Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Embættismaður í starfsstjórn af- neitar sjálfum sér Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, sendi Davíð Oddssyni, borgar- stjóra, á miðvikudag „eitt- hvert plagg sem virkar sem pólitískt plagg úr annarlegum herbúðum og í raun er óskilj- anlegt,“ svo að vitnað sé til orða borgarstjóra í Morgun- blaðinu í gær. í þessu plaggi afneitar menntamálaráðherra samkomulagi milli borgaryf- irvalda og menntamálaráðu- neytisins um nýskipan fræðslumála í Reykjavík sem undirritað var þann 30. mars síðastliðinn af samninga- mönnum aðila. Á þessu stigi er ekki ástæða til að taka af- stöðu til efnisatriða samkomu- lagsins, hins vegar er nauð- synlegt að beina athygli manna að hinu furðulega flökti menntamálaráðherra. Fyrir liggur að samninga- menn menntamálaráðuneytis- ins ræddu við fulltrúa borgar- stjórnar á þeim forsendum að leitað væri álits Ingvars Gísla- sonar á þeim atriðum sem kynnu að þykja umdeilanleg frá sjónarhóli þess sem ber hina pólitísku ábyrgð á stefnu- mótun í menntamálum. Þessa álits Ingvars var leitað á með- an viðræðurnar fóru fram, en eftir að samkomulag hefur verið undirritað lýsir ráð- herrann því yfir að það sé óviðunandi. í yfirlýsingu full- trúa Reykjavíkurborgar um afstöðu Ingvars Gíslasonar segir: „Meðferð menntamálaráð- herra á þessu máli er með þeim endemum, að hliðstæða mun vart finnast, enda hafa borgaryfirvöld ekki átt öðru að venjast, en að starfsmenn ráðuneyta hafi hingað til yfir- leitt mátt treysta því að ráð- herrar stæðu við afstöðu sína en hlypu ekki frá henni með þeim hætti sem menntamála- ráðherra hefur nú gert.“ Davíð Oddsson, borgar- stjóri, sagði: „Það er ekki ann- að hægt en að líta á þessa orð- sendingu ráðherrans til mín sem strangan áfellisdóm yfir þessum starfsmönnum ráðu- neytisins. Hann gerir þá með öllu ómerka og gefur til kynna að þeir hafi ætlað að hrinda lögleysu í framkvæmd, sem auðvitað er fjarri lagi.“ Menntamálaráðherra situr nú í starfsstjórn án pólitísks umboðs og er því í raun jafn- settur og þeir embættismenn í menntamálaráðuneytinu sem hann gerir ómerka með orð- sendingu sinni til borgar- stjóra. Miðað við allan aðdrag- anda málsins er hæpið, svo ekki sé meira sagt, að borgar- yfirvöld þurfi að taka nokkurt mark á þessari orðsendingu. Hún bindur á engan hátt næsta menntamálaráðherra og þjónar ekki tilgangi nema litið sé á hana frá þröngu sjónarhorni framsóknar- manna. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingvar Gísla- son grípur fram fyrir hendur á embættismönnum mennta- málaráðuneytisins á lokastigi máls sem unnið hefur verið af þeim og tekur ákvörðun sem stangast á við eðlilega nið- urstöðu miðað við allan mála- tilbúnað. Hitt tilvikið, sem rætt hefur verið í fjölmiðlum, er afsögn skólastjóra Þela- merkurskóla á sínum tíma. Ingvar Gíslason lét orð falla í upphafi ráðherraferils síns sem bentu til þess að hann ætlaði að beita ráðherravald- inu til hins ítrasta, hvað svo sem eðlilegum starfsreglum liði. Segja má að hann hafi þó verið þeirri stefnu trúr allt fram á síðasta dag. Útibús- stjórarnir Kjartan Ólafsson, varafor- maður Alþýðubandalags- ins, sagði í forystugrein Þjóð- viljans á miðvikudag: „Al- þýðubandalagið er fullgildur íslenskur stjórnmálaflokkur, en ekki rússneskt útibú.“ Það er merkilegt að varaformaður- inn skuli sjá ástæðu til að slá þessari fullyrðingu fram þegar hann heldur uppi vörnum fyr- ir vonlausar tilraunir flokks- formannsins, Svavars Gests- sonar, til að mynda meirihluta um ríkisstjórn á íslandi. Úti- bússtjórarnir líta á það sem nauðsynlega viðurkenningu á flokki sínum að fá umboð til stjórnarmyndunar, þeim er auðvitað ljóst eins og öllum öðrum að sú ráðstöfun er ekki annað en tímasóun. í Þjóðvilj- anum 14. ágúst 1977 sagði Kjartan Ólafsson nefnilega: „En gæfa Þjóðviljans og stjórnmálasamtaka íslenskra sósíalista hefur verið sú, að þráðurinn frá því fyrsta til þessa dags er þrátt fyrir sitt- hvað sem milli ber óslitinn. Þótt framtíðin sé verkefnið, lifir fortíðin í okkur og við í henni." Fortíðin er: Kommún- istaflokkur íslands, útibúið frá Moskvu. Tilkomumikii lending Enterprise á Keflavíkurflugvelli: Þúsundir manna biðu tilraunageimferjunnar ÞAÐ VAR TILKOMUMIKIL sjón að sjá tilraunageimferjuna Enterprise lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þaðan sem blaðamenn stóöu, í innan við eitthundraó metra fjarlægö frá þeim staö þar sem burðarþotan snerti flugbrautina. Þúsundir manna biðu komu tilraunageimferjunnar á Keflavíkurflugvelli, og geysilegt fjölmenni fylgdist meö frá Öskjuhlíð, Arnarhóli og fleiri stöðum er burðarþotan flaug lágt yfir höfuðborgina. Enterprise, sem reið á baki júmbó- þotu bandarísku geimvísindastofnun- arinnar (NASA), sást frá Keflavíkur- flugvelli rétt fyrir kl. 20.30, þar sem hún virtist líða áfram í rólegheitum úti á Faxaflóa, en áður en farkostirnir lentu var floginn hringur um höfuð- borgina. Lendingin var klukkan 20.45. Burðarþotunni var ekið austur fyrir viðhaldsskýli Flugleiða og lagt rétt við vatnsturninn, sem gnæfir upp úr þeg- ar komið er til flugvallarins. Gafst þar betra tækifæri en annars staðar á flugvellinum til að virða Enterprise fyrir sér. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson fulltrúi utanríkisráðuneyt- isins á móti ferðalöngum. Fyrir komu- mönnum var Larry Griffin ofursti í flugher Bandaríkjanna og hélt hann blaðamannafund eftir komu Enter- prise til Keflavíkurflugvallar. Enterprise átti að halda áfram til Parísar í morgun, þar sem hún verður sýnd á mikilli flugsýningu. Hingað kom tilraunageimferjan frá Gæsaflóa á Labrador eftir fjögurra stunda flug. Fyrir burðarþotunni fór Orion-flugvél er kannaði háloftaókyrrð á flugleið- inni. Hingað komu engir geimfarar með Enterprise, en þeir verða hins vegar viðstaddir flugsýninguna. Góðar líkur eru á að Enterprise hafi hér viðkomu á heimleiðinni. Enterprise er tilraunageimferja og var notuð til aðflugsprófana áður en Kólumbía var send á braut um jörðu. Enterprise er í raun og veru stór sviffluga og var fyrst látin svífa til jarðar í ágúst 1977. Að ytra útliti er hún í engu frábrugðin raunverulegum geimferjum. Þúsundir manna fylgdust með komu Enterprise í gærkvöldi. Þessa mynd tók Ágúst Ingi Jónsson í Öskjuhlíðinni. Graf Zeppelin stærsta loft- far sem hingað hefur komið Stærsta loftfar, sem til íslands hefur komið, er hið þýzka loftfar Graf Zeppe- lin, sem kom undir stjórn herra Lehmans, flugforingja, 17. júlí 1930. Lotfarsins varð vart á Hornafirði er það kom úr austurátt, en það flaug síðan með suðurströndinni til Reykjavíkur. Úr höfuðborginni sást til loftfarsins yfir Vífil- felli. Sveif það inn yfir borgina og varpaði niður fánum. Flaug loftfarið hring um borgina, tók síðan stefnu vestur flóann á Akranes, og þegar það var komið á móts við Akranes sveigði það aftur til Reykjavíkur og flaug lágt yfir borgina. Tók loftfarið síðan suðlæga stefnu og hvarf sjónum yfir Reykjanesfjallgarðinum, en héðan hélt það til heimaborgar sinnar í Friedrichshaven og lenti þar 18. júlí efti 61 stundar flaug yfir Danmörku, Noreg, ísland, Bretland og Frakkland. Sagt er frá komu Zeppelin-loft- farsins hingað til lands í Morgun- blaðinu 18. júlí 1930. Þar segir, að Tryggvi Þórhallsson, forsætisráð- herra, hafi fyrir hönd íslenzku þjóð- arinnar sent Lehmans, flugforingja, skeyti þar sem ferðalangarnir voru boðnir velkomnir til íslands. Einnig var Lehman beðinn að flytja stjórn Þýzkalands alúðarþökk fyrir þá miklu sæmd sem hún sýndi íslandi með því að senda Graf Zeppelin hingað til þess að bera íslandi kveðju frá Þýzkalandi á þúsund ára afmæli íslenzka ríkisins, eins og sagði í skeytinu. í frásögn blaðamanns Morgun- blaðsins af komu loftfarsins, segir m.a.: „Jeg gekk upp að Skólavörðu laust fyrir klukkan 11, til þess að svipast þaðan eftir „Zeppa" hinum þýska. Jeg fjekk lánaðan í leiðinni forláta Zeiss-kíki í Sportvöruhúsinu. Fagurt var umhorfs af Skólavörðu hæð þennan sólbjarta sumardag, skafheiðríkt, og bærðist ekki hár á höfði manns. Sólin helti geislaflóði sinu yfir láð og lög, yfir eldfjalla- borgir Reykjanesskaga og hraun- breiður, yfir fjöll og láglendi, og Reykjavíkurbæ með öllum fiskreit- unum, þar sem fólkið var önnum kafið við vinnu sína. Jeg beið stundarkorn og horfði austur yfir fjöllin. Kl. fimm mínútur fyrir 11, sást blika á silfurgljáandi loftfarið yfir fjallatindunum suður af Vífilfelli. Það var sem þetta silfurgráa ferlíki strykist norður eftir fjallatindun- um. Augnablik hvarf loftfarið bak við Vífilsfell, en stóð síðan, frá Skólavörðunni sjeð, eins og risa- fingur norður úr fellinu. Loftfarið stefndi í norðurátt. Var ferðinni heitið norður yfir Þing- vallavatn? En er loftfarið var komið kipp- korn norður fyrir Vífilsfell breytti það um stefnu og sneri í vesturátt til Reykjavíkur. Nú fof að fjölga á strætum og gatnamótum. Menn hópast saman. Sumir spyrja: „Hvað er á ferðinni?" Hvað er þarna í loft- inu. — „Zeppi" lækkar flugið. Fólk stend- ur undrandi og starandi. Þegar litið er yfir bæinn sjest fjöldi fólks á öll- um svölum og húsaþökum. Svo margir klifruðu upp á þök, að mikil mildi var að hvergi skyldi hljótast slys af. Loftfarið nálgast óðum. Þegar það er svo sem á að giska yfir Rauðhólum fara að heyrast dunur mótoranna — eins og margraddað- ur fossniður í fjarska, niður, sem bendir á og ber vott um ófreska orku, vjelaorku — orku mannlegs hugvits, djörfungar, snilli. Hvar er glæstara tákn slíkra þjóðarein- kenna en í Zeppa hinum mikla, er svífur yfir höf og hauður, heimsálf- anna á milli, leikur sjer um loftin blá í öldum vindanna. Loftfarið svífur inn yfir bæinn. Nú sjást mótorarnir greinilega, eins og litlir uggar á þessu stórhveli loftsins. Sjest farþegarýmið undir loftbelgnum að framanverðu, sjást opnir gluggar og fólk innanvið er horfir yfir bæinn og landið í sumar- skrúða. Er inn yfir bæinn kemur, dettur fánalína niður úr loftfarinu, og hinn þýski þjóðfáni vefst út, og blaktir í sólinni. Loftfarið flýgur í hring yfir bæ- inn, flýgur lágt,, og heldur síðan vestur á flóann. Var heimsókninni lokið? Var loft- farið á leið vestur um haf? Það svíf- ur góða stund í norðvestur átt, yfir Akranes eða um það bil. En þá snýr það til baka. Er það nálgast flýgur Súlan okkar litla upp af höfninni. Hún var svo lítil að sjá við hliðina á drekanum — eins og mýfluga er sveif um lofttröllið. „Zeppi“ kemur aftur inn yfir bæinn. Nú var meiri viðbúnaður. Ótal fánar blöktu við húna, á opinberum byggingum og bústöðum ræðismanna. Á Hótel Borg blakti þýski fáninn með þeim íslenska. Skip píptu á höfninni. Þá var jeg á Arnarhóli. Þar var margt manna. Loftfarið flaug um 50 metra yfir höfði Ingólfs Arnarson- ar. í svip var samlíking gerð milli tveggja afreksmanna — tveggja kynslóða, sem uppi voru með 1000 ára millibili. Nú er leiðin milli Rvík- ur og meginlandsins nokkurra stunda flug. Stærsta loftfar sem hingað hefur komið, júlí 1930. Ættmenn Ingólfs á Arnarhóli fagna þýskum loftförum með því að veifa því sem var hendi næst. „Zeppi" fer tvær hringferðir yfir bæinn — og snýr síðan til suðurs. Graf Zeppelin, á flugi yfir Reykjavík 17. Innan skamms var hann horfinn suður yfir Reykjanesfjallgarðinn. Heimsókninni var lokið — þessari einkennilegu og furðulegu heim- sókn, sem öllum kom á óvart. Guðlaugur Bergmann með hluta af tillögunum um einkunnarorð efnahags- stefnu Karnabæjar. Morgunblaðið/ Emiiía Bjðrg Kjarkur — elja — ábyrgð Fólkið er orðið þreytt á barlómnum — segir Guðlaugur Bergmann „ÞAÐ HEFUR alltaf þótt stærstur kostur að þora að standa fyrir sínu. Það gera ekki allir, því miður. Kjarkur merkir áræði, þor. Elja merkir vinnusemi, iðni ár- vekni. Ábyrgð merkir meðvitund um skyldur. Þessi þrjú orð segja alla sögu Karnabæjar frá upphafi, án þess- ara eiginleika væri Karnabær ekki til. Þau vekja bjartsýni, traust og trú á lífið. Áfram Karnabær! Þetta er eitt af fjölmörgum svörum, sem Karnabæ hafa borizt í samkeppni um einkunnarorð efnahagsstefnu Karnabæjar. Morgunblaðið ræddi fyrir skömmu við Guðlaug Bergmann, framkvæmdastjóra Karnabæjar, um efnahagsstefnu Karnabæjar og spurði meðal annars hvers vegna fyrirtækið setti upp sína eigin efnahagsstefnu. „Landsmenn eru búnir að hlusta á stjórnmálamenn þessa lands ræða um breytta efnahagsstefnu í óralangan tíma. Ekkert bólar á efnahagsstefnu þeirra. Nú eru all- ir að tala við alla og enginn við neinn, kjarkinn og ábyrgðina vantar og útkoman er eftir því, engin efnahagsstefna. Margir dropar fylltu mælinn, án þess að ég útskýri það frekar, svo við ákváðum að gefa út okkar eigin efnahagsstefnu, sem gæti vissu- lega verið samhljóða í flestu fyrir alla landsmenn. Við vitum jú öll, að við gífurlegan vanda er að etja og eftir að bréfin úr samkeppninni tóku að berast, varð ég sannfærð- ur um, að mikill meirihluti þjóðar- innar skilur, að við þurfum að vinna okkur út úr vandanum og er tilbúinn að takast á við vandann með „bros á vör“ og vill fyrst og fremst hætta þessum barlómi. I þessu tilfelli langar mig að vitna í eitt bréfanna, sem mér hafa bor- izt: „Ég sit hér á hótelherbergi á ónafngreindum stað — læt mér leiðast — les Moggann — sjá, stórfyrirtækið Karnabær, sem engan bilbug lætur á sér finna undir erfiðustu kringumstæðum, sem iðnaður í landi voru hefur bú- ið við — með storminn í fangið — sendir frá sér hressilegan sólar- geisla inn í myrkvaðan barlóms- tíðarandann og móðuharðindi af manna völdum ..." Ég vil taka það fram, að þótt flest hinna fjölmörgu bréfa nefni Karnabæ á nafn, er það vegna samkeppninnar, en andinn í öllum bréfunum er eins og vakning gegn barlómnum, sem raunverulega hefur tröllriðið þjóðinni og kemur því Karnabæ í rauninni ekkert við. Mín tilfinning er sú, að þetta sé aðeins neisti, sem vonandi verður að báli, sem ætti að verða stjórn- málamönnunum hvatning til að fá þá til að skilja, að þjóðin stendur bakvið þá, ef þeir aðeins þora og fyrst og fremst standa saman eins og öll þjóðin verður nú að gera. Mér hafa borizt bréf frá öllum landshlutum og fólki á öllum aldri. Það er ánægjulegt að verða vitni að þessum jákvæða, bjart- sýna tóni. Hann sýnir það glögg- lega, að fólk er orðið þreytt á bar- lómnum og vill takast á við vand- ann. Ég er þessu fólki vissulega mjög þakklátur. Úrslit í sam- keppninni verða kynnt síðar," sagði Guðlaugur. Vestur-þýzk einkaþota á leið frá Vín til Hamborgar: Hrapaði stjórnlaus í sjó 200 mílur suður af íslandi Lítil vestur-þýsk einkaþota í eigu Schnupie-fyrirtækisins í Miinchen hrapaði í sjóinn um 200 sjómfiur suður af landinu á bilinu frá 18 til 18.30 í fyrrakvöld. Voru þá eldsneyt- isbirgðir vélarinnar á þrotum. Þrír menn voru í vélinni og eru þeir tald- ir af. Flugleið þotunnar er ævintýri líkust. Hún lagði upp frá Vínar- borg í gærdag og var ferðinni heit- ið til Hamborgar. í stað fyrir- hugaðrar lendingar þar hélt vélin áfram og flaug yfir Holland áður en bresk varnarmálayfirvöld sendu tvær þotur til móts við vél- ina, þar sem hún flaug í 41.000 feta hæð inn í breska lofthelgi og svaraði ekki fjarskiptasendingum. Með því að fljúga mjög nærri vélinni tókst bresku þotuflug- mönnunum að sjá, að enginn var við stjórntæki vélarinnar, en þeim sýndist maður liggja á gólfi flug- stjórnarklefans. Þar sem þoturnar höfðu ekki nægilegt eldsneyti og ekki var birgðavél í samfloti með þeim urðu þær að snúa aftur til jarðar til þess að sækja meira eldsneyti. Þotan hélt hins vegar áfram för sinni og stefndi út á Atlantshaf. Að sögn Bill Clyde, blaða- fulltrúa varnarliðsins, sendi varn- arliðið strax þegar fréttist af Lear-þotunni tvær þotur og elds- neytisbirgðavél á loft til þess að skyggnast um eftir henni. Nimr- od-þota breska flughersins bættist síðan í hópinn en hvorki tangur né tetur af vélinni fannst þrátt fyrir ítarlega leit í gærkvöld. Að sögn Clyde er erfitt að segja til um hvað gerðist í vélinni, en líklegasta skýringin er að hans sögn talin sú, að skyndilegur súr- efnisskortur hafi orðið innan vél- arinnar af einhverjum orsökum og mennirnir fallið í öngvit einhvers staðar í námunda við Hamborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.