Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Minning: Bergþóra Árna- dóttir ísafirði ' Fedd 22. desember 1898 Dáin 4. maí 1983 Dásamlegasti árstíminn er vor- ið, sumarkoman. Blómin og grösin sem sölnuðu í haust hafa sofið í mold. Nú vakna þau til gróandans og lífið sigrar dauðann. Víst er, að hvergi á byggðu bóli hefur vorinu verið eins vel og mikið fagnað sem á Vestfjörðum við yzta haf. Heitur geisli sólar, sem smeygði sér inní baðstofuna eða verbúðina kalda og raka, var sannkölluð Guðsgjöf. Hvergi er vetrarharkan sem á Vestfjörðum. En það varð samt að sækja björg í bú, og það var ýtt úr vör og litla opna bátskelin stefndi á miðin út. Svo kom biðin. Það var horft útá hafflötinn vonaraugum. Ekkert sást og enginn kom. Þann- ig var það oft. Hörmulegir skips- tapar hafa um aldir sett svip á mannlífið á Vestfjörðum. Sveita- rómantík og kveðskapur í þeim anda hefur aldrei átt heima þarna. Það „passaði ekki inní myndina", eins og sagt er í dag. Lífsbaráttan leyfði það ekki. í þess stað urðu til formannavísur, sem í dag eru merk þjóðlífslýsing — um dugnað og atorku sægarp- anna fyrr á tímum. Það var í þessu umhverfi og af fólkinu þar, sem Bergþóra var borin og barnfædd, ólst upp og lifði alla sína æfi. Við skulum í huganum hverfa vestur til ísafjarðar — til ársins 1898. Mikilmennið og glæsimennið sjálfur Hannes Hafstein er sýslu- maður og bæjarfógeti á ísafirði. fbúarnir eru orðnir 1052 að tölu. Bæjarstjórinn áætlar að veita góðu vatni úr Bæjarhlíð í bæinn. Verið er að setja upp ljósker við innsiglinguna á ísafjarðarhöfn. Annað í Norðurtangann, hitt á Kirkjubólshlíð þar á móti. Tvö ljósker eru sett upp í bæinn. Skúta frá Ásgeirsverzlun rakst á hafís- jaka og sökk, en mannbjörg varð. í apríl er ís landfastur við Strandir. Það er við lok þessa árs — 22. desember 1898 — sem Bergþóra fæddist í litla húsinu við Mjógötu, norðarlega á miðri eyrinni. Myrkrið er alveg kolbikasvart þennan mesta skammdegisdag, þegar skemmstur er sólargangur. En viti menn, birta er það nú samt sem litla stúlkubarnið fær í vöggugjöf, það var birta og ylur, sem litla stúlkan átti eftir að bera með sér langa og farsæla æfi. Líka hlaut hún í vöggugjöf miklar og góðar erfðir frá foreldrunum báð- um. Faðir Bergþóru var Árni Gíslason, Jónssonar formanns í Ögurnesi við Djúp. Móðir Berg- þóru var Kristín Sigurðardóttir, Hafliðasonar sjálfseignarbónda í Hörgshlíð við Mjóafjörð. Kona Sigurðar Hafliðasonar var Guð- ríður Vigfúsdóttir er var systir Guðbrandar Vigfússonar prófess- ors í Oxford. Til fróðleiks má geta þess að í Encyclopedia Britannica er G.V. að finna undir Vigfússon. Þá var í þessum systkinahópi Sig- urður Vigfússon gullsmiður í Reykjavík, merkur brautryðjandi um varðveislu fornminja. í þessum skrifum um Bergþóru er ekki hægt að komast hjá þyí að minnast föður hennar, Árna Gíslasonar, sérstaklega, svo merk- ur maður var hann. Hann var fæddur á Eiði í Súðavíkurhreppi árið 1868. Hann byrjaði for- mennsku við ísafjarðardjúp að- eins 18 ára gamall og var formað- ur í 24 ár. Hafði auga fyrir öllum nýjungum í sambandi við fiskveið- ar og útgerð. Var vormaður ís- lands á því sviði. íslandssagan mun geyma nafn hans um aldur og æfi fyrir það, að hann setti fyrstur manna mótorvél í fiskibát á fsiandi, bátinn sinn „Stanley", hina mestu happafleytu. Var það tveggja hestafla „Möllerups"-vél keypt frá Danmörku. Þetta var ár- ið 1902. Eftir þrjú ár voru allir sexæringar í Bolungavík, Hnífsdal og Súgandafirði komnir með vél- ar. Heilmargt mætti skrifa um Árna, þennan framsýna mann. Eins og það, þegar hann og nokkr- ir félagar hans árið 1910 stofnuðu félag með sér, keyptu kútterinn Elliða til þess að kanna og lög- helga fslendingum eyjuna Jan Mayen, hún hafði þá ekki enn ver- ið helguð öðrum. Annar aðalmað- urinn að fyrirtækinu, harðsækinn skipstjóri Hrólfur Jakobsson (mun hafa verið föðurbróðir Jak- obs fiskifræðings), fórst í róðri í desember 1910, en að vori átti að leggja norður í haf. Fráfall Hrólfs var sennilega aðalástæðan fyrir því að ekkert varð úr leiðangrin- um til Jan Mayen. Sá er þetta ritar man vel eftir Árna á efri árum hans, eftir að hann settist í helgan stein. Það var eitthvað stórt og mikið við þennan mann. Hann hafði líka oft þurft að taka á í fangbrögðum við Ægi. Ein var sú sjóferð, sem Árni taldi sig í mestu hættu hafa kom- ist — og af því að þessi sjóferð tengdist Bergþóru með vissum hætti þá verður hún rakin stutt- lega hér. Það var seint í nóvember árið 1898. Róið í logni út í Djúpið. Lóðirnar lagðar utarlega og enn vottar ekki fyrir báru. Eftir klukkutíma er kominn stórsjór, svo fjöll hurfu þegar skipið var niðri í öldudalnum. Nú birtir af degi, en stór mökkur við Óshlíð. Mökkurinn nálgast og allt verður bandvitlaust. Blindbylur, særok og veðurofsi. Skorið á lóðir og eina ráðið að sigla liðugan vind inn Djúpið. Yfirnáttúruleg sigling í sortanum framhjá boðum og skerjum og hún endaði í vörinni í Ögurnesi, heima hjá foreldrum Árna. „Lendingin tókst vel, en við fengum brotsjó yfir skipið og hálf- fyllti það, en það hljóp langt upp eftir vörinni og lagðist á hliðina og gengum við út úr því nærri því á þurru. Ég leit á klukkuna þegar við lentum. Höfðum við þá verið fimmtíu og fimm mínútur utan af rniðjum Skutulsfirði inn í Ögur- nes." Þannig sagði Árni sjálfur frá þessu í bók sinni „Gullkistan". Eftir 4 daga slotar veðrinu. Það var lagt af stað heim til ísafjarð- ar. Við Vigur rennur á austnorðan átt „og sigldum við allt hvað skip- ið þoldi", heim, heim. Þeir vissu best, að búið var að telja þá af. Hugur þeirra var þegar heima. Leikni formanns flýtir för, áfram, áfram, heim til Kristínar, sem gætti barnanna tveggja og með það þriðja undir belti, Bergþóru, sem fæddist rétt mánuði síðar. — Sama daginn sem Arni lenti í hrakningunum drukknaði 21 mað- ur í Arnarfirði. Bernsku- og æskuár Bergþóru liðu ljúft í foreldrahúsum, miklu menningarheimili þar sem allar fornar dyggðir voru hafðar í há- vegum. Þar komu margir og nutu mikillar gestrisni. Þau Kristín og Árni eignuðust alls fimm börn: Steinunni, f. 1890, dó á fyrsta ári. Sólveigu, f. 1892, dvelst á Hrafn- istu. Þorstein, f. 1895, vélstjóri, hann er látinn fyrir nokkrum ár- um. Fjórða barnið var Bergþóra, en síðastur kom Ingólfur, f. 1907, framkvæmdastjóri í Reykjavík. ÖU voru systkinin mjög vel greind, samband þeirra á milli ætíð náið og kærleiksríkt. Um námsferil Bergþóru veit ég það að hún fór í framhaldsskóla á ísafirði, lærði sund inni í Reykjanesi. Hún var tvo vetur við nám í Kvennaskólan- um í Reykjavík. í fórum mínum er Ijósmynd frá ísafirði, sennilega tekin frá „Neðsta", það sér yfir Pollinn ísilagðan, þar sem bátar og skútur híma í hnapp, en Eyr- arfjallið alhvítt í baksýn. Berg- þóra hafði skrautritað á myndina þetta: „Frostaveturinn 1918 — fs- firski flotinn innifrosinn", enn- fremur þetta aftan á myndina: „Það var hart í ári hér og um land- ið okkar allt árið 1918, í þessum harðindum vorum „við" að byrja búskap". Það var haft á orði hve lagleg ung stúlka og aðlaðandi Bergþóra hafi verið. Sá heppni var Matthías Sveinsson, þá ungur verzlunarmaður hjá „Hæstakaup- staðarverzlun", ættaður frá Hvilft í Önundarfirði. Þeirra hjónaband var langt, farsælt og hamingju- ríkt. Börnin urðu tvö: Árni Kjart- an, f. 1920, lézt fyrir rúmum ára- tug. Guðríður, f. 1923, hún er gift Jóhanni K. Guðmundssyni stór- kaupmanni. Þessi eru þrjú börn þeirra: Erna Elísabet, Bergþóra Margrét og Matthías Arni, offsetljósmyndari, enn í foreldra- húsum. Erna er gift Jóni Rúnari Kristjónssyni, skrifstofustjóra á Ólafsfirði, og eru synir þeirra: Jó- hann Geir, Davíð Kristjón og Árni Ólafur. Bergþóra er gift Erlingi Rafni Sveinssyni, kennara í Sand- gerði. Börn þeirra eru: Anna Björk, Sindri Már og óskírður son- ur. Búskapur Matthíasar og Berg- þóru vestur á ísafirði byrjaði í „Geirdalshúsinu", kennt við skáld- ið Guðmund Geirdal. Húsið stend- ur á fjörukambinum — sjávar- megin við Fjarðarstræti neðar- lega. En um þetta leyti voru líka önnur ung hjón að byrja búskap, en höfðu ekkert húsnæði. Þetta voru foreldrar mínir, en faðir minn hafði þá verið settur prestur í ísafjarðarprestakalli. Nú sann- aðist þetta með hjartarýmið. Matthías og Bergþóra buðu þeim að búa með sér í Geirdalshúsi með sameiginlegum notum af eldhúsi. Þetta leysti ekki aðeins mikinn vanda, heldur líka upphófst þeirra á milli löng, mikil og sterk vin- átta. Vorið 1919 gerist Matthías úti- bússtjóri Hæstakaupstaðarins í verzlun þeirra í Bolungarvík. En árið 1925 byrjar Matthías að verzla sjálfstætt í „Turninum" sem hann lét smíða og stóð lengst af nokkurn veginn á móti Bræðra- borgarverzlun við Aðalstræti. Þessi turn setti sérstæðan svip á bæinn eins og sjá má á myndum frá þessum tíma. f hálfa öld átti Matthías eftir að reka verzlun — með dyggri aðstoð eiginkonu sinn- ar. Árið 1930 reisir hann í félagi við Árna tengdaföður sinn glæsi- legt íbúðar- og verzlunarhúsnæði, húsið Silfurtorg 1 á bezta stað í bænum. Fjölskyldurnar tvær fluttu nú í þetta glæsilega hús- næði, og bjuggu á sitt hvorri hæð- inni allt þar til yfir lauk. Á kreppuárunum gerði Matthías breytingu á verzlunarhúsnæðinu og setti upp rakarastofu, sem Árni sonur hans síðar tók við. Góðtemplarastúkurnar Nanna og Dagsbrún reistu árið 1905 mik- ið samkomuhús við Bindindisgötu (síðar Hrannargata). Árið 1916 veitti bæjarstjórn ísafjarðar Matthíasi Sveinssyni og Helga Guðbjartssyni leyfi til kvik- myndasýninga. Þeir keyptu sam- komuhúsið af templurum og hófu rekstur. Síðar gerðu þeir endur- bætur á húsinu, og í apríl 1930, mig minnir sumardaginn fyrsta, var allt orðið fínt. En þetta ár, sjálft Alþingishátíðarárið, átti eftir að verða eftirminnilegt með öðrum hætti en að flytja inn í nýja húsið við Silfurtorg. Daginn, sém átti að hefja bíósýningar á ný, brennur bíóið við Bindindisgötu til kaldra kola. Þetta var ekki aðeins mikið áfall fyrir fjölskyldurnar tvær, sem fyrirtækið áttu, heldur og fyrir alla bæjarbúa, sem með þessu misstu glæsilegan sam- komustað. Kvenfélagið Ósk var stofnað ár- ið 1906. Sex árum síðar setja Óskarkonurnar á stofn hús- mæðraskóla. Þetta mikla átak vakti athygli manna um land allt, því að ungmeyjar streymdu að alls staðar af landinu. Kristín Sigurð- ardóttir gegndi þarna forystuhlut- verki og var formaður skólanefnd- ar í mörg ár. Bergþóra dóttir hennar gekk snemma inn í þessi störf og naut „Ósk" krafta hennar í áratugi. Bergþóra var ein af stofnendum stúkunnar Vöku. Þá er mér bezt kunnugt um það að kirkjulegt starf á ísafirði var Bergþóru hugstætt og naut faðir minn liðsinnis þeirra hjóna í rík- um mæli þá er hann þjónaði þar í rúm 20 ár. Bergþóra var einn sá mesti „patriot" sem ég hefi kynnzt, hún ann þjóðinni og hugsaði mikið um þjóðmál. En f safjörður var hennar háborg. Bergþóra var hrifnæm, heillaðist af öllu fögru í hvaða formi sem var. Hún var fastheldin og hélt öllu vel til haga, heimilið og allt hennar umhverfi bar þess vitni. Og þannig liðu árin, þar til ský fóru að draga fyrir sólu, og vorið 1971 var Bergþóru þung- bært. Þá kom sér vel að eiga trú- artraust. Sonurinn Árni lézt í apr- íl, eftir langa og harða baráttu við banvænan sjúkdóm. Og mánuði seinna deyr Matthías á fsafjarð- arspítala eftir erfiða sjúkdóms- legu. Bergþóra var nú orðin ein eftir í Silfurtorgi 1, þar sem þau þrjú höfðu unað svo vel saman gegnum árin. Ekkert fékk hana til að fara frá ísafirði, hún naut þess að hitta vini sína og fylgjast með högum fólks. En þar kom að hún varð að láta undan. Komin hingað suður, farin að heilsu, fékk hún hægt andlát 4. maí sl. Þær mæðg- urnar Bergþóra og Guðríður voru sérlega samrýndar, hennar er söknuðurinn mestur. Jólakortin frá Bergþóru voru sannkölluð listaverk. Gjarnan mynd frá ísafirði, stundum tvær. Umhverfis skrautritaði hún svo tilvitnanir í góðskáldin. Síðasta tilvitnunin á kortinu til mín var þessi: „Drottinn blessi fjöroinn fríoa, — sem rjöllin háu verja og prýða, — vid yndislegan ísafjörð." Útförin fer fram í dag, 14. maí, frá ísafjarðarkirkju. í faðmi fjalla blárra verður hún lögð til hinztu hvíldar — þar sem fyrir hvíla feðgar tveir. Blessuð sé minning Bergþóru Árnadóttur. Sigurður Sigurgeirsson Georg Júlíus Ásmunds- son, Miðhúsum — Minning í dag er kvaddur hinsta sinni í Búðakirkju, Georg Júlíus Ás- mundsson, Miðhúsum í Breiðuvík, er lést í Hafnarfirði föstudaginn 6. maí, 91 árs að aldri. Þar er genginn góður þegn að loknu löngu ævistarfi. Georg var sonur Ingibjargar Jónsdóttur og Ásmundar Sveinssonar, fæddur 8. september 1891, elstur þeirra barna, en þau eignuðust 3 bbrn saman, Georg, Sigurð og Guðnýju. Foreldrum hans varð ekki langrar smbúðar auðið því þröngt var í búi og hreppsyfirvöld sundruðu heim- ilinu af ótta við ómegð er til fram- færslu kynni að koma ef illa færi, en þau Ingibjörg og Ásmundur voru ógift. Ingibjörg fluttist síðan til Ólafsvíkur og giftist þar manni er Árni hét og átti með honum 2 syni, Sveinbjörn, og Ottó, sem nú er látinn. Það var ekki fátítt á árum áður að heimilum væri tvístrað ef þurfa þótti, börn tekin nauðug frá for- eldrum og vistuð hjá vandalausum og gátu þá átt ýmsu að mæta. Georg var heppinn með hvar hann lenti í fóstri, hjá sæmdarhjónum er bjuggu í Miðhúsum, Guðrúnu Magnúsdóttur og Sigurði Sigurðs- syni, og tóku þau hann að sér í sonar stað. Fóstursystur eignaðist Georg í Miðhúsum, Laufeyju Einarsdótt- ur, er þar var og alin upp. Hún giftist þaðan Finnboga Lárussyni á Búðum. Georg mátti þegar á unga aldri horfast í augu við al- vöru lífsins því að á 14. ári mátti hann axla byrðar bóndans í Mið- húsum við lát fóstra slns og hefur borið þær síðan þótt léttast tækju baggarnir hin síðari árin. Sautjánda júlí, árið 1920, giftist Georg heimasætunni á Stóra- Kambi, Guðmundu Láru Guð- mundsdóttur, og hófst þar hin far- sælasta sambúð er stóð í ríflega 50 ár. Varla er hægt að minnast Georgs án þess að Lára fylgi með, svo samvalin sem þau voru við æki hamingju sinnar, var það þó oft ærið þungt í drætti framan af ævi þeirra, við mikla ómegð og þröng- an húsakost. Þau eignuðust 9 börn og ólu auk þess önn fyrir foreldr- um sínum jafnhliða fram á dánar- dægur. Þegar börn þeirra uxu úr grasi og fóru að hleypa heimdraganum fylltu þau í skörðin með því að ala upp 4 af barnabörnum sínum. Lára lést 26. nóvember 1973 og hafði þá ekki gengið heil til skógar um langa hríð, en lét ekki deigan síga þess vegna. Síðan hefir Georg búið í skjóli Ásu, dóttur sinnar, og Guðmundar, sonar hennar, og tengdadóttur. Til marks um það hve miklu Lára og Georg komu til leiðar, er það, að nú eru niðjar þeirra orðnir 75. ótalið er allt það óskylda smáfólk er í Miðhúsum hefir dvalið á sumrin og á þaðan kærar minningar um elskulegt at- læti. Mín kynni, er þessar línur skrifa, af Georgi og Láru hófust 1962 er ég varð þeirra tengdason- ur. Mér var tekið opnum örmum eins og öllum er þar bar að garði og vil ég þakka það. Georg var þá orðinn sjötugur en þó í fullu fjöri ef svo mætti segja, vann langan dag ennþá, átti jafn- vel til að glettast við smáfólkið enda barngóður og sannur félagi. Lára var hinn góði andi og hugg- ari heimilisins, móðir, amma og fóstra allra. Af þeim hef ég margt gott numið og geymi mér það í sinni. Georg bjó vel að sínu, elskaði jörð sína, fólk og áhöfn og gerði allt er hann mátti til þess að "tryppin rækjust vel" eins og máltækið segir, staðfastur í guðs- trú sinni og góðum siðum. Hans er sárt saknað að leiðarlokum. En eins og er um alla góða menn þá skilur hann eftir sig það sem öllu gulli er betra, hlýjar minningar um mannkostamann, þær ylja okkur er eftir sitjum. Jón Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.