Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAl 1983 „Brýnt að fá viður- kenndar afkomu- tölur í söltun44 — segir Sigurður Haraldsson hjá Sölu- sambandi íslenzkra fiskframleiðenda í FRÉTT Mbl. síðastliðinn fímmtu- dag er haft eftir Sigurði Haraldssyni hjá Sölusambandi íslenzkra físk- framleiðenda, að tap við vinnslu þorsks sé nú 18—20%. Þjóðhags- stofnun telur tap í söltun hins vegar vera 3,2%. Þar sem svo mikið ber á milli óskaði Morgunblaðið eftir að Sigurður skýrði nánar í hverju þessi munur væri fólginn. „Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins þá er það niðurstaða SlF, að hráefni og vextir séu van- reiknaðir í áætlun Þjóðhagsstofn- unar,“ sagði Sigurður Haraldsson. Svifdreka- mót á Fróð- árheiði Svifdrekafélag Reykjavíkur stendur fyrir pifdrekamóti á Fróðárheiði við Ólafsvík um hvíta sunnuhelgina. Þátttakendur verða um tut- tugu víðs vegar að af landinu og verður keppt í ýmsum greinum, m.a. yfirlandsflugi, punktlendingum og hraðaflugi. Einnig verður byrjendakennsla í gangi alla helgina. „Auk þess reiknar Þjóðhagsstofn- un með 60 milljón krónum hærri greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði, en inneign saltfiskframleiðenda í sjóðnum leyfir. Þegar áætlun Þjóðhagsstofnunar hefur verið leiðrétt með tilliti til þessa er tap- ið ekki 3,2% heldur rúmlega 6%. Þjóðhagsstofnun vanáætlar að okkar mati hráefni um 200 millj- ónir króna og vexti um rúmlega 100 milljónir eða samtals van- áætlun upp á 300 milljónir króna, sem er um 14% miðað við tekjur. í öðrum gjaldaliðum er nánast eng- inn munur á okkar niðurstöðum og þeirra. Ég vil taka það fram, að við höfum lagt fyrir Þjóðhags- stofnun ítarlega útreikninga á kostnaði við söltun, þar sem þessi mismunur kemur glöggt fram. Þessir útreikningar okkar byggj- ast á umfangsmikilli úttekt, sem hlutlaus aðili hefur annast. Stjórnmálamenn líta gjarnan á tölur og afkomuniðurstöður frá Þjóðhagsstofnun sem óvefengjan- legan sannleik. Það er því orðið afar brýnt að fá viðurkenndar af- komutölur í söltun. Alltof lengi hefur verið of mikill munur á af- komureikningum Þjóðhagsstofn- unar og SÍF, sem skaðað hefur saltfiskframleiðendur í núllstefnu undanfarinna ára,“ sagði Sigurður Haraldsson. i k 1 L 1 L [ I 1 Fyrstu stúdentar Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, setja upp húfurnar. Taldar frá vinstri: Kristín Þórar- insdóttir og Valgerður Fried, ásamt fráfarandi skólameistara Fjölbrautaskólans, Heimi Pálssyni. Morgunblaöið/ KÖE. Fjölbrautaskólinn á Selfossi: Fyrstu stúdentarn- ir útskrifaðir Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi útskrifaði fyrstu 2 stúd- enta sína miðvikudaginn 18. maí síðastliðinn við athöfn í Selfoss- kirkju, en alls voru útskrifaðir 14 nemendur af námsbrautum skól- ans. Við þetta tækifæri kvaddi einnig skólameistari Fjölbrauta- skólans á Selfossi, Heimir Pálsson skólann, en hann hefur verið skólameistari hans frá því hann tók til starfa fyrir tveimur árum. Stúdentarnir sem útskrifuðust heita Kristín Þórarinsdóttir, sem lýkur prófi af félagsfræða- braut og Valgerður Fried, sem lýkur prófi af viðskiptabraut. Eru þær báðar úr öldungadeild skólans. Auk stúdentaija útskrif- aðist 1 af iðnbraut bifreiðasmíði, 5 af iðnbraut húsasmíði, 3 af verknámsbraut málmiðnaðar og 3 af tveggja ára viðskiptabraut. Um 300 nemendur stunduðu nám á um 20 námsbrautum við skól- ann í vetur. Fulltrúi nemenda, Sigþrúður Harðardóttir, og formaður skólanefndar, Hjörtur Þórar- „Við byrjuðum saman í fram- haldsdeildum gagnfræðaskólans hér og þetta er sjötta árið sem við erum við nám, þó með hvíldum á milli,“ sögðu Valgerður Fried og Kristín Þórarinsdóttir, fyrstu stúd- entar Fjölbrautaskólans á Selfossi í stuttu samtali við Morgunblaðið, eftir að þær höfðu útskrifast. „Við höfum verið nokkurn veg- inn samferða í gegnum skólann þennan tíma og þetta hefur ekki verið erfitt, svona eftir á þegar insson, þökkuðu Heimi Pálssyni, fráfarandi skólameistara störf hans og buðu hinn nýja skóla- meistara, Þór Vigfússon, vel- kominn. Skólakór Fjölbrauta- skólans söng við athöfnina. litið er til baka og það er mjög gaman að vera búin að ljúka þessum áfanga," sögðu þær. —Hyggið þið á frekara nám? „Jafnvel, en það er ekkert ákveðið með það ennþá.“ —Hvenig tilfinning er það að hafa lokið stúdentsprófi? „Það er mjög þægileg tilfinn- ing og okkur fannst athöfnin í kirkjunni yndisleg," sögðu þær að lokum. „Höfum verið samferða“ Uppboð hjá borgarfógeta: BMW á 160 þúsund og Lada á 60 þúsund krónur Hafsteinn og Birgir í Minfex-rallinu í Englandi, sem fram fór í byrjun mars sl. Hafsteinn og Birg- ir til Skotlands RALLKAPPARNIR Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórs- son munu dagana 11.—14. júní keppa í skoska alþjóðarallinu. Er það ein erfíðasta rallkeppni, sem fram fer á Bretlandseyjum ár hvert, og er m.a. liður í Evrópukeppninni í rallakstri. Hafsteinn og Birgir munu aka Ford Escort RS 2000, sama bíl og þeir óku í Mintex-rallinu í byrjun mars. Er sá bíll nú staddur í Eng- landi hjá aðstoðarmanni þeirra fé- laga, atvinnurallökumanninum Malcolm Wilson, sem sér um und- irbúning hans. Skoska rallið dreg- ur árlega að sér hátt í hundrað keppendur og þar á meðal heims- ins bestu railökumenn. Meðal Athugasemd í FRÉTT af árekstri strætisvagns og traktorsgröfu á Laugavegi á fimmtudag, var sagt að gröfunni hefði verið lagt í götunni. Öku- maður gröfunnar kveðst hafa ver- ið á ferð og hafa verið að moka ofan í skurð. þeirra sem keppa munu í rallinu eru STig Blomqvist á Audi Quattro, Ari Vatanen á Opel As- cona 400 og Per Eklund á Toyota Corolla, svo einhverjir séu nefnd- ir. Rallið er 1.680 km langt, þar af eru um 400 km á sérleiðum, sem verða 50 talsins. Hafsteinn og Birgir leggja mikla áherslu á að ná góðum árangri í þessari keppni, en í Mintex-rallinu var markmiðið að Ijúka keppni og kynna sér aðstæð- ur. Þeir félagar vöktu talsverða athygli í þeirra keppni og sagði frægur rallblaðamaður enskur, Martin Holmes að nafni, að Haf- steinn æki eins og Roger Clark hefði gert á árum áður. Roger þessi Clark var atvinnurallöku- maður Ford og vann margsinnis þekkt röll í heimsmeistarakeppn- inni. Jafnframt kvað Holmes Englendinga ánægða með að fá keppendur frá íslandi og vonaðist eftir fleirum í framtíðinni. Ættu þessi ummæli að verða íslending- um gott veganesti. G.R. Tvær nýlegar fólksbifreiðir voru slegnar hæstbjóðendum á uppboði borgarfógetaembættisins í Reykja- vík laugardaginn 14. maí sl. Bifreið- irnar voru BMW árgerð 1981 og Lada árgerö 1982. Fór BMW-bíllinn á 160 þúsund krónur en Lada-bif- reiðin á 60 þúsund, og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í báð- um tilvikum um að ræða tölur undir markaðsverði. Uppboðið á bifreiðun- um fór fram um leið og haldið var uppboð á ýmsum óskilamunum í vörslu lögreglunnar, úrum, veskjum, fatnaði, reiðhjólum og fleiru. Allmargir aðilar hafa haft sam- band við Morgunblaðið vegna þessa uppboðs, og lýst furðu sinni á því að bílarnir væru á óskila- munauppboði, og því að þeir skyldu ekki auglýstir eins og óskilamunirnir. Ingólfur Sigurðsson hjá emb- ætti borgarfógeta sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að misskilningur væri að bifreið- irnar hefðu verið á óskilamuna- uppboði. Þær hefðu á hinn bóginn verið seldar hæstbjóðendum á uppboði, sem haldið var um leið og óskilamunirnir voru boðnir upp. Hann kvað það einnig misskilning að bílarnir hefðu ekki verið aug- lýstir. Auglýsing um uppboðið hefði birst í Dagblaðinu Vísi hinn 7. maí. Þeir hefðu aðeins verið auglýstir einu sinni, í þessu eina blaði, en lög kvæðu ekki á um skyldu til frekari auglýsinga. Ing- ólfur var þá spurður hvort ekki væri ósamræmi í því, að óskila- munirnir, mun ódýrari gripir en bifreiðirnar, hefðu verið auglýstir oftar en einu sinni og í fleiri blöð- um, svo sem Morgunblaðinu og Ríkisútvarpinu. Sagði hann ef til vill mega segja að svo væri, en auglýsingakostnaði við bifreiðirn- ar hefði verið haldið í lágmarki, bæði að ósk eigenda þeirra og kröfuhafa. Sem fyrr segir seldust bifreið- irnar á 160 þúsund og 60 þúsund krónur. Um tíma var helst útlit fyrir að BMW-bifreiðin seldist á 80 þúsund krónur, búið var að kalla upp fyrsta og annað boð nokkrum sinnum, þegar loks kom hærra boð, sem svo endaði í 160 þúsundum króna, sem fyrr segir. Sumarævin- týri í Regn- boganum REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á bandarísku kvikmyndinni „Hasarsumar". Myndin segir af ungu fólki, sem er ákveðið í að njóta sumars og frelsis að loknum skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.