Morgunblaðið - 14.05.1983, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.05.1983, Qupperneq 35
\ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 35 Lögð er í dag til hinstu hvíldar í heimabæ sínum, ísafirði, mikil- hæf kona, Bergþóra Árnadóttir. Foreldrar hennar voru Árni Gísla- son, yfirfiskmatsmaður á Isafirði, og kona hans, Kristín Sigurðar- dóttir. Árni var kunnur formaður og aflamaður við Djúp fyrir og um aldamót. Hann reri frá Bolung- | arvík og ísafirði. Þá var róið á árum. Hann varð landskunnur ár- l ið 1903 fyrir að láta fyrstur manna á íslandi „bát ganga á móti vindi án þess að róið væri“. Með öðrum orðum, hann lét setja vél í ; opinn bát sinn. Þar með hófst vélaöld útgerðar á íslandi. Bergþóra var fædd á ísafirði, óx , þar úr grasi og þar var lífsvett- vangur hennar allur. Svo mikill Isfirðingur var hún, að þegar hún í gamansemi var spurð, hvort hún ekki væri íslendingur líka, var | hógvært svar hennar á þá leið, að | enginn gæti ættjarðarvinur verið, nema virðing og ást á heimabyggð | væru fyrir hendi. Að loknu heimafengnu námi, barna- og unglingaskóla, lá leiðin til Reykjavíkur, til tveggja vetra náms vð Kvennaskólann. Dvöl í honum var á þeim tíma stimpill menningar og menntunar gjaf- vaxta meyja. Hinn 31. marz 1918 giftist hún Matthíasi Sveinssyni frá Hvilft í Önundarfirði, miklum mannkostamanni. Var hjónaband þeirra eitthvert hið bezta, sem á verður kosið. Á heimili þeirra hjóna drottnaði gagnkvæm ást og virðing. Börn eignuðust þau tvö: Árna Kjartan og Guðríði. Árni lézt fyrir nokkrum árum, mjög um aldur fram, og var harmdauði öll- um, sem til þekktu. Guðríður er gift Jóhanni Kristni Guðmunds- syni, kaupmanni, og eiga þau þrjú börn: Ernu, Bergþóru og Matthías Árna. Matthías var rakari að iðn, sneri sér fljótlega að verzlunar- störfum, og varð kaupmennska hans æfistarf. Var hann verzlun- arstjóri í Bolungarvík árið 1918, og þar dvöldu ungu hjónin næstu fimm ár. Að öðru leyti lá starfs- ferill þeirra allur á ísafirði. voru af þeim hjónum aldrei fram talin. Þau þekkir enginn, nema þau sjálf og sá einn, sem launar þeim í leynum. Bergþóra var kona málsnjöll, ritfær vel og listfeng. Svo fögur var skrift hennar, að vinir geyma á góðum stað jóla- og tækifæris- kveðjur og kort. Félagslyndi og margþættu starfi hennar að mannúðar- og líknarmálum var viðbrugðið. Ekkert mátti hún aumt sjá. Ljós vottur þessa er sá, að þrenn félagasamtök gerðu hana að heiðursfélaga, en þau eru: Kvenfélagið Ósk, en ritari þess var hún í tæpa þrjá áratugi, Stórstúka íslands og Kvennadeild Slysa- varnafélagsins. Þá hafði hún og mikinn áhuga á leiklist og tók virkan þátt í þeirri listgrein um langt árabil. Oft var hún valin til þess að koma opin- berlega fram á samkomum, þar sem glæstrar konu var þörf, og skautaði hún þá jafnan. Þeir ís- firðingar, sem henni voru samtíða og settu svip sinn á bæinn, eru nú flestir horfnir. Ný kynslóð er tekin við. Megi hún bera gæfu til að ávaxta það pund, sem henni var í hendur fengið. Ekki var Bergþóru lífið mót- lætalaust. Aðeins mánuður leið milli missis eiginmanns og einka- sonar, nú fyrir einni tylft ára. Báðir höfðu þeir verið helsjúkir í nærfellt tvö ár, sonurinn í Kaup- mannahöfn, en maður hennar á Sjúkrahúsi ísafjarðar. Að loknu dagsverki gekk hún kvöld hvert að sjúkrabeði manns síns. Það voru þung spor. Mótlæti sitt bar hún með þeirri reisn og tign, sem fáum er gefið, enda skal þar trúartraust til. Hún bar ekki sorg sína á torg. Ljúfsárar minningar tengjast brottför þessarar öldruðu göfugu konu, og djúpt þakklæti fyrir að hafa notið samvistar hennar á lífsleiðinni. Blessun fylgi ástvinum hennar öllum. Sveinbjörn Finnsson Mjög tóku þau hjón þátt í fé- lagslífi á ísafirði. Gestrisni þeirra var viðbrugðið. Hús þeirra stóð ávallt opið vinum og vandamönn- um. Ekkert var þeim of gott gert, að dómi húsráðenda. Ekki þarf auð til þess að skapa fagurt heim- ili. Það sýndi Bergþóra. Fransmaðurinn spyr: „Hver er konan?" Því svaraði heimili henn- ar sjálft. Tíund sína og góðverk öll ,,I*ú, (iuð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni í straumi liTsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni.“ Þessi fögru bænarorð ná yfir- tökum, þegar ég stend við stofu- gluggann minn og horfi hugfang- inn á sólaruppkomuna, snemma morguns. Hvílík fegurð. Þá flaug mér í hug: Mikið hefur Guð stjórn- að vel lífi elskulegrar vinkonu minnar, Bergþóru Árnadóttur, sem nú er nýlega látin á Hrafnistu í Reykjaík, eftir erfiðan sjúkdóm. Aldrei heyrði ég hana samt kvarta, hversu veik sem hún var, en því oftar lét hún þakklæti sitt í ljos við þá, sem hjúkruðu henni, bæði starfsfólkið á Sjúkrahúsi ísafjarðar og einnig á Hrafnistu. Þá kom kjarkur hennar og mann- dómur vel í ljós og betri mann- eskju, en henni, hefi ég ekki kynnst á lífsleiðinni. Við hana á sannarlega þetta fagra vers: Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auómýkt er, vió aóra viegó og góóvild hver og friósemd hrein og hógvert geó og hjartaprýöi stilling meó." Bergþóra fæddist á Isafirði þ. 22. desember árið 1898. Foreldrar hennar voru hiónin Kristín Sig- urðardóttir og Árni Gíslason, yfir- fiskmatsmaður á ísafirði. Árni var sá fyrsti til þess að setja vél í íslenskan árabát og varð þar með frumkvöðull vélvæðingar íslenska fiskiskipaflotans. Þau hjón voru bæði höfðingleg, hlý og nærgætin. Einn af stóru dögunum í lífi Berg- þóru var 31. marz 1918, en þá gift- ist hún sæmdarmanninum Matt- híasi Sveinssvni, síðar þekktum kaupmanni á Isafirði. Þau fluttust til Bolungarvíkur árið 1919, þar sem Matthías gerðist verzlunar- stjóri fyrir fyrirtækið Nathan & Olsen. En aftur fluttust þau til ísafjarðar árið 1925 og þar varð þeirra heimili upp frá því. I Bolungarvík fæddust börnin þeirra: Árni og Guðríður, mestu fyrirmyndar manneskjur. Við Silfurtorg á ísafirði reistu þau verslunina „Söluturninn" og gekk hún vel. Þau stækkuðu við sig og byggðu, í samvinnu við föð- ur Bergþóru, íbúðar- og verslun- arhús að Silfurtorgi 1, og fluttust í það árið 1930. Var það hús mikil bæjarprýði og er enn. Hinum megin við torgið bjuggu foreldrar mínir og ríkti sönn og einlæg vinátta á milli fjölskyldn- anna. Þessi vinátta var frá frum- bernsku móður minnar og Berg- þóru, og féll aldrei skuggi á hana. Við Árni, sonur Bergþóru, vorum æskuvinir og mikill og stöðugur samgangur á milli heimila okkar og var heimili hans mitt annað heimili og gagnkvæmt. Það sama var upp á teningnum hvað snerti uppeldissystur mína, Guggu. Gurra og hún urðu perluvinkonur og eru enn. Þegar litið er yfir farinn veg, er margs að minnast frá þessu skemmtilega skeiði ævinnar, þeg- ar Isafjörður var manni allt í senn: heimili, skóli, kirkja og athafnastaður. I hugskoti minn- inganna skjótast fram yndis- stundir íþrótta, skátastarfs, skóg- arferða í Tungudal og skíðaferða á Seljalandsdal. — Tíminn líður, flutt er um set, stofnuð ný heimili; lífsbaráttan eflist á nýjum stöð- um, en góði ísafjörður stendur fyrir sínu og gleymist ekki. Bergþóra og Matthías voru heil- steyptar persónur, unnendur fag- urs mannlifs, siðfágunar og manndóms. Þau voru bæði einlæg- ir ísfirðingar og undu hag sínum best í „faðmi fjalla blárra". Það var alveg ómetanlegt að kynnast þeim. Auk þess að sinna heimilinu og fjölskyldunni af stakri prýði, gaf Bergþóra sig töluvert að ýmsum félags- og menningarmálum. Má þar nefna Kvenfélagið ósk. Ennfremur var hún stofnandi Kvennadeildar Slysavarnafélags Islands, ísafirði. Hún starfaði lengi í Góðtemplar- areglunni á staðnum. Einnig var hún virkur félagi í Leikfélagi ís- afjarðar og lék þar með sóma í allmörg ár. Alltaf mátti leita til hennar, þegar vanda bar að hönd- um. Mér er einkar minnisstæð lýð- veldishátiðin á ísafirði 17. júní 1944, sem fram fór m.a. í Stórurð. Þar flutti Bergþóra ávarp kvenna, klædd skautbúningi, og flutti hún mál sitt snjallt og skörulega. Margs er að minnast, en stiklað verður á stóru. Hún þótti einstök dóttir, sem bar ótakmarkaða um- hyggju og virðingu fyrir foreldr- um sínum og annaðist þau á ein- stakan hátt í hárri elli til hinstu stundar. Fyrir rúmum áratug verða mik- il átök í lífi Bergþóru. Eiginmaður hennar, Matthías, lá lengi mjög veikur á Sjúkrahúsi ísafjarðar, hún átti því mörg erfið sporin á sjúkrabeði hans daglega, oft við erfiðar aðstæður. Matthías andað- ist 9. maí 1971, en rúmum fjórum vikum áður lést Árni, einkasonur- inn, á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn. Þetta fannst mörgum yfir- þyrming, sem fáir gætu staðist, en Bergþóra bognaði ekki, heldur sigraði áföllin, bar harm sinn vel og treysti Guði. Við hlið hennar stóð einkadóttirin, eins og klettur. Hún er kona góðra mannkosta, lík móður sinni. Betra samband á milli mæðgna hefi ég aldrei séð; þar fór saman gagnkvæmt traust, gæska og góðvild. Þótt fjarlægðin væri mikil á milli vina, reyndi ég ávallt að fylgjast vel með Bergþóru. Hún hafði alltaf reynst foreldrum mín- um og okkur Guggu svo framúr- skarandi góð og alltaf best, þegar mest þurfti á henni að halda á efri árum. Það ber margt að þakka, og hver veit nema að hægt verði að endurgjalda Bergþóru eitthvað á næsta tilveruskeiði, þó hún ætlist ekki til þess. Þegar hún kom hingað suður og lagðist inn á sjúkradeild Hrafn- istu, eftir nokkurra vikna dvöl hjá dóttur sinni, urðu samfundir okkar tíðari, því mér fannst það ávinningur að hitta svona góða konu sem oftast. Það bar margt á góma í samtölum okkar, fyrir utan liðnar stundir á ísafirði. I ró og næði ræddum við tölu- vert um eilífðarmálin. Þar kom ég ekki að tómum kofanum. Það var auðfundið, að hún hafði drukkið í sig guðstrúna með móðurmjólk- inni. Hún var ekki í vafa um hver væri leiðtogi lífsins, hver hefði komið með ljósið inn í líf hennar, eða hvar uppsprettu lífsins væri að finna. Einhvern veginn fannst mér hún geta innbirt í sál og sinni heimana tvo: þann jarðneska og þann andlega. Sumir ráða bara við einn, og reikna ekki með þeim andlega; vilja sleppa honum. Það mætti segja mér, að þeir fari mikils á mis. Dauðinn kom ekki inn í líf Berg- þóru sem neinn ógnvaldur, heldur sem lausn frá þrautum. Hún myndi e.t.v. orða þetta þannig: dauðinn er fæðing inn í nýtt og fullkomnara líf. Mættu sem flestir vera henni sammála. Jólakort Bergþóru og stílhreinu sendibréfin með koparstungu- skriftinni hennar eru vel geymd, en ekki gleymd. Við vinir hennar vitum, að hún er farin til fegurri sólarlanda, þar sem vinirnir biðu í varpa og fögn- uðu henni vel. Elsku Gurra, við Gugga og fjöl- skyldur okkar sendum þér og þinni fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Við vitum öll, hver huggar best. Kæra vinkonu mína kveð ég svo með þessu versi, með þökk fyrir allt: „Kærleikssól þér skíni skær skreyti vegi þina. Ilm þig leggi hún alltaf kær ástargeisla sína." EJP Sveinn Elíasson Anna Guðmundsdóttir Hábœ — Minning Fædd 26. febrúar 1894 Dáin 6. maí 1983 I dag fer fram minningarathöfn í Háteigskirkju um Önnu Guð- mundsdóttur frá Hábæ í Vogum, en jarðsett verður í Kálfatjarn- arkirkjugarði á Vatnsleysuströnd, þar sem eiginmaður hennar, for- eldrar og eitt barnabarn hvíla. Anna var fædd 26. febrúar 1894 að Fljótsbakka í Eiðaþinghá, Suður-Múlasýslu, og voru foreldr- ar hennar Vilborg Jónsdóttir frá Kleif í Fljótsdal og Guðmundur Andrésson Kerúlf frá Melum í Fljótsdal. Foreldrar Önnu fengu jörðina Sauðhaga í Skriðdal. Var það góð jörð og átti Anna þaðan sínar bestu endurminningar æskuáranna. Frá Sauðhaga flutt- ust foreldrar önnu að Hafursá i Skógum, og dvaldist hún þar þangað til hún giftist 15. nóvem- ber 1913 Sveini Pálssyni, er var alinn upp hjá Þuríði Jónsdóttur og Nikulási Guðmundssyni bónda í Arnkellisgerði á Völlum. Þau Sveinn og Anna byrjuðu búskap á Hryggstekk í Skriðdal. Þau flutt- ust þaðan eftir stuttan tíma að Hafursá og bjuggu þar til ársins 1920. Þá fluttust þau að Landakoti á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar til ársins 1927, en fluttuast þá til Reykjavíkur og bjuggu þar í rúmt ár. Árið 1928 keypti Sveinn Hábæ í Vogum og bjuggu þau þar æ síðan, eða í 42 ár þar til Sveinn andaðist árið 1970, og við þann bæ voru þau ætíð kennd síðan. Á Vatnsleysu- strönd og í Vogum urðu nágrann- arnir góðir vinir þeirra, og hélst sú vinátta alla tíð, enda var þar gott fólk. Anna var ein af stofn- endum kvenfélagsins Fjólunnar á Vatnsleysuströnd og unni hún fé- laginu og félagskonum mjög. Eftir að Sveinn andaðist bjó Anna í skjóli dóttur sinnar Guð- ríðar og manns hennar, Stefáns Ingimundarsonar, þar til Stefán andaðist árið 1976. Þá fluttust þær mæðgur til Reykjavíkur, og var heimili þeirra í Sæviðarsundi 31. Anna undi sér vel í þessu húsi þau ár, sem hún átti þar heima, enda sýndi allt sambýlisfólkið henni mikla vináttu og hlýju frá fyrstu til síðustu stundar, og eru því fluttar þakkir og kærar kveðjur fyrir alla þess vináttu. Ekki er hægt að ljúka þessari stuttu kveðju án þess að minnast á heimili þeirra Sveins og Önnu í Hábæ. Þar var ætíð mannmargt, enda var þar gott að vera. Þar dvöldust síðustu æviárin Þuríður, fóstra Sveins, og foreldrar önnu, þau Vilborg og Guðmundur. Þar var allt gert til þess að líðan þeirra yrði sem best í ellinni, enda kunnu þau öll vel að meta aðbúð- ina í Hábæ. Börn Önnu og Sveins eru Þuríð- ur, Sólborg, Guðríður og Nikulás. Afkomendur þeirra, börn, barna- börn og barnabarnabörn eru orðin 36. Ég vil flytja eftirlifandi systk- inum Önnu, þeim Jóni, Guðbjörgu, Sólveigu og Andrési fyllstu sam- úðarkveðjur. Þá vil ég færa Önnu, tengdamóður minni, kærar þakkir fyrir allan kærleika er hún sýndi mér, börnum mínum og þeirra börnum. Hugur Önnu stefndi ávallt suð- ur í Voga og þangað átti að fara, þegar sumarið kæmi, heilsa upp á staðinn og fólkið sem henni var svo kært. För þessi var ekki farin, heldur var hún kvödd til þeirrar farar, sem okkar allra bíður og halda í. Bið ég tengdamóður minni fararheilla yfir móðuna miklu. Einar H. Pálsson Minning: Þorleif Steinunn Magnúsdóttir Fædd 21. aprfl 1926 Dáin 5. maí 1983 Eitt sinn verða allir menn að deyja. Þessi orð hafa oft komið í huga minn síðastliðið eitt og hálft ár. Það var sá tími sem Dolla vinkona mín barðist við sjúkdóm sinn er hafði yfirhöndina að lok- um. En baráttan var hörð og um tima var ég næstum farin að trúa að hún sigraði, því styrkur hennar var mikill. Já, hún var sterk og kjarkur hennar var mikill. „Ekk- ert mál,“ var hún vön að segja.. Fyrstu kynni mín við Dollu voru við bridgeboprðið. Síðan var hún mótspilari minn eftir að hún missti mann sinn, Sigurð Sigur- björnsson. Þessi kynni við þau hjónin hafa verið ómetanleg. Dolla var góður bridgespilari. Það sýndi sig á íslandsmeistara- móti kvenna í febrúar síðastliðn- um, en þá spilaði hún sárlasin, en hugurinn var mikill og aldrei kvartaði hún. Mikilhæf kona er horfin yfir móðuna miklu, en hún lifir í hug- um okkar sem kynntumst henni. Betri vinkonu hef ég ekki átt. Við hjónin sendum börnum og öðrum vandamönnum innilegar samúð- arkveðjur. Megi okkar kæra vinkona hvíla í friði. Sigríður og Gísli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.