Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 13 Hveragerði: Gáfu fullkomið heyrnamælingatæki Hveragerði, 12. maí. LIONSKLÚBBUR Hverageröis hélt sinn síðasta fund á þessu starfsári sl. mánudag 9. maí. Á fundinum afhenti formaður klúbbsins Gunnar Kristófersson gjöf til heilsugæslustöðvarinnar í Hveragerði, en það er heyrnar- mælingartæki, mjög vandað og fullkomið af danskri gerð. Tækið kostaði um 30 þúsund krónur með öllum aðflutnings- gjöldum. Ríkið tekur ekki þátt í tækjakaupum af þessu tagi og er þessi gjöf því mikils virði fyrir hina nýju heilsugæslustöð. Lionsklúbbur Hveragerðis hefur áður gefið læknishéraðinu góðar gjafir, svo sem hjartalínurita, augnmælingartæki, smásjá o.fl. Heilsugæslulæknirinn Björn Johnsen veitti heyrnarmælinga- tækinu viðtöku og sagði m.a.: „Þetta tæki bætir úr mjög brýnni þörf hér í læknishéraðinu, með því er unnt að greina hvort um heyrnarskerðingu er að ræða, það er t.d. nauðsynlegt við skóla- skoðun, við skoðun á ýngstu börn- unum og til að fylgjast með þeim eldri. Einnig til athugunar á fullorðn- um, t.d. starfsmönnum á hávaða- sömum vinnustöðum. Þakkaði Björn þessa höfðing- legu gjöf og þann hlýhug sem Lionsklúbburinn sýndi heilsu- gæslustöðinni, nú sem endranær. Á fundinum var kosin stjórn fyrir næsta starfsár. Hana skipa: Gísli Garðarsson, formaður, Gunnar Davíðsson og Hans Gúst- afsson. Sigrún Schultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Begin forsætisráöherra ísra- els. Assad Sýrlandsforseti Haddad major Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Kindahakk 58» kr. kg. Nautahakk 135 * Svínahakk 135 00 kr. kg. Lambahakk 68" kr. kg. Saltkjötshakk 6800 kr. kg. Folaldahakk 64 1 00 ■ kr. kg. KJÖTMIÐSTÖPIN Laugalæk 2. s. 86SII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.