Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 Forréttindi herra- stéttarinnar — eftir Birgi ísl. Gunnarsson I bók sinni, Nomenklatura, rit- ar Michael Voslensky sérstakan kafla um forréttindi herrastétt- arinnar. í upphafi kaflans skýrir hann, hvað hafi einkum valdið því að hann tók þetta viðfangs- efni sérstaklega fyrir. Hann seg- ir, að þegar hann bjó í Sovétríkj- unum, hafi honum fundist það sjálfsagt, að hin ríkjandi stétt hefði forréttindi fram yfir aðra. Þannig hefði það alltaf verið og þannig ætti það að vera. Vesturlönd og sósíalistaríkin Það var fyrst þegar hann kom til Vesturlanda, að hann gerði sér grein fyrir sérstöðu sósíal- istaríkjanna að þessu leyti. Á Vesturlöndum hefði hann kynnst ráðherrum, sem þyrftu að lifa af launum sínum eins og venjulegt fólk, þyrftu að spara eins og aðrir, ef þeir vildu eign- ast hús og fjölskyldan sæi um húshaldið. Slíkt væri alveg óþekkt í sósíalistaríkjunum. Bókarhöfundur segir frá ráð- herra í vestrænu ríki, sem hafi brotið umferðarlög, ekið á bif- reið nágranna síns og skemmt hana verulega. Hann hafi misst ökuleyfið og þurft að greiða skaðabætur. I Sovétríkjunum hefði öðruvísi verið farið að. Lögreglan myndi byrja á því að hefja dómsrannsókn gegn nágrannanum. Hann ætti ekki að leggja bílnum sínum þannig að ráðherrann gæti ekið á hann og auðvitað þyrfti að athuga hvernig nágranninn hefði getað eignast bíl. Hann skyldi þó aldr- ei hafa keypt hann fyrir illa fengið fé? Launakjör Forréttindi herrastéttarinnar í ríkjum sósíalismans eru marg- skonar. Ef byrjað er á launa- kjörunum, þá hafa liðsmenn Nomenklatura mun hærri laun en aðrir og lengra orlof. Að auki fá þeir mánaðarlega einskonar ávísun, sem hægt er að nota til að kaupa margskonar vörur í sérstökum búðum, sem aðrir hafa ekki aðgang að. Þar er vöruúrval meira en í venjulegum verslunum og þar fæst varning- ur, sem aldrei sést í verslunum, sem almenningur kemur í. Meira að segja í hinu stóra vöruhúsi GUM í Moskvu er á 3. hæð sér- stök deild — Deild 100 —, sem aðeins er fyrir háttsetta. Sérstök veitingahús eru starf- andi a.m.k. í stærri borgum, eins og t.d. í Moskvu, þar sem einung- is Nomenklaturistar hafa að- gang að. Þar er allt fyrsta flokks, matur og vín, en verðlag svipað og í venjulegum mötu- „Allt daglegt líf herrastéttarinnar mótast af því, að hún einangrar sig sem mest frá hinurn almenna borgara. Flest af því, sem hún nýtur í dag- legu lífí er „sérstakt“ að því leyti, að það er eingöngu ætlað henni.“ neytum, þar sem verkamenn snæða hádegisverð og standa í löngum biðröðum til að komast að og fá ólystugan og lélegan mat. Einnig geta þeir útvöldu fengið mat á þessum fínu stöð- um til að taka með heim, þannig að fjölskyldan getið notið góðs af dýrðinni. Húsnæðismálin Það hyldýpi, sem er milli al- mennings og herrastéttarinnar kemur mjög greinilega fram í húsnæðismálum. Meðal al- mennra borgara ríkir húsnæð- isskortur, biðlistar langir og strangar reglur gilda um stærð húsnæðis á hvern íbúa (9 fer- metrar á mann). Ef íbúðarstærð einhverrar fjölskyldu fer fram yfir þessi mörk, er það sem fram yfir fer tekið af fjölskyldunni, ef það er ekki hægt af tæknilegum ástæðum, þá þarf að greiða 3svar sinnum hærri leigu af um- framhúsnæðinu. í heimi Nomenklatura gilda engar slíkar reglur. Sérstök stofnun sér um að byggja íbúð- arhús, sem sérstaklega eru ætluð herrastéttinni. Þar eru engir biðlistar og íbúðir eru rúmgóðar og þægilegar. í heimi Nomen- klaturistanna eru íbúðirnar stöðutákn, stöðug keppni er um að reyna að fá stærri og betri íbúð og meðal þessa fólks er eitt vinsælasta umræðuefnið íbúðir, íbúðaskipti og flutningar. Sumarhúsin En herrastéttarmennirnir fá ekki aðeins íbúðir, heldur einnig sumarhús úti á landi — datja. Þeir sem hærra eru settir fá til umráða án kostnaðar, sumarhús fyrir sig og sína fjölskyldu. Þessi sumarhús eru í eigu ríkisins og eru byggð í hverfum, þar sem ýmis þjónusta er byggð upp, veitingahús, verslanir, kvik- myndahús, klúbbar, iþróttamannvirki og bókasafn — allt eingöngu fyrir Nomenklat- uristana. Allt daglegt líf herrastéttar- innar mótast af því að hún ein- angrar sig sem mest frá hinum almenna borgara. Flest af því sem hún nýtur í daglegu líf er „sérstakt" að því leyti, að það er eingöngu ætlað henni. Herra- stéttin hefur sérstök tómstunda- heimili, hvíldar- og hressingar- heimili, sjúkrahús og heilsugæsiustöðvar, veitingahús, hárgreiðslustofur, bíla- og bens- ínstöðvar og sérstök bílnúmer. Sérstakt net upplýsingamið- stöðva og sérstakt símakerfi er fyrir herrastéttina, sérstök barnaheimili, skólar og sérstakir háskólar. Sérstakir klúbbar og sér biðsalir á járnbrautastöðv- um og flugstöðvum — og að lok- um sérstakir grafreitir í kirkju- görðum. Frá vöggu til grafar í Sovétríkjunum getur Nom- enklatur-fjölskylda lifað frá vöggu til grafar, — unnið, tekið sér frí, keypt inn, ferðast, veikst og dáið án þess nokkurn tíma að komast í samband við sovéskan almenning, sem hún telur sig þjóna. Einangrun Nomenklatura frá fólkinu er ekkert minni en einangrun útlendinga, sem dveljast í Sovétríkjunum. Mun- urinn er aðeins sá, að útlend- ingar fá ekki að komast f sam- band við almenning, en Nom- enklatura vill það ekki. Miðausturlönd: Verður samningur ísraela og Líbana raunhæfúr? I annað skipti á fjórum árum hefur verið gerður samningur í Miðausturlöndum um skipan mála, fyrir meðalgöngu Bandaríkj- anna. Samningur ísraela og Líb- ana nú er að því leyti frábrugðinn Camp David-samkomulagi Egypta og Israela, að Bandaríkjamenn virðast nú tvímælalaust skipa sér að baki þess meirihluta Araba sem vill að ísraelsher fari frá líbönsku landi. Þetta gæti gefið vísbendingu um nýja þróun í samningamálum í þessum heimshluta, að mati dipló- mata þar. í kjölfar ferðalaga George Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um þennan heims- hluta og niðurstöðu mála, hafa Sýrlendingar nú hafið harkalega gagnrýnisherferð, lagt áherzlu á hversu fráleitt sé að Arabaland skuli yfirleitt fást til að eiga við- skipti við ísrael. Sýrlendingar voru einnig mjög hatrammir vegna Camp David-samkomulagsins 1979 og raunar allar götur frá för Sad- ats til Jerúsalem 1977. Assad, for- seti Sýrlands, sagði þá að Kgyptar veiktu með því samstöðu og styrk Arabaþjóóanna og viðurkenndu í reynd ákveðin áhrif ísraela á svæðinu. Töluverður viðhorfsmunur blasir við, miðað við 1979, eink- um og sér í lagi er bent á að Sadat hafi í bókstaflegum skiln- ingi einangrast í Arabaheimin- um og einu ríkin sem studdu hann voru Oman og Súdan. Nú hefur Amin Gemayel, forseti Líbanons, og hin veika stjórn hans þó aflað sér umtalsverðs stuðnings. Eyptaland, Jórdanía og frak hafa öll komið Líbanon til varnar þegar Sýrlendingar hafa haft í hvað mestum hótun- um. Að vísu er þessi stuðningur við Líbani meira til kominn af ágreiningi við Sýrlendinga, sem á sér mismunandi orsakir — heldur en að náungakærleikur- inn ríki einn. í Beirút telja menn, að Alsír, Marokkó og Tún- is muni einnig láta í ljós sam- stöðu með Líbönum. Saudi- Arabía og ríkin við Persaflóa muni sjálfsagt reyna að forðast í lengstu lög að lenda opinberlega í útistöðum við Sýrlendinga, en reyna bak við tjöldin að milda hug Sýrlendinga og telja þá á, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að halda á brott með her- afla sinn frá Líbanon ef fsraelar gera það. Eina Arabalandið sem styður Sýrlendinga í gegnum þykkt og þunnt er Líbýa og Frelsissamtök Palestínumanna hafa upp á síð- kastið hallað sér að málflutningi Sýrlendinga meira en fyrr. Þá getur Sýrland sjálfsagt vænzt stuðnings frá Suður-Jemen í einni eða annarri mynd. Sovétríkin hafa vitanlega for- dæmt samning fsraela og Líbana og það er flestra skoðun, að stór- auknar hergagnasendingar og hernaðarráðgjöf til Sýrlendinga sé gerð í því augnamiði að draga úr þeirri hættu sem Sovétmenn telja vera, ef áhrif Bandaríkja- manna færu að eflast innan Arabaríkjanna. Líbanskir embættismenn segja, að meginástæða þess að Líbanir standi ekki einir uppi eins og Sadat gerði á sínum tíma sé að Gemeyel hafi verið stað- ráðinn í að læra af mistökum Sadats. Hann hafi séð til þess að Arabaríki fengju sem gleggstar fregnir af gangi samningavið- ræðnanna við Israel og forðast „sjokk-meðferð" Sadats. Og Gemeyel hefur einnig látið að því liggja, að hann muni ekki gera friðarsamning við ísraela né fallast á að þeir hefðu nokkur hernaðarleg ítök í landinu eftir að hermenn þeirra væru farnir. Auk þess ber að geta þess hve ólíkir þessir tveir persónuleikar eru, Sadat og Gemeyel, Sadat varð á endanum sá eini sem var í sviðsljósinu af Egyptum þegar unnið var í samningamálunum við ísraela, Gemeyel hefur haft hægt um sig og því er þessi samningur nú ekki beint tengdur honum persónulega eins og Camp David tengdist Sadat. Bandaríkjamenn eru í sér- kennilegri stöðu í þessum heims- hluta nú. Þeir eru í senn helztu stuðningsmenn fsraela og þeir eru samtímis það afl sem mörg Arabaríki virðast horfa nokkr- um vonaraugum til, og Schultz, utanríkisráðherra, sagði á dög- unum að báðir aðilar treystu réttsýni Bandaríkjanna og fyndu friðarvilja þeirra. En nú þegar samningurinn hefur verið undirritaður liggur svo beinast við að átta sig á hvað muni verða næst. Fari svo að Sýrlendingar neiti alfarið að hreyfa sig frá Líbanon mun það i fyrsta lagi orsaka að ísraelar fara hvergi og þar með er samn- ingurinn í sjálfu sér farinn fyrir lítið. En það gæti sjálfsagt einn- ig valdið djúpri sundrung innan Arabaríkjanna. Sumir bjartsýn- ismenn halda að Sýrlendingar og PLO muni þegar í harðbakkann slær ekki vilja að til slíks komi og þeir muni draga sig í hlé til að halda heiðri sínum út á við. Neitun Assads, Sýrlandsfor- seta, að samþykkja hvorki eitt né neitt sem viðkemur þessum herjabrottflutningi kemur vissu- lega ekki á óvart. Sönnu nær væri að það hefði komið flatt upp á flesta ef hann hefði kúvent allt í einu. Ýmsir halda að vax- andi áhrif Sovétmanna í Sýr- landi og stóraukin hernaðarað- stoð kunni að verða til þess að Sýrlendingar treysti sér til að Gemeyel forseti Líbanons fara út í vopnuð átök við Israela. Það er þó ekki líklegt, ísraelski herinn er svo langtum betur vopnum og gögnum búinn, fyrir utan að þjálfun hermanna Sýr- lands kemst ekki í hálfkvisti við herþjálfun í ísrael þótt Sýrlend- ingar séu fleiri. I Bandaríkjun- um virðist sú skoðun ríkjandi meðal áhrifamanna, að það myndi verða Sýrlendingum og PLO alvarlegur álitshnekkir að neita að hverfa á braut ef ísrael- ar gera það, og ekki sé trúlegt að þeir taki þá áhættu. En þess er þá að geta, að fæstir hafa nokkra trú á því.að ísraelar fari burt úr Líbanon á undan Sýrlendingum. Þar með er komið upp rétt eitt þráteflið enn og hverjar lyktir verða á því er svo aftur önnur saga og líklega nokkuð langdreg- in. Og meðan ekki hefur heldur tekizt að leysa, svo að allir geti unað við, málið með framtíð Suður-Líbanons — sem oft er kallað Haddad-land er langt í frá að allir hnútar hafi verið leystir. (Heimilidir m.a. NYT o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.