Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 33 Strengur mældur beint á kefli á birgAalager Rönning. Bein af- greiðsla af vöru- lager. Ytri aðkoma að húsakynnum Rönning. Starfsmannafundur vegna væntanlegrar vörukynningar Rönning. starfsemin hlóð fljótlega utan á sig og brátt varð heildverslunin ein sú stærsta á þessu sviði hér- lendis. Og það leið ekki á löngu þar til húsrými okkar í Skipholti 15 varð of lítið og við bættum þá við okkur jafnstórri hæð í Skip- holti 17, sem er sambyggð 15. Við fengum heimild til að tengja sam- an hæðirnar, en það dugði skammt, því þörfin á auknu hús- rými jókst sífellt. Því var það árið 1970, þegar Félagi íslenskra stór- kaupmanna bauðst lóð fyrir fé- lagsmenn sína við Sundahöfn, að við gerðumst aðilar að byggingu vörugeymslu og skrifstofuhús- næðis í Sundaborg. Og nú ráðum við yfir 4.200 rúmmetra húsrými, sem er sérhannað fyrir starfsemi okkar. Auk þess höfum við 1.000 rúmmetra vörugeymslurými í Tollvörugeymslunni." — Hvað er starfsemin um- fangsmikil í dag? „Við erum með 70 vöruflokka í vörubirgðum okkar með 3.400 vörunúmerum. Þetta eru raf- magnsvörur af öllu mögulegu tagi. Við höfum umboð fyrir heim- sþekkta framleiðendur, og má þar meðal annars nefna ASEA og L.M. Ericsson í Svíþjóð. ASEA er vel þekkt í rafvæðingu okkar ís- lendinga, raforkuverin Ljósafoss, írafoss, Steingrímsstöð, Andakíll, Fljótá II, Laxárvirkjun og nú síð- ast Hrauneyjafossvirkjun eru öll ASEA-ver, ef svo má að orði kom- ast. ASEA hefur um 56 þúsund manns í þjónustu sinni og ver gíf- urlega miklum fjármunum til rannsókna og tækniþróunar. Á síðastliðnu ári varði ASEA einum milljarði sænskra króna til þess- ara hluta, en það samsvarar um 10 prósentum af vergri þjóðarfram- leiðslu íslendinga. Þá er fyrirtækið L.M. Ericsson íslendingum einnig vel kunnugt af sjálfvirku símstöðvunum um land allt og talsímunum, sem eru svo til á hverju heimili. Á síðasta ári voru 50 ár liðin síðan fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar frá L.M. Ericsson voru teknar í notkun í Reykjavík og Hafnarfirði. Hjá L.M. Ericsson starfa um 71 þús- und manns, og verja þeir einnig miklum fjármunum til rannsókna og tækniþróunar. En auk þessara tveggja fyrirtækja, þá hefur Rönning umboð fyrir marga aðra þekkta framleiðendur, bæði á Norðurlöndunum og víðar, svo sem framleiðendur í Bretlandi, Vestur-Þýskaiandi, Frakklandi, Sviss og Bandaríkjunum." í dag starfa 18 manns hjá Rönn- ing, allt sérmenntað fólk, hvert á sínu sviði. Þetta er ekki mikill fjöldi, en þeim mun betra fólk. Okkur hefur tekist að halda starfsfólki í lágmarki með góðri skipulagningu. Við erum til dæm- is, ásamt átta öðrum aðilum, hlut- hafar í fyrirtæki sem starfar hér í húsinu og hefur það hlutverk að sjá um alla sameiginlega vinnu. Frum hf. heitir fyrirtækið, en það sér um tölvuþjónustu, póstferðir, vörudreifingu, telex-þjónustu og ýmislegt fleira. Þetta er mikil hagræðing, bæði fyrir okkur og önnur fyrirtæki hér í húsinu. Öll starfsemi Rönning hf. er tölvu- vædd með IBM kerfi 34, og er hugbúnaðurinn sérstaklega út- búinn fyrir okkar þarfir. Með þessu móti nýtist starfsfólkið bet- ur og þjónustan við viðskiptavin- ina eykst." — Ein spurning í lokin, Jón. Hver er lykillinn að velgengni Jo- hans Rönning hf.? „Gott starfsfólk og vönduð vinnubrögð. Rönning hefur alltaf lagt mikla áherslu á vörugæði og reynt að fylgjast vel með öllum tækninýjungum. Þá höfum við leitast við að hafa verðið sem hag- stæðast og kappkostað að veita viðskiptavinum okkar ókeypis tækniþjónustu á þeim vörum sem við verslum með. Og Rönning upp- fyllir alla meginþætti heildversl- unar, en þeir eru gott vöruúrval, nægar birgðir, hröð vörudreifing og gjaldfrestur. Það er list að reka fyrirtækin vel nú á tímum á fs- landi. En eins og við vitum, þá er list 99 prósent vinna. Og það er vinna og aftur vinna sem er lykill- inn að velgengni okkar í dag.“ PARKET Amerísk Tennessee-eik í gegn (ekki spónlagt), hannaö úr lausum ekta parketstöfum, nótuöum saman í 12 tommu flísar, sem varöar eru meö sjálflímandi svamp-undirlagi og verpast ekki. • Auövelt fyrir menn aö leggja (mikill kostn.sparnaöur). • Ekkert sull meö lim pg lakk (líka kostn.sparnaöur). • Tilbúiö tíl notkunar strax. • Hljóölátt aö ganga á • Hljóöeinangrandi. • Hitaeinangrandi. • Mjúkt aö standa á. • Ekkert viöhald. • Endingargott. • Fallegt, upprunalegt, ekta (ekki eftirliking). Hartco ameríska parketiö er fram- leitt og hannaö með tilliti til kostn- aðar, þæginda, feguröar og end- ingar. NM* pipplrinn nf HnrftnMmim og þrýntio i UmboðsmaÖUr: Hí-lnnl Umu_( — Xtl_ M nmnni leiuiegs i noiina. ÚTSÖLUST A OIR: Liturinn Siöumula 15, R., sími 84533 Mélmur hf., Reykjavikurvegi 50, Hafn., simi 50230. Smiösbúö Garöabæ, simi 44300. Börfcur, Vestmannaeyjum. simi 1569. Byggingaftónustan. Bolungarvík, simi 7351. KEA Akureyri, sími 21400. Þóröur Júlíusson, skrifst. Laugavegi 26 2. h., Reykjavík, simi 22245. Glæsilegir bílar til sölu Arg. Oldsmobile Cutlass diesel 1980 Toyota Cressida station 1978 Scout II V8, beinsk., vökvast. 1976 Mitsubishi Colt GLX 1400 1980 Fiat Polones 1981 Chevrolet Malibu Sedan 1980 lChevrolet Malibu Classic 1979 Lada Sport 1978 Opel Kadett, 3ja dyra 1981 Buick Skylark LTD 1980 Chevrolet Blazer Cheyenne 1978 Opel Record 2,0 1982 Alfa Romeo, 5 gíra 1982 Scout II 4 cyl, vökvast. 1979 Chevrolet Pick-Up 7 m 4x4 1973 Daihatsu Charade 1979 Vauxhall station 1978 Subaru 4x4 1977 Pontiac Phoenix 1981 Chevrolet Nova, sjálfsk. 1977 SAAB 99 GL 1980 Opið 13—17 í dag. Bein lína 39810 Kr. 290.000, 130.000, 155.000, 140.000, 100.000, 210.000, 210.000, 85.000, 195.000, 310.000, 330.000, 375.000, 270.000, 300.000, 250.000, 100.000, 65.000, 75.000, 240.000, 80.000, 220.000, OPEL || ISUZU VÉIADEILD SAMBANDSINS BIFREIÐAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.