Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1983 Sauðárkrókur: Drangey á veiðar í lok næstu viku Hegranesið væntanlegt ór viðgerð eftir helgina Sauðárkróki, 18. maí. EINS (XI sagt var frá í Mbl. bilaði vél togarans Drangeyjar þegar skipið var að veiðum út af Vestfjörðum 10. maí .síðastliðinn. Skipverjar reyndu í sól- arhring að lagfæra bilunina en tók.st ekki og varð að fá varðskip til þess að færa togarann til hafnar. Síðar hefur verið unnið hér á Sauðárkróki að við- gerð aðalvélar og spilrafals og hefur orðið að fá varahluti víða að. Bjarki Tryggvason, fram- kvaemdastjóri útgerðarfélags Skagfirðinga, sagði að væntanlega lyki viðgerð á togaranum í síðari hluta næstu viku og skipið færi þá til veiða í vikulokin. Þá er þess að vænta að togari félagsins, Hegra- nes, sem verið hefur í slippstöðinni á Akureyri undanfarna mánuði komi hingað í byrjun næstu viku eftir gagngerðar breytingar og hefji veiðar strax. Umtalsvert atvinnuleysi hefur verið hér á Sauðárkróki í vetur og má segja að 40—60 manns hafi ver- ið á atvinnuleysisskrá. Síðari hluta apríl voru 38 manns skráðir at- vinnulausir, svo eitthvað hefur ræst úr en Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram, sagði að nokkrir hefðu leitað burtu eftir at- vinnu. Kári Glasgow er staður menningar og lista — segir Michael Kelly, borgarstjóri í Glasgow Biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson og Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi kirkjunnar halda á loft miðsíðu í nýjasta sænska kirkjuritinu. Myndin er tákn um verndun lífsins. Á myndina er prentað eitt erindi úr sálmi sem saminn var sérstaklega fyrir kirkjuþingið í llppsala. Herra Pétur Sigurgeirsson hefur þýtt þennan sálm, sem er í fjórum erindum, og hljóðar þriðja erindið þannig í þýðingu hans: Ó, börnin vor kær! Heyr bæn fyrir þeim / að byggi þau glöð sinn framtíðarheim. / Þau viljum vér annast af ástúð og trú / og elska hvert líf, sem oss skapaðir þú. Áskorun kirkjunnar að loknu kristnu heimsþingi í Uppsala: Útrýmum kjarnorku- vopnum innan fimm ára DAGANA 20,—23. apríl sl. var hald- ið kristið heimsþing í Uppsölum í Svíþjóð undir yfirskriftinni „Líf og friður". Meginmarkmið þingsins var að stilla saman krafta kirkjunnar manna í baráttunni gegn þeirri hrikalegu hættu sem vofir yfir heim- inum: gereyðingu í kjarnorkustyrj- öld. Þingið sóttu nær 160 manns, kirkjuleiðtogar og sérfræðingar í af- vopnunarmálum, frá öllum kristnum kirkjudeildum, þar á meðal frá rómversk-kaþólsku kirkjunni. Þátt- takendur voru frá 60 löndum og stór hluti þeirra frá þriðja heiminum. Frumkvæðið að ráðstefnunni átti Olav Sundby, erkibiskup Svía, en aðrir höfuðbiskupar Norðurlanda boðuðu til fundarins með honum, þar á meðal herra Pétur Sigurgeirs- son, biskup íslands, sem sótti þing- ið. Á þinginu var samþykkt eftir- farandi áskorun til ríkisstjórna í heiminum: Kristnir menn kjósa ekki ein- ungis frið, heldur er þess krafist af þeim að þeir stuðli að friði. Þess vegna getur kirkjan ekki komist hjá afskiptum af stjórnmálum með öllum þeim sársauka og óhjákvæmilegri málamiðlun sem því fylgir. Þátttakendur ráðstefn- unnar um líf og frið, sem koma frá ólíkum þjóðlöndum og lífsaðstæð- um, skora á kirkjudeildir að snúa sér til ríkisstjórna landa sinna, þar sem veraldarvaldið er, eins og við sjálf, háð dómi guðs. Þótt áskoranir á ríkisstjórnir í hinum ýmsu heimshlutum hljóti að fjalla um sérhæfð málefni, mælum við með eftirfarandi atriðum, sem varða heimsbyggðina alla, til um- ræðu. Við skorum á þjóðirnar, sem samningaumleitanir stunda í Genf, Vín og Madrid, að auka við- leitni sína til að ljúka samningum með jákvæðum árangri. Við verð- um að þrýsta á um ráðstafanir varðandi fjölþjóða afvopnun, sem er háð eftirliti og sönnunargögn- um, þar til búið er að útrýma öll- um kjarnorkuvopnum innan fimm ára. Jafnframt var lögð áhersla á bráðabirgðaráðstafanir í fimm iiðum: (1) Frystingu frekari fram- leiðslu og dreifingu kjarnorku- vopna; (2) Tafarlausa samþykkt samnings um bann gegn kjarn- orkuvopnatilraunum; (3) Að kom- ið verði upp kjarnorkulausum svæðum; (4) Virkar einhliða að- gerðir varðandi frið og afvopnun; (5) Skuldbindingar ríkisstjórna um að grípa ekki að fyrra bragði til kjarnorkuvopna. Herra Pétur Sigurgeirsson sagði á fundi með fréttamönnum í gær að þetta þing hefði verið ein- stæður kirkjusögulegur viðburður. Hann sagði að það léki ekki á tveimur tungum að kirkjan hefði mikilvægu hlutverki að gegna í baráttunni fyrir friði á jörðu, og nú sérstaklega í seinni tíð eftir því sem hættan á kjarnorkustríði yk- ist. Sagði Pétur að Olof Palme, forsætisráðherra Svía, hefði talað á þinginu og sagt meðal annars að nú yrði heimurinn að finna nýjan grundvöll öryggis og friðar. And- stæðingar í stjórnmálum og hugmyndafræði yrðu að bindast böndum og finna flöt á því að leysa heimsbyggðina undan oki kjarnorkusprengjunnar. „Því það er aðeins um tvennt að ræða,“ sagði Palme, „að lifa saman eða farast saman." Meðalgóð vertíd í Vestmannaeyjum Vestmannacvjum, 18. maí. VETRARVERTÍÐ lauk hér 15. maí sl. og liggja nú allar tölur fyrir um árangur erfiðisins. Vertídaraflinn varð alls 29.935,7 tonn og er þetta allverulega minni afli en tvær und- angengnar vertíðir, en þegar til lengri tíma er litið verður að telja þetta meðalgóða vertíð. Aflinn skiptist þannig að í net fengust 15.026,9 tonn, í botnvörpu 8.593,1 tonn, á línu 73,1 tonn, á handfæri 312 tonn og togaraaflinn þann 15. maí var 5.930,6 tonn. Afli togaranna er nær því hinn sami og á sama tíma í fyrra, tæpum 40 tonnum meiri nú. Annars segja tonnatölur ekki alla söguna og er það umtalsvert að þorskur í aflan- um hefur minnkað gífurlega frá fyrri vertíðum. í ár er þorskhlut- fallið í aflanum 41%, 1982 var þorskhlutfallið 54% og 1981 71% en það var líka sérlega gott ár. Sérstaklega hefur þorskurinn forðast troll togaranna, en hjá þeim er þorskhlutfallið í aflanum það sem af er árinu aðeins 15%. Vertíðaraflinn skiptist þannig eftir fiskverkendum að Vinnslu- stöðin tók við 9.043,6 tonnum, Is- félag Vestmannaeyja 7.615 tonn- um, Fiskiðjan 7.013,1 tonnum, Hraðfrystistöðin 2.345,6 tonnum, Frystihús FIVE 1.771,3 tonnum, Klif 1.767,4 tonnum og aðrir tóku við 379,7 tonnum. Eins og áður hefur komið fram í Mbl. varð Heimaey aflahæst á vertíðinni yfir landið allt, skip- stjóri Hörður Jónsson. Heimaey landaði 1.106 tonnum og var skiptaverðmæti aflans 6.780 þús. kr. Suðurey landaði 952,5 tonnum, skiptaverð 6.027 þús. kr., Sighvat- ur Bjarnason landaði 895 tonnum, skiptaverð 4.976 þús. kr., Valdimar Sveinsson landaði 878,5 tonnum, skiptaverð 5.227 þús. kr. Trollbátar gerðu margir góða vertíð. Huginn varð þeirra afla- hæstur með 757,8 tonn, skiptaverð 4.279 þús. kr., Frár landaði 740,8 tonnum, skiptaverð 4.329 þús. kr., Heiga Jóh. landaði 728,1 tonnum, skiptaverð 4.173 þús. kr. Þess ber að geta að færri menn eru um borð í trollbátum en netabátun- um. Afli togaranna nú í dag er þessi: Breki 1.807,4 tonn, Vestmannaey 1.445,5 tonn, Sindri 1.289,9 tonn og Klakkur 1.102,1 tonn. Tíðarfar í vetur var æði mis- jafnt, raunar eins og alltaf á vetr- arvertíð, framanaf brælur og leið- indasjóveður en síðari hluta ver- tíðar voru sjóveður ágæt. Afla- brögð voru léleg í janúar, þokkaleg í febrúar, ágæt í mars en síðan fjaraði vertíðin út í ekki neitt síð- ari hluta aprílmánaðar og fyrri part maí. Vertíðin fékk sem sagt hægt og virðulegt andlát og enga fengum við hrotuna að þessu sinni. Þá varð vertíð þessi þakk- samlega án mannskaða eða skips- tapa. í lokin koma svo hér saman- burðartölur yfir vertíðaraflann síðustu fimm vertíðir: 1983: 29.935,7 tonn. 1982: 33.804,1 tonn. 1981: 35.046,1 tonn. 1980: 28.292,2 tonn. 1979: 21.794,0 tonn. Og svo er bara að bíða eftir sjó- mannadeginum þegar allir taka fram fínu fötin og góða skapið og halda uppá allt saman með pomp og prakt. — hkj. — ÉG VEIT, að íslendingar hafa gert talsvert af því að fara í verzl- unarferðir til Glasgow, enda slfkt ekki óeðlilegt, þar sem Glasgow er næsta stórborg við ísland. En fæst- ir þessara gesta hafa haft tækifæri eða gefið sér tóm til þess að kynna sér það, sem Glasgow hefur fram að færa á vettvangi lista og menn- ingar, en á því sviði er alltaf mikið um að vera í Glasgow. Þá iangar okkur Skota einnig til þess að fá fleiri íslendinga til að koma og kynna sér landslag Skotlands með ferðum upp í Hálöndin og víðar. Þannig komst Michael Kelly, borgarstjóri í Glasgow meðal ann- ars að orði í viðtali við Morgun- blaðið en hann og kona hans eru hér í heimsókn í boði Flug- ieiða. — Sjálf Glasgow hefur tekið miklum stakkaskiptum á undan- förnum árum, sagði Kelly borg- arstjóri ennfremur. — Það hefur verið gert stórátak í því að hreinsa borgina, svo að hver og einn, sem ekki hefur komið þangað lengi, verður undrandi yfir þeim breytingum, sem þar hafa orðið. Þá höfum við byggt mikið af hótelum og haft í frammi mikla viðleitni til þess að efla ferðamannastarfsemi í borginni. Á þessu sumri verður mikið um að vera hjá okkur. Þannig er mikið um stórafmæli. Michael Kelly, borgarstjóri í Glasgow, eiginkona hans og Sveinn Sæ- mundsson hjá Flugleiðum. MorgunbiaAíA/ ebb. Verzlunarráðið f Glasgow á 200 ára afmæli á þessu ári og sama máli gegnir um blaðið Glasgow Herald, sem er elzta dagblaðið í Bretlandi, svo að dæmi séu nefnd. Mikil áherzla verður lögð á það að fá fólk af skozku bergi brotið til þess að heimsækja gamla landið aftur, en þess má geta, að um 20 milljónir manna víðs vegar í heiminum eru af skozkum uppruna. Skotar í heimalandinu eru hins vegar um 5 milljónir. Hinir eru búsettir út um allan heim, en þó einkum í brezku samveldislöndunum og í Bandaríkjunum. Þegar Kelly borgarstjóri var spurður hverju hann vildi spá um úrslit brezku þingkosn- inganna 9. júní nk., þá sagði hann hiklaust: „Verkamanna- flokkurinn mun að minnsta kosti sigra í Glasgow eins og hann hefur gert um langt skeið og ekkert bendir til þess nú, að þar verði breyting á. En auðvitað er þetta svolítil óskhyggja líka,“ segir Kelly borgarstjóri og bros- ir. „Ég er nefnilega sjálfur í Verkamannaflokknum." Flugleiðir buðu Michael Kelly borgarstjóra og konu hans til Chicago frá New York, þar sem þau voru á ferðalagi og til þess að eiga hér dvöl á leið þeirra til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.