Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 Skoðanakönnun á Ítaiíu: Kommúnistar tapa í þing- kosningunum Kóm, 19. maí. Al'. NIÐURSTÖÐUR nýrrar skoAana- könnunar, sem birtar voru í dag, sýna að kommúnistar muni tapa fvlgi en tveir litlir miðflokkar auka fyrst og fremst fvlgi sitt í þingkosn- ingum þeim, sem fram eiga að fara á Ítalíu 26.-27. júní nk. I>að var blað- ið La Republica í Róm, sem gekkst fyrir þessari skoðanakönnun, en það er vinstrisinnað. Samkvæmt niður- stöðum hennar verða kristilegir demókratar áfram stærsti stjórnmálaflokkur ftalíu og auka fylgi sitt lítillcga, eða úr 38,3% í 38,6%. Kommúnistar munu hins vegar ekki fá nema 27,3% í stað 30,4% í kosningunum 1979. Jafnaðar- menn, sem gert hafa sér vonir um talsverða fylgisaukningu, munu ekki auka fylgi sitt að neinu marki og fá aðeins 11,4% í stað 9,8% áður. Það eru litlu miðflokkarnir, Lýðveldisflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn, sem eiga eftir að Sovéskur njósnari rekinn úr landi hagnast mest á þingkosningunum samkvæmt niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar. Lýðveldisflokk- urinn undir forystu Spadolinis, fyrrverandi forsætisráðherra fær 5,5% atkvæða í stað 3% áður og frjálslyndir 3,3% í stað 1,9% áður. Kankok. 19. maí. AP. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í Thai- landi gaf í dag fyrirmæli um að sov- éskum diplómat, sem handtekinn hafði verið og grunaður var um njósnir, yrði vísað tafarlaust úr landi. Diplómatinn, sem tekinn var með leynileg hernaðarskjöl í fór- um sínum, er Victor Barryshev og hefur gegnt starfi verslunarfull- trúa við sendiráð Sovétmanna í Bankok. Að sögn thailensku leyniþjón- ustunnar hafði hún haft auga með Barryshev um hríð og tekið fjölda mynda af honum, auk þess sem myndbandsupptökur af honum væru til. Veður víöa um heim Akureyri 6 skýjaö Amsterdam 19 skýjað Aþena 30 skýjaö Barcelona 20 skýjaö Berlín 19 skýjaö BrUssel 17 skýjaö Chicago 19 rigning Dyflinni 15 skýjaö Feneyjar 24 skýjaö Frankfurt 19 skýjaö Genf 18 skýjaö Helsinki 20 heiöskírt Hong Kong 28 heiðskfrt Jerúsalem 26 skýjaö Jóhannesarborg 21 heiöskfrt Kairó 31 heiöskírt Kaupmannahöfn 16 skýjaö Las Palmas 22 léttskýjað Lissabon 17 skýjaö London 14 skýjaö Los Angeles 33 heiöskírt Madrid 19 heiöskirt Malaga 20 skýjað Mailorca 24 léttskýjað Mexíkóborg 31 heiöskírt Miami 28 heiöskfrt Moskva 29 heiðskfrt Nýja Dehlí 35 skýjaö New York 17 skýjaö Osló 12 rigning Paris 16 rigning Perth 21 skýjaö Rio de Janeiro 32 heióskírt Reykjavík 5 skýjaö Rómaborg 24 heióskírt San Francisco 25 heiöskírt Stokkhólmur 21 heióskfrt Sydney 21 skýjaö Tel Aviv 27 skýjaö Tókýó 25 heiðskfrt Vancouver 18 heióskírt Vínarborg 23 heiöríkt Þórshöfn 6 alskýjaö Sakharov-dagur í Bandaríkjunum Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, er klappað lof í lófa á þess- ari mynd eftir að hann hafði tilkynnt, að framvegis yrði 21. maí helgaður sovéska andófsmanninum Andrei Sakharov í Banda- rikjunum. Mjaldurinn: Gera sér vonir um björgun- ina í dag Skive, Danmörku, 19. maí. AP. HÓPUR manna frá Greenpeace- náttúrverndarsamtökunum lagði í dag síðustu hönd á allan undir- búning fyrir björgunaraðgerðir á mjaldrinum, fjögurra metra löng- um hvítum hval, sem er lokaður inn í litlum firði inn af Limafirði. Eru Greenpeace-menn bjartsýnir á að aðgerðunum Ijúki á laugardag. Til þess að ná hvalnum upp úr firðinum er ætlunin að nota 300 metra langt og 10 metra djúpt net. Hafa Greenpeace-menn notið aðstoðar Falck-björgunar- þjónustunnar dönsku við gerð þessa risastóra björgunarnets. Mjaldurinn er nokkuð minni en talið var. Með því að róa þétt- ingsfast að honum tókst Greenpeace-mönnunum að slá á lengd hans og reyndist hún um 4 metrar. Talið er að hann vegi um það bil 5—700 kíló. Vinsældir Reagans aukast stórlega New York, 19. maí. AP. MEIRA en helmingur þátttakenda í skoðanakönnun, sem framkvæmd var af hálfu ABC-sjónvarpsstöðvar- innar bandarísku og dagblaðsins Washington Post, kvaðst vera ánægður með störf Ronald Reagans, forseta landsins, þegar á heildina væri litið. Hefur hlutfalliö ekki verið svo hátt, forsetanum í vil, frá því í nóvember 1981. Alls voru það 53%, sem lýstu sig ánægða með frammistöðu hans, en 42% kváðust ekki ánægðir með störf forsetans. Fimm af hundraði þeirra 1.500, sem spurðir voru, voru óákveðnir. Gert er ráð fyrir 3% fráviki í könnuninni sem framkvæmd var dagana 11.—15. þessa mánaðar. í þessari könnun kom einnig fram, að 48% aðspurðra kváðust bjartsýnir á framtíð efnahags- mála í landinu. Er það einnig hæsta hlutfall, sem vitað er um í skoðanakönnun frá því í nóvember 1981. Þegar litið er á einstaka þætti könnunarinnar kemur í Ijós, að 49% voru fylgjandi aðgerðum for- setans til að minnka verðbólgu, en 46% andvígir. Þá reyndust aðeins 35% ánægðir með aðgerðir hans til að stöðva atvinnuleysi, en hins vegar var 51% ósátt við vinnu- brögð hans á þeim vettvangi. ERLENT Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL- PÍPUR Stál 37. DIN 2394 □ [ □ C ][ ] □ □□ Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m, SINDRA STALHF Borgartuni 31 sími 27222 Útvarpsbylgjur komi í staðinn fyrir taugalyf Ixima l.inda, Kaliforníu, 19. maí. AP. SOVÉZKT tæki, sem sendir frá sér sérstakar útvarpsbylgjur með lágri tíðni og sem síöan er beint að heilanum, á kannski eftir að koma í staðinn fyrir róandi lyf og hinar óæskilegu aukaverkanir þeirra. Notkun þessa tækis á fólk kann þó að fela í sér siðfræðileg vandamál, scm vandi verður að leysa. Tæki þetta, sem gengur undir nafninu „Lida“ er nú að láni í Jerry L. Pettis-sjúkrahúsinu í Kaliforníu sem þáttur í upplýsingaskiptum milli Bandarfkjanna og Sovétríkjanna á þessu sviði og hafa bandarískir vísindamenn komizt að þeirri niðurstöðu, að það breyti hegðun þeirra dýra, sem það er notað á. „Svo virðist, að í stað þess að taka inn valíum, þegar maður vill slappa af, þá sé unnt að ná svipuðum árangri með því að nota þetta tæki og það er senni- lega öruggari aðferð," segir Ross Adey, yfirmaður þessara rann- sókna í Kaliforníu. Rússneska handbókin, sem fylgir þessu tæki, sýnir mynd, þar sem verið er að nota það á mann á sjúkra- húsi. Þá segir þar, að tækinu megi beita gegn sálfræðilegum vandamálum, sem hafi í för með sér svefnleysi, ofspennu og taugatruflanir. Tækið hefur ekki enn fengizt samþykkt til notkunar á fólk í Bandaríkjunum, enda þótt Rúss- ar hafi beitt því til lækninga á fólki allt frá árinu 1960. Það er notað þannig, að það sendir frá sér útvarpsbylgjur á lágri tíðni og þegar því er beint að heilan- um, þá örvast eigin rafsegul- straumur hans, sem kallar fram dáleiðslukennt ástand. Ross Adey hefur skýrt svo frá, að tækið hafi m.a. verið notað á ketti. Áður en 2—3 mínútur voru liðnar, hafi þeir verið orðnir mjög rólegir og síðan verið áhugalausir gagnvart umhverf- inu 20—30 mínútur til viðbótar, eftir að slökkt hafði verið á tæk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.