Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 „Arðræningjastétt" Sovétríkjanna eftir Birgi ísl. Gunnarsson í bók sinni „NOMENKLAT- URA“ ritar Michael Voslensky ítarlegan kafla um efnahagslífið í Sovétríkjunum. Hann skýrir þróun þess eftir byltinguna, sýn- ir fram á veikleika þess og hvert hagnaðurinn af efnahagsstarf- seminni í landinu renni. Hér verður drepið á nokkur atriði úr þessum kafla. Arðránskenning Marx Samkvæmt kenningum Marx var vinnan eini framleiðsluþátt- urinn, sem skapaði verðmæti og ber henni því allur afrakstur framleiðslunnar. Ágóðinn var ránsfengur, sem fenginn var í skjóli eignaréttarins. Eigendur framleiðslufyrirtækjanna arð- rændu hið vinnandi fólk. Þetta átti sósíalisminn að lagfæra, fólkið átti að eiga framleiðslu- fyrirtækin og deila með sér ágóðanum. Hvernig hefur þetta nú gengið? I stjórnarskrá Sovét- ríkjanna segir, að grundvöllur efnahagskerfisins sé „hin sósíal- istiski eignaréttur framleiðslu- fyrirtækjanna", sem sé hjá rík- inu (fulltrúa alls fólksins) og hjá samvinnufélögum (samyrkjubú- um). Bókarhöfundur sýnir fram á, að hvort sem eignarétturinn að formi til sé hjá ríkinu eða sam- vinnuhreyfingunni, þá sé það, „NOMENKLATURAN“ eða herrastéttin, sem hafi umráð og vald yfir framleiðslutækjunum. Arður framleiðslunnar gengur því til „NOMENKLATURA", sem „arðrænir" sovétsamfélagið. Völd þeirra og umráð í efna- hagslífinu eru félagsleg, þ.e. hver og einn einstaklingur í „NOMENKLATURA" á ekki ákveðinn hluta, en samt sem áð- ur birtist „arðránið" í þeirra daglega lífi. Þeir hafa hærri laun, búa í fínni húsum, njóta margskonar fríðinda, njóta sumarhúsa og hvíldarheimila — allt á kostnað alþýðunnar. Áætlunarbúskapurinn Áætlunarbúskapur er grund- vallarþáttur í efnahagslífi Sov- étríkjanna. „NOMENKLATUR- AN“ gerir fjölda áætlana um framleiðslu, sérstakar áætlanir fyrir hverja framleiðslugrein og hvert fyrirtæki, sem síðan eru felldar saman í stórar „fimm ára áætlanir" á landsvísu. Einkenni þessara áætlana er að þær eru allar óraunhæfar. Samt lifa þær sinu góða lifi og viðleitnin til að fá þær til að standast verður til- gangur í sjálfu sér, hvort sem nokkur þörf er fyrir framleiðsl- una eða ekki. ótal dæmi eru um fyrirtæki eða jafnvel heilar framleiðslugreinar, sem fram- leiða vöru í gríð og erg, sem eng- in þörf er fyrir á meðan lífs- nauðsynjar vantar á öðrum svið- um. Ef þú stjórnar Sovésku fyrirtæki, er keppikefli þitt að fá áætlunina til að standast, helst að fara aðeins framúr, til að þú og fyrirtækið fái verðlaun og gott umtal á hærri stöðum. Hins vegar borgar sig ekki að fara of langt fram úr áætluninni, því að þá átt þú á hættu að markið verði hækkað í næstu áætlun — og það skapar aukaerfiði. Hvort varan selst eða ekki, það er ekki þitt mál — það eru aðrir sem sjá um þá deild í þjóðfélaginu. Þetta kerfi hamlar einnig framförum, eins og glöggt kom t.d. fram í skáldsögu Vladimirs Dudintevs: „Ekki af einu saman brauði", sem kom út í íslenskri þýðingu hjá AB 1958. Hún er enn í fullu gildi. Sovétborgarinn hefur fyrir löngu vanist því að vöruskortur ríkir nánast á öllum sviðum. Hann hefur vanið sig á það að bera alltaf með sér innkaupanet, hvert sem hann fer. Þessi net kallast „avoska“, en það er dreg- ið af orðinu avos, sem þýðir kannski. Það er aldrei að vita nema menn rekist einhversstað- ar á vöru, sem gott væri að geta keypt. „NOMENKLATURA" hefur nú ríkt í yfir 60 ár og rekið áætlunarbúskap í meira en hálfa öld. Samt hafa þeir ekki enn lært að sjá alþýðu manna fyrir þeim vörum, sem fólk þarf til daglegs lífs. Og engin breyting er í vænd- um. Lífskjörin Marx og Lenin héldu því báðir fram að lífskjör myndu fljótt batna i sósíalismanum. Stað- reyndin er þó sú að lífskjör eru lægri í ríkjum sósíalismans en í ríkjum kapitalismans. Það sést best með því að bera saman ríki með sambærileg skilyrði, t.d. Norður og Suður Kóreu, Austur- og Vestur Þýskaland og jafnvel Austur- og Vestur Berlín og Tékkóslóvakíu og Austurríki. Það eina sem skýrir hinn mikla lífskjaramun er sósíalisminn og framkvæmd hans. Launin eru lág og vissir þættir í lífskjörum eru ódýrir — én á heildina litið er gífurlegur munur á lífskjör- um milli Austurs og Vesturs — og meginþorri borgara í Sovét- ríkjunum hefur rétt nóg fyrir mat og húsnæði. Það er kerfið, sem hefur þvingað fólkið inn í þessi lágu lífskjör. Hvert fer arðurinn Hvert hefur þá ránsfengurinn farið? Hvert hefur sá arður gengið sem myndast hefur í sósí- alistaríkjunum? Hann hefur far- ið undir yfirráð „NOMENKLAT- URA“ í formi ágóða af fyrir- tækjum og í formi óbeinna skatta, sem eru mjög háir á mörgum vörum. Til hvers er þá arðurinn notaður? Michael Vos- lensky nefnir aðallega þrjá þætti í bók sinni, en þessi atriði kallar hann „stéttarþarfir" herrastétt- arinnar. í fyrsta lagi fer mikið fjár- magn í starfsemi og stofnanir, sem hafa þann tilgang að verja, festa í sessi og auka völd „NOM- ENKLATURA". Af slíkum þátt- um má nefna starfsemi flokks- ins, KGB, hina gífurlegu her- gagnaframleiðslu og mikinn her, innanríkislögregluna, fangabúð- ir og fangelsi. Ennfremur gífur- legan kostnað, sem fer í áróður og aðra skoðanamyndandi starf- semi, bæði innanlands og utan. í öðru lagi nefndi höfundur rnikið fjármagn, sem notað er til fjárfestingar í atvinnulífi og fé- „Allir eru skyldugir til að vera skráðir í vinnu á einhverjum vinnu- stað. Að öðrum kosti flokkast menn undir „sníkjudýr“ og um slíkt fólk gilda sérstök lög og það má reikna með minni réttindum á ýmsum sviðum.“ lagslegum „einingum" herra- stéttarinnar. f þriðja lagi nefnir höfundur samfélagsleg útgjöld t.d. til vís- inda- og menningarstarfsemi, menntunar, íþrótta, heilbrigð- ismála o.fl. þ.h. Þessi starfsemi hafi minnst „herrastéttarein- kenni", þó að segja megi að „NOMENKLATURA" hafi bestu aðstöðu til að njóta þess, sem þar er boðið. Réttindi verkafólks Lokaþættirnir í bók Voslensk- ys um efnahagslífið í Sovétríkj- unum fjalla um réttindi verka- fólks. Allir eru skyldugir til að vera skráðir í vinnu á einhverj- um vinnustað. Að öðrum kosti flokkast menn undir „sníkjudýr“ og um slíkt fólk gilda sérstök lög og það má reikna með minni réttindum á ýmsum sviðum. Samkvæmt hagskýrslum er ekk- ert atvinnuleysi f Sovétríkjun- um, en það segir sig sjálft, að í landi með 260 milljónir íbúa hafa ekki allir alltaf atvinnu og geta ýmsar ástæður legið til þess. En enginn fær atvinnuleys- isbætur. Verkalýðsfélög hafa sérstöku hlutverki að gegna. Þau eru full- trúar ríkisins og eiga að sjá um aga á vinnustað og sjá um að áætlanirnar, sem unnið er eftir, séu haldnar. Verkföll eru bönn- uð. Þessar staðreyndir hafa komið mjög upp á yfirborðið í Póllandi að undanförnu. Fátt lýsir betur áliti Sovét- borgara á efnahagslífinu en lítil skrýtla sem gengur manna á meðal þar í landi: „I ríkjum kap- italismans er fólk arðrænt af öðru fólki. f ríkjum sósíalismans er það þveröfugt." raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Styrkir til háskólanáms í Búlgaríu Búlgörsk stjórnvöld bjóöa fram í aöildarlönd- um UNESCO átta styrki til háskólanáms í Búlgaríu um sex mánaöa skeiö á háskólaár- inu 1983—84. Styrkirnir eru ætlaðir til fram- haldsnáms í búlgarskri tungu og bókmennt- um, listum, sögu, verkfræöi eöa búvísindum. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 45 ára og hafa lokið háskólaprófi áöur en styrktíma- bil hefst. Umsóknum skal komið til mennta- málaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 11. júní nk. — Sérstök um- sóknareyöublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menn tamálaráðuneytið, 13. maí 1983. taDknlskóll fslands Hofðabakha 9. R aimi 84933 Umsóknarfrestur um skólavist 1983/84 renn- ur út 31. maí nk. Eftir því sem viö á, ganga iönsveinar fyrir um inngöngu í frumgreinadeild, sem starfrækt er í Reykjavík, á Akureyri og á ísafiröi. Upplýsingar um allar námsbrautir daglega kl. 8.30 til 15.30 á skrifstofu Tækniskóla íslands, Höföabakka 9, 110 Reykjavík. Rektor. húsnæöi i boöi Til leigu verslun og eöa iönaöarhúsnæöi alls 300 fm viö Dalshraun í Hafnarfirði. Hentugt fyrir t.d. verslun, heildverslun eöa léttan iönaö. Hægt aö skipta í 120 og 180 fm. Upplýsingar í síma 54171. kennsla húsnæöi óskast Verslunarhúsnæöi óskast Vantar húsnæöi í miöbænum eöa sem næst miöbænum. Húsnæöiö veröur aö vera á jaröhæð og ca. 200—300 fm. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 27. maí merkt: „Húsnæöi — 8639“. !t! Sundnámskeiö fyrir 6 ára börn (’76) hefst í sundlaug Kópavogs mánudaginn 30. maí nk. Innritað veröur þriöjudaginn 24. maí milli kl. 13—15. Sundlaug Kópavogs, sími 41299.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.