Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 34

Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 VIÐGERÐAR OG VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA. THORITE Framúrskarandi viögerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofl ACRYL60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. Ksteinprýði I Slórhóföa 16, afmi 83340. i m BpggingavoruvergluD byggingauörur| Tcfjggva Hnonestoftfir SIOUMÚL A 37 - SlMAR 83290-83360 Minning: Margrét Björnsdótt- ir frá Sauöárkróki Fædd 26. desember 1899 Dáin 10. aprfl 1983 Nú sést ég niður til að kveðja góða vinkonu sem farin er á vængjum morgunroðans, Margréti Björnsdóttur, Hlunnavogi 6. Hún lést í Landspítalanum 10. apríl eftir nær 2 ára þungbæra legu. Margréti er best lýst þannig, að hún hugsaði lítið um sjálfa sig, var alltaf með hugann hjá börnum sínum, tengdabörnum og barna- börnum sem áttu hug ömmu sinn- ar allan. Hún var öllu sínu fólki og vinum mjög þakklát fyrir um- hyggjuna, ástúðina og allar heim- sóknirnar. Yngsti sonur Margrétar, Tómas og hans fjölskylda, voru alltaf hjá henni alla daga, til að styrkja hana og gleðja. Margrét var mjög viðfelldin og góð kona, hlý í viðmóti og gestris- in með afbrigðum. Margrét var fædd á Klauf á Skaga og ólst upp í Skagafirði. Ung giftist hún sveitungi sínum, Sigurði Péturssyni verkstjóra, sem látinn er fyrir mörgum árum. Þeim varð 4 barna auðið, 3 sona og 1 dóttur, Heigu sem býr nú í heimabyggð foreldra sinna. Syn- irnir Eysteinn og Tómas búa í Reykjavík en elsta soninn, Hall- dór, missti Margrét fyrir nokkrum árum. Það sár greri aldrei, bar hún harm sinn í hljóði. Margrét var harðdugleg kona, var mikið ein með börnin sín ung, þegar maður hennar var fjarver- andi vegna vinnu sinnar. Við hjónin í Sigtúni gleymum aldrei afmæli Margrétar á jólum. Þá var öll fjölskyldan saman kom- in á heimili hennar og Helga hennar komin frá Sauðárkróki til að vera hjá móður sinni. Þá var glatt á hjalla, spilað mikið á spil sem allir höfðu gaman af, þó sérstaklega afmælisbarnið. Þá var drukkið mikið súkkulaði og enginn gleymir góðu kökunum hennar Margrétar minnar. Við erum þakklát vinkonu okkar fyrir öll spilakvöldin sem hún fór jafnvel öndvegisviður þarf umönnun Harðviður er notaður þar sem annar mýkri viður dugar ekki. i útihurðir, um borð í skipum, já alls staðar þar sem mikið mæðir á vegna veðráttu eða notkunar. En jafnvel öndvegisviður þarf umönnun. Viðinn þarf að hreinsa og verja gegn ofþornun. International hefur allt sem til þarf: Hreinsi sem auðveldur er í notkun og skaðar ekki kítti, lakk eða málningu. Og olíu sem varnar því að viðurinn þorni. Öndvegisviður á góða umönnun skilið. International með okkur á, bíltúrana sem við höfðum öll gaman af og einnig fyrir alla hjálpina gegnum árin. Margrét var jarðsungin frá - Sauðárkrókskirkju 23. apríl og hvílir við hlið eiginmannsins í kirkjugarðinum á Nöfunum. Nú eru þau bæði komin heim í sveit- ina sína aftur, Skagafjörðinn kæra, þar sem hugurinn var alltaf. Hles.suA sé minning vinanna okkar beggja, þau hvíli í friði. Agga og Valli. Enginn er svo fátækur að hann geti engum gefið. Gamall maður staulaðist haltur við staf sinn, en hann brosti við hverju barni er á vegi hans varð, leik þeirra kyrrði augnablik. Þau brostu á móti og hlökkuðu til að mæta honum næst. Honum léttist gangan og þau urðu betri menn. Ef við lítum nokkra áratugi aft- ur í timann um kynningu við Margréti Björnsdóttur, er ekki óeðlilegt, að slíkir umgengnis- þættir komi upp í hugann. Hvort sem við vorum saman í ferð eða komum heim á hennar myndar- heimili, þar sem hennar ljúfa gleði Ijómaði, því svo hjartanlega naut hún þess að veita og gleðja. Þótt starfsþrekið dvínaði og sjúkdómsþrautir herjuðu á, varð hugsun og minning vina Margrét- ar svo: meðan henni var þrautin bær, þér af mátti frétta — átti hendur ávalt tvær öðrum til að rétta, og því ljúfara sem veitt var, var manni kærara að þiggja. Slík- ir lífshættir er ekki lítil arfleifð til niðja sinna og á öllum sviðum dyggð og tryggð sem og til átthaga sinna Skagafjarðar og Sauðár- króks er hugur okkar margra vina fylgdi henni til hinstu hvílu undir móðurmold; því leitar hugur í hæðir, þar hafnar og sérhver bæn og myndir af Margréti glæðir, sem mild var og ljúf og væn. Af vináttuböndum við góða, verður hver maður sjálfur betri, þar fyrir megum við mörg þakka Margrétar góðu samfylgd, vott- andi börnum og barnabörnum og öðru skylduliði okkar innilegustu samhugsóskir. Una og Ingþór Electron 1100 De luxe Sjálfvirk þvottavél í sérflokki 1100/800/500 sn./mín. þeyti- vinda Tekur 4,5 kg af þurrum þvotti Sparnaðarrofi Tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn Hitar 30°C, 40°C, 50°C, 95°C Þvottakerfi fyrir straufrí efni 3 hólfa sápuskúffa Þvottatromla úr ryöfríu stáli Topphlíf er nota má sem vinnuborð Er á hjólum og því auðhreyf- anleg Utanmál: hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 56 cm. Þyngd: 70 kg. HOOVER ER HEIMILISHJÁLP Verö kr. 15.667,00 Greiðsluskilmálar ÁRS ÁBYRGÐ FÁLKINN Suöurlandsbraut 8, sími 84670.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.