Elfars en að auki hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Vignir verður í norðurálmu og sýnir þar hnýtingaverk sem eru með nokkuð öðru sniði en fólk á að venjast. Þetta er önnur einka- sýning Vignis og hefur hann einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Á göngum sýna þeir saman myndverk unnin með blandaðri tækni. Á samsýningunni bregða þeir félagar út af þeim stíl sem þeir hafa oftast unnið í og sleppa að nokkru leyti fram af sér beisl- inu. Þess má einnig geta að sýn- ingarskráin verður dúkrista, þrykkt með gamalli taurullu. Verður hvert eintak áritað og tölusett. Sýningin verður opin alla daga kl. 14—22 og lýkur sunnudaginn 29. maí. Listmunahúsið: Alfreð Flóki sýnir 40 verk Sýning Alfreðs Flóka stendur nú yfir. Sýnir hann 40 myndir unnar með tússi, rauðkrít og svartkrít. Sýningin er opin daglega frá 10—18, laugardaga og sunnudaga 14—18, en lokaö á mánudögum. Síðasti sýningardagur er 23. maí. Jón Baldvinsson sýnir í Eden Jón Baldvinsson listmálari opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði laugardaginn 14. maí. Sýningin veröur opin fram yfir hvítasunnu. Aö þessu sinni sýnir Jón 45 olíumálverk, fantasíur og landslagsmyndir, flestar nýjar. „Ég er hrifinn af fuglum um þessar rnundir," sagöi Jón. HÉg nota þá sem þungamiöju í fantasí- um mínum. Flestar myndirnar eru frekar smáar, 30 sinnum 45, sjálfstæö ævintýri um fugla. Mjög litskrúöugar myndir.“ Jón hefur stundaö málaralist síöan 1957 og haldiö fjölda sýn- inga. Síðast sýndi hann í Gallerí Heiöarási í haust, en þaö er gallerí sem hann hefur innréttaö í eigin húsi. Gallerý Lækjartorg: Gunnar Dúi sýnir olíumálverk Laugardaginn 14. maí nk. opnar Gunnar Dúi myndlistarsýn- ingu í Gallerý Lækjartorgi í Reykjavík. Gunnar er fæddur 22. október á Akureyri 1930. Hann hefur stund- aö nám í myndlist bæöi heima og erlendis, meöal annars í Listahá- skólanum í Malaga á Spáni, Escuela De Artes Aplicadas. Gunnar hefur haldiö 6 sýningar á islandi og nokkrar erlendis m.a. í Hollandi og Belgíu. Verk hans finn- ast nú hjá einstaklingum og einka- söfnum víöa um heim. Á sýningunni í Gallerý Lækjar- torgi veröa eingöngu ný olíumál- verk. Öll verkin eru til sölu. Sýning- in mun standa til 23. maí. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—18, nema sunnudaga og fimmtudaga, en þá er opiö frá 14—22. Hallgrímskirkja: Sýningu Sigrúnar Jónsdóttur lýkur á sunnudaginn Sýningu Sigrúnar Jónsdóttur í anddyri Hallgrímskirkju lýkur á sunnudaginn. Sigrún sýnir skúlptúr, kirkjuvefnaö, batik, glugga o.fl. Þaö er Listvinafélag Hallgríms- kirkju sem stendur fyrir sýning- unni. Sýningin er opin í dag á milli kl. 14 og 19, en á morgun frá 14 til 22. Blindrafélagið: Tómstunda- nefndin heldur sýningu Tómstundanefnd Blindarfé- lagsins heldur sýningu á munum, sem blindir og sjónskertir hafa unníð. Um er aö ræöa alls konar handavinnu svo sem fatasaum, hnýtingar og leirmuni. Sýningin er aö Hamrahlíö 17 og er opin 2—6 laugardaginn 14. maí og sunnudaginn 15. maí. Aögang- ur er ókeypis. Vatnslitamynd- ir einkenna þessa sýningu — segir Guðmundur Karl Ásbjörnsson um sýningu sína „Aösóknin hefur verið góð og hafa þegar selst margar myndir,“ sagði Guömundur Asbjörnsson listmálari aöspurður um sýningu sína á Kjarvalsstöðum. „Ég sýni níutíu og fimm myndir og er meirihlutinn vatnslitamyndir, þaö gerir þessa sýningu ólíka öör- um sýningum mínum því áöur var ég bara meö olíumyndir. Þessar myndir eru flestar málaöar frá 1981 og þar til núna en innan um er ein og ein ejdri mynd. Þetta mun vera mín sjöunda einkasýning hér á landi, en ég hef haldiö eina út í Þýskalandi auk þess sem ég sýndi nokkuö margar myndir á listahátiö í Múnchen 1972, þar sem óg var heiöursgest- ur Deutsches Kulturverk." Kjarvalsstaðir: Þrjár sýningar í gangi Þrjár sýningar opnuöu seinustu helgi á Kjarvalsstöðum og halda áfram þessa helgi og næstu viku. Sveinn Björnsson sýnir málverk í austursal og forsal, Guömundur Karl Ásbjörnsson sýnir vatnslita- myndir og málverk og Páll Reyn- isson er meö Ijósmyndasýningu í vesturforsal. LEIKHUS Þjóðleikhúsið: Nýr söngvari ráöinn til að syngja í óperunni Lína langsokkur veröur á dagskrá á uppstigningardag kl. 15.00, síöan á laugardaginn 14. maí kl. 15.00 og gilda á þá sýningu miðar sem dag- settir eru 7. maí, en þá varö aö fella niöur sýningu vegna veikinda; þá verður sýning á Línu sunnudaginn 15. mai kl. 15.00 og gilda þá miöar dagsettir 8. maí. — Sýningin á sunnudaginn er 50. sýningin á þessu vinsæla barnaleikriti, en nú fer sýn- ingum aö fækka úr þessu. Þjóöleikhúsiö er búiö aö ráöa nýj- an tenórsöngvara í hlutverk Túridd- ús og heitir sá Maurice Stern, ungur bandaríkjamaöur sem er fastráöinn við óperuna í Dússeldorf. 3. sýningin á Cavalleria Rusticana og Fröken Júlíu veröur aö kvöldi fimmtudagsins 12. mai. 4. sýningin veröur föstudaginn 13. maí. 5. sýn- ingin veröur síöan sunnudaginn 15. maí. Laugardagskvöldiö 14. mai er sýning á nýjasta leikriti Birgis Sig- urössonar, Grasmaðki, sem Brynja Benediktsdóttir leikstýrir. LR: Guðrún, Skilnaö- ur og Hassið Hiö nýja leikrit Þórunnar Sigurö- ardóttur, Guórún, veröur sýnt bæöi á föstudagskvöld og sunnudags- kvöld. Þegar er uppselt á sunnu- dagssýninguna. Leikritiö byggir á Laxdæla-sögu og einkum ástar- og örlagasambandi þeirra Guörúnar Ósvífursdóttur og fóstbræöranna Kjartans og Bolla. Tónlist er veruleg í sýningunni, og er hún öll eftir Jón Ásgeirsson. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur, en höfundur er sjálfur leikstjóri. Á laugardagskvöldiö er sýning á Skilnaöi eftir Kjartan Ragnarsson, en sýningum fer nú aö fækka. Vegna mikillar aösóknar veröur enn ein aukasýning á Hassinu henn- ar mömmu i Austurbæjarbíói á laug- ardagskvöldiö. TONLIST Árnesingakórinn með tónleika í dag Árnesingakórinn í Reykjavík fýkur vetrarstarfi sínu með tvenn- um tónleikum í dag. Veröa þeir fyrri í Varmárskóla í Mosfellssvelt kl. 14.30 og þeir síö- ari í Hverageröiskirkju kl. 17.30. Stjórnandi kórsins er Guðmund- ur Ómar Óskarsson, undirleikari er Jónína Gísladóttir. Gamla Bíó: Samkór Tré- smiðafélags Reykjavíkur heldur tónleika Laugardaginn 14. maí heldur Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur tónleika í Gamla Bíói kl. 16. Á efnisskránni veröa lög af ýmsu tagi, svo sem þjóölög frá ýmsum löndum, keöjusöngvar frá ýmsum tímum og íslensk alþýöu- lög. Kórfélagar eru milli 40 og 50. Formaöur er örn Erlendsson. Stjórnandi kórsins er Guöjón Böðvar Jónsson. Úlla Carolusson Píanótónleikar á Kjarvalsstöðum Síðustu tónleikar Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar á þessu starfsári eru í kvðld, laugardags- kvöld klukkan 20.30. Það eru loka- prófstónleikar Úllu Carolusson pí- anóleikara að Kjarvalsstöðum. Úlla fæddist í Uddevalla í Svíþjóö áriö 1960 og hóf Tónlistarnám þar 8 ára gömul. Aö loknu einu undirbún- ingsári kaus hún píanó sem aðal- hljóöfæri og stundaöi nám viö Tón- listarskólann í Uddevalla til ársins 1979 aö hún kom til islands. Fyrsta áriö var hún viö ýmis störf, m.a. tón- listarkennari i Grímsey. Haustiö 1980 innritaöist Ulla svo í Tónskól- ann, þar sem kennari hennar hefur veriö Brynja Guttormsdóttir. Á tón- leikum sínum mun Ulla flytja verk eftir Bach, Chopin, Schubert og Rautavaara. Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar veröur svo slitiö í sal Haga- skólans, þriöjudagínn 17. maí kl. 18.00. íslenska Óperan: Síðasta sýning á Mikadó Fyrirhuguð er nú síöasta sýn- ing á óperunni Mikadó á laugar- dagskvöld 14. maí kl. 20.00. Garðar Cortez hefur nú aftur tekið stjórn hljómsveitarinnar í sínar hendur, en eins og kunnugt er var Jón Stefánsson stjórnandi um tíma. Undanfarnar helgar hefur óper- an veriö sýnd fyrir fullu húsi viö mikinn fögnuö áheyrenda. Sjón er sögu ríkari segir máltækiö og því ættu allir aö bregöa undir sig betri fætinum og heimsækja ísiensku óperuna á laugardagskvöldiö kem- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.