Morgunblaðið - 21.05.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 21.05.1983, Síða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 113. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Minnkandi fylgi íhaldsflokksins — segja skoðanakannanir London, 20. maí. AP. FORSKOT brezka Ífialdsflokksins fram yfir Verkamannaflokkinn virðist fara minnkandi samkvæmt niðurstöðum skoöanakannana, sem birtar voru í dag og í gær. Hefur íhaldsflokkurinn nú 9% umfram Verkamannaflokkinn, en hafði 15% í síðustu viku samkvæmt niðurstöðum sams konar skoðana- könnunar, sem þá fór fram. Skoðanakönnunin nú fór fram á vegum blaðsins The Daily Express og náði hún til 1.100 manna. Samkvæmt niðurstöðum ann- arrar skoðanakönnunar, sem birt- Danmörk: Fengu skyr- bjúg af öl- drykkjunni Kaupmannahöfn, 20. maí. ÞRÍR starfsmenn i' dönsku brugg- húsi, sem nærðust eingöngu á bjór, allt að 30 flöskum á dag, og höfðu því ekkert magarými fyrir fasta fæðu, voru fluttir á sjúkrahús illa haldnir af skyrbjúg. Frá þessu seg- ir í danska blaðinu Politiken og hefur það fréttina úr tímariti dönsku læknasamtakanna. Ástæðan fyrir skyrbjúgnum í bruggurunum var C-vítamín- skortur, en þeir vissu ekki af því að fyrir ári var tekið upp á því að fjarlægja allt C-vítamín úr bjórnum. Þess í stað var bætt í hann brennisteinssalti, sem kem- ur í veg fyrir að bjórinn súrni og gerir hann auk þess bragðbetri. Einn bruggaranna hafði ekki borðað fasta fæðu svo mánuðum skipti og var búinn að stein- gleyma því hvenær hann hafði tuggið síðast. Eftir nokkurra mánaða vist á sjúkrahúsi eru bruggararnir nú aftur komnir á stjá og hafa meira að segja lært að borða aft- ur, að því er sagði í læknatíma- ritinu. ar voru á fimmtudagskvöld, var forskot íhaldsflokksins 10% fram yfir Verkamannaflokkinn. Hafði fylgi íhaldsflokksins minnkað úr 52% fyrir einni viku, niður í 45% nú, en fylgi Verkamannaflokksins aukizt úr 31% í 35% og fylgi bandalags frjálslyndra og sósíal- demókrata úr 16% í 17%. Frú Margaret Thatcher forsæt- isráðherra kvaðst í dag vera bjartsýn á yfirburðasigur, eftir að kunngerðar voru nýjar hagstofu- tölur, sem sýna, að verðbólgan í Bretlandi er nú aðeins 4% og er þetta talið auka enn á sigurlíkur hennar í þingkosningunum 9. júní nk. Denis Healey, einn af helztu leiðtogum Verkamannaflokksins sagði hins vegar í dag: „Það er engin verðbólga í kirkjugarðinum, en það er þangað, sem frú Thatch- er er að leiða okkur." Með þessu var Healey að gefa í skyn, að frú Thatcher hefði tekizt að draga úr verðbólgunni með því einu að auka á atvinnuleysið í landinu. Kartöflum kastað í mótmælaskyni Hér sést hluti af þeim fimm tonnum af kartöflum, sem varpað var fyrir framan franska sendiráðið í Madrid í dag til þess að mótmæla þeim hindrunum, sem Frakkar hafa óspart lagt að undanförnu við flutningum Spánverja á grænmeti til Efnahagsbandalagsríkjanna. ísrael- ar fá 75 herþotur Tel Aviv, 20. maí. AP. MOSHE ARENS, varnarmálaráðherra ísraels sagði í dag, að hersveitir Saad Haddads hershöfðingja væru mjög mik- ilvægar fyrir öryggi landamæra ísraels í norðri. Yfirlýsing þessi kemur í kjölfar fundar, sem Arens átti í gær með Hadd- ad um stöðu hersveita hans í framtíð- inni og sat Moshe Levy, yfirmaður her- ráðs ísraels einnig þennan fund. Philip C. Habib, sérlegur sendi- maður Bandaríkjaforseta kom til Kairo í dag til viðræðna um þau vandamál, sem komið hafa í veg fyrir brottflutning erlends herliðs frá Líbanon. Habib kom frá Saudi- Arabíu, þar sem hann hafði átt við- ræður við Fahd konung og Faisal utanríkisráðherra. Er talið, að Hab- ib hafi lagt hart að Fahd konungi að beita áhrifum sínum til þess að fá Sýrlendinga til að kalla 40.000 manna herlið sitt burt frá Líbanon. Brottflutningur á herliði Sýrlend- inga myndi ryðja úr vegi frekari hindrunum fyrir því, að ísraelar héldu á brott með herlið sitt frá Líb- anon samkvæmt samkomulagi því, sem undirritað var á þriðjudag. Sýrlendingar hafa fordæmt þetta samkomulag. Frá því var skýrt í Washington í dag, að Reagan forseti myndi veita leyfi fyrir því, að 75 orrustuþotur af gerðinni F-16 yrðu seldar til ísrael, en bann hafði verið lagt við sölu þeirra, er ísraelar héldu inn í Líban- on sl. sumar. Enn einn Samstöðuleið- toginn gripinn í viðbót Varsjá, 20. maí. AP. BRONISLAW Geremek, einn helzti aðstoðarmaður Lech Walesa, leiðtoga Sam- stöðu í Póllandi, hefur verið handtekinn ákærður um að hafa skipulagt ólöglega fundi Sovézkur njósnari á leið úr landi Sovézki sendistarfsmaðurinn Victor Baryschev (til vinstri) sést hér við brottför á flugvellinum í Bangkok í Thailandi í gær. Hann var handtekinn með leynileg thailenzk hernaðarskjöl í fórum sínum og var honum síðan tafarlaust vísað úr landi. og um að dreifa „röngum upplýsingum“ um Pólland. Geremek, sem er 51 árs gam- all háskólakennari í sagn- fræði, var handtekinn fyrr í þessari viku, en fréttir af handtöku hans bárust fyrst út í gær. Geremek er sá fyrsti, sem er handtekinn úr hópi þeirra, er sátu fundinn með Lech Walesa 6. maí sl., þar sem samþykkt var ný áskorun til stjórnvalda í Póllandi um að leyfa frjáls verkalýðssamtök þar í landi. Jafnframt fordæmdi stjórn Samstöðu verkalýðssamtök stjórnvalda, sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Sam- stöðu. Pólsk stjórnvöld hafa vísað þessari áskorun á bug og lýst því yfir, að Walesa muni ekki gegna neinu hlutverki framar í pólskum stjórnmálum. Try- buna Ludu, málgagn kommún- istaflokksins, réðst enn á ný á Lech Walesa í dag og gagn- rýndi hann harðlega fyrir að veita pólska útlaganum Miros- law Chojecki umboð til þess að taka á móti verðlaunum fyrir sína hönd frá sambandi verka- manna í bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum, en afhending þessi fór fram í Dallas í Texas nú í vikunni. Afganistan: Tóku 200 stjórnar- hermenn til fanga Islamabad, 20. maí. AP. FRELSISSVEITIR Afgana tóku 200 stjórnarhermenn til fanga, er þær nártu á sitt vald stjórnarher- stöð, sem komið hafði verið upp við eina af helztu aðflutningsleið- um frelsissveitanna frá Pakistan. Blossuðu bardagar þarna upp snemma í þessari viku, eftir að frelsissveitirnar höfðu undir- búið sig í tvær vikur undir árás á herstöðina. Skýrði talsmaður frelsissveitanna frá þessu í dag. Sagði hann ennfremur, að frels- issveitirnar gætu nú átt óhindr- aða för um þetta svæði, sem væri 60—70 km fyrir vestan landamæri Pakistan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.