Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 Njarðarfélagar gefa 10 þús. kr. til styrktar fötluðum börnum Lion.sklúbburinn Njörður hefur gef- ið tíu þúsund krónur í söfnun Hjól- reiðadagsins 1983, að því er Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær. Allt það fé er safnast á Hjól- reiðadaginn, rennur til uppbyggingar sumardvalarheimilis fatlaðra barna f Reykjadal í Mosfellssveit og sagði Sigurður þetta framlag Njarðarfélaga mikilsvert til þeirrar uppbyggingar. f fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist frá Styrktarfé- laginu vegna Hjólreiðadagsins segir svo: „Tíu splunkuný reiðhjól verða meðal vinninga, sem dregnir verða út á Hjólreiðadaginn 1983, sem haldinn verður á Lækjartorgi hinn 28. maí næstkomandi. Þar munu þúsundir skólabarna af höfuðborg- arsvæðinu safnast saman á reið- hjólum sínum, og afhenda fé sem safnast hefur til uppbyggingar sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellssveit. Öll þau börn, sem leggja söfnuninni lið, fá viðurkenningarskjal að launum, og gildir skjalið jafnframt sem happdrættismiði. Auk reiðhjólanna tíu, verða dregnir út 140 vinningar, matarboð á veitingahús, hljómplöt- ur, bækur, úr, miðar á landsleik Is- lendinga og Spánverja í knatt- spyrnu og margt fleira. Skólabörnin munu safnast saman laugardaginn 28. maí við tíu skóla á höfuðborgarsvæðinu, og hjóla það- an í lögreglufylgd með aðstoð fé- laga úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og bílstjóra frá Nýju sendibílastöð- inni niður á Lækjartorg. Er hjól- reiðamennirnir streyma að úr öll- Ungir hjólreiðamenn. — Aætlað er að sex þúsund hjólreiðamenn komi á Lækjatorg í Reykjavík hinn 28. maí næstkomandi. um áttum, mun Lúðrasveit Reykja- víkur leika, og er krakkarnir hafa afhent söfnunarféð og fengið viður- kenningarskjöl sín, hefst skemmt- un á Lækjartorgi eftir að Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur boðið hjólreiðamennina velkomna. Meðal skemmtiatriða má nefna, að Magn- ús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson koma fram, og er sá síðarnefndi jafnframt kynnir ásamt Bryndísi Schram. Þá mun rokkhljómsveitin Iss! flytja nokkur lög, Pálmi Gunn- arsson og Bergþóra Árnadóttir syngja og leika, og ýmislegt fleira verður til gamans gert. Coca Cola- verksmiðjurnar á íslandi bjóða öll- um upp á hressingu við komuna á Lækjartorg. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, taka skólakrakkar í Reykjavík, Mosfellssveit, á Sel- tjarnarnesi, í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði þátt í Hjólreiðadeg- inum 1983. Þar er nú í gangi söfnun til styrktar fötluðum börnum, auk þess sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur leitað til fjölmargra um stuðning. Væntir Styrktarfélag- ið þess að vel verði tekið á móti söfnunarfólki og vonar að fólk sjái sér fært að leggja eitthvað af mörk- SEM FARA UER VEL / Ljósir sumaijakkar úr léttum bómullarcfnum. Snið: cinhnepptir og tvíhncpptir Einnig mikið úrval af Iéttum sumarbuxum. Komdu og sjáðu „solid" föt sem fara þér vel. Hljómbær kynnir ný bílahljómtæki Hingað til lands er kominn sýn- iningarbfll frá Pioneer-verksmiðj- unum, og verður hann til sýnis á bflastæði Hljómbæjar á föstudag og laugardag. Að sögn Arnar Petersen hjá Hljómbæ, er bíll þessi á hring- ferð um Evrópu til að kynna bílhljómtækjasamstæðu sem ber nafnið Pure-Multi. Hún sam- anstendur af einu kassettutæki, tóndreyfi, þrem kraftmögnurum og sex hátölurum, og skilar hvert hátalarapar sérstakri breidd tóna. Eru þetta talin full- komnustu og þróuðustu bíltæki á markaðnum í dag og kosta þau 40.000 krónur. Auk sýningarbíls- ins verða nokkrir bílar aðrir til sýnis, búnir ýmiskonar hljóm- tækjum. Selfoss: Jón Ingi Sigurmunds- son sýnir málverk JÓN INGI Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Selfossi, laugardaginn 21. maí kl. 14. Á sýningunni eru 30 olíu- og vatns- litamyndir. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns Inga, en hann hefur áður tek- ið þátt í samsýningum Myndlist- arfélags Árnessýslu. Sýningin stendur yfir frá 21.—29. maí og verður opin frá kl. 14—22 um helgar, en frá kl. 15—22 aðra daga. Húsavík: Sigrún Jónsdóttir sýnir SIGRÚN Jónsdóttir opnaði mál- verkasýningu í Safnahúsinu á Húsa- vík þann 19. þessa mánaðar. Á sýningunni eru 37 málverk, en sýningin stendur til 25. maí. Opið daglega á milli kl. 14 og 22. Sigrún hefur sýnt víða um land og er þetta 8. sýning hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.