Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Minning: Ólafía Sigurðardótt- ir frá Sauðárkróki Fædd 30. apríl 1898 Dáin 5. maí 1983 Árin á milli heimsstyrjaldanna átti sér stað mikil lífsbarátta og merkileg þróun norður undir heimskautsbaug, nánar tiltekið á Sauðárkróki. Þorpið litla, sem um margt var til fyrirmyndar, fékk á sig svip bæjar. Atvinnulíf, sem allt var aðeins í smáum stíl, var fjölþætt á þeirra tíma vísu, mest var þó um vert að flestir bjuggu að sínu. Flestir áttu nokkrar kindur, eina eða tvær kýr og kannski hross. Flestir heyjuðu fyrir sig og ræktuðu eigin grænmeti svo að kostnaður var í lágmarki á öllum sviðum. Ekki var farið í búð nema brýna nauðsyn bæri til. Margir áttu skektu og var sjórinn nokkuð veitull. Barnaskólinn var góður, sjúkrahúsið naut virðingar, kirkj- an reisuleg og setti svip sinn á bæinn. Nokkur önnur virðuleg hús prýddu þorpið og gera ennþá. Margar fjölskyldur voru stórar og fjórar konur í þessu litla sam- félagi áttu frá 9 til 13 börn. Meðal þeirra var Ólafía Sigurð- ardóttir, eða eins og hún var köll- uð í mínu minni, Olafía Péturs í Gránu. Þau hjónin eignuðust 13 börn, 12 stúlkur og einn son. Komust 12 til manns, en ein stúlkan dó mjög ung. Nú þegar leiðir skilur að sinni, langar mig að minnast ólafíu að nokkru, en hún verður jarðsett frá gömlu kirkjunni okkar í dag. Foreldrar Ólafíu voru Dagbjört Helga Jónsdóttir og Sigurður Ólafsson frá Dýrafirði. Árið 1915 fluttist hún til Sauðárkróks ásamt móður sinni, sem var ekkja, en maður hennar fórst í sjóslysi. ólafía giftist Pétri Jónssyni frá Kinnastöðum og settust þau að á Sauðárkróki. Fljótt fæddust þeim börnin, mörg og heilbrigð. Dagbjört, móðir ólafíu, var alla tíð í búi með þeim hjónunum og var það mikið lán. Skiptu þær með sér verkum, hafði Dagbjört meira matargerð og heimilishald, en Ólafía fatasaum og þjónustu- brögð, einnig útivinnu þegar hún gafst. Eins og áður sagði, áttu flestir nokkrar skepnur og stunduðu heyskap, ræktuðu garð, stunduðu tóvinnu. Allt var þetta í smáum stíl, en í samræmi við kröfurnar. Víðast var mjög þröngt í búi, en enginn beinlínis leið neyð, enda samhjálp mikil, þó ekki væri um hana skrafað. Ekki var þeirra heimili frá- brugðið öðrum heimilum, en gæfa þeirra var góð heilsa, listrænt handbragð, skapgerð heilsteypt og glatt geð. Margar svipmyndir hafa mynd- ast í huga mínum af þeirra heim- ili, ekki síst eftir að unglingaskól- inn var starfræktur „úti í Gránu". Þar aðskildi einn gangur skól- ann og heimili þeirra. Mun þar oft hafa verið ónæðissamt. Aldrei heyrði ég þó að hnökrar væru á þeirra sambúð. Nú eru þarna á loftinu stjórnunarskrifstofur K.S. með nýtískutæki, en taflan og krítarmolinn horfin. Margt hefur hjálpast að til þess að bægja neyð frá þessari stóru fjölskyldu á kreppuárunum. Má þar nefna samheldni hennar og góða heilsu. Harðdugleg hjón, og ráðdeildarsöm svo af bar. Einnig það að Pétur varð snemma verk- stjóri, hafði því svolítið meiri vinnu en hinn almenni verkamað- ur. Einnig var Pétur fastur verk- stjóri við skipaafgreiðsluna. Þá lögðust skipin við akkeri. Voru vörurnar fluttar á milli í uppskip- unarbátum og hífðar upp á bryggju með handknúnu spili. Við hjónin þurftum að fara til útlanda þegar okkar 4 börn voru í ómegð. Datt okkur þá í hug að leita til Ólafíu, sem þá var flutt til Reykjavíkur. Var það auðsótt og mikil gleði ríkti á heimilinu hjá börnunum strax á fyrsta degi. Vorum við því fullkomlega róleg í okkar fjarveru. Mig langar til að ljúka þessum kveðjuorðum um mína virtu vin- konu með smásögu, sem ég sagði oftlega á dvalarárum mínum í Þýskalandi um ágæti skagfirskra kvenna. Kveikjan að sögunni er sönn, en hún undirstrikar það sem mig langar til að segja með þess- um greinarstúf: virðingu og þökk. Hefst svo sagan lítið eitt stytt. Ólafía spilaði vel á harmoniku og spilaði bæði á ungmennafélags- böllum og barnaböllum, sem mér er efst í huga. Eitt sinn á barna- balli rétti Ólafía harmonikuna til fröken Ragnheiðar Guðjónsdóttur, en þær skiptust á að spila, með svohljóðandi orðum: „Jæja, Ragnheiður mín, taktu nú við, ég þarf að skreppa heim.“ Að tveim- ur tímum liðnum kom hún aftur, vatt sér að fröken Ragnheiði og sagði: „Jæja, nú skal ég hvíla þig, því nú er níunda telpan okkar komin." Góð og mikilhæf ættmóðir er gengin. Það er gæfa að hafa fengið að kynnast henni og börnum hennar. Fjölskyldan í Litlagerði 12 sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ottó A. Michelsen í dag verður jarðsett frá Sauð- árkrókskirkju ólafía Sigurðar- dóttir, sem lést hinn 5. maí sl. að Hrafnistu í Réykjavík. Ólafía var yngst þriggja barna hjónanna Sigurðar óiafssonar og Dagbjartar Helgu Jónsdóttur, er síðast bjuggu að Ketilseyri við Dýrafjörð. Ung að árum fluttist ólafía til Sauðárkróks, og þar kynntist hún þeim mikla heiðursmanni, Pétri Jónssyni frá Kimbastöðum í Skagafirði, sem síðar varð eigin- maður hennar. Pétur var lengst af starfsmaður Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki, og starfaði sem frystihússtjóri þar til hann kenndi þess sjúkdóms, sem varð honum að aldurtila, langt um ald- ur fram, en hann lést þ. 19. júní 1951. Þau hjón áttu einstöku barnaláni að fagna, eignuðust 13 börn, tólf dætur og einn son, og af þeim eru tólf á lífi í dag, en dóttir þeirra Hrafnhildur lést á öðru ári, þ. 21. júlí. 1937. Á heimili þeirra á Sauðárkróki var Dagbjört, móðir Ólafíu, en hún mun öllum, sem hana þekktu, minnisstæð merk- iskona. Það er erfitt fyrir fólk í dag að ímynda sér hversu mikið átak það var, á þessum tíma, að koma jafn stórum barnahópi og hér um ræð- ir til manns, hina þrotlausu vinnu þar sem oft á tíðum þurfti að leggja nótt við dag, til þess að allir hefðu fæði og klæði. Er við hugs- um til þess tíma þegar við eyddum sumarleyfum á heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki, kemur í hug- ann hin glaðværa húsfreyja, með sitt elskulega viðmót, sem allt vildi á sig leggja til þess að gera dvöl okkar sem ánægjulegasta. Hjá Ólafíu var það hin létta lund og meðfædd músíkgáfa, sem lað- aði fólk að henni, og að þeir sem henni kynntust bundust henni vináttuböndum. Vegna veikinda Péturs flytja þau hjón, ásamt yngstu dætrun- um, til Reykjavíkur og hefur Ólafía lengst af síðan átt heimili hér, en nú síðustu árin verð vist- maður á Hrafnistu hér í Reykja- vík. Við vitum að okkar kæru tengdamóður verður vel fagnað í nýjum heimkynnum. Okkur finnst að ein af perlum Davíð Stefáns- sonar eigi einkar vel við hana. „Þú áttir þrek og hafdir verk að vinna og varst þér hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir raekta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum — eins og þú.“ Guðgeir, Jakob Hinn fimmta maí síðastliðinn lést á Hrafnistu hún amma okkar, Ólafía. Endalok lífdaga hennar kom okkur ekki allskostar að óvörum. Heilsu hennar hafði hrakað mjög síðustu misserin bæði andlega og líkamlega. En þrátt fyrir að við gerum okkur öll grein fyrir, að lík- amsdauðinn er staðreynd, snertir það ætíð djúpt, þegar nákominn ættingi fellur frá. Amma ólafía var okkur, börnum Rafns sonar hennar, mikið samferða, sérstak- lega fyrstu ár ævi okkar. Því eru margar ljúfar minningar um ömmu, sem lifa í hugskotssjónum okkar frá bernsku. Amma Ólafía er fædd að Eyri við Önundarfjörð 3. apríl árið 1898. Hún var dóttir Dagbjartar Jónsdóttur og Sigurðar Ólafsson- ar, sjómanns. Amma ólst upp í foreldrahúsum á Ketilseyri við Dýrafjörð þar til hún missti föður sinn 1906, að hún flutti með móður sinn til Þingeyrar. 1915 fluttust þær mæðgur til Sauðárkróks. Árið 1917 giftist Ólafía amma Pétri Jónssyni frá Kimbastöðum og byrjuðu þau búskap sinn á Sauðárkróki. Tveim árum síðar fluttust þau til Reykjavíkur, en síðan norður aftur, þar sem þau bjuggu upp frá því. Amma og Pétur afi eignuðust 13 börn, einn son og 12 dætur. Börn þeirra eru öll á lífi utan ein dóttir, sem þau misstu barnunga. 1951 fluttust amma og afi til Reykjavíkur vegna veikinda afa, en hann dó þetta sama ár þann 19. júní. Eftir að afi dó fluttist amma Ólafía ásamt tveim yngstu dætr- um sínum til Njarðvíkur, þar sem sonur hennar og faðir okkar Rafn bjó. 1954 fluttist amma Ólafía til Akraness með syni sínum og starfaði þar í fiskvinnu, eins og hún hafði gert í Njarðvík. Síðan 1959 hefur amma Ólafía búið í Reykjavík, lengst af á Laug- arnesvegi 58 eða þar til hún fór á Hrafnistu. Það sem aldrei mun hverfa úr hugskoti okkar barna- barnanna er sú glaðværð, sem var alltaf í kringum ömmu, sá léttleiki sem var í orðum hennar og þessi mikli hæfileiki til að setja sig í spor okkar barnanna, til að skilja okkar sjónarmið og áhugasvið. Al- veg var það makalaust hvernig hún gat tekið glettni og spaugi okkar. Hvernig hún brást við opinskáum samræðum okkar eftir að við urðum eldri og hvernig hún gat leyst vandamál, sem upp komu milli okkar bræðranna er við dvöldum hjá henni á okkar yngri árum. Við bræðurnir raunura allt- af minnast litlu íbúðarinnar, sem hún bjó í á Akranesi og gestrisn- innar sem einkennt hefur heimili hennar alla tíð. Á heimili hennar voru allir velkomnir og eflaust eru margir sem eiga slíkar minningar frá Skagfirðingabraut 8 á Sauð- árkróki. Amma ólafía á tugi barnabarna og fylgdist jafnan mjög vel með hverju og einu þeirra. Það var ein- mitt einn af þessum undraverðu hæfileikum hennar. Hún vakti yf- ir og fylgdist með ýmsu í fari og lífi þeirra svo sem skólagöngu, aldri og afmælisdögum. Þegar hún var áttræð spurði einn sonarsonur hennar. Hversu gamall er ég + Konan mín, + Dóttir mín. LILJA GUDRÚN SIGURDARDÓTTIR, EDDA KJERÚLF, Bræóraborgarstíg 13, Samtúni 18, Raykjavík, Reykjavfk, andaöist 2. maí. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. er látin. Viö þökkum öllum, frændfólki og vinum sem hafa stutt okkur í Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra vandamanna, sorg okkar. Óli GuAmundsson. Sigríöur J. Kjerúlf, Ásbjörn Guðmundsson. + Bróöir minn, + Faðir minn og tengdafaöir, ELLERT KJARTAN ARNFINNSSON THEODÓR EINARSSON fré Brekku í Langadal, fré Bæjarskerjum, lést í hjúkrunardeild Hrafnistu Hafnarfiröi fimmtudaginn 12. maí. verður jarösunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 14. maí kl. 2 e.h. Fyrir hönd ættingja. Pélfna Theodórsdóttir, Jensína Arnfinnsdóttir. Bergur Sigurösson. amma? Hún svarði: „Ég er áttræð, pabbi þinni er 20 árum yngri og þú ert 30 árum yngri en hann.“ Svona gat hún amma ólafía svarað. Um leið og við sendum börnum ömmu Ólafíu, og öðrum afkom- endum hennar hjartanlegar sam- úðarkveðjur, viljum við ljúka þessum línum með eftirfarandi versi: Far þú í friöi friður guö.s þig blcssi haföu þökk fyrir allt og allt gekkst þú meö guói £uð þig nú blessi hans dýröarhnoss þú hljóta skalt. Blessuð sé minning ömmu Ólafíu. Rafnsbörn Þegar við stöndum nú á vega- mótum, og leiðir skilja um stund langar okkur að þakka ömmu okkar, Ólafíu, fyrir samfylgdina, allt frá því að við vorum smá drenghnokkar til fullorðinsára. Hversu ómetnalegt er það ekki hverjum og einum, að eiga ömmu, sem alltaf bar með sér gleði og ánægju, hverjar sem ytri aðstæð- ur annars voru. Minningin um hana verður okkur ávallt undur kær, og nú á kveðjustund kemur í hugann erindi úr ljóði eftir Stein Sigurðsson: „Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfin svo mæt og góö, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, — ég veit þú látin lifir.“ Siggi Rúnar og Óli Pétur Amma okkar, Ólafía Sigurðar- dóttir, sem lést þann 5. maí sl., þá nýlega orðin 85 ára, verður í dag jörðuð norður á Sauðárkróki. Okkur systurnar langar til að minnast hennar í örfáum orðum, sérstaklega þar sem við getum ekki allar fylgt henni til heima- byggðarinnar. Af mörgu er að taka þegar litið er til baka. Það var alltaf beðið með óþreyju eftir að páskafríið byrjaði hér í gamla daga, því þá fórum við í meirihátt- ar ferðalag þó vegalengdin væri ekki löng, mæld í kílómetrum. En að fara með Akraborginni upp á Akranes og vera hjá ömmu yfir páskana eða fara með áætlunar- bílnum suður í Innri-Njarðvík, þar sem amma bjó seinna, taldist til stórviðburða hjá okkur stelpun- um. Það var engin hætta á að okkur leiddist hjá ömmu. Það var alltaf líf og fjör þegar hún var nálægt. Ef hún var ekki syngjandi og trallandi þá var hún spilandi á spil við okkur. Alltaf fann hún upp á einhverju. Við komum alltaf endurnærðar úr fríunum frá ömmu. Ekki var hún síðri í langömmu- hlutverkinu. Heima hjá sér átti hún kassa fullan af dóti fyrir nokkra aldurshópa, sem hún dró fram þegar við komum með lang- ömmubörnin í heimsókn. Eða spil- in dregin fram og boðið í Rommý. Þegar amma var ung spilaði hún á harmonikku á böllum, því hún hafði næmt eyra fyrir tónlist. Og ekki lét hún það aftra sér að spila fyrir troðfullu húsi þó hún væri langt gengin með eitt af sínum 13 börnum. Munnharpan var alltaf á sínum stað í veskinu hennar. Eitt sinn vorum við akandi með henni í bíl og fannst ömmu við vera heldur þögular. „ósköp eruð þið daufar í dálkinn, stelpur rnínar," sagði hún um leið og hún dró upp munn- hörpuna og lét sig ekki muna um nokkrar syrpur. Það var gaman að fylgjast með viðbrögðum ömmu á áttræðisaf- mælinu hennar, þegar hún tók upp afmælisgjöfina frá dætrum sínum og syni. En það var takkaharmon- ikka, svipuð þeirri sem hún hafði spilað á þegar hún var ung. Og ekki stóð á lagi, þó hún hefði ekki spilað í tugi ára. Við gætum haldið endalaust áfram að rifja upp minningar um ömmu, en það verður að bíða betri tíma og þá á öðrum vettvangi. Blessuð sé minning ömmu okkar. Megi 'hún hvíla í friði. Sissa, Ollý, Kolla og Dúlla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.