Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 í staðlnn íyrir tvlst og grisju Tork á vinnustað Tork þurrkurnar eru sérstaklega íramleiddar fyrir atvinnulííið, hvort sem um er að rœða olíuþurrkur, þurrkur fyrir elektrónisk tœki, þurrkur fyrir eldhús og mötu- neyti, verkstœðisþurrkur eða afrafmagnaðar þurrkur fyrir tölvur, ljós- nœma hluti og ljós- myndatœki Hafðu samband við söludeild okkar og íóðu upplýsingar um Tork þurrkur, sem hœfa þínum vinnustað. 9 > cdfe asiaco hf Vesturgötu 2, P.O. Box 826, 101 Reykjavík sími 26733 Eru tilvísanir heimilis- lækna gagnslausar? Greinargerð frá sérfræðingum og framkvæmdastjórn Hjartaverndar Að undanförnu hafa í fjölmiðl- um orðið nokkrar umræður og skrif um starfsemi Rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar vegna fréttar um þing Félags íslenskra heimilislækna 26. marz síðastlið- inn. Sérfræðingum Hjartaverndar og framkvæmdastjórn finnst því ástæða til að koma á framfæri eft- irfarandi upplýsingum um starf- semi rannsóknarstöðvarinnar. Hóprannsókn Hjartaverndar Hjartavernd er landssamtök hjarta- og æðarverndarféiaga á íslandi. Rannsóknarstöð Hjarta- verndar tók tii starfa haustið 1967. Hófst þá umfangsmikil far- aldsfræðileg hóprannsókn sem enn stendur yfir. Hinn vísindalegi tilgangur hennar er að finna byrj- unarstig hjarta- og æðasjúkdóma, og ýmissa annarra sjúkdóma, t.d. gláku, sykursýki o.fl., finna al- gengi þeirra, nýgengi og áhættu- þætti. Stöðin tók ýmsa nýja tækni í sína þjónustu svo sem sjálfvirk- an efnamæli og notkun tölvu við gerð sjúkraskráa og skýrslna. Þessi hóprannsókn var skipu- lögð af sérfræðingum Hjarta- verndar þ.á m. tölfræðingi. Frá upphafi hefur Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin fylgst með rann- sókninni og oft sent sérfræðinga sína hingað til að kynnast gangi rannsóknarinnar. Að því er varðar Islendinga voru upplýsingar af þessu tagi mjög takmarkaðar þegar Hóp- rannsókn Hjartaverndar hófst. Haldgóðar upplýsingar um út- breiðslu sjúkdóma og áhættuþætti er þeim tengjast eru hins vegar mikilvægar til þess að unnt sé að beita varnaraðgerðum á skynsam- legan hátt. Ástæða er til að benda á, að niðurstöður hliðstæðra rann- sókna erlendis koma að takmörk- uðum notum hér, þar eð algengi sjúkdóma og áhættuþátta þeirra getur verið mjög breytileg milli þjóða. Nú liggja hins vegar fyrir margvíslegar niðurstöður í þessu efni úr Hóprannsókn Hjarta- verndar, sem birtar hafa verið í um 100 vísindalegum ritgerðum eða greinum í innlendum og er- lendum læknisfræðiritum, auk fjölda fræðslugreina fyrir al- menning. Flestum þessara rita hefur verið dreift til innlendra og erlendra aðila, svo sem sjúkra- húsa, heilsugæslustöðva, heimil- islækna og helstu bókasafna. Á dreifingarskrá eru um 250 inn- lendir einstaklingar og stofnanir. Tilvísanir heimilis- lækna til Hjartaverndar Fyrir utan hina vísindalegu hóprannsókn er annar en miklu minni þáttur í starfsemi Rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar, sem er sérfræðileg þjónusta við fólk sem þangað er vísað af heim- ilislæknum. Um þennan þátt í starfsemi stöðvarinnar segir svo orðrétt í fréttatilkynningu frá Félagi ís- lenskra heimilislækna, sem send var fjölmiðlum fyrir áðurnefnt þing: „Ástæðulaust er að senda fólk í umfangsmiklar rannsóknir, t.d. hjartaafrit, öndunarpróf, röntgenmynd af hjarta og lungum, sykurþolspróf eða blóðrannsóknir. Engu að síður er um 1.500 menn sendir með tilvísanir til Hjarta- verndar í slíkar rannsóknir; rann- sóknir sem koma ekki að neinum vísindalegum notum og eru ekki til neins gagns fyrir einstakling- inn sjálfan. Hér er því eytt mikl- um fjármunum, lauslega áætlað 4—5 milljónum króna á ári, án gildra læknisfræðilegra raka.“ í samningi heimilislækna við Sjúkrasamlag Reykjavíkur segir m.a. um tilvísanir til sérfræðinga: „Öllum læknum sem starfa fyrir samlagið, er skylt að gæta alls sparnaðar í tilvísun til sjúkrahúsa og sérfræðinga ..." (5. gr.) og „Heimilislækni er heimilt að vísa sjúklingum sínum á kostnað S.R. til rannsóknar og aðgerða, sem ekki teljast innan starfsviðs heim- ilislæknis" (9. gr.). í siðareglum lækna (1978) segir svo um samband læknis og sjúkl- inga: „ef ekki er á hans færi að framkvæma nauðsynlega rann- sókn eða aðgerö, skal hann í sam- ráði við sjúklinginn undandrátt- arlaust leita fulltingis lækna eða stofnana, sem geta hjálpað til að leysa vanda sjúklingsins." Niðurstöður rannsókna sér- fræðinga Hjartaverndar eru send- ar tilvísandi lækni, sem er því í aðstöðu til að meta gagnsemi þeirra. Það er skoðun sérfræðinga Rannsóknarstöðvar Hjartavernd- ar, að ummæli um gagnsleysi þessara tilvísana séu með öllu órökstudd. Fjöldi þeirra einstaklinga, sem vísað hefur verið til rannsóknar á Rannsóknarstöð Hjartaverndar sl. 5 ár, hefur verið á bilinu 1.000-1.400 árlega. Heildargreiðsla Trygginga- stofnunar ríkisins og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur vegna þessarar þjónustu var sl. reikningsár (1.7. '81-30. 6. ’82) kr. 1.300.000 en þessar tekjur ganga inn í rekstur stöðvarinnar. Til frekari glöggvunar á þessum þætti starfsemi stöðvarinnar þyk- ir rétt að birta hér yfirlit um niðurstöður rannsókna á þeim ein- staklingum sem vísað var til stöðvarinnar í marzmánuði síðastliðnum. Alls var 144 ein- staklingum, 82 körlum og 62 kon- um, vísað til rannsóknar. Flestir voru á aldrinum 40—70 ára. Sjúkdómsgreiningar, sem þessir einstaklingar fengu að lokinni rannsókn, eru sýndar á eftirfar- andi töflu: sjúklingum og skert sykurþol eða sykursýki hjá 9. í þremur tilvikum komu fram á röntgenmynd breytingar sem vöktu grun um æxli og var þeim öllum vísað til framhaldsathugun- ar. Meðal 33 einstaklinga, sem flestir voru í yngsta aldursflokkn- um, greindist enginn sjúkdómur, nálægt sextán manns hafði eina sjúkdómsgreiningu, en um fjörtíu höfðu tvær greiningar og aðrir fleiri. Meðfylgjandi tafla rennir ekki stoðum undir þá fullyrðingu að verið sé að vísa „heilbrigðu" fólki í „gagnslausar" rannsóknir eins og haldið var fram í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Það er miður hvernig starfsemi Rannsóknarstöðvar Hjartavernd- ar hefur verið ósmekklega dregin inn í þessa, að því er best verður séð, ómaklegu gagnrýni Féiags ís- lenskra heimilislækna á eigin fé- laga. Sjúkdómsgreining Kransæðasjúkdómar Hjartastækkun Aðrir hjartasjúkdómar Háþrýstingur Slagæðasjúkdómar í fótum Kdlkun í meginslagæð Sjúkdómar í bláæðum Hækkuð blóðfita Sykursýki Skert sykurþol OfflU Blóðskortur Hækkuð þvagsýra Blóð í þvagi Þvagfærasýking Stækkun á skjaldkirtli Gláka Vöðvabólgur Lungnaþemba Lungnakvef Aðrir lungnasjúkdómar Grunur um æxli í lunga Þindarslit Ýmsir sjúkdómar Engin sjúkdómsgreining Karlar Konur Alls (82) (62) (144) 5 3 8 6 1 7 6 5 11 14 4 18 2 1 3 2 2 4 1 12 13 7 4 11 1 - 1 5 3 8 24 15 39 - 2 2 8 5 13 1 3 4 — 2 2 — 2 2 3 — 3 7 9 16 2 1 3 - 1 1 1 2 3 2 1 3 1 — 1 3 4 7 22 11 33 Fjöldi sjúkdómsgr. alls 101 82 183 Fjöldi sjúkdómsgreininga er meiri en fjöldi sjúklinga þar sem allmargir höfðu fleiri en eina greiningu. Sjúkdómsgreiningar, sem tengjast hjarta- og æðakerfi voru alls 64. Tveimur var vísað í framhaldsrannsókn með hjarta- þræðingu af þeim átta sjúklingum sem höfðu kransæðasjúkdóm, 49 ára konu og 65 ára karli, 18 reynd- ust hafa of háan blóðþrýsting, hækkuð blóðfita fannst hjá 11 Aukin þörf á rannsókn- um kransæðasjúkdóms Sé litið til aðstæðna í þjóðfélag- inu í dag, hefir aldrei verið meiri ástæða til hjarta- og æðarann- sókna meðal almennings. Skulu hér nefndar nokkrar veigamiklar ástæður: 1) Á seinni árum sýna heilbrigð- isskýrslur að um !ó hluti — einn þriðji hluti — mannsláta hér á landi er af völdum krans- æðasjúkdóms. Nokkur lækkun hefir orðið á dánartiðni bæði karla og kvenna í hjarta- og æðasjúkdómum hérlendis árin 1971—1980 (karlar: um 7—8%, konur: 15%, uppl. landlæknis.) en nauðsyn áframhaldandi bar- áttu við þessa sjúkdóma er augljós. 2. Samkvæmt algengistölum Hjartaverndar má ætla að um tíundi hver íslendingur á aldr- inum 35—64 ára hafi krans- æðasjúkdóm. Meðal eldra fólks er tíðni þessi enn meiri. Fjöldi þessara sjúklinga skiptir því þúsundum. 3) Á seinni árum eru fram- kvæmdar með hjartaþræðingu aðgerðir til útvíkkunar á þrengdum kransæðum í sí- auknum mæli. Koma þessar að- gerðir í stað skurðaðgerða, sem voru fólgnar í því að nýjar æð- ar voru græddar í stað stíflaðra kransæða. Telja má, að þessar nýju aðgerðir marki tímamót í meðferð kransæðasjúkdóms. Auðsætt er að læknar þurfa að skerpa mjög sjúkdómsgrein- ingu sína með tilliti til krans- æðasjúkdóms, þar eð útvíkkun- araðferðin með hjartaþræð- ingu kemur venjulega ekki að notum nema kransæðastífla hafi ekki myndast. 4) Hóprannsóknir undanfarinna áratuga hafa mjög aukið þekk- ingu manna á kransæðasjúk- dómum og gert kleift að beita varnaraðgerðum sem virðast ætla að bera góðan árangur. Dánartíðni í þessum sjúkdóm- um hefur lækkað verulega í nokkrum löndum í kjölfar að- gerða sem beinst hafa gegn að- aláhættuþáttum þessara sjúk- dóma: háþrýstingi, hækkaðri blóðfitu og sígarettureyking- um. Þekktir áhættuþættir krans- æðasjúkdóms skýra þó ekki nema um helming dauðsfalla í þessum sjúkdómi. Það er því þörf fyrir áframhaldandi hóp- rannsóknir á þessu sviði. 5) Um þessar myndir er að hefj- ast rannsókn á vegum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar til að kanna breytingar á tíðni kransæðastíflu í mörgum lönd- um næstu 10 ár, svo og orsakir þeirra („Monica“-rannsókn). Rannsóknarstöð Hjartavernd- ar hefur verið falið af Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum hér að annast þessa rannsókn hér á landi. Verður á næstunni skýrt nánar frá þessari rannsókn í fjölmiðlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.