Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 3 Færri unglingar í hvítasunnuúti- legu en oft áður FÁIR unglingar lögöu upp í útilegu í nágrannasveitunum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaöið fékk á Umferðarmiöstööinni í gær- kvöldi. Það kann að hafa dregið úr útileguferðum að flestum stöðum, sem hvað flestir hafa lagt leið sína til á síöustu árum hefur verið lokað að þessu sinni vegna jarðvegsbleytu. Undir kvöldmat hafði aðeins fengist í eina rútu sem fór á Hvítárvelli. Með rútunni fóru um 40 ungmenni. Búist var við að einhverjir færu með rútum klukkan 22 í gærkvöldi og einnig í morgun. „Við erum sjö saman, og það verður eflaust rosa fjör í ferð- inni,“ sagði ungur piltur, Jóhann Hlynsson, sem var á leiðinni að Hvítárvöllum. „Ég hef farið einu sinni áður og þetta leggst vel í mig,“ sagði Jóhann. „Við erum vel búin og vonandi viðrar vel svo þetta verði skemmtilegt," sagði sessunautur Jóhanns í rútunni, Lára Hall- dórsdóttir. Meðal þeirra sem fóru að Hvít- árvöllum í gærkvöldi voru Brynjar Þór Runólfsson og Inga Skúladótt- ir. Kváðust þau bæði vera 16 ára og á leiðinni í sína fyrstu hvíta- sunnuútilegu. Sögðu þau það kappsmál hjá mörgum jafnöldrum að fara í útilegu um hvítasunnu- helgina, en ekki væri um marga staði að velja að þessu sinni. Kváðust þau hafa heyrt að eitt- hvað af unglingum kynni að sækja í Heiðmörkina og nágrenni Hvera- gerðis. Hugðu þau gott til ferðar- innar, kváðust vel nestuð og búin í hvaða veður sem væri. „Það hefur ekki verið farið á þennan stað áður,“ sagði langferða bílstjóri við Morgunblaðsmenn á Umferðarmiðstöðinni. Hann sagði að áberandi færri unglingar væru á leið út úr borginni en oft áður. „Það er lokað á flestum þeim stöð- um sem þeir eru vanir að fara til,“ sagði bílstjórinn. Jóhann Hlynsson og Lára Halldórsdóttir á leið á Hvítárvelli með völdugt útvarps- og kassettutæki sem ferðafélaga. MorgunbiaAM/Emiifi. Brynjar Þór Runólfsson og Inga Skúladóttir. Borgaryfirvöld í Viðeyjarferð BORGARFULLTRÚAR og embættismenn borgarinnar lögðu leið sína út í Viðey í blíðviðrinu í gær og hlýddu á ýmsan fróðleik um eyjuna sem Sigurður Líndal, prófessor og Örlygur Hálfdánarson, bókaútefandi miöluðu þeim. Eins og kunnugt er keypti Reykjavíkurborg Viðey seinni partinn í vetur, en þessi ferð var farin til þess að kynna borgarfulltrúum og embættismönnum hina „nýju“ eign borgarinnar. Morgunblaðsmenn slógust í förina og á þessari mynd er Sigurður Líndal að fræða menn um eyjuna og sögu hennar. Nánar verður sagt frá þessari ferð síðar í Morgunblaðinu. Ljósm. Mbi. koe. Hvítasunnuhelgin: Veðrið helst milt VEÐURSTOFA íslands hefur spáð því að um hvítasunnuhelgina muni haldast svipað veður og verið hefur undanfarið. Þó mun draga fyrir sólu við og við en ekki rigna. Heldur bjartara verður sunnanlands en norðan. Á Hvítárvöllum í Borgarfirði og við Sandá í Þjórsárdal verða opin tjaldstæði og verða ferðir þangað. Varðandi frétt í Morgunblaðinu í gær þess efnis að unglingar hygðust tjalda á Vorsabæjarvöll- um sagði Karl Guðmundsson, sveitarstjóri Hveragerðishrepps, í samtali við Mbl.: „Það er strang- lega bannað að tjalda á þessu svæði, landið þolir ekki ágang svona snemma vors, auk þess sem þarna er yfir á að fara. Það verður og hlýtt því komið í veg fyrir það eins og hægt er að fólk tjaldi á Vorsabæj- arvöllum og þar í nágrenni," en Hveragerðishreppur og Ölfus- hreppur eru eigendur þessa land- svæðis. Þá er bannað að tjalda í Heið- mörk, á Laugarvatni, í Þórsmörk og á Húsafelli og Þingvöllum. SAAB GU '82, ekinn 5 þús. SAAB 900 GLS '81 Sjálfskiptur, ekinn 19 þús. Barðaströnd: Þrjár kindur fund- ust með 3 iömb eft- ir útigöngu í vetur Baróaströnd, 15. maí. ÞEGAR grásleppukarlar voru að leggja net sín út með Sigluneshlíð- um fyrir nokkru sáu þeir þrjár kind- ur utarlega í hlíðunum, fyrir utan Fossvík. Kindurnar munu hafa gengið úti í vetur. Ein ærin var með tvö lömb, önnur með eitt og sú þriðja lamblaus. Lömbin voru falleg að sjá, um hálfs mánaðar gömul. Kindurnar eru sennilega frá Litlu- hlíð. Vorhugur er kominn í alla hér og vantar okkur nú sterka ríkis- stjórn, sem þorir að taka á þeim vanda, sem okkur er sagt að sé. —OS.J.Þ. Opiðídagtilkl4 SAAB-eigendurathugið, tökum þann gamla upp í nýjan — eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖQGURHF. SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.