Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 39 fclk f fréttum T .n, nrv Meryl Streep skærasta stjarnan á hvíta tjaldinu + Hún er Ijóshærð og fölleit meo andlit, sem minnir á postulína- brúöu, og hún lifir ákaflega ein- földu lífi. Þá líour henni best þeg- ar hún er sem lengst í burtu frá glaumnum og gleoinni í Holly- wood. Hér erum við aö ræöa um Meryl Streep, tvöfaldan Óskarsverð- launahafa og eina skærustu stjörnuna á hvíta tjaldinu um þess- ar mundir. Lífið hefur ekki alltaf veriö dans á rósum fyrir Meryl. Hún var óhamingjusöm og ein- mana sem barn og unglingur. Segist hafa veriö glaseygö og nefstór stelpa, sem alltaf leit út fyrir að vera eldri en hún raun- verulega var. Meryl var gift leikaranum John Cazale og lék á móti honum mörgum myndum eins og t.d. „Guöföðurnum" og „Deer Hunter". Þau voru ákaflega hamingjusöm en John Cazale lést fyrir aldur fram úr krabbameini. Eftir dauöa hans lagöi Meryl haröar aö sér en nokkru sinni og framinn lét ekki á sér standa. Fyrri Óskarsverðlaunin fékk hún fyrir leik sinn í myndinni „Kramer v. Kramer" á móti Dustin Hoffman en þau seinni fyrir mynd- ina „Val Sophiu", sem við fáum vonandi aö sjá sem fyrst. Meryl er nú gift myndhöggvar- anum Don Gummer og eiga þau þriggja ára gamlan dreng. Meryl á von á ööru barni og hefur því tekið sér frí frá störfum um slnn. Twiggy í örmum mótleikara síns, Tommy Tune, eftir aö þau slógu loks í gegn. Twiggy slær í gegn + Hin fyrrum þvengmjóa Twiggy gerir nú stormandi lukku á Broadway í söngleikn- um „My One And Only" eftir Gershwin. Twiggy hélt upp á sigurinn med mikilli veislu nú um daginn og var þar margt fraegra manna samankomiö, m.a. Sir Laurence Oliver. „Hún var himnesk, hreint stórkostleg," sagöi Sir Larry eins og hann vill láta kalla sig og er ekki vanur aö hrósa öörum en Shakespeare gamla. Twiggy fékk aö heyra fleira fallegt og var al- veg í sjöunda himni. „Þetta er dásamlegt eftir alla erfiðleikana, en nú eru þeir aö baki," sagöi Twiggy. Þaö vantaoi ekkert á erfiöleik- ana. Frumsýningin var kölluö stórslys, leikstjórinn var rekinn og mótleikari Twiggyar, Tommy Tune, bað áhorfendur afsökunar eftir hverja sýningu. Svo fór allt aö ganga betur, en Twiggy segist eiga sinn þátt í hve illa gekk fyrst. Hún stóö nefnilega í því að skilja viö manninn sinn, bandaríska leikarann Michael Whitney, sem hún hefur búiö með í mörg ár og á eina dóttur með. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vinar- hug með hlýjum kveöjum, góðum gjöfum og kærkomn- um heimsóknum á 75 ára afmæli mínu 8. apríl si Jónas B. Jónsson. Kærar þakkirfæri ég öllum mínumfrændum og vinum sem á margvíslegan hátt glöddu mig á fyrsta sumardag í tilefni af 70 ára afmælisdegi mínum. Lifið heil. Þorgerður Einarsdóttir, Álftamýrí 32, Rvík. SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ í Reykjavík og nágrenni Siglfirðingar í Reykjavík og nágrenni Hinn árlegi fjölskyldudagur veröur haldinn í Glæsibæ sunnudaginn 15. maí. Kaffi og kökusala frá 3—6. Þeir, sem gefa kökur, eru beðnir aö afhenda þær kl. 2. Nefndin. Símaskráin 1983 Afhending símaskrárinnar 1983 hefst mánudaginn 16. maí til símnotenda. í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Aöalpóst- húsinu, gengiö inn frá Austurstræti, mánudag til föstudags kl. 9—17. í Hafnarfirði veröur símaskráin afhent á Póst- og símstöoinni Strandgötu 24. í Kópavogi veröur símaskráin afhent á Póst- og sím- stööinni; Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit veröur símaskráin afhent á Póst- og símstöoinni. Þeir notendur, sem eiga rétt á 10 símaskrám eöa fleirum, fá skrárnar sendar heim. Símaskráin verður aðeins afhent gegn afhend- ingarseðfum, sem póstlagðir hafa verið til símnot- enda. Athygli skal vakin á því að símaskráin 1983 gengur í gildi frá og með miðvikudeginum 1. júní 1983. Frá sama tíma fellur úr gildi símaskráin 1982 vegna fjölda breytinga, sem oröiö hafa frá því hún var gefin út- Póst- og símamálastofnunin. SPUNNH) UM STALIN 47 eftír MATTHÍAS JOHANNESSEN áheyrn. Og svo auðvitað mynd af Lenín. Djilas fer að hugsa um, að Stalín hafi unnið eitt afrek á ævi sinni: að flýja ekki frá Moskvu í stríðinu. Eins og Alexander keis- ari. Fyrir bragðið trúði því enginn, að Þjóðverjar næðu borginni á sitt vald. Það gaf fólki þrek og trú á, að borgin yrði varin. Annars hefði brostið flótti í liðið. Og samt er Stalín lífhræddur heigull, það þykist hann vita. Eðahvað? Hann hafði víst sýnt á sér aðra hlið í byltingunni. Þá sömu og menn höfðu séð í föðurlandsstríðinu mikla gegn nazistunum. En hann hefur ekki komizt til Parísar eins og Alexander keisari. Ekki enn. Djilas reynir að gæla við góðu hliðarnar á goði heims- kommúnismans. En honum er hálfillt. Getur ekki ein- beitt sér. Er óvanur víndrykkju. Hefur ógeð á þessum viðstöðulausu kvöldmáltíðum, sem Stalín býður félögum sínum til frá 22—4 um nætur. Alltaf sama tilefnið. Og borðið svignar af mat og ávöxtum. Drykkja og ofát. Og villimannlegt skraf um stjórnmál. Bería klúr, talar um vodkablöndu, sem hafi slæm áhrif á eistun. Stalín ætlar að fara að hlæja, en hættir við, þegar hann sér svipinn á Djilas. ógeð! Svona var það einnig, þegar hann hitti þá í marz 1944 og apríl 1945. Þá átti að setja beitu fyrir hann: Sæll, ég heiti Katia, sagði rödd gleðikonu í símann. Og það jafnvel á Hótel Metropole, sem honum líkar miklu betur en ósköpin á Moskvu. Gott meðan það kemur vatn úr krönunum! Gott kvöld, hver ert þú? Katia! Djilas þekkir enga Katia í Moskvu. Hættu þessu! segir hann. Og leggur símtólið á. Og þetta eiga að heita góðir kommún- istar! Hann gretti sig þá. Og hann grettir sig einnig núna. Skolar þessari ógeðfelldu minningu niður með bjórnum. Eða þegar Stalín móðgaðist við hann vegna þess hann gagnrýndi sovézka hermenn fyrir að nauðga júgóslavnesk- um konum. Stalín öskraði. Grét eins og barn. Yfirmaður Rauða hersins! Faðir þessara útkeyrðu steppudrengja! Þessara útvarða frelsisins! Þessara boðbera heims- kommúnismans! Stalín er óútreiknanlegur, það veit Djilas nú. En hann veit einnig, að hann getur lifað lífinu án ástar á honum. Vonar með sjálfum sér, að unnt sé að vera kommúnisti og frjáls manneskja. Honum er ómögulegt að greina á milli þess, hvenær Stalín er að leika og hvenær hann er hann sjálfur. Hann gengur svo upp í hlutverki sínu, að hann breytist ósjálfrátt í þá persónu, sem hann þarf að leika hverju sinni. Hann getur jafnvel grátið í viðurvist útlendinga yfir því, að sovézkir hermenn eru sakaðir um grimmd og nauðganir í nýfrelsuðum löndum. Ungar konur ekki fyrr komnar undan járnhæl Hitlers og böðla hans en þær eru þvingaðar með valdi undir þessa sveittu steppustráka, sem fullnægja frumstæðustu hvöt- um dýrsins með orð Lenins á vörum. Stalín öskrar: Þið skiljið ekkert! Þið getið ekki sett ykkur inn í neitt! Þeir eru úrvinda, langt að komnii! Hvað er á móti því, að þeir gamni sér við konur! Gengur svo að nærstaddri eiginkonu Djilasar, tekur utan um hana, hrópar: Nú verð ég kærður fyrir nauðgun! Djilas hryllir sig í herðunum, fyllist viðbjóði. Hann stendur upp og gengur um gólf. Viðurkennir fyrir sjálf- um sér, að Stalín er einn af grimmustu harðstjórum sögunnar. Þykist nú vita, að hann hefur sjálfur ánetjazt í lygavef. Strengir þess heit, að hann skuli komast út úr honum, hvað sem það kosti. óhjákvæmilegt, að uppgjör fari fram milli Júgóslavíu og Sovétríkjanna. Stalíns og Titós. Guð má vita, hvort látið verði sverfa til stáls. Ekki ólíklegt, eins og Stalín talar um bræðrabönd slavneskra þjóða. — Já, viðstöðulaust af tilfinningasemi um Slava. Og Rússland, en ekki Sovétríkin. Djilas veit það er ekkert til í raun og veru, sem heitir lenínismi, stalínismi, maó- ismi, titóismi — heldur einungis: marxismi. Með það veganesti fer hann heim til Júgóslavíu á morgun. Hann er að gera upp hug sinn. Fræinu hefur verið sáð. Ávöxturinn bíður síns tíma. Hann er hryggur. Finnst hann vera í sporum J.K. í Réttarhöldum Kafka, þegar dyravörðurinn hlcypir hon- um ekki inn í réttlætið. Hann þolir ekki kröfuna um að hafa það heldur sem nauðsynlegt er en það, sem satt er. FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.