Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Verð á tískufötum Houson og Boston Celtics kljást (NBA. N.B.A. í Sjónvarpinu: Eina tækifærið til að sjá besta körfu- boltaleik í heimi 6899-1234 og 6894-5216 skrifa: „Velvakandi. Við viljum koma á framfæri þakklæti okkar til Bjarna Felix- sonar, umsjónarmanns íþrótta- þáttar sjónvarpsins, fyrir að hafa sýnt úrslitaleiki bandarísku at- vinnumannadeildarinnar NBA ásamt All-Star-leiknum sem hann sýndi stuttu eftir að hann fór fram, því að þetta er tvímælalaust með besta íþróttaefni sjónvarps- ins og munu örugglega fleiri taka undir það en eingöngu körfubolta- áhugamenn. Við vonum að framhald verði á sýningum leikja úr NBA í náinni framtíð og vonumst við til að Bjarni sjái sér fært að útvega leiki frá úrslitakeppninni nú í vor og hann sýni þá frá fleiri liðum en þeim tveimur sem lenda í úrslit- um, því að þau lið önnur sem kom- ast í úrslitakeppnina leika ekki síður frábæran körfuknattleik. Gaman væri að vita hvort Bjarni hefði í hyggju að sýna meira frá úrslitakeppninni í NBA, sem nú stendur yfir, því þetta er eina tækifærið sem körfubolta- unnendur hafa til að sjá þennan körfubolta, sem talinn er sá besti í heimi. Einnig viljum við beina máli okkar til íþróttafréttaritara dagblaðanna hvort þeir sjái sér ekki fært að birta úrslit leikja ásamt stöðunni í NBA öðru hvoru. Bjarni Felixson sagði, að þegar væri ákveðið að sýna úrslitaleik- inn. Annað 'væri í athugun. íþróttafréttamenn Morgunblaðs- ins kváðu viss vandkvæði á að birta úrslit einstakra leikja; hins vegar ætti að vera mögulegt að birta stöðuna öðru hvoru. H.M.St. tískufrík skrifar: „Velvakandi. Ég er nú ein af þeim sem reyna að tolla í tískunni, þó að það sé að verða ómögulegt, af því að allt er orðið svo dýrt, of dýrt. Mig langar til að nefna smádæmi um það. Mamma vinkonu minnar hafði heitið henni því, að hún fengi bux- ur fyrir prófin, sama hvað þær kostuðu. Þessi vinkona mín labb- aði sér inn í eina af tískuverslun- um bæjarins og keypti þar buxur á 1.500 krónur. Buxunum er best lýst með því, að þær líktust helst náttbuxum af spikfeitum kalli, sem teknar eru saman í mittið með smásnæri. Þær eru þunnar og næstum enginn saumaskapur á þeim. En þrátt fyrir það eru þær mjög frumlegar og flottar. Mér finnst þetta of dýrt. Ef fólk segir, að maður eigi ekki að kaupa svona dýrt, þá er því til að svara, að maður vill nú reyna að tolla í tískunni. Það væri gaman að fá að vita, hvort ekkert verðlagseftirlit er með tískuverslunum. P.s. Vil fá Duran Duran á lista- hátíð — eða David Bowie." Þessir hringdu . . . Hrasaði í strætisvagni og fótbrotnaði Gunnar Guðjónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég þyrfti að hafa upp á fólki fyrir foreldra mína, en það hjálpaði móður minni, þegar hún lenti í slysi 26. janúar í vet- ! ur. Það gerðist í strætisvagni, í leið nr. 3, sem var að fara frá Hlemmtorgi. Eitthvað rykktist vagninn til, þegar hann fór af stað, þannig að móðir mín hras- aði til og lenti á sætisbrík. Síðar kom í ljós, að hún hafði fót- brotnað um hné. Vagninn hélt sína leið upp á Háaleitisbraut. Þegar þangað kom og hún ætl- aði út, var hún eiginlega ósjálfbjarga. Vagnstjórinn gerði ekkert í málinu og vekur það vissulega til umhugsunar um, hver sé skylda þeirra í slíkum tilvikum. En meðal farþeganna voru tvö ungmenni sem gáfu sig að henni og leiddu hana út úr vagninum. Rétt á eftir kom kon- an mín þarna að og sá hvers kyns var. Þetta endaði svo með spítaialegu, sem stendur yfir ennþá og óvíst hvenær lýkur. Foreldra mína langar til að hafa samband við unga fólkið, þó ekki væri nema til þess að þakka því fyrir aðstoðina. Ég bið það því vinsamlegast um að tala við Guðjón Magnússon, Háaleit- isbraut 15, í sima 82790. fram mjög góðir söngvarar, þó að þeir kæmust ekki í úrslit. En úr því ég „stakk niður penna" til að tala um söng og tónlist, þá vil ég koma á fram- færi þeirri óánægju minni og furðu, að á „kosninganóttina" var sjónvarpað aðeins einni teg- und tónlistar. Við eigum hér ágæta einsöngvara, kvartetta, kóra og fágaðar hljómsveitir, — en ekki eitt einasta lag frá þess- um tegundum tónlistar heyrðist, aðeins mismunandi góðar (eða lélegar) atvinnuhljómsveitir komu fram. Hvernig getur þetta gerst? Og ef þessari einu nótt er nú sleppt og litið yfir heildina og at- hugað hvers konar tónlist er ríkjandi í sjónvarpinu, þá held ég að þar sé mest þjónað mjög takmörkuðum en áberandi hópi, og má þar áreiðanlega tala um þrýstihóp. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar óski eftir fjölbreytt- ari tónflutningi en fram kemur hjá þeim, sem þessu stjórna.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Mér varð hugsað til sjálfs míns. Rétt væri: Mér varð hugsað til sjálfs mín. (Ath.: ég er í eignarfalli mín (ekki míns). Bendum börnum á að rugla ekki saman í beygingu orðunum ég og minn! Urval af albólstruðum oq hálf- bólstruðum rúmum Opið laugardag kl. 14 og sunnudag kl. 2-5. ÍO SÍMI 77440 M, PERLU- MATT LAKK A BOD, ELDHUS, GANGA O.FL. Perlumatt jökullakk er lágglansandi alkýö- lakk til alhliða notkunar innanhúss. Lakkiö er þurrt viökomu innan nokkurra klukkustunda en þaö tekur nokkra daga (jafnvel vikur) aö ná endanlegri perlumattri áferð. Lakkið hent- ar einkar vel á böö, eldhús og ganga sakir þess, hve auövelt er aö þrífa þaö. Látiö Hörpu gefa tóninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.