Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 110. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Unnið að slökkvistarfí við frystihús Keflavíkur hf. í gærkveldi. Sá hluti hússins sem brennur er allt vinnslusvæði fyrirtækisins ásamt lager. í húsinu til hægri fremst á myndinni eru skrifstofur fyrirtækisins og aðstaða fyrir starfsfólk, en í húsinu til vinstri beitingaaðstaða og humarvinnsla. MorgunblaSið/ Kristján Einarsson Stórbruni í Keflavík í gærkvöldi: TugmiUjóna tjón er hraðfrysti- hús Keflavíkur hf. brann Hefur geigvænlegar afleiðingar fyrir at- vinnulífið, segir forseti bæjarstjórnar TUGMILUÓNATJÓN varð í elds- voða í hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f í gærkvöldi. Kinungis skemmdir á húseignum og vélbúnaði nema tug- um milljóna og ef fískur sem geymd- ur var í frystigeymslu fyrirtækisins hefur orðið fyrir skemmdum, en þar voru geymdir 15 þúsund pakkar af fiski, bætast við tjónið 10—20 millj- ónir króna, cftir því hve miklar þær skemmdir reynast. Eldsupptök eru ókunn. Ljóst er að margir munu missa atvinnu sína um óákveðinn tíma vegna þessa og fara þeir líklega beint á atvinnuleysisskrá. Þá var fjöldi skólafólks búinn að fá vilyrði um vinnu hjá fyrirtækinu og ein- hverjir höfðu þegar hafíö vinnu. Hætt er við, að eldsvoðinn hafí rýrt möguleika skólafólksins á sumar- vinnu verulega, þar sem atvinnuleysi hefur verið í Keflavík aö undan- förnu. „Það eru skemmdir á öllum hús- eignum fyrirtækisins, nema að- stöðu starfsfólks, beitingaraðstöðu og humarvinnslu. Einnig standa vonir til að flökunarsalur hafi ekki orðið fyrir miklum skemmdum. Það ræðst að miklu leyti af því hvernig frystiklefinn og afurðirn- ar þar hafa sloppið, hve mikið tjónið verður. Eftir því sem við best vitum komst ekki eldur í frystikiefann, en þak hans brann og vatn og reykur komst þar inn,“ sagði ólafur B. ólafsson, fram- kvæmdastjóri Keflavíkur hf., í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. Verkstjóri og vélstjóri yfirgáfu húsnæði frystihúss Keflavíkur hf. um hálf átta leytið í gærkveldi og var þá allt með eðlilegum hætti. Skömmu fyrir átta berst síðan lögreglunni í Keflavík tilkynning um eldinn, þannig að ljóst er að eldurinn hefur brotist út með skjótum hætti, enda pappi og önn- ur eldfim efni, þar sem hann er talinn hafa kviknað. Slökkvilið Keflavíkur kom þegar á staðinn og strax voru gerðar ráðstafanir til að fá aðstoð frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og slökkviliðinu í Sandgerði og komu þau bæði til aðstoðar stuttu síðar. Samkvæmt upplýsingum Ingiþórs Geirssonar, slökkviliðs- stjóra í Keflavík, sem stjórnaði að- gerðum slökkviliðanna gegn eldin- um, var mikill eldur í húsinu og erfitt að eiga við hann. Norðvestan kaldi var og logaði upp úr þaki umbúðageymslu, þar sem geymdar voru pappaumbúðir. Þakið var ein- angrað með spónum og korki, sem logar vel, enda frá þeim tíma sem slík efni voru notuð til einangrun- ar. Breiddist eldurinn því fljótt út eftir þakinu og varð það alelda á skammri stundu. „Slökkvistarfið gekk eftir atvik- um vel. Við komum á staðinn rétt fyrir klukkan 8 og upp úr 9 vorum við nokkurn veginn búnir að ná tökum á eldinum. Á tímabili höfð- um við áhyggjur af ammóníak- geymum, sem voru í vélasalnum, en við vissar aðstæður er hætta á að þeir springi. Okkur tókst að verja þá og húsin í nágrenninu, sem virðast alveg hafa sloppið. 50—60 slökkviliðsmenn frá þrem slökkviliðum börðust við eldinn, með um tíu tæki,“ sagði Ingiþór Geirsson. Húsnæði frystihúss Keflavíkur hf., sem stofnað var 1936, er frá ýmsum tímum. Elsti hluti hússins, þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru til húsa, er um hundrað ára gamall og sá hluti hússins hefur alveg sloppið við skemmdir, sem og sá nýjasti, sem var smíðaður 1973. Þá voru einnig gerðar endurbætur á öðrum hlutum húsnæðisins, þeim hluta sem nú er brunninn. „Vegna þess hve reykurinn var gífurlegur, þorðum við ekki annað en að rýma 7—8 næstu hús, meðan ekki var útséð hvernig færi, enda býr í þeim bæði gamalt og sjúkt fólk. Farið var með sumt þess til ættingja og vina, en annað á lög- reglustöðina. Við urðum að byrja á því að rýma svæðið, þegar við komum á staðinn, en þar var allt fullt af fólki og bílum. Fólk tók því mjög vel að færa sig og það gekk mjög fljótt," sagði Rúnar Lúð- víksson, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Keflavík. Um 115 manns eru á launaskrá í landi hjá Keflavík hf., auk 50—60 manna sem eru á bátum og togur- um fyrirtækisins. „Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað skemmdirnar eru miklar á þessari stundu," sagði Ótafur B. ólafsson. „Við byrjum á því strax í fyrra- málið að taka fiskinn út úr frysti- geymslunni og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Þá munum við reyna að bæta eins mikilli vinnslu og mögulegt er á systurfyrirtæki Keflavíkur hf., Miðnes hf. í Sand- gerði, og munum reyna að bjóða fólkinu, sem unnið hefur hér hjá okkur, vinnu þar til að byrja með. Annars er að svo komnu máli af- skaplega erfitt að segja nokkuð, meðan ekki er vitað meira um tjónið, en nú er,“ sagði Ólafur. Sjá nánar á bls. 2 og miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.