Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 48
^\uglýsinga- síminn er 2 24 80 ■■■—Af—— ^/\skriftar- síminn er 830 33 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Stjórnarmyndunartilraunir Steingríms Hermannssonar: Vill framhald viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokkurinn býður upp á breyt- ingar hvað varðar lögbindingu launa Framsóknarmenn ákváðu í gær að leita til Sjálfstæðisflokksins í stjórn- armyndunartilraunum sínum, en niðurstaða viðræðna Steingríms Hermannssonar við forustumenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks varð sú, að enginn áhugi virðist vera fyrir myndun fjögurra flokka ríkis- stjórnar, enda tíminn takmarkaður, þar sem forseti íslands hefur gefið stjórnmálaflokkunum frest fram yfir hvítasunnu til að mynda ríkisstjórn. Steingrímur Hermannsson ræddi í gærmorgun við Geir Hallgrímsson. Þeir hittast á ný árdegis og segist Steingrímur munu kynna nýjan um- ræðugrundvöll á þeim fundi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins var á miðvikudag boðaður til fundar í dag kl. 14 og mun þá væntanlega taka afstöðu til þess- ara viðræðna. Þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknar- flokks hélt fund kl. 16 í gær. Þar gerði Steingrímur grein fyrir við- ræðum sínum við forustumenn annarra flokka en Sjálfstæðis- flokks, sem fram fóru á fimmtu- dag og niðurstöðu þeirra, sem hann sagði að hefðu leitt í ljós, að enginn áhugi sé fyrir myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar. Á fundinum var samþykkt að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræð- ur við Sjálfstæðisflokkinn á ný og ákveðið að leggja fram nýjan um- ræðugrundvöll. Eins og Mbl. hefur skýrt frá var aðalágreiningsefnið milli Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks, þegar stjórnarmyndunar- tilraunum Geirs Hallgrímssonar lauk, varðandi tímasetninga á lögbindingu launa. Framsóknar- flokkurinn vildi lögbinda laun i tvö ár, en Sjálfstæðisflokkurinn sagðist eingöngu geta fallist á Þeim gula landað Sævar og Jói á Liíla-Tindi Sl' 508 landa við, bryf'gju á Fáskrúðsfirði, en aflann fengu þeir í nei í firðinum. Á morgun, 15. maí, lýkur vetrarvertíð. * Mnrgonbludifl/RA X. lögbindingu 1. júní nk. og 1. októ- ber. Framsókn kom með gagntil- boð um eins árs bindingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði, en hann telur að frjálsir samningar um kaup og kjör eigi að koma til. Samkvæmt heimildum Mbl. hafa framsóknarmenn nú ákveðið að bjóða upp á að umrædd lögbinding á launum eigi að standa þar til einhverju tilteknu umsömdu verð- bólgustigi sé náð, en ekki séu fyrirfram settar niður ákveðnar dagsetningar. Launahækkanir yrðu þannig ákveðnar smám sam- an þar til umsömdu verðbólgu- markmiði er náð. Telja framsókn- armenn að hér sé um nokkra til- slökun að ræða. Bæjarstjórn Kópavogs: Sólá Suðurlandi ALLT útlit er fyrir að sólskin verði um sunnanvert landið um helgina að sögn Veðurstof- unnar. Spáð er norðaustan átt, eins og þeirri sem verið hefur, nema líkur eru á að hún verði hægari. Áfram verður því kalt fyrir norðan og ef til vill ein- hver súld þar eða slydda, en sól og bjart veður fyrir sunnan með talsverðum hita um há- daginn. Skólasamningur- inn samþykktur — 2.359 bæjarbúar mótmæltu með undirskrift SAMNINGUR Kópavogsbæjar og ríkisins um breytingar á skólahaldi í Kópavogi var samþykktur á bæjar- stjórnarfundi í Kópavogi í gær að viðhöfðu nafnakalli. Samningurinn var samþykktur með 9 atkvæðum gegn 2, en samningnum greiddu at- kvæði bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks, en fulltrúar Alþýðu- flokks voru á móti. Fyrir bæjar- stjórnarfundinn bárust bæjarstjóra undirskriftarlistar með nöfnum 2.359 bæjarbúa, þar sem breytingum þeim sem í samningnum felast var mótmælt, en lagt til að byggður yrði framhaldsskóli í bænum. í samningnum felst það, að Menntaskólinn í Kópavogi verður gerður að fjölbrautaskóla og jafn- framt verður í Kópavogi starfsemi Hótel- og veitingaskólans. Menntaskólinn fær afnot af Víg- hólaskóla, sem jafnframt verður lagður niður sem grunnskóli, en börnum úr þeim skóla verður komið fyrir í öðrum skólum bæj- arins. Einnig verður nýr skóli byggður í austurhluta bæjarins og skólahverfaskiptingu i bænum breytt miðað við samninginn. Ennfremur er að því stefnt að byggja við Víghólaskóla, þar sem hann er nú allt of lítill fyrir vænt- anlega starfsemi fjölbrautaskól- ans. Sjá nánar á miðopnu. Banaslys um borð í Mumma BANASLYS varð um borð í vélbátn- um Mumma frá Sandgerði í gær- morgun, þegar hann var að togveið- um undan suðurströndinni. Vír slóst í höfuð liðlega fertugs skipverja og mun hann hafa látizt samstundis, en skipið sigldi inn til Grindavíkur með líkið. Slysavarnafélagið: Kaupir af- þrýstiklefa fyrir kafara Slysavarnafélag íslands hefur fest kaup á svonefndum afþrýsti- klefa, sem notaður er til aðstoðar köfurum er fengið hafa „kafara- veiki" eða sprengt í sér lungu við köfun í of langan tíma í djúpu vatni eða í sjó. Hefur afþrýstiklef- inn þegar verið pantaður til lands- ins, og mun væntanlega koma hingað til lands í ágúst eða sept- ember næstkomandi. Afþrýsti- klefi hefur ekki verið til hér á landi til þessa. Sjá nánar á miðopnu Morg- unblaðsins í dag. Til Brasilíu út á handarbrot „Brasilíuferðin, sem stendur fyrir dyrum, verður vafalaust mikið ævintýri og það er hart slegist um að komast í hópinn sem þangað fer,“ sagði Egill Þorsteinsson, ungur knattspyrnukappi úr Val, í samtali við Morgunblaðið, en hann mun snemma næsta árs fara í keppnis- ferð með félögum sínum til Brasilíu. Þetta verður fyrsta keppnisferð ís- lenskra knattspyrnumanna þangað. Sagt er, að þessi ferð sé tilkom- in vegna þess að Egill hand- leggsbrotnaði illa í leik fjórða flokks Vals og drengjaliðsins Carnando í „Dana Cup“-keppn- inni í Danmörku í fyrra. Forráða- mönnum Carnando leiddist þetta óhapp. Þeir komu strax eftir leik- inn og báðust afsökunar á fram- ferði drengja sinna og buðu Vals- mönnum að koma til Brasilíu árið 1984 til að taka þar þátt í stóru drengjamóti. Morgunblaðið/Kristján Kmarsson. Egill Þorsteinsson (í miðið) ásamt félögum sínum úr Val, Einari Páli Tómassyni (t.v.) og Guðmundi Sigurðssyni. Einar Páll og Guðmundur halda um vinstri hönd Egils, sem brotnaði í knattspyrnuleik í Danmörku í fyrra, en út á brotið fara Valsmenn í keppnisferð til Brasilíu á næsta ári. „Þetta var algjört óhapp. Við hoppuðum tveir upp eftir boltar- um, ég féll flatur í lendingunni, með vinstri hendina undir skrokknum og sá brasilíski féll ofan á mig. Eg brotnaði illa og seinna varð að brjóta upp hand- legginn þar sem brotin greru vit- laust saman. Það var talsverð harka í leiknum, þetta var úrslit- aleikur um að komast áfram í úr- slitakeppnina. Brasilísku strák- arnir voru 2—3 árum eldri en við og hálfatvinnumenn að auki. Við héldum þó alveg í við þá, en þeir potuðu boltanum einu sinni inn alveg undir lokin og unnu okkur 1—0,“ sagði Egill. Egill og félagar hans, Guð- mundur Sigurðsson og Einar Páll Tómasson, sögðu að llklega færi 35—40 manna hópur til Brasilíu. Farið yrði í mars og væri mikil stemmning hjá Valsmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.