Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 37 Minning: Jón Jónasson Reykjum — Minning Fæddur 1. desember 18% Dáinn 6. maí 1983 Varla mun það geta talist mikill sorgarviðburður né stór héraðs- brestur þó háaldraður maður þrotinn að kröftum bæði líkam- lega og andlega kveðji þennan heim. Við vitum að þetta er vegur- inn okkar allra, hitt er f óvissu hversu margir dagarnir verða þar til kallið kemur. En þó þessu sé þannig varið þá fer ekki hjá því í hvert sinn er gamall vinur og 3am- starfsmaður hverfur af sjónar- sviðinu að manni finnst tilveran vera snauðari og skarðið verði naumast að fullu bætt. Þó engum sem til þekktu komi andlát Jóns á Reykjum á óvart, fór ekki hjá því að slíkar hugrenningar komu mér í hug er ég heyrði að hann væri allur. Jón var fæddur á Bjargshóli í Miðfirði þann 1. desember 1896. Foreldar hans voru hjónin Jónas Jónsson og Anna Kristófersdóttir. Þau bjuggu á ýmsum jörðum í Miðfirði eins og títt var um fólk á þeim árum sem ekki höfðu eign- arhald á ábúðarjörðum sínum, en 1917 fluttu þau að Reykjum og dvöldu þar í skjóli barna sinna það sem eftir var æfinnar. Jón ólst upp ásamt fjórum systkinum hjá foreldrum sínum, en fór þó sem smali fyrir fermingaraldur til sr. Hálfdáns Guðjónssonar prófasts á Breiðabólstað í Vesturhópi og var þar í nokkur ár, var fermdur af sr. Hálfdáni. Jón mun hafa notið svipaðrar tilsagnar fyrir fermingu sem al- gengust var á þeim árum en auk þess var hann einn vetur á alþýðu- skólanum á Hvammstanga, og stundaði alla algenga vinnu eftir því sem bauðst. Meðal annars fór hann á vetrarvertíð á Suðurnesj- um. En eftir að fjölskyldan flutt- ist að Reykjum stundaði hann ein- göngu búskap, fyrst sem ráðsmað- ur hjá Helgu Arnbjarnardóttur, og síðar á félagsbúi með mági sín- um og eftir það einkabúskap á Ytri-Reykjum. Árið 1938 kvæntist Jón Aðal- heiði Ólafsdóttur ættaðri af Fljótsdalshéraði, hinni mestu at- orku- og dugnaðarkonu sem ekki lét sinn hlut eftir liggja að sjá um velgengni heimilisins. Þau eignuð- ust ekki börn en fengu kjörson, Hjört Líndal, sem nú er búsettur í Keflavík, auk þess dvaldi margt af börnum og unglingum langdvölum á heimili þeirra, sum fram á full- orðinsár og segir það sína sögu um heimilishald og heimilislíf. Að hætti góðra bænda sá Jón um að Minning: Björn Eiríksson frá Sjónarhóli Fæddur 9. september 1894 Dáinn 6. aprfl 1983 Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Þann 6. apríl sl. féll frá Björn Eiríksson frá Sjónarhóli, Hafnar- firði. Hann var heiðursfélagi og einn af traustustu og einlægustu stuðningsmönnum Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Þegar félagið nú kveður þennan heiðursmann í hinsta sinn leitar hugurinn til liðinna ára og í hug- ann koma margar eftirminnilegar stundir í samvistum við hann og fjölskyldu hans. Þeir, sem hafa þekkt Björn heit- inn eða lesið bækur hans vita að hann var víkingur vinnunnar. Þar sem fóru saman orð og athafnir. Þessi lífsmáti Björns, að standa fyrir sínu, í hinum óstýrilátu sjó- um íslensks þjóðfélags, þegar það er að berjast úr örbirgð til vel- sældar — og þegar slík barátta fær farsælan endi, er það ekki fyrir neina tilviljun eða bara heppni. Það er árangur einbeitni og viljastyrks á að láta aldrei bug- ast og vaxa með hverri raun. Þetta lífsviðhorf var einkenn- andi í fjölskyldulífi Björns og eft- irlifandi konu hans, Guðbjargar Jónsdóttur, en hún var honum ómetanlegur lífsförunautur í bliðu og stríðu. Þegar Björn kynnist íþrótta- hreyfingunni vegna þátttöku allra barna hans, hverju af öðru í íþrótta- og félagsstarfi FH, verður hann þess fullviss að stuðningur við slíka starfsemi er einmitt í anda þeirrar lífsskoðunar, sem hann sjálfur hafði sett sér. Sjálfur segir hann í æviminningum sínum Heill í Höfn, sem Guðmundur Þórðarson ritaði: „Þegar ég sá fram á það, að ég myndi hætta að vinna, fór ég um margt að hugsa. Ég hafði alla jafna stutt að fram- gangi Fimleikafélags Hafnar- fjarðar, og ekki minna, eftir að Birgir sonur minn fór að stunda þar handbolta, með þeim árangri, að landsfrægur er. öll þjálfun lík- amans er nauðsynleg, og heilbrigð keppni í íþróttum er alltaf mann- bætandi og þroskandi og því góður skóli í lífsbaráttunni. Það varð því að ráði hjá okkur hjónunum, að afhenda Fimleikafélagi Hafnar- fjarðar Sjónarhól, til eignar og umráða eftir okkar dag. Samband Björns og fjölskyldu hans við FH og þá sérstaklega handknattleiksliðið, er hóf feril sinn 1954 með að verða íslands- meistarar í 2. flokki karla og ári síðar vann fslandsmeistaranafn- bótina í meistaraflokki karla — varð ekki svo lítið. Með réttu má segja að Sjónarhóll varð athvarf og heimili þessara vösku sveina, sem færðu FH og heimabæ sinn Hafnarfjörð upp í æðsta veldi handknattleiksins, er þeir léku 7 af 10 leikmönnum í landsliði ís- lands 1958 og 1961, en íslenska landsliðið undir stjórn hins ein- staka þjálfara og „föður FH“ Hallsteins Hinrikssonar varð í 6. sæti heimsmeistarakeppninnar það ár — árangur sem seint mun gleymast. Samtakamáttur sá er batt þessa ungu FH-inga og þjálfara þeirra saman, sem raun bar vitni, varð að miklu leyti sá grundvöllur, sem færði liðinu hinn eftirtektarverða árangur á þessum árið 1954—1967. Samtakamátturinn og bróður- þelið milli allra er hlut áttu að máli hefur vafalaust snert Björn og opnað augu hans fremur öðru fyrir því að hlúa betur að slíku starfi og eins og áður er sagt var það ekki gert með neinum vettl- ingatökum. Það þarf því engan að undra þá ákvörðun þeirra hjóna, Björns og Guðbjargar, um að ánafna FH hús sitt Sjónarhól eftir þeirra dag, því eins og Björn heitinn útskýrði þetta oft, þá var það einlæg ósk þeirra að leggja fram sinn skerf til íþróttastarfsins innan FH, er stuðlað gæti að því að hafnfirskt æskufólk gæti átt kost á að njóta athvarfs í íþróttastarfi, umvöfðu þeim íþróttaanda í orði sem æði, er þau hjónin höfðu kynnst af eig- in raun í Fimleikafélagi Hafnar- fjarðar. Um leið og við vottum Guð- björgu Jónsdóttur, eftirlifandi konu Björns, börnum hans og öðr- um aðstandendum samúð vegna fráfalls hans og minnumst með gleði þeirra stóru stunda, þegar að sigurhátíðir félagsins fóru fram með glæsibrag að Sjónarhól, þar sem samhygð og vinátta var í fyrirrúmi, þökkum við fyrir hina mörgu, sem báru gæfu til að vera með og njóta þeirrar hlýju og góðu áhrifa, sem þar voru allsráðandi. Blessuð sé minning Björns Eiríks- sonar. + Ástkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRLEIF STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR, Lyngholti 8, Kaflavík, sem lést 5. maí verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju í dag laug- ardaginn 14. maí kl. 14.00. Ásta M. Siguröardóttir, Sigurbjörn Þ. Sigurösson, Þorsteinn B. Sigurösson, Margrét áigurðardóttir, Sigríður Siguröardóttir, Þórhalla M. Siguröardóttir, Helga Siguröardóttir, Guömundur B. Guölaugsson, Sigrún Helgadóttir, Anna María Eyjólfsdóttir, Stefén Bjarnason, Eövald Lúðvíksson, Antonió Penalver, Darrel Bearuvalt og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUDRÚN LILJA JÓHANNESDÓTTIR, Boröeyri, lést í Landspítalanum 11. maí sl. Kveöjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. þessa mánaöar kl. 10.30 f.h. Brynjólfur Snmundsson, dœtur, tengdasynir og barnabörn. fénaður sem hann hafði undir hendi fengi nóg fóður og góða um- hirðu en sérstakt yndi hafði hann af hestum, tók oft að sér að temja hesta og átti sjálfur ágæta hesta, enda oft á ferðalögum, meðal ann- ars póstur frá Hvammstanga fram í Miðfjarðardali í mörg ár áður en bílar komu þar við sögu. Þegar líða tók á búskapartíð þeirra hjóna færðu þau sig aðeins um set og settust að á Laugar- bakka en þá voru þar komin nokk- ur hús. Höfðu þau þar gróðurhús og nokkrar kýr. Einnig hafði Jón þar bréfhirðingu á hendi, þar þekktist enginn lokunartími held- ur sífellt opið hús og afgreiðsla og önnur fyrirgreiðsla talin sjálfsögð hvenær sem var og auk þess alltaf veitingar á borðum, og virtist sem þau hjón væru fremur þiggjendur en veitendur svo mikla ánægju höfðu þau af að taka á móti gest- um. Jón var mjög félagslyndur mað- ur og hafði mikla ánægju af glað- værð og góðum félagsskap. Hann var einn af stofnendum Ung- mennafélagsins Grettis og í fyrstu stjórn þess. Síðar var hann lengi í skattanefnd Ytri-Torfustaða- hrepps. Ég, sem þessar línur rita, vann með honum að þessum mál- - um og get vart hugsað mér betri samstarfsmann. En svo fór að lokum eins og alls staðar þegar ellin knýr dyra þá verður að hætta öllum umsvifum. Síðustu þrjú ár höfðu þau hjón bæði dvalið á sjúkraskýlinu á Hvammstanga en þó þau hefðu þar góða umönnun eftir því sem ástæður leyfðu mun Jón oftast hafa verið með hugann í sveitinni og við störfin þar. Hann andaðist þar eftir erfiða sjúkdómslegu þann 6. þ.m. Við hjónin kveðjum Jón með besta þakklæti fyrir trygga vin- áttu og minnumst margra ánægjulegra samfunda frá liðnum árum. Aðalheiði vottum við samúð okkar og óskum henni alls vel- farnaðar. Benedikt Guðmundsson + Fósturmóðir okkar og tengdamóöir, KRISTJANA ÓLAFSDÓTTIR, vistkona é Hrafnistu, lést í Landspítalanum aö kvöldi 11. mai. Sigríöur Finnbogadóttir, Stefón Vilhelmsson, Friörik Kristjónsson, Nanna Júliusdóttir. + Ástkær móöir okkar, tengdamóölr, amma og langamma, ARNDÍS BENEDIKTSDÓTTIR, Noröurbrún 1, sem lóst 5. mai sl. verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudag inn 17. mai kl. 15.00. Benedikta Sigmundsdóttir, Júlía Einarsdóttir, Kór Guömundsson, Freygeröur Pólmadóttir, Sigurgeir Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför unnustu minnar, dóttur okkar og systur, BRYNDÍSAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Svióugöröum. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks a7 á Borgarspítalanum fyrir góöa umönnun. Oddur Magnús Oddsson, Selma Albertsdóttir, Davíð Axelsson, Sigríöur Siguröardóttir, Guömundur Sigurösson og systkini. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞÓRU ÁGÚSTU ÓLAFSDÓTTUR. Margrét Þóröardóttir, Jón Guðmundsson, Fríóa Matzat, Felix Matzat, Helga Stoner, Roy Stoner, Þorlókur Þóröarson, Björg Ranversdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför SIGURLAUGAR SIGURJÓNSDÓTTUR fré Steinnesi. Jakob Sigurjónsson, Guömundur Þorsteinsson, Ólína Benediktsdóttir, Gísli Á Þorsteinsson, Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Ragnar Þórarinsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.