Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 27 Björgvin Jóns- son — Kveðjuorð Já svona er lífið, maður fæðist til að deyja en enginn veit sem betur fer hvenær kallið kemur. Nú hefur minn besti vinur, Björgvin Jónsson, Blönduhlíð 29, lagt upp í sína síðustu ferð yfir móðuna miklu og þar með kvatt þennan synduga heim fyrir fullt og allt. En nú er hann umvafinn englum guðs og ég er viss um að hann hefur átt góða heimkomu þegar hann skipti um verustað. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast þessum elskulega manni fyrir 50 árum og öll þessi ár bar aldrei skugga á okkar vinskap. Margur Reykvíkingur hefur þekkt Björg- vin því að oft var hann kenndur við Sæbjörgu. Einnig rak hann 4 fiskbúðir víðsvegar um borgina í fjölda ára og þar að auki var hann meðeigandi í 3 verslunum. Björg- vin var sérstakur persónuleiki að því leyti að fáa eða enga þekkti ég eins ábyggilega og traustvekjandi og hann, heiðarlegan, samvisku- saman. Hann átti ekki sinn líka. Mér datt í hug að senda Þórunni, frænku minni, fáein huggunarorð en svo áttaði ég mig á því að mað- ur hennar, Björgvin, skilur eftir sig þær fegurstu og fallegustu minningar sem nokkur getur gert og sem ég veit að Þórunn geymir í hjartastað meðan hún dregur and- ann. Björgvin var mikill félagsmaður og tók þátt í mörgum félagsmálum og öll voru þau mannbætandi eins og til dæmis í sambandi við bind- indismál. Þetta er lítið dæmi um það hversu góður maður Björgvin var. Ég tel að það besta sem mað- ur á sé góður vinur, ég er miklu ánægðari með það heldur en þó að ég hefði átt einhverjum seðlum meira en ég á. Björgvin var fæddur 26. maí 1906, dáinn 19. mars 1983. Árið 1945 stofnaði Björgvin ásamt Óskari Jóhannssyni fiskbúðina Sæbjörgu á Laugaveginum. Þeir ráku þetta fyrirtæki með miklum sóma ásamt 4 öðrum fiskbúðum, enda voru þeir mjög samhentir og í alla staði samvinnuþýðir. Björgvin var hörkuduglegur mað- ur sem aldrei féll verk úr hendi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna í Sæbjörgu í eitt ár. Hann var góður yfirmaður og aman að vinna undir hans stjórn. 56 ár hef ég þekkt þessi hjón og öll þessi ár stóð kona hans við hlið mannsins síns eins og klettur úr hafinu, og það var gagnkvæmt, Björgvin var konu sinni allt. Þeirra hjónaband var elskulegt og þar bar aldrei skugga á og það var til stórfyrirmyndar. Það var gam- an að koma á heimili þeirra hjóna þau voru bæði gestrisin og ég átti marga ánægjustundina hjá þeim. Björgvin var húmoristi þegar það átti við og fór þá stundum með gamanmál. Þess má geta að Björgvin seldi ekki eignir sínar fyrr en á síðast- liðnu ári, þá Guðmundi óskars- syni, meðeiganda föður síns. Ég held ég kveðji þennan góða vin minn með eftirfarandi orðum: „F*r þu í friði, frióur Guós þig blessi, hafóu þokk fyrir allt og allt." Blessuð sé minning Björgvins. Ég votta frænku minni samúð mína. Jói + Einlægar’ þakkir fyrir samúö og vinsemd viO andlát og útför, NÍNU MORTENSEN frá Hovi, Færeyjum. Óskar Sigurðsson, börn, tengdabörn, barnabörn og systir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar mannsins míns og föður, ÁSGEIRS BERG ÚLFARSSONAR. Sigríöur Kristófersdóttir og börn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför, EINARS FRIDGEIRS BJÖRNSSONAR, bónda á Bassastööum. Helga Þorsteinsdóttii , börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Þórleif Steinunn Magnúsdóttir Þann 5. maí sl. lést í Landspítal- anum móðursystir mín, Þórleif Steinunn Magnúsdóttir, Lyngholti 8, Keflavík, eftir löng og ströng veikindi. Við fráfall elskulegrar frænku minnar koma upp í hug- ann margar minningar frá æsku- árum mínum í sveitinni okkar. Þórleif fæddist á Uppsölum í Eiðaþinghá þann 21. apríl 1926 og voru foreldrar hennar hjónin Ásthildur Jónasdóttir og Magnús Jóhannsson er þar bjuggu, en þau voru bæði ættuð úr Helgafells- sveit á Snæfellsnesi. Þórleif ólst upp í stórum systk- inahópi og urðu börn afa og ömmu alls þrettán, en fjögur þeirra dóu í frumbernsku og eftir lifa nú átta, en þau eru: Jóhann, bóndi á Breiðavaði, Ingveldur, húsmóðir á Patreksfirði, Matthildur, húsmóð- ir í Keflavík, Þorsteinn, kaupmað- ur í Reykjavík, Ásmundur, bif- reiðastjóri í Reykjavík, Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík, Jónas, bóndi á Uppsölum, og Ástráður húsasmíðameistari, Egilsstöðum. Vorið 1948 giftist frænka mín sveitunga sínum, Sigurði Sigur- björnssyni frá Gilsárteigi í Eiða- þinghá. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau bæði í Gilsárteigi og Egilsstaðakauptúni, uns þau flutt- ust til Keflavíkur og áttu alla tíð heimili þar síðan. Sigurður vann mesta starfsævi sína við bifreiða- stjórn þar til heilsan fór að bila og tóku þá við léttari störf. Hann lést árið 1979 eftir langa vanheilsu. Þeim Þórleif og Sigurði varð sjö barna auðið og voru flest þeirra komin vel á legg þegar faðir þeirra lést og urðu þau upp frá því mikil stoð móður sinnar í veikindum hennar. Öll hafa börn þeirra stofnað eigið heimili og eru öll hin mannvænlegustu, en þau eru: Ásta Magnhildur, gift Guðmundi B. Guðlaugssyni, vélsmið, Sigurbjörn Þór, húsasmiður, kvæntur Sig- rúnu Helgadóttur, Þorsteinn Bergm., rafvirki, kvæntur önnu Maríu Eyjólfsdóttur, Margrét, gift Stefáni Bjarnasyni, húsasmið, Sigríður, heitbundin Eðvald Lúð- vikssyni, brunaverði, Þórhalla, gift Ántonio Penalver, spönskum manni, og Helga, gift Darrel Bearuvalt, bandarískum manni. Öll eru þau búsett í Keflavík nema Helga og Þórhalla eru báðar búsettar erlendis og gat Helga af sérstökum ástæðum ekki komið heim til að kveðja móður sína hinsta sinni. Frænka mín unni alla tíð sveit- inni sinni, og svo sjaldan sem ég gaf mér tíma til að heimsækja hana í veikindum hennar gátum við setið og rifjað upp gamlar minningar frá æsku minni í sveit- inni okkar. Mikið var það æðru- leysi, sem hún sýndi í veikindum sínum og aldrei heyrði ég hana kvarta þó sárþjáð væri og minnti það mig oft á móður hennar, sem ekki heyrðist kvarta þó erfiðlega gengi oft á tíðum. Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka frænku minni sam- fylgdina og handleiðsluna. Börn- um hennar, tengdabörnum og barnabömum votta ég mína inni- legustu samúð og bið algóðan Guð að varðveita minningu hennar. Hafsteinn Sigurðsson ívar Þóröarson — Kveðjuorð Fæddur 4. janúar 1904 Dáinn 5. maí 1983 Mig langar að minnast hans afa míns, ívars Þórðarsonar frá Arn- ey, í örfáum orðum, nú þegar hann hefur kvatt og leiðir skilur. Fyrstu minningar mínar honum tengdar eru frá jólum og áramót- um. Því það var árviss viðburður að á hverjum Þorláksmessu- morgni tæki hann mig sér við hönd og saman héldum við í leit að gjöfum handa ömmu og foreldrum mínum. Trúlega hefðu jólin orðið fátæklegri hefði þessu verið sleppt. Sama gilti um áramótin. Einnig þá var tölt af stað og nú að kaupa flugeldana. Þetta var fastur liður allan þann tíma sem kraftar hans og heilsa entust. Þannig var hann í mínum augum bundinn við eitthvað ákveðið og ófrávíkjan- legt. Öll mín bernsku- og ungl- ingsár var á hverju vori hafinn undirbúningur undir ferðir fram í Breiðafjörð. Þar átti hann sína paradís, sem var Arney. Og tvisv- ar á hverju vori fylgdum við hon- um vestur til að hugsa um æðar- varpið þar. Þá var mikið að gera hjá honum og margir snúningarn- ir. Minnist ég allra þessara ferða með hlýhug og eftirsjá. Ég á margar ljúfar minningar um afa og vil þakka honum þær hér. Megi hann hvíla í friði. Guð blessi ömmu. Sigurdur ívar + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, bróöur og frænda, BERGS MAGNÚSSONAR, Drápuhlíö 25, Ragnheiöur Vilmundardóttir, Unnur Magnúsdóttir, Guðmundur Magnúason, bróöurbörn og aörir vandamenn. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGURBJARGARÞORLÁKSDÓTTUR fré Royöarfiröi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ellihelmills Grundar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þakka auðsýnda samúð og vinsemd viö andlát og útför mannsins míns, JÓNSJÓNASSONAR fré Reykjum. Sérstaklega þakka ég starfsfólki Sjúkrahússins á Hvammstanga fyrir frábæra umönnun. Gæfa fylgi ykkur öllum. Aöalheiöur Ólafsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug vlö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Möörufelli 8. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks i Hátúni 10B III hæö fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Erla Þóröardóttir, Richard Jónsson, Þórdís Richardsdóttir, Klas Göran Strandberg, Ingibjörg Richardsdóttir, Kristinn Karl Dulaney, Guðrún Halldóra Richardsdóttir, og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGEIRS ÞÓROARSONAR, múrara, Laugavegi 34. Hólmfríöur Guösteinsdóttir, Guöbjörg Þorgeirsdóttir, Guörún Þorgeirsdóttir, Gylfi Eyjólfsson, Þóröur Þorgeirsson, Inga M. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.