Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 + Faðir okkar. GUDMUNDUR HELGI GUOMUNOSSON, Túngötu 32, Reykjavík, andaöist 18. maí. Börnin. + Sonur minn, bróöir okkar og mágur, JÓNAS ÞÓRDUR GUÐJÓNSSON. Mávahlíö 31, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 18. maí. Guöjón Þórarinsson, Haukur Guðjónsson, Áslaug Hulda Magnúsdóttir, Sigurjón Guöjónsson, Kristgerður Kristinsdóttir. + Fööursystir okkar, INGIBJÖRG BR. ÓLAFSDÓTTIR, andaöist í Öldrunardeild Landspitalans miövikudaginn 18. maí. Fyrir hönd vandamanna, Davíö Oddsson, Ólatur Oddsson. + Móöir mín og amma, ANNA SIGRÍDUR ÁMUNDADÓTTIR, Þorfinnsgötu 12, andaöist í Landakotsspítala aöfaranótt 19. mai. Reynir H. Jónsson, Bragi Reynisson. + Eiginkona min, HELGA JÓNSDÓTTIR, Baldursgötu 13, fyrrum húsfreyja Hlíö, Grafningi, andaöist í Landspítalanum 18. maí. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Sigurösson. Minning: Gunnar Kristján Markússon Fæddur 1. október 1911 Dáinn 13. maí 1983 Hinn 13. maí sl. andaðist á heimili sínu, Stigahlíð 34 hér í borg, Gunnar Kristján Markús- son, ávallt nefndur Gunnar meðal kunnugra. Hann var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 1. október 1911, sonur hjónanna Markúsar Guðmundssonar og seinni konu hans, Vigdísar Karvelsdóttur. Auk Gunnars áttu þau hjón saman eina dóttur, Guð- rúnu, er giftist Þórarni Brynj- ólfssyni vélstjóra. Hún lést 1972. Tvö hálfsystkini átti Gunnar, þau Guðmund Jón Markússon, nú vistmann á Hrafnistu, hans kona var Lára Jónsdóttir, nú látin, og Mikkelínu Sturludóttur er átti Óskar Jónsson frá Hafnarfirði. Þau eru bæði látin. Markús faðir Gunnars hafði verið bóndi í Ön- + Utför konunnar minnar, SIGRÍDAR SIGURVINSDÓTTUR, Birtingaholti, fer fram frá Hrepphólakirkju, laugardaginn 21. maí nk. kl. 2 síö- degis. Fyrir hönd fjölskyldunnar, , Siguröur Agustsson. + Eignkona mín, móöir, tengdamóöir og amma. GUÐRÚN LILJA JÓHANNESDÓTTIR, Boröeyri, veröur jarösungin frá Prestbakkakirkju, laugardaginn 21. maí kl. 14. Brynjólfur Sæmundsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, BJÖRN BJÖRNSSON, mólarameistari, Kleppsvegi 120, lést í Landakotsspítala þann 9. maí. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hins látna. Þakka auösýnda samúð. Fyrir hönd vandamanna, Elínborg Stefánsdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR JÓN JÓNSSON. Húnabraut 22, Blönduósi, er andaöist föstudaginn 13. maí, voröur jarösunginn frá Blöndu- óskirkju, laugardaginn 21. maí kl. 2 síödegis. Jón Guömundsson, Finnbogi Guðmundsson, Fjóla Höskuldsdóttir, Þóra Jónsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaður minn og faöir okkar, GUNNAR KR. MARKÚSSON, afgreióslumaöur, Stigahlíö 34, er andaöist 13. maí, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju i dag, föstudaginn 20. maí kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd vandamanna, Ólína Hinriksdóttir og börn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR, húsfreyja í Skarðshlíö, Eyjafjöllum, veröur jarösungin frá Eyvindarhólakirkju, laugardaginn 21. maí nk. kl. 11 árdegis. Sveinn Jónsson, Kristín Hróbjartsdóttir, Hjörleifur Jónsson, Ingibjörg Snæbjörnsdóttir, Guðni Jónsson, Þórunn Jónasdóttir, Tómas Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Kristinn Alexandersson, Anna Jónsdóttir, Finnur Bjarnason, Hilmar E. Jónsson, Ólöf Magnúsdóttir, Jakob Ó. Jónsson, Jónína Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna andláts og útfarar móður okkar, ÖNNU GUOMUNDSDÓTTUR, Sævióarsundi 31, Þökkum sérstaklega starfsfólki og vistfólki Hrafnistu, Reykjavík, fyrir þeirra umhyggju og hlýju. Börnin. + Eiginmaður minn, MAGNÚSKONRÁÐSSON, Staóarbakka 8, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum miövikudaginn 18. maí. Hanna Asgeirsdóttir, Ragnheiöur Ásta Magnúsdóttír, Konráð Lúóvíksson, Ásgeir Magnússon, Björn Magnússon, Jens Magnússon, Torfi Magnússon, Þorbjörg Magnúsdóttir og Ásthildur Lárusdóttir, Guörún Jónsdóttir, Geröur Kristjánsdóttir, Lilja Þórisdóttir, barnabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR S. KRISTJÁNSDÓTTUR frá Dagverðarnesi, Skorradal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höföa á Akranesi fyrir frábæra alúð og umönnum henni sýnda. Magnús Skarphéóinsson, Kristjana Bergmundsdóttir, Kristján Skarphéöinsson, Erna Jónsdóttir, Sigríður Skarphéöinsdóttir, Pétur Pétursson, Guöbrandur Skarphéöinsson, Baldur Skarphéöinsson, Þuríöur Skarphéóinsdóttir, Fróöi Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. undarfirði, en fluttist ungur til Súgandafjarðar og gerðist þar formaður á áraskipum upp úr aldamótunum. Gunnar ólst upp við öll algeng störf til sjávar og sveita og þótti snemma ötull til verka og vel bú- inn að íþróttum. Hann varð glímu- kóngur Súgfirðinga 1930 (skjald- arhafi). Árið 1936 heldur Gunnar „suður" og fer fyrst að Múla í Biskupstungum til landbúnaðar- starfa hjá Agli bónda. Þar er hann meira og minna til upphafs styrj- aldaráranna síðari, en þá hefur hann sjósókn suður með sjó og í Reykjavík, ýmist á vélbátum eða togurum. Stundum landmaður, en oftast háseti. Lengi var hann hjá útgerð Tryggva Ofeigssonar, oft með Hallgrími heitnum á Úran- usi. Það rúm þótti jafnan vel skip- að, sem Gunnar skipaði. Árið 1952 hefur Gunnar svo störf í Timburversluninni Völundi hf. og starfaði þar allt til 1979, oftast við afgreiðslustörf, þar til heilsu hans þraut. Kynni okkar Gunnars stóðu því hart nær þrjá áratugi og urðu nokkru nánari en títt er um samstarfsmenn, því þau þróuðust fljótt í kunningsskap, en endaði í einlægri vináttu. Kom þar margt til. Forsvarsmenn fyrirtæk- isins komust fljótt að því, að Gunnar var með allra duglegustu og samviskusömustu starfs- mönnum, sem hjá því höfðu starf- að og hafa þeir þó margir verið afburðamenn. Reynsla Gunnars við hin ólíklegustu störf bæði til sjós og lands kom nú að góðu gagni, því honum voru falin ýmis störf utan fyrirtækisins, svo sem bústjórn að Álftanesi á Mýrum heilt sumar, byggingarvinna við sumarbústað fjölskyldunnar við Elliðavatn og hrossaflutningar noröan úr Blöndudal. Ekkert verk- efni var svo erfitt eða kaldsamt, að Gunnar viki sér undan að leysa það. Slíkt er einkenni valmenna. í lok áttunda áratugarins tók heilsu Gunnars að hnigna og lét hann af störfum árið 1979, en staðið var meðan stætt var. Fyrir öll hin mörgu störf Gunn- ars fyrir fyrirtækið og fjölskyld- una vil ég nú þakka að lokum. Aldrei mun ég heyra góðs starfsmanns getið svo að mér komi eigi Gunnar Kristján Mark- ússon í hug. Gunnar var hamingjumaður í einkalífi sínu. Þann 26. júni 1954 gekk hann að eiga ólínu Hinriks- dóttur og varð þeim fimm barna auðið og lifa fjögur þeirra. Fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Á lífi eru: Sigurlína, f. 8.8. 1958, Lára, f. 3.12. 1961, Vigdís, f. 12.5. 1963, gift Sigurði Sigurðarsyni, Markús, f. 28.4. 1964. Barnabörnin eru tvö. Gunnar reyndist frábærlega umhyggjusamur heimilisfaðir og bar heill heimilisins jafnan mjög fyrir brjósti. Ólína reyndist Gunn- ari hinn ágætasti lífsförunautur og þá best, er mest á reyndi. ólína lifir mann sinn. Þegar Gunnar vinur minn held- ur nú til ljóssins landa, meira að starfa guðs um geim, þá óska ég honum góðrar heimkomu í fullri vissu þess, að þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Blessuð sé minning Gunnars Kristjáns Markússonar. Leifur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.