Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 Minning: Sigríður Sigurfinns- dóttir Birtingaholti Fædd 11. júlí 1906 Dáin 16. maí 1983 Aðfaranótt 16. maí síðastliðinn andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík tengdamóðir mín, Sig- ríður Sigurfinnsdóttir, Birtinga- holti. Sigríður var fædd 11. júlí 1906 í Keflavík. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Þórðardóttir, ættuð úr Keflavík, og Sigurfinnur Sig- urðsson, lengi íshússtjóri, ættaður undan Eyjafjöllum. Þau hjónin eignuðust 4 börn og var Sigríður yngst þeirra. Hún ólst upp við störf og leiki eins og gerðist í sjáv- arþorpum þeirra tíma. Hinn 14. október 1928 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sig- urði Ágústssyni frá Birtingaholti. Þau hófu búskap í Keflavík, þar sem Sigurður stundaði kennslu- störf. Vorið 1929 ræðst það svo að ungu hjónin flytjast austur að Birtingaholti á æskuslóðir Sigurð- ar. Hugur hans hneigðist að bú- skap og ekki vildi hans unga kona letja hann þess. Fyrstu árin vann Sigurður að búi föður síns, en vor- ið 1934 tóku þau við búsforráðum í Birtingaholti. Það hefur verið stór ákvörðun fyrir Sigríði að flytja úr Keflavík frá ættingjum og vinum og hingað austur í sveitir og gerast hús- freyja á jafn fjölmennu heimili og hér var. Þann vanda leysti hin unga húsmóðir af stakri prýði og ávann sér hylli allra heimil- ismanna með hógværð og hlýrri framkomu. Árin líða, umsvifin aukast bæði utan dyra og innan. Þetta þýðir fleira fólk í heimili og meiri þjón- ustu í fæði og klæðum og þau um- fangsmiklu störf leiðir húsmóðirin að sjálfsögðu. Samtímis þessu fjölgar börnunum og móðurhönd- in fær nóg að starfa. Börn þeirra Sigríðar og Sigurðar eru þessi tal- in í aldursröð: Ásthildur, gift þeim er þetta ritar, búsett í Birtinga- holti, börn 5; Arndís Sigríður, gift Skúla Gunnlaugssyni. Þau búa í Miðfelli í Hrunamannahreppi, börn 7; Sigurfinnur, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur. Þau búa á Sel- fossi, börn 4; Ágúst, kvæntur Sig- ríði Eiríksdóttur. Þau búa í Birt- ingaholti, börn 5; Magnús Helgi, var kvæntur Maríu Ragnarsdótt- ur, þau áttu tvo syni. María lést árið 1966. Síðari kona Magnúsar er Guðbjörg Björgvinsdóttir, þau búa í Birtingaholti og eru börn þeirra 3; Móeiður Áslaug, gift Þorleifi Eiríkssyni. Þau búa í Reykjavík og eiga 3 börn. Einnig ólu þau upp að mestu leyti, Ásgeir, son, sem Sigurður átti áður en þau giftust. Hann er kvæntur Jónu Símonardóttur og eru þau búsett í Ameríku og eiga 5 börn. Sigríður var alla tíð elskurík móðir, tengdamóðir, amma og iangamma. Þá er þess að geta að gestagang- ur var mikill í Birtingaholti bæði af skyldum og óskyldum. Þar naut hin mikla gestrisni og hlýhugur Sigríðar sín vel. Þar var alltaf rúm fyrir fleiri, hversu margir sem fyrir voru. Einnig munu gestakomur hafa verið töluverðar í sambandi við hin ýmsu störf, er hlóðust á bónda hennar fyrir sveitina og hin ýmsu félög innan hennar. Eins og flestir vita, sem til þekkja hefur Sigurður fengist við tónsmíðar um áratuga skeið. Ég hygg að Sigríður hafi verið honum mikill styrkur í því starfi. Hún hefur áreiðanlega verið fyrsti áheyrandinn að verkum hans og hennar dómur var mikils metinn. Oft varð ég þess var að loknum konsertum eða öðrum söng, sem Sigurður stjórnaði, að hann vildi heyra hennar álit og mat það mik- ils á hvorn veginn sem það var. Já, það var oft söngur og gleði, sem ríkti í Birtingaholti og þar upp til fjallanna átti Sigríður sitt helgisetur. Þar iifði hún sínar bestu stundir í faðmi fjölskyld- unnar innan um blóm og tré, er hún hafði sjálf ræktað sér til ynd- is og ánægjuauka. Á langri ævi fer ekki hjá því að fólk mæti andstreymi og sorgum. Sigríður fór ekki varhluta af því. Slíkar stundir stóð hún af sér með sterka trú að leiðarljósi. Þegar árunum fjölgar slitnar líkaminn. Sigríður átti við van- heilsu að stríða á síðustu árum og varð að dvelja á sjúkrahúsum af og tii en náði sæmilegri heilsu á milli og dvaldi þá heima. Þá var hún létt og kát og gerði að gamni sínu eins og henni var svo eigin- legt. Síðustu vikurnar dvaldi hún í Borgarspítalanum í Reykjavík og þá oft sárþjáð. Maður hennar dvaldi eins mikið hjá henni þessa síðustu daga og hann gat. Það var henni mikill styrkur. Móeiður, yngsta dóttir hennar, var henni líka mikil stoð og stytta á síðustu dögunum. Hin systkinin heim- sóttu móður sína eins oft og þau gátu því við komið. Við hjónin og yngri dóttir okkar heimsóttum Sigríði þriðjudaginn 10. mai. Þá var hún svo máttfarin að hún gat varla talað. Þó var hugsunin alltaf sú sama hjá henni, bjóða sæti og góðgæti úr konfektkassa, spyrja um barna- börnin og þeirra fjölskyldur. Þegar ég kvaddi hana í síðasta sinn lagði hún hendina á kinnina á mér eins og hún gerði oft við slík tækifæri. Þó hendin væri þreytt og sjúk stafaði frá henni þessi mikla hlýja og kærleikur, sem ein- kenndi líf þessarar góðu konu og við þekktum svo vel, sem næst henni stóðum. Föstudaginn 13. maí gekk Sig- ríður undir mikla skurðaðgerð. Aðgerðin tókst vel en líkaminn var orðinn veikburða og þoldi ekki álagið og andaðist hún aðfaranótt 16. maí sem áður segir. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Hinn 13. maí fæddust okkur hjón- unum tvær sonardætur, tveir ljósgeislar sem ég á ekki betri ósk til handa en að þær megi eignast hjartahlýju langömmu sinnar. Margt er ósagt en hér verður staðar numið. Ég kveð tengdamóð- ur mína með virðingu og þakklæti og bið henni blessunar í nýjum heimkynnum. Tengdaföður mín- um bið ég þess, að hin styrka hönd, sem öllu stjórnar megi styðja hann á ókomnum árum. Útför Sigríðar verður gerð frá sóknarkirkju hennar að Hrepphól- um í dag. Þar á þeim fagra og friðsæla stað, verður hún lögð til hvílu meðal ættingja og vina. — í fjarska leikur Stóra-Laxá sitt volduga tónverk af misjöfnum styrkleik eftir árstíðum. Guðmundur Ingimarsson f dag verður til moldar borin að Eyvindarhólum undir Austur- Eyjafjöllum Ragnhildur Sigurð- ardóttir frá Rauðafelli í sömu sveit. Þar fæddist hún 30. nóvem- ber 1895, þar ólst hún upp og þar dvaldi hún lengst af. Ragnhildur lést 6. mái sl. á Hjúkrunardeild Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg í Reykjavík eftir langt heilsuleysi og ellikröm. Sá, er þetta ritar, átti fáein, síð- búin minningarorð um systur Ragnhildar, Guðlaugu Sigurðar- dóttur frá Skógum, í Morgunblað- inu 8. maí sl., en hún var jarðsett í Vestmannaeyjum 8. apríl sl. Svo undarlega vildi til, að í þessu sama tölublaði birtist einnig dánartil- kynning Ragnhildar, og eru þá lát- in tíu af systkinunum frá Vestur- bænum á Rauðafelli. Aðeins eitt er eftir, bróðirinn Árni Sveinbjörn Kjartan, verkamaður í Vest- mannaeyjum, en hann var yngstur þeirra systkinanna ellefu. Vísast til ofannefndrar greinar, hvað Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu Ifnubili. í dag kveðjum við hinstu kveðju góða og elskulega konu, Sigríði Sigurfinnsdóttur, húsmóður í Birtingaholti í meira en hálfa öld. Hún hefur kvatt þetta jarðiíf og ástvinina alla — að sinni — á þessum dásamlega árstíma, þegar allur gróður er að lifna og veita okkur ánægju og unað. Ég veit að hún hefði kosið sér sjálf að leggj- ast til hvíldar í vorblænum við gróðurilm og fuglasöng og hvað er ljúfara þreyttum líkama en að fá að hvílast. Sigríður unni öllum gróðri og átti ómældar ánægjustundir í skrúðgarðinum við heimili sitt, enda ber hann þess merki með gróskumiklum trjágróðri og þar hafa nú yngri hendur tekið við að hlúa að trjánum hennar og planta nýjum. Hún hafði ákaflega mikla ánægju af að fylgjast með vexti trjánna á brekkunni fyrir ofan bæinn sinn og oft sýndi hún mér út um eldhúsgluggann litla hríslu í brekkunni sinni. Það verður tómlegt að koma á „loftið" og horfa út um gluggann hennar næst og þó, — við eigum svo bjartar og hlýjar minningar um góða konu, móður, ömmu og langömmu að þær hljóta að ylja okkur um ókomna tíð. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt hana að tengdamóður og þakklát fyrir árin, sem við áttum saman, hún var ævinlega veitand- inn í okkar samskiptum og ákaf- lega elskuleg amma. Ég mun aldr- ei gleyma þeirri elskusemi sem hún sýndi litlum sonarsyni, sem dæmdur er til ævilangrar andlegr- ar fötlunar, en þannig var allt hennar viðmót við menn og mál- leysingja. Ég bið guð að bera smyrsl á sár- in og blessa okkur öllum minning- una um hana. Tengdadóttir varðar foreldra þeirra systkina og ættir. Þegar Ragnhildur var tuttugu og tveggja ára gömul, missti hún móður sina og föður sinn þrem ár- um síðar. Svo atvikaðist að hús- stjórnarstörfin á heimilinu lögð- ust á herðar henni, en Sigurður, bróðir hennar, tók við öðrum bús- forráðum. Bjuggu þau systkinin við góðan orðstír á Rauðafelli, þar til Sigurður lést, árið 1960, en þá var jörðin seld. Ragnhildur flutt- ist þá til Reykjavíkur og fékk inni hjá bróðurdóttur sinni, Aðal- björgu Skæringsdóttur, og manni hennar, Hermanni Guðjónssyni á Óðinsgötu 15. Átti hún þar gott atlæti og vinum að fagna, en undi sér ekki fullkomlega við svo breyttar aðstæður. Hún var því mjög ánægð yfir að mega dvelja á sumrum austur á Rauðafelli, hjá nýju húsbændunum þar, frænku sinni Sigurþóru Sigurþórsdóttur og manni hennar, Ástþóri Tryggvasyni. Eiga þau hjón þakk- ir fyrir skilninginn og góðvildina við gömlu konuna, svo og bræður bóndans, þeir Ólafur og Finnur, og allt þeirra fólk. Og fyrst ég er far- inn að nefna vini Ragnhildar með nöfnum, þá má ég ekki gleyma nágrönnum hennar á hinum Rauðafellsbæjunum, þeim raun- góðu hjónum Ragnhildi Guðjóns- dóttur og Jónasi Hjörleifssyni, sem um áratugi voru nánasta samferðarfólkið, ásamt Bergþóru Auðunsdóttur og Sigurþóri Skær- ingssyni, bróðursyni Ragnhildar og öllum börnunum á Rauðafelli. Ragnhildur Sigurðardóttir gift- ist ekki og eignaðist ekki afkom- endur, en hún var barngóð og börn hændust að henni. Fjöldi barna og unglinga hefur hlaupið léttum fót- um um Rauðafellsstéttarnar um daga Ragnhildar og eiga góðar minningar um gæskuríku og gjafmildu konuna í Vesturbænum. Þar voru þau velkomin og áttu sér athvarf. Óg hvað mig áhrærir, þá annaðist hún mig í frumbernsku minni og gekk mér í móður stað Hún amma innfrá er dáin. Allt- af er það svo að dauðinn kemur okkur í opna skjöldu, jafnvel þó vitað hafi verið um tíma að hverju dró. Okkur, barnabörnin hennar framfrá, langar til að flytja henni þakkir fyrir liðna daga. Það er ljúft að láta hugann reika til baka, því við eigum öll í fórum okkar svo mikið af góðum minningum um ömmu sem átti til óendanlega hjartagæsku og blíðu handa öllum barnabörnunum sínum. Hún kenndi okkur margt sem við munum hafa að veganesti alla tíð. Eitt var það í fari hennar sem okkur er öllum minnisstætt og vert er til eftirbreytni, aldrei hall- aði hún orði á nokkurn mannn og tók ævinlega svari lítilmagnans. Hún var tilfinningarík og okkar gleði var hennar og okkar sorg var hennar. Hún amma átti afmæli 11. júlí og er það sá tími sem sumarið er hvað fallegast, næturnar bjartast- ar og blómin skarta sínu fegursta. Það var því snemma siður barn- anna í Birtingaholti að trítla niður að Hundalæk þennan dag og tína vatnasóleyjavönd handa ömmu og færa henni. Alltaf voru hennar viðbrögð eins, hún hefði ekki orðið glaðari þó við hefðum fært henni allt gull heimsins. Kannske tritla einhverjir barnsfætur frá Birtingaholti II. júlí í ár og tína sóleyjar handa ömmu. Hún verður án efa jafn glöð og áður og fylgist vel með frá sínum nýju heimkynnum. Afa okkar sendum við hugheilar samúðarkveðjur og biðjum algóð- an guð að styrkja hann og hugga. Krakkarnir framfrá árum saman, meira og minna. Ég þekkti því mannkosti móðursystur minnar alfarið. Hún var gull af manni. Þegar Ragnhildur var um átt- rætt, varð hún fyrir því slysi að beinbrotna illa. Frá þeim tíma varð hún sjúklingur og varð að dvelja á sjúkrahúsum í Reykjavík upp frá því. Það er erfitt að vera þannig kippt út úr samfélaginu, ef svo má að orði kveða, og miklar þakkir á allt það fólk, sem annað- ist frænku mína í kröm hennar og létti henni lífið með heimsóknum og á annan hátt. Guð blessi því hjartahlýjuna og fórnarlundina. Nú er líkami Ragnhildar Sig- urðardóttur lagður til hinstu hvílu í faðmi ástkærra heimahaga, með- al horfinna ættmenna og vina. Hún er komin heim. Blessuð sé minning Ragnhildar Sigurðardóttur frá Rauðafelli. Trausti Eyjólfsson, Hvanneyri, Borg. Leiörétting í minningargrein í blaðinu í gær um Gunnar Kristján Markússon var sú prentvilla að þar sem standa átti reynsla Gunnars við hin ólíkustu störf, stendur í grein- inni hin ólíklegustu. Þetta skal hér með leiðrétt. t Móöir okkar, ODDNÝ ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, lést í St. Jósepsspítala Hafnarfiröi, fimmtudaginn 19. maí. Börn hinnar látnu. t GUÐRÍDUR D. JÓNSDÓTTIR, frá Tröö Álftanesi, Reykjavíkurvegi 20, Hafnarfirói, lést 19. maí. Magnús Sveinjónsson. Minning: Ragnhildur Sigurðar- dóttir frá Rauðafelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.