Morgunblaðið - 20.05.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 20.05.1983, Síða 1
56 SÍÐUR 112. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frakkland: Díoxínið komið í leitirnar St. Quentin, Frakklandi, 19. maí. AP. FJÖRUTÍU og ein tunna með banvænu díoxíni, sem leitað hef- ur verið með logandi Ijósi víða um Evrópu, fannst í dag í litlu þorpi í Norður-Frakklandi. Hafði eiturtunnunum verið komið fyrir í sláturhúsi, sem ekki hefur verið notað í 20 ár. Díoxínið er eitt eitraðasta efni, sem menn þekkja til, og hefði aðeins örlítill leki úr ein- hverri tunnunni getað valdið stórkostlegu slysi. Það gerðist í borginni Seveso á Ítalíu árið 1976 þegar efnaverksmiðja þar sprakk í loft upp. Eitrið í tunn- unum er einmitt þaðan komið. Um 300 manns búa í þorpinu þar sem eitrið fannst og mun enginn nema eigandi slátur- hússins hafa vitað um það. Eit- urtunnurnar voru fluttar frá Ítalíu til Frakklands og hurfu þar sporlaust. Líbanon: Habib í liðsbón Dhahran, Beirut, 19. maí. AP. PHILIP HABIB, sendimaður Bandaríkjaforseta í Miðausturlönd- um, er nú í Saudi-Arabíu og leitar þar stuðnings stjórnvalda við að koma Sýrlendingum á brott frá Líb- anon. Líbanir hafa sjálflr gert mann út af örkinni til að leita frekari lið- sinnis ýmissa Vestur-Evrópuríkja. Saudi-Arabar hafa opinberlega lýst yfir ánægju sinni með sam- komulagið um brottflutning er- lendra herja frá Líbanon en þó ekki lagt hart að Sýrlendingum að virða það enn sem komið er. Mun Habib nú reyna að fá þá til þess. Utanríkisráðherra Líbana, Elie Salem, hélt í dag til Ítalíu, Frakk- lands og Vestur-Þýskalands og er megintilgangur ferðarinnar að fá tvær fyrrnefndu þjóðirnar til að fjölga hermönnum sínum í alþjóð- lega gæsluliðinu og Vestur-Þjóð- verja til að taka þátt í því einnig. Shimon Peres, leiðtogi ísraelska verkamannaflokksins og stjórnar- andstöðunnar, sagði í Strasborg í dag, að ísraelar ættu að hverfa með her sinn frá Líbanon hvort sem Sýrlendingar gerðu það eður ei. Það yrði öllum fyrir bestu, ekki síst ísraelum sjálfum. „Mun lifa sem tákn fyrir pólska æskuu Mikill mannfjöldi við útför drengsins sem lést eftir barsmföar lögreglunnar Vinir Grzegorz Przemyk bera kistu hans til grafar í kirkjugarði í Varsjá. Varsjá, 19. maí. AP. UM TUTTUGU þúsundir manna voru í dag við útför menntaskóla- nemans Grzegorz Przemyk, sem lést fyrir einni viku eftir ákafar barsmíð- ar lögreglumanna. Lögreglumenn voru með mikinn viðbúnað, fjölda brynvagna og bfla með vatnsþrýsti- byssum, en létu þó fólkið afskipta- laust. Mikil og vaxandi ólga er nú sögð undir niðri í Varsjá og öðrum pólskum borgum. Um 8.000 manns voru við at- höfnina í kirkjunni þegar Grzeg- orz var jarðsunginn og þúsundir manna bættust við þegar líkfylgd- in lagði af stað eftir götum Var- sjár í 25 stiga hita. Grafarþögn ríkti í göngunni en margir héldu hendi á loft og gerðu V-merki með fingrunum, sigurtáknið. Þegar komið var til kirkjugarðsins biðu þar um 5.000 manns. „Dauði sérhvers manns er þján- ingarfullur, en dauði þessa drengs er hörmulegur," sagði Lech Wal- esa í skeyti til móður Grzegorz og lesið var upp í kirkjunni. „Eg full- vissa þig um, að dauði hans mun ekki gleymast," sagði hann enn- fremur. Margir grétu þegar Miz- iolek, biskup, sem jarðsöng, sagði, að Grzegorz, sem lést þremur dög- um fyrir 19. afmælisdag sinn, myndi nú verða „að ljúka prófum sínum á himni". Séra Bronislaw Dembowski, sem flutti minn- ingarræðuna, sagði, að nafn Grzegorz myndi lifa „sem tákn fyrir pólska æsku og baráttu hennar fyrir frjálsu og réttlátu Póllandi". Sadowska, móðir Grzegorz, varð sjálf fyrir misþyrmingum 3. maí sl. þegar 20 óeinkennisklæddir menn ruddust inn í eina af hjálp- arstofnunum kaþólsku kirkjunnar í Varsjá, börðu starfsmennina og skildu þá síðan eftir á víðavangi fyrir utan borgina. Útlægir Samstöðumenn í Lon- don sögðu í dag, að meira en 50 manns hefðu verið drepnir í pólsk- um fangelsum síðan í janúar í fyrra. Hefðu margir þeirra verið ungt fólk, sem ekkert hefði unnið til saka, en verið handtekið á götu úti, „yfirheyrt, barið og skilið eftir til að deyja". Sögðu þeir, að al- gengt væri, að lögreglumenn skip- uðu sér í tvær raðir, köstuðu föng- unum á milli sín og „lemdu þá með kylfum þar til þeir misstu meðvit- und“. Danmörk: Hvar fékk Wagner peningana? 19. maí. f FYRRAVOR vakti það mikla athygli í Danmörku og víðar þegar um 150.000 vestur-þýskum mörkum, um einni og hálfri milljón ísl. kr., var rænt úr peningaskáp á heimili Ing- mar Wagners, formanns danska kommúnistaflokksins. Ingmar vildi í fyrstu ekkert kannast við þetta fé en sneri síðar við blaðinu og sagði, að það væri „alþjóðlegt samstöðufé", sem safnað hefði verið á Vesturlönd- um. Þetta mál er nú komið til um- ræðu á danska þinginu þar sem margt bendir til, að peningarnir hafi komið frá Austur-Þýskalandi og séu hluti af lausnargjaldi fyrir fólk, sem Austur-Þjóðverjar „seldu“ löndum sínum í Vestur-Þýskalandi. Frá þessu segir í danska blaðinu Politiken í gær, miðvikudaginn 18. maí. Ole Espersen, fyrrum dómsmála- ráðherra úr flokki jafnaðarmanna, hefur tekið þetta mál upp á danska þinginu, en hann vill fá að vita hvort danska lögreglan og leyni- þjónustan sögðu honum ekki allan sannleikann á sínum tíma. Hann hefur einnig beðið núverandi dóms- málaráðherra, E. Ninn-Hansen, að svara því játandi eða neitandi hvort peningarnir í peningaskáp Ingmar Wagners hafi að hluta til verið lausnargjald, sem Austur- Þjóðverjum hafi verið greitt fyrir frelsi fólks. Það er m.a. vegna upplýsinga frá Frakklandi, að Ole Espersen hefur krafist svara við þessum spurning- um, en samkvæmt þeim hefur hluti fjárins, sem stolið var á heimili Ingmar Wagners, formanns danska kommúnistaflokksins, verið rakinn til lausnargjalds, sem Vestur- Þjóðverjar greiddu austur-þýskum stjórnvöldum fyrir fólk, sem dæmt hafði verið fyrir njósnir í Austur- Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.