Morgunblaðið - 19.05.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Er hægt að trúa þeim
sem slíka hugsjón hafa?
Húsmóóir skrifar:
„Maður hlustaði vel 1. maí, á hátíð-
isdegi verkalýðsins, og ekki síður á
erlendu fréttirnar. Erindi, sem var
flutt um ýmislegt úr baráttusögunni,
var ekki síður athyglisvert. Enginn
frjálsborinn maður vill búa í landi,
þar sem ekki er verkfallsréttur.
Hverjir trúa því nú, að með afnámi
hans og annarra sjálfsagðra mann-
réttinda verði hlut vinnandi fólks
best borgið? Er hægt að trúa þeim,
sem slíka hugsjón hafa, til þess að
standa vörð um hagsmuni alþýðunn-
ar?
í hvaða landi voru verkamenn
ofsóttir af stjórnvöldum og lögregl-
unni sigað á þá eins og hunda? Hvaða
skemmdarverk gagnvart stjórnvöld-
um og borgurum landsins höfðu
pólskir verkamenn unnið? Og með
hvaða vopnum höfðu þeir barist?
Voru þau kannski frá Lýbíu eins og
„hjúkrunargögnin", sem lentu f Bras-
ilíu og áttu líklega að „lækna" ai-
menning í Nicaragua?"
Kommúnistaforingjar úr mörgum
löndum flykktust til Rússlands 1.
maí, ekki til að athuga kjör verka-
mannanna, heldur til þess að dást að
drápsvélunum, sem fylltu Rauða
torgið og áttu að sýna veldi Rúss-
lands. Hvað ætluðu Kremlherrarnir
að gera með öll þessi vopn? Áttu þau
að fara á fornminjasafn landsins?
Nei, þau áttu að fara til þess að berja
á saklausum aimenningi í öðrum
löndum og taka verkfallsréttinn af
verkamönnunum. Er hægt að hugsa
sér nokkurn úlf í sauðargæru faiskari
í Gdansk 1. maí.
og fyrirlitlegri en kommúnista í
verkalýðsbaráttu? Enginn kommún-
isti hefur nokkurn tíma barist fyrir
verkfallsrétti, en aftur á móti hafa
þeir barist fyrir afnámi hans. Þeir
trúa á ofbeldið, ef það er notað í þágu
heimsvaidastefnu kommúnismans.
Núna, þegar engin þjóð á nýlendur,
þá heyja Rússar nýlendustríð í Afg-
anistan, drepa allt kvikt og nota eit-
urvopn. Eru ekki Suður-Víetnamar að
reyna að sölsa undir sig Kampútseu
og skirrast ekki við að ráðast inn f
Thailand til þess að siátra flótta-
mönnum, sem flúið hafa ómennsk
lífskjör, sem alltaf verða örlög þess
fólks sem lifir við hungurhugmynda-
fræði Karls Marx? Aldrei eru komm-
únistarnir ógeðfelldari en þegar þeir
eru að gala á degi frjálsra verka-
manna, 1. maf. Þeir fagna alltaf þegar
kúgun kommúnismans heldur innreið
sína í áður frjálst land, og mikill var
fögnuðurinn, þegar Suður-Víetnam
féll í hendur Rússa, enda fá þeir það-
an ódýrt vinnuafl nú um stundir.“
„En hljómsveitin Kiss er eina þungarokkhljómsveitin sem hefur framkomu á
sviði, klæðaburð og andlitsfarða sem vörumerki ..."
Músík Kiss með því
besta sem gerist
G.B. skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar að taka undir orð
Gunnars Sævarssonar um að það sé
kominn tími til að fá þungarokk-
hljómsveit hingað til lands á lista-
hátíð árið 1984. Ég er honum hins-
vegar ekki sammála um hljómsveit-
ina.
I.A. og Ó.G.B. segja að Iron Maid-
en sé þekkt fyrir líflega sviðsfram-
Duran Duran:
Kemur ekki
óbeðin
Svanhildur skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Hljómsveitin Duran Duran er æð-
isleg og virt hljómsveit um heim all-
an, og það er alveg öruggt, að hún
kemur ekki hingað óbeðin. Þess
vegna hvet ég forráðamenn listahá-
tíðar til að fá hljómsveitina hingað.
Duran Duran á marga aðdáendur
hér og er nýja lagið þeirra, „Is there
something I should know“, í öðru
sæti vinsældalistans hér á landi og
má finna það á fjölmörgum öðrum
listum jafnt sem önnur lög sem
hljómsveitin hefur gefið út.
I von um að eitthvað verði gert f
þessu máli og með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna.“
komu og myndi fylla Laugardals-
höllina. En hljómsveitin Kiss er eina
þungarokkhljómsveitin sem hefur
framkomu á sviði, klæðaburð og
andlitsfarða sem vörumerki, að mað-
ur tali nú ekki um músíkina sem
Kiss spilar sem er með því besta sem
gerist.
Það eina sem mælir á móti því að
hljómsveitin Kiss spilaði í Laugar-
dalshöllinni er það að ég efast stór-
lega um að Laugardalshöllin myndi
þola það og því síður að allir að-
dáendur hljómsveitarinnar kæmust
þar fyrir.
Svo vil ég segja að lokum að lista-
hátíðarnefnd ætti að hugsa sig tvisv-
ar um áður en valin yrði hljómsveit
sem Iron Maiden á listahátíð.
Madness
Gefið stúdentunum
góðar bókmenntir
Skáldsögur
Halldórs Laxness
islandsklukkan 524,90
Gerpla 524,90
Salka Valka 524,90
Sjálfstætt fólk 524,90
Heimsljós 524,90
Brekkukotsannáll 419,90
Listaverkabækur
Þórarinn B.
Þorláksson 864,50
Gunnlaugur Blöndal 741,00
Bráöum kemur
betri tíö ... 580,45
Fást í öllum
bókabúðum.
Ljóðasöfn
Steinn Steinarr:
Kvæöasafn og greinar 494,00
Magnús Ásgeirsson:
Ljóöasafn I—II 741,00
Þorsteinn Erlingsson:
Þyrnar 370,50
Bókaútgáfan
ijdgofeU
Veghúsastíg 5.
Sími 16837.
Madness
á
erindi
Sig. Frj. J. skrifar:
„Velvakandi.
Ég mæli eindregið með því að
breska hljómsveitin Madness verði
fengin á næstu listahátíð. Hún hef-
ur alltaf verið að gera mjög góða
hluti og á sér örugglega marga að-
dáendur hér á landi. Þess vegna
held ég að Madness eigi meira erindi
á listahátíð heldur en þær hljóm-
sveitir sem þegar hafa verið nefnd-
ar.
SÍMASKRÁNA
íMíöarkópu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. E
Fæst í öllum bóka- og ritfangaverslunum
Múlalundur
Símar: 38400 - 38401 - 38405 og 38667
G3P SVGtA V/öGA í ‘ViLVtRAbJ
ÞO 5TENDUR
VITLRU5T Rt)
ÞE5SU, GÓDR.
LRTTU MI6
5NÖ66VR5T,
5JA SKÖFL;