Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 3 Skófla traktorsgröfunnar skagaði langt út í götu og áttaði ökumaður strætisvagnsins sig ekki fyrr en um seinan. Myndir Mbl. Jóhann G. Kristinsson Skóflan braut rúður og gluggapósta að afturhurð — þrennt skarst þegar glerbrot dreifðust um vagninn I>RENNT var flutt í slysadeild eft- ir sérstæðan árekstur á Laugavegi, skammt fyrir vestan Mjölnisholt, á fjórða tímanum í gær en enginn mun hafa slasast alvarlega. Til- drög eru þau, að vegna fram- kvæmda á vegum Reykjavíkur- borgar var traktorsgröfu lagt í göt- unni og var skófla tækisins höfð uppi, svo hún skagaði út í götuna. Ökumaður strætisvagnsins uggði ekki að sér þegar hann ók framhjá og skall skóflan á hægri hlið vagnsins skammt fyrir aft- an framhurð og braut rúður og gluggapósta að afturhurð. Högg- ið var allmikið þegar vagninn skall á gröfunni og kastaðist hann yfir á vinstri helming göt- unnar. Mildi er, að skóflan lenti ekki á farþega en þrír þeirra sátu í sætisröðinni hægra megin og skárust þegar glerbrotin dreifðust um vagninn. Hávaðatakmarkanirnar í New York: Viðræðurnar eftir pólitískum leiðum — segir Sigfús Erlingsson, framkvæmda- stjóri Flugleiða í New York „ÞAÐ HEFUR engin niðurstaða fengizt í málinu, en viðræðum er haldið áfram eftir pólitískum leið- um. Hver niðurstaðan verður er ekk- ert hægt að fullyrða um á þessu stigi,“ sagði Sigfús Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Vestursvæðis Flug- leiða í New York, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir gangi mála varðandi þá ákvörðun flugmála- yfirvalda í New York, að öllum flugvélum, sem fara yfir ákveðin há- vaðamörk, yrði meinað að fljúga inn til New York eftir 20. júlí nk., en vélar Flugleiða eru í þeim hópi. Sigfús Erlingssson sagði, að óskað hefði verið eftir aðstoð utanríkisráðuneytisins í málinu, en auk þess hefði Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, og starfsmenn félagsins átt viðræður við ýmsa aðila vestra. Hann kvaðst ekki eiga von á neinni niðurstöðu í málinu alveg næstu daga, en það væri í raun mjög flókið og aðilar túlkuðu hlutina á mjög mismunandi vegu. Það kom ennfremur fram í sam- talinu við Sigfús Erlingsson, að strangt til tekið mættu DC-8 þot- JNNLEN-T ur Flugleiða fljúga inn til New York þar til í lok ágústmánaðar. „Við vitum um vélar, sem við get- um fengið um miðjan október, þannig að í raun þarf ekki að fá undanþágu nema í 1 1/2 mánuð, ef sá kosturinn er valinn,“sagði Sig- fús Erlingsson. Samkvæmt sumaráætlun Flug- leiða eru flognar átta ferðir í viku til New York og þaðan yfir hafið. Flugleiöir: Framkvæmda- stjórar færa sig um set TEKIN HEFUR verið ákvörðun um töluverðar breytingar á æðstu stjórn Flugleiða frá og með næsta hausti, en samkvæmt þeim mun Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs félagsins færast um set og taka við framkvæmdastjórn fjármálasviðs, en hann gegndi því áður en hann tók við núverandi stöðu. Við stöðu Bjarnar tekur Sigfús Erlingsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Vestursvæðis Flug- leiða með aðsetur í New York. Þá mun Sigurður Helgason, yngri, sem gegnt hefur framkvæmda- stjórastöðu fjármálasviðs Flug- leiða taka við starfi Sigfúsar í New York, sem framkvæmdastjóri Vestursvæðis félagsins. Hækkanir hitaveitna eru á bilinu 10—50% HÆKKANIR hinna einstöku hitaveitna voru mjög mismiklar á dögunum, en eins og skýrt hefur verið frá í Mbl., hækkaði gjaldskrá Hitaveitu Reykjavík- ur um 32%. Hækkanir annarra landsbyggðaveitna voru á bilinu 10—50%, samkvæmt auglýsingu um breytingu á gjaldskrá hita- veitnanna. Mest er hækkunin hjá Hitaveitu Reykhólahrepps, eða 50%, en minnst er hækkunin hjá Hitaveitu Egilstaðahrepps og Fella, eða 10%. Af öðrum hitaveitum má nefna, að gjaldskrá Hitaveitu Siglufjarð- ar hækkar um 40%, gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar hækkar um 35%, gjaldskrá Hitaveitu Hvera- gerðis hækkar um 35% og gjald- skrá Hitaveitu Flúða og nágrennis hækkar um 33,5%. Þá má geta þess, að gjaldskrá Hitaveitu Húsavíkur hækkar um 16%, gjaldskrá Hitaveitu Selfoss hækkar um 18% og gjaldskrá Hitaveitu Þorlákshafnar, Hita- veitu Bessastaðahrepps og Fjar- hitunar Vestmannaeyja hækkar um 19,7%. Danir kanna fram- leiðslumöguleika á Sigmundsrananum SIGMUNDSRANINN, nýjasta björgunartæki Sigmunds Jóhanns- sonar í Vestmannaeyjum, er nú til athugunar hjá danska fyrirtækinu Viking, sem er einn stærsti framleið- andi björgunartækja í heiminum. Sigmundsraninn er ætlaður til þess að auðvelda mönnum á borðháum skipum að komast um borð í björg- unarbáta eða frá borði, en Sig- mundsraninn er jafnframt sjálf- stæður bátur sem talinn er valda byltingu á þeim vettvangi, en litlar grundvallarbreytingar hafa orðið á gerð gúmmíbjörgunarbáta um ára- tuga skeið. Sigmund gaf sem kunnugt er Slysavarnafélagi íslands réttinn á rananum og komu tveir fulltrúar frá Viking til viðræðna við SVFÍ og fóru þeir m.a. til Vestmanna- eyja til þess að kynna sér málið frá fyrstu hendi. Leizt Dönunum mjög vel á hugmynd Sigmunds og tilraunatækið sem gert hafði verið að tilhlutan Sjóslysanefndar. Fulltrúar Viking buðu uppfynd- ingamanninum til Danmerkur, en hvort Sigmund þekkist boðið ligg- ur ekki fyrir. Eitt skip seldi erlendis AÐEINS eitt íslenzkt skip seldi afla sinn erlendis í þessari viku. Fyrirhugað er að 5 skip selji er- lendis í næstu viku. Karlsefni RE seldi á þriðju- og miðvikudag 192,9 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 4.723,200 krónur, meðalverð 16,13. Það hefur aldrei verió auðveldara að skipta á gömlum og nýjum DAIHATSU DAIHATSU er nr. 1 í endursölu. DAIHATSU er því bezta bílafjárfestingin. Viö tökum gamla DAIHATSUINN upp í, eöa seljum hann fyrir þig og gerum þér svo auðvelt aö greiöa mismuninn, að þú finnur ekki fyrir því aö fara af ’79 eöa ’80 árgeröum á árgerö 1983. Komdu við og kannaðu málið. Opið á morgun DAIHATSUUMBOÐIÐ, ÁRMÚLA 23. S. 85870-81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.