Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 23 Johnny Rutherford hefur þrívegis sigrað í Indy-kappakstrinum, en hann brákaðist á fæti og skarst í andliti þegar kappakstursbfll hans rakst á vegg í beygju á kappakstursbrautinni í Indianapolis og liðaðist í sundur. Þetta var annar áreksturinn sem kappinn lenti í á tíu dögum. Navon sterkasti maður V erkamannaflokksins Tel Aviv, 20. maí. AP. HEFÐU VERIÐ haldnar kosningar í ísrael um miðjan síðasta mánuð, hefði Likud-bandalag Begins sigrað Verkamannaflokkinn, ef forysta þess síðar- nefnda hefði verið breytt, að þvíer kemur fram í niðurstöðum skoðanakönn- unar ísraelska mánaðarritsins Monitin. Alls voru 1.078 einstaklingar spurðir dagana 10. til 14. aprfl. í ísrael biðu menn niðurstöðu með eftirvæntingu þar sem blaðið Haaretz var einnig að birta úrslit könnunar sem það framkvæmdi á sama tíma. Samkvæmt niðurstöðum Haaretz hefði Verkamannaflokkurinn unnið nauman sigur á Likud og er það í fyrsta skipti í tvö ár að V'erkamanna- flokkurinn er talinn hafa möguleika á sigri. f skoðanakönnun Monitin var einnig spurt hver afstaða viðkom- andi væri til Verkamannaflokks- ins undir forystu Yiztak Navon, fyrrverandi forseta. Kom þá í ljós, að Verkamannaflokkurinn hefði unnið 53 sæti en Likud 49. Þá var hugur manna kannaður að Begin frátöldum, um hvern þeir töldu æskilegan forsætisráðherra. Na- von fékk þar 33%, síðan Yiztak Rabin með 15%, Ariel Sharon með 10%. Lestina rak Shimon Peres, núverandi formaður með 7%. Peres sagði í útvarpsviðtali í Tel Aviv á dögunum, að hann myndi ekki víkja úr sæti fyrir Yitzak Na- von, enda tæki hann ekki ákvarð- anir sínar eftir niðurstöðum skoð- anakönnunar. Enn er ekki ljóst hvort Navon muni hefja að nýju afskipti af pólitík, en líklegt er að hann greini frá því áður en langt um líður. Chaim Herzog, nýr for- seti landsins, og frambjóðandi Verkamannaflokksins, er tekinn við. Begin forsætisráðherra fór í kurteisisheimsókn til hans á for- setasetrið Beit Hanassi á dögun- um, en blaðamenn sögðu, að hann hefði átt erfitt með að dylja óanægju sína og hefði jaðrað við að vera ókurteis við forsetann, en Likud studdi annan frambjóð- anda. ERLENT * Asakanir í dioxin-máli París, 20. maí. AP. SVISSNESKA fyrirtækið Hoffmann La Roche sakaði í dag vestur-þýzka fyrirtækið Mannesmann um að bera alla ábyrgð á hvarfi 41 tunnu af eitr- uðu dioxini. Dioxinið fannst í litlu þorpi í Norður-Krakklandi í gær. „Mannesman virti ekki samn- ing, sem við gerðum við þá,“ sagði Andre Futterknecht, fulltrúi Hoffmann La Roche. Hann bað „yfirvöld og almenn- ing“ að fyrirgefa að félagið hefði veitt rangar upplýsingar þar sem það hefði trúað upplýsingum frá Mannesmann. Tunnurnar með dioxininu voru fluttar í dag frá þorpinu Anguilc- ourt-le-Sart til nálægrar bæki- stöðvar franska hersins. Handritahöf- undur handtek- inn vegna eitur- lyfjamáls New York, 20. maí. AP. HÖFUNDUR myndarinnar „Saturday Night Fever“, Nik Cohn, Ian Gen Brierley, fyrrverandi ektamaki rokk- söngkonunnar Marianne Faithful og brezkur aðals- maður, John Jermyn, voru handteknir í dag grunaðir um að vera flæktir í heróín- og kókaín-mál í New York Mennirnir þrír voru hand- teknir eftir símahleranir sem lögreglan hafði stundað á síma Francesar nokkurrar Mullin, sem var einnig hand- tekin. í fyrstu fregnum segir að Frances Mullin stjórni smygl- og dreifihring í húsi sem sé í eigu Cohns. Um er að ræða eiturlyf sem einkum eru flutt inn frá Indlandi og Brazilíu. Nik Cohn, handritahöfund- ur Saturday Night Fever, hefur að sögn lögmanns hans rætt nokkrum sinnum við Frances í síma og þótti tal þeirra gefa til kynna að hann væri á einhvern hátt flæktur í málið. Sömu sögu mun vera að segja um John Jermyn. Má bjóða þér að reynsluaka Lúxusbíl þar sem smáatriöin skipta máli Toyota Cressida er glæsilega útbúinn bíll: Sterio útvarps- og kassettutæki. Rafmagnsrúöur. Rafmagns dyralæsingar. Bensínlok opnaö innanfrá. 2 hliöarspeglar, stjórnað inn- anfrá. Sjálfskipting meö rafeindarstýrö- um yfirgír. Bensíneyöslumælir. Vökvastýri, sjálfstillandi eftir snúningshraöa vélar. Veltistýri. Stillanlegur tímarofi á þurrkum. Lesljós. Ný tegund vélar, 6 sílindra, með elektróniskri bensíninnspýtingu. Sérstaklega hljóöeinangraöur. 4 málningaryfirferöir. Bíll til aö skoða nánar ... Við kynnum nýja og notaða Toyota bíla á frábæru verði... OPIÐ FRÁ KL. 10-16 I DAG. veV\a TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SÍMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.