Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAl 1983 17 Tólf ára stúlka hreif um 200 manns sem sóttu samkomuna, með framkomu sinni í ballettdöns- um og sagt var að tilheyrandi „choreography" væri hennar eigið verk. Annick Colton heitir hún, dóttir Rögnu og Bruce Colton í Minneapolis. Ragna er fædd í Reykjavík, ættuð úr Rangárvalla- sýslu. Ragna á sérlega fallegan skautbúning og með sitt tinnu- svarta hár og tignarlega fas hefur hún sett svip á margan fundinn þegar hún hefur komið fram á skauti. Annick byrjaði að læra ballett þegar hún var aðeins fjög- urra ára og er hún sannarlega snillingur. Björn Björnsson, heiðursræðis- maður íslands, flutti stutt ávarp, bar fram kveðjur Vigdísar forseta með þakklæti fyrir síðast þegar Heklu-konurnar héldu henni sam- sæti í september í fyrra. Fólkið söng „Eldgamla ísafold" — vogaði sér ekki út í „ó, Guð vors lands" — og svo tók Hreinn Líndal óperu- söngvari lagið, söng ýmis tónverk á ítölsku, þýzku, sænsku og ís- lenzku. Honum var þannig fagnað að hann þurfti að koma fram aftur og aftur. Fimmtudaginn 28. apríl var fundur Minnesota-deildar Amer- ican-Scandinavian Foundation, Augsburg College í Minneapolis, með stuttan ársfund eftir matinn og svo skemmtiskrá aðallega helg- uð Finnlendingum. Esró E. Ranta lögfræðingur í Minneapolis, sem er heiðursræðismaður Finnlands hér um slóðir, flutti ávarp um Finnland nú til dags. Björn Björnsson konsúll íslands talaði um heimsókn til tónskáldsins Sib- elius sem varð hans hlutverk rétt eftir stríðslok, þegar hann og ljósmyndari hjá Life Magazine fundu tónskáldið og frúna heima og röbbuðu lengi við hann. Var Björn á vegum NBC-útvarpskerfis sem hann starfaði við á Islandi, í Svíþjóð, um bardagasvæðið í Evr- ópu alveg upp að Elbe-ánni og svo til Noregs og Danmerkur eftir nasistauppgjöfina. Hreinn Líndal óperusöngvari gerði stormandi lukku aftur með fleiri einsöngva. 17. maí, afmæli Eidsvolda gundvallarlaga Noregs 1814, er oftast nær stór dagur hjá afkom- endum Noregs hér úti. Þannig hef- ur verið hagað að laugardagurinn næst 17. maí er valinn til skrúð- göngu og skemmtanaþátta um miðbæinn í Minneapolis. I ár voru hátíðahöldin breikkuð, með þjóð- irnar í norðri sem tóku þátt í Scandinavia Today öil með ótal fulltrúa — Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og ísland. Gríðarstór skrúðganga gekk um aðalgötur miðbæjar, matsala var á Nicollet Mall, og einn af stærstu sölum borgarinnar notaður til kvöldverðar, ræðuhalda og söngs, með dans á eftir. Fleiri hundruð sóttu athöfnina í Minneapolis Au- ditorium. I skrúðgöngunni voru tvö „floats" á vegum Islendinga, skrautklæddir vörubílar með yng- ismeyjar í íslenzkum búningum, og svo eitt sannarlega í frásögur færandi — vagninn þar sem yfir- byggingin myndar víkingaskip, notað ár eftir ár á íslendingadeg- inum á Gimli, Manitoba, sex ís- lendingar komu suður frá Gimli, akandi þessum sérstæða bíl og í vilja og verki lögðu þeir mikið til í „prócessíu" sem vakti aðdáun fleiri þúsund manna. Var efni dagsins látið heita Scandinavia Forever, eiginlega lokaathöfn Scandinavia Today-tilhaldsins. Yaldimar Björnsson er fyrrverandi fjármálaráðherra Minnesota-fylkis. fellur út úr saltvatninu í örsmáum ögnum, sem svífa í vatninu áður en þær falla til botns. Það eru þessar agnir sem orsaka bláa lit lónsins, en stærð þeirra veldur því að þær endurkasta mest bláa ljós- inu úr dagsbirtunni. Talið er að heildarmagn þess kísils sem þarna fellur til, sé um 4.000 tonn á ári. Nú þegar er komin kísilleðja á botn lónsins, sem er fleiri metrar á dýpt. Það er augljóst að þessi uppsöfnun á kísli veldur vissum vandamálum. Má þar nefna að vatnið sígur ekki niður í jörðina og þar með stækkar lónið stöðugt, ef það fær ekki nægt afrennsli. M.a. til þess að leysa þennan vanda, hefur nú verið ákveðið að dæla saltvatninu aftur niður í jörðina og losna þar með við um- hverfisvandamál, sem ekki er séð fyrir endann á. Það er hins vegar ekkert mál að halda eftir nógu miklu af saltvatninu til viðhalds á lóninu eða annars baðstaðar, ef það reynist sú heilsulind sem við vonum. Það er sem sagt þetta lón og kísilleðja, sem psoriasismenn hafa verið að baða sig í að undanförnu. Allir geta séð að þarna eru allar aðstæður svo frumstæðar að vart geta þær verið verri, og ekki seinna vænna að taka til hendi, ef Boróstofuhúsgögn Til sölu eru 40 ára gömul eikarborðstofuhúsgögn, útskorin. Borðstofan saman- stendur af 3 skápum, borði og 6 stólum. Nánari upplýsingar veittar í síma 37109 næstu daga. BÍlASSrNH^ SVNUM: , _ i NOTAí ^jÝJA BÍLA’. við eigum ekki að hljóta ámæli fyrir slóðaskapinn. Það er því ekki að ástæðulausu að hitaveitan fylg- ist af athygli með því sem er að gerast í lækningamálum psorias- is-sjúklinga — og komi það á dag- inn að þarna sé heilsulind eins og margt bendir til — þá mun hita- veitan að sjálfsögðu leggja allt kapp á að verða þar að liði. Eg trúi því hins vegar að næg hitaorka og rafmagn, sem á staðn- um er, sé góð undirstaða til þess að byggja á heilsuhæli, sem geti nýst fjölmörgum öðrum en psóri- asis-sjúklingum. Ég vil ennfremur benda á að þarna er landslag fjöl- breytilegt og gefur ágætt tilefni til ýmissa útiíþrótta, enda þótt veðurfar sé ekki sérlega stöðugt. Með hliðsjón af framansögðu finnst mér ekki óeðlilegt að hags- munaaðilar, s.s. heilbrigðisráðu- neyti, sveitarfélögin á Suðurnesj- um, hitaveitan, ferðamálaráð, flugfélög og vafalaust fleiri, taki upp samvinnu um uppbyggingu heilsustöðvar í Svartsengi. Slík stöð gæti verið byggð upp sem vin í þeirri auðn, sem eru helstu ein- kenni lands, sem myndast hefur við eldgos og tröllslegar hamfarir náttúrunnar og mótast af veður- fari á mörkum hins byggilega heims. 323 626 929 Mazda Mazda Mazda _ „^eicwie SSS3ÆSÍ tnaímánaðar. VJIVI- . NOTAÐA BITA;uðum Mazda Glæsilegt urval ndi og með bUUm ðarbyrgð Meðalannats- 6 rnanaða aby g ^ E* b26 2000 4 dyta 929 4 dyraLTD 323 5dyral300 626 2000 4dyras).sk. 323 1300 Saloon 626 2000 4 dyia 626 2000 4 dyra 323l400 3dyrasi.sk. 626 2000 4dyrasi.sk. Árg '82 '82 '82 '81 ’81 '80 '80 '80 '81 Ekinn 24.000 6.000 18.000 32.000 32.000 33.000 69.000 50.000 18.000 b/iaborghf Smiöshotöa ^ Fólksbíll/Stationbíll Nýr framdrifinn MAZDA 626 5 dyra Hatchback margfaldur verðlaunabíll. Vél: 102 hö DIN Viðbragð. 0-100 km 10.4 sek Vindstuðull: 0.35 Farangursgeymsla: 600 lítrar m/niðurfeildu aftursæti Ðensíneyðsla: 6.3 L/100 km á 90 km hraða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.