Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 47 Annað glæsilegt met hjá Þráni hlaut 7.724 stig á móti Lexington „ÉG ER ánægöur meö þennan árangur, þetta sýnir að metið í mars var ekkert „grís“. Nú er bara að maður standi sig á bandaríska háskólameistaramót- inu eftir þrjár vikur,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, frjálsíþróttamaöur úr HSK, í samtali við Morgun- blaðiö í gær, en í fyrradag setti hann nýtt og glæsilegt íslands- met í tugþraut, hlaut 7.724 stig á móti í Lexington í Kentucky í Bandaríkjunum. Þráinn átti sjálfur eldra metið og var það 7.718 stig, sett í Talla- hassee á Flórída 16. og 17. mars sl. Þá bætti hann sinn fyrri árangur um 375 stig og þágildandi is- landsmet um 179 stig. Þráinn sigraði örugglega á mót- inu í Lexington og varö þar meö héraösmeistari á sínu háskóla- svæði. í leiðinni setti Þráinn bæöi háskólamet og mótsmet. Auk bess var kringlukastsárangur hans nýtt bandarískt tugþrautarmet, og vantar hann aðeins rúma 30 senti- metra upp á besta árangur í heimi í kringlukasti í tugþraut. „Ég er ekki nógu ánægöur meö fyrri daginn, nema hástökkið, þar bætti ég minn besta árangur um átta sentimetra. Þá var mótvindur í 100 metra hlaupinu, svo þar töp- uðust dýrmæt stig. Seinni dagur- inn var hins vegar miklu betri hjá mér, allar greinar nema 1500 betri en síöast. Bandaríska háskólameistara- mótið er næst á dagskrá hjá mér. Það veröur háð í Houston í Texas i júníbyrjun. Þar mæti ég flestum bestu tugþrautarmenn Bandaríkj- anna, og verður spennandi að spreyta sig gegn þeim. Ég tel mig vera orðinn öruggan með 7.700 stigin, og vona bara aö ég eigi eftir aö bæta metið,“ sagöi Þráinn. Árangur Þráins í einstökum greinum í Lexington var sá, aö fyrri daginn hljóp hann 100 metra á 11,7 sekúndum (11,3), stökk 6,49 í langstökki (6,60), varpaöi kúlu 15,10 metra (15,50), stökk 1,99 í hástökki (1,88) og hljóp 400 metra á 50,4 sekúndum (49,7). Seinni daginn hljóp hann 110 metra grindahlaup á 15,2 sekúndum (15,4), kastaöi kringlu 52,68 metra (50,46), stökk 4,15 í stangarstökki (4,05), kastaöi spjóti 58,16 metra (57,54) og hljóp loks 1500 metra á 4:27,3 mínútum (4:25,1). Eins og sjá má af þessu var fyrri dagurinn lakari hjá Þráni en í mars, en seinni dagurinn hins vegar talsvert betri. Til gamans má geta, aö séu betri dagarnir 1 hvorri þraut lagöir saman, sá fyrri í Tallahassee (3852 stig) og sá seinni í Lexington (3937 stig), gera þeir samanlagt 7803 stig. - ágás. • Þráinn Hafsteinsson setti íslandsmet í tugþraut í annaö skiptið á stuttum tíma. Meistarakeppnin á Kópavogsvelli Meistarakeppní KSÍ — viöur- hefst. En nú er þaö meistara- eign íslandsmeistara Víkings keppnin, og spurningin hvort is- og bikarmeistara ÍA — verður á landsmeistararnir eöa bikar- Kópavogsvelli í dag og hefst kl. meistararnir komi betur undir- 14.00. búnir til mótsins. Úr þvi fæst Kópavogsvöllurinn er nú þegar væntanlega skoriö í dag. kominn í gott ástand þó svo aörir Bæði liö hafa undirbúiö sig af vellir hér á landi líti ekki glæsi- krafti — Víkingar meö þátttöku í lega út, og veröur fariö að leika á Reykjavíkurmótinu, og Skaga- honum strax og islandsmótiö menn léku i Litlu bikarkeppninni. • „Hroðaleg drulla er undir skónum þínum Gummi,“ gæti Heimir Karlsson, markakóngur úr Víkingi, verið að segja við Guðmund Baldursson, markvöröur Fram, á þessari mynd, sem tekin var í íslandsmótinu í fyrra. Þaö verður varla mikil drulla á Kópavogsvell- inum í dag þar sem Heimir og félagar mæta Skagamönnum. Morgunblaöiö/Emilia Björg. Bílasýning áAKUREYRI laugardag og sunnudag f rá kl. 13 " 17 " báða dagana. Nú kynnum viö allar gerðir af SHrxyira ásamt hinum glæsilega nýja SkodaWPiD Argerð’83 á ’82 verði frá kr. -J11.600. Komið á staðinn, kynnist Skoda og látið Halla svara öllum ykkar spurningum. gengi 01.04 '83. Skólofell sf. Draupnisgata 4 - Akureyri - Sími 22255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.