Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Tilgangurinn að stuöla að hagræn- um vinnubrögðum við gagnavinnslu — segir Sigurjón Pétursson, for- maður Skýrslutæknifélagsins SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG íslands var stofnað áriö 1%8. Tilgangur þess er að stuðla að hagrænum vinnubrögðum við gagnavinnslu í hvers konar rekstri og við tækni og vísindastörf, eins og segir í lögum félagsins. Félagar eru nú um 500, aðallega starfsmenn stofnana og fyrirtækja, sem tengjast tölvuvinnslu með einum eða öðrum hætti, svo og aðrir áhugamenn um tölvumál, sagði Sigurjón Pétursson, formaður félags- ins í samtali við Mbl. Félagið skipuleggur fundahöld og ráðstefnur um ýmis málefni á þessu sviði og gengst fyrir kynningum og sýningum á tækninýjungum á sviði tölvumála, auk þess að gefa út frétt- abréfið Tölvumál 8—10 sinnum á ári. Síðastliðið vor gerðist Skýrslu- taeknifélagið aðili að sambandi ann- arra skýrslutæknifélaga á Norður- löndum og ber það nafnið Nordisk Dataunion (NDU). Fulltrúi SÍ í stjórn NDU er Lilja Ólafsdóttir. Hápunkturinn í starfi NDU ár hvert er hin fjölmenna Norddata- ráðstefna, sem haldin er snemma sumars. Þar eru fluttir fjölmargir fyrirlestrar um það nýjasta á sviði tölvumála. Ráðstefnur um afmörkuð svið eru haldnar oftar. Sú næsta, sem sam- tökin efna til verður haldin að Hótel Loftleiðum í Reykjavík 15.—16. sept- ember nk. Þar verður málefnið tölvumál og skóli tekið til umfjöllun- ar og boðið til ráðstefnunnar rúm- lega 100 mönnum, sem með skólamál fara á Norðurlöndum. Sí annast undirbúning ráðstefnunnar og er dr. Oddur Benediktsson, prófessor við Háskóla fslands, formaður undir- búningsnefndar. Á síðastliðinu ári var ákveðið að árlega skyldu aðildarfélögin helga eina viku á ári upplýsingastarfsemi um tölvumál. Vikan 14.—20 nóvem- ber var ákveðin fyrir árið 1983. Þá viku munu skýrslutæknifélögin í herju landi scanda fyrir ýmis konar framkvæmdum, svo sem sýningum, ráðstefnum, greinaskrifum og sjón- varps- og útvarpsdagskrám. Sí hefur stofnað undirbúnings- nefnd fyrir upplýsingavikuna og er Jón Erlendsson, forstöðurmaður Upplýsingaþjónustu rannsóknar- ráðs, formaður nefndarinnar. Meðal þess, sem ráðgert hefur verið er röð af kynningarþáttum um tölvur og notkun þeirra í sjónvarpinu, sýning á nýjasta tðlvubúnaði á skrifstofum undir heitinu „Skrifstofa framtfðar- innar", ráðstefna í tengslum við hana, ráðstefna um áhrif tölvuvæð- ingarinnar á vinnumarkaðinn, skipuleg greinaskrif í dagblöð um tölvumál, gerð kynningardagskrár fyrir skóla o.fl. VllloKli 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl 2. ársfjórðungur uppgjörsársins 1983: Hagnaður Apple nær tvöfaldaðist EKKERT lát virðist ætla að vera á velgengni Apple-tölvufyrirUekisins bandaríska, en í liðinni viku kom fram á blaðamannafundi, sem fyrirtækið boðaði til, að hagnaður þess nær tvöfaldaðist á 2. ársfjórð- ungi uppgjörsársins 1983, sem end- aði 1. aprfl sl. Hagnaður fyrirtækisins janúar-marz sl. var um 23,9 milljónir Bandaríkjadollara, sem jafngildir um 40 centum á hvern hlut, en heildarsala fyrir- tækisins var að upphæð um 228 milljónir Bandaríkjadollara. Til samanburðar var sala fyrirtæk- isins á sama tíma í fyrra að upp- hæð um 131 milljón Bandaríkja- dollara og hagnaður um 13,8 milljónir Bandaríkjadollara, sem jafngilti þá um 24 centum á hvern hlut. A.C. Markkula, annar tveggja forstjóra fyrirtækisins, sagði á blaðamannafundinum, að aðal- ástæðan fyrir þessari miklu velgengni væri sú, að salan á Apple III tölvunni, sem kom á markaðinn í fyrra, hefði gengið framar öllum vonum. Markkula benti ennfremur á, að hagnaður Apple á 1. ársfjórð- ungi uppgjðrsársins, hefði verið um 47,4 milljónir Bandaríkja- dollara, sem var um 80 cent á hvern hlut í fyrirtækinu, en hafði verið um 27,4 milljónir Bandaríkjadollara á sama tíma í fyrra. „Við gerum okkur vonir um að sala fyrirtækisins og hagnaður verði reyndar enn meiri, þegar líða tekur á árið, með hliðsjón af því, að hin nýja Apple Ile tölva, sem kynnt var í janúar sl. hefur fengið mjög góðar viðtökur, þar sem hún hefur verið kynnt. Útlit fyrir gott ár hjá Coca-Cola Co.: Hagnaður jókst um 14% á 1. ársfjórðungi 1983 HAGNAÐUR bandaríska risafyrir- tækisins Coca-Cola ('<>. jókst um tæplega 14% á 1. ársfjórðungi þessa árs, en heildarvelta fyrirtækisins jókst á þessum tíma um liðlega 19%, samkvæmt upplýsingura fyrirtækis- ins í síðustu viku. Hagnaður Coca-Cola Co. á fyrsta ársfjórðungi var liðlega 122,1 milljón Bandaríkjadollara, sem jafngildir um 90 centum á hvern hlut í fyrirtækinu. Til sam- anburðar var hagnaður fyrirtæk- isins á sama tíma í fyrra um 107,6 milljónir Bandaríkjadollara, sem jafngilti þá um 87 centum á hvern hlut. Heildarvelta fyrirtækisins jókst úr 1,27 milljörðum Bandaríkja- dollara á 1. ársfjórðungi sl. árs í um 1,52 milljarða Bandaríkjadoll- ara á 1. ársfjórðungi í ár, eða um liðlega 19% eins og áður sagði. Roberti C. Goizueta, aðalfor- stjóri Coca-Cola Co. sagði þegar framangreindar tölur voru kynnt- ar á fundi með blaðamönnun, að markaðshlutdeild fyrirtækisins hefði ekki veri jafnmikil um langt árabil og einmitt nú. „Það er því alveg ljóst, að árið 1983 verður gott ár fyrir Coca-Cola Co.," sagði Goizueta. Sjávarafurðadeild SÍS: Aukning lið- lega 15% í frystingu '82 Heildarvelta um 1.293,3 milljónir kr. FRAMLEIÐSLA frystra sjávarafurða jókst um liðlega 15% hjá Sjávarafurðadeild SÍS á síðasta ári, en frysting þorskaf- urða dróst hins vegar saman um rúmlega 10% og olli því mikill samdráttur í þorskafla landsmanna. Þessar upplýs- ingar koma fram í nýjasta fréttabréfi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Þar segir ennfremur, að útflutningur skreiðar hafi aðeins numiö um helmingi þess sem flutt var út árið 1981, en þrátt fyrir það var árið 1982 þriðja mesta skreiðarárið í seinni tíma sögu deildarinnar og hlutur hennar betri en oftast áður. „Áframhald varð á samdrætti í mjölútflutningi, og má rekja þá þróun til loðnuveiðibanns og auk- innar innanlandsnotkunar á þorskmjöli. Umbúða- og veiðafæradeild Sjávarafurðadeildarinnar hafði mikil umsvif og veitti framleið- endum mikilsverða þjónustu á ýmsum sviðum," segir ennfrem- ur. Þá segir, að heildarvelta deild- arinnar á síðasti ári hafi numið um 1.293,3 milljónum króna og hafi aukist um 49,9% frá árinu á undan. „Rekstrarafkoma deildar- innar var góð, og greiddi hún fiskframleiðendum innan SAFF 16,4 milljónir króna á árinu í endurgreiddan tekjuafgang, af- slætti og vexti af séreignarsjóð- um," segir að síðustu í Sam- bandsfréttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.