Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 39 fólk í fréttum HvaÖ vita þeir verst viö konur? + Karen Elisabeth Doblough heitir ný- kjörin feguröardrottning Norömanna og er frá Hamri. Myndin var tekin þegar tíðindin voru tilkynnt en þau höföu m.a. þau áhrif á Elísabetu, aö þaö steinleið yfir hana. Hún komst þó brátt á fæturna aftur enda ekkert gaman aö fögrum fótleggjum nema hægt sé aö standa í þá. SEAN CONNERY: Aö vera meö konu, sem masar og talar svo hátt, aö sker í eyrun. ANTHONY QUINN: Aö heyra konu tjá mér ást sína þegar ég veit, aö hún meinar þaö ekki. LARRY HAGMAN: Aö hlusta á konu tala illa um aöra konu. JACK LEMMON: Aö koma heim eftir langan og strangan vinnudag og neyöast til aö hlusta á hvers- dagsleg smámál eins og um rifrildi viö hárgreiöslumeistarann. ROBERT WAGNER: Aö fara á veit- ingahús meö konu, sem heimtar aö fá aö vita hvaö ég gef þjóninum mikla drykkjupeninga. FRANK SINATRA: Aö bjóöa konu út aö boröa og sitja síðan einn yfir kaldri steikinni meöan hún flögrar á milli boröa til aö heilsa upp á vini stna. KRÓNURÚT PNIips gufugleypar. MEÐ KOLASÍU EÐA FYRIR ÚTBLASTUR. VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR í SAMNINGUM. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8 -15655 rw 2000 KRÓNUR ÚT Philips sólarium. LJÓSALAMPI TIL HEIMILISNOTA. VK) ERUM SVEIQJANLEGIR I SAMNINGUM. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 HJÓLREIÐADAGURINN MIKLI ♦ ♦ ♦ TIL STYRKTAR FOTLUÐUM BÖRNUM er hafin Öllum ágóða varið til uppbyggingar dvalarheimilis fyrir fötluð börn. Við heitum á alla með stuðning. Takið vel á móti söfnunarfólki. Margt smátt gerir eitt stórt. Söfnunargögn má ná í á skrifstofu Styrktarfélags lamaöra og fatlaðra aö Háaleitisbraut 11 — 13. HJÓLREIÐADAGURINN 28. MAI 1983 ♦ ♦ ♦ STYRKTARFÉLAG LAMADRA OG FATLAÐRA m SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN skelltu saman hælum á hverju horni og heilsuðu gestum húsbóndans. Umgjörðin um einvaldann er í sama stíl og efni kenn- ingarinnar. Þegar Djilas gengur af þessum síðasta form- lega fundi sínum með Stalín, hugsar hann með sjálfum sér: Stalín lifir í valdakerfi Sovétríkjanna. Þaðan talar andi hans og mun alltaf gera. Andi marxismans. Kerfið og kenningin kalla slíkan mann í þjónustu sína. Persónu- gerast í honum. Hann er söguleg nauðsyn Karls Marx. Og engin tilviljun. Stalín hefur lagt höfuðáherzlu á iðnþróun í Sovétríkj- unum. Og rutt öllum hindrunum miskunnarlaust úr vegi. Nú hefur stefna hans borið ávöxt. Ekki í velmegun þegn- anna, síður en svo, heldur í föðurlandsstríðinu mikla. Án þessarar stefnu hefði aðalvígi heimskommúnismans hrun- ið til grunna. Án hennar og hernaðaraðstoðar Banda- ríkjamanna. Með síðara atriðið er farið eins og manns- morð, en enginn iiggur á fyrra atriðinu: Það var einmitt um þetta, sem við rifumst við Trotsky og Búkharín, segir Stalín hróðugur við hvern sem er. Grimmdin er sjálfsvörn. Hún réttlætist af sögulegri nauðsyn kenningarinnar. Stalín veit hann fellur vel inn í hlutverk sitt. Sigurinn er eini sannleikurinn. Sá einn er sekur, sem tapar! Stalín er sigurvegari mestu styrjaldar þjóðarinnar, hrikalegustu styrjaldar heimssögunnar. Hann hefur nú bókstaflega náð öllum markmiðum sínum nema einu: að veita þegnunum hamingju, jafnrétti. Hlú að bræðralagi. Nadzheda Mandelstam situr í litlu kytrunni og heldur áfram að skrifa minningar sínar: Þeir hafa fengið vodka í stað hamingju, skrifar hún nú af því raunsæi, sem henni einni er í blóð borið. En nú er Osip dauður. Horfinn í túndruna. Hamingjan verður að bíða betri tíma. Kemur af sjálfu sér, þegar Atlantshafið blasir við Rauða hernum. Og nýr Sovétmaður tekur við stjórninni. Nýr guð í tilraunaglasi kommúnismans. Guð tækni og vélmenningar. Ekki ein- ungis í Sovétríkjunum, heldur öllum löndum. Þegar til- finningar heyra gömlum tíma til. Þær eru fyrir kvenfólk! Og orð eins og eymd, samvizka, ást eru strikuð út úr daglegu máli. Þörf kerfisins persónugerð í Stalín sjálfum er hið eina, sem máli skiptir. Þegar Rauði herinn stendur við Atlantshaf, hrynja Bandaríkin í rúst fyrir augum alvaldra arftaka Ivans mikla. Þessi hugsýn eykur Stalín trú á þjóðfélagið, sem Lenin ungaði út og hann hefur sjálfur gert að veruleika. Með óbilandi hörku, miskunnarleysi, sem helgast af tak- markinu. Það er mátulegt á Putlendinga að vera eins og lús milli nagla. Finnland, það eru smámunir! Rétt hjá Molotov. En nú hefur sletzt upp á vinskapinn milli þeirra. Það er ekki hægt að komast hjá því að hafa Polínu í fangelsi. Síonista! Molotov verður að skilja það. En hann skilur það ekki alveg. Kemur ekki lengur í kvöldmáltíðir. Er ekki boðið. Nú segir enginn neitt lengur á þeim samkundum nema hafa heyrt fyrst skoðun Stalíns. Ekki orð! Bería treður sér því kænlega inn í það tómarúm tor- tryggni og einveru, sem myndast í lífi Stalíns við andlát Nadya. Slunginn liðsmaður Dofrans í Kreml, þar sem einkunnarorðin eru: Þursi, ver sjálfum þér nægur! Og feiknstafir svigna í brosi. En einveran er Stalín ekki einvörðungu þreytandi, ófrjó endurtekning, heldur nauð- synlegt skjól. Ein tegund af frelsi. Og Bería reynir að vernda það frelsi. Stalín hefur að vísu engan tíma til að skrifa lengur. Hann er of önnum kafinn við annað. En sú var tíðin, að hann sat við skrifborð og lagði línuna sjálfur. Hann er stoltur af því. Og þá ekki sízt af Grundvelli leninismans, sem á að sjálfsögðu rætur í marxisma Lenins. Hann er leiðtogi okkar, kennari — allt, hrópar hann við kvöldmál- tíðarborðið þegar erlendir kommúnistar eru í heimsókn — og skálar fyrir Lenin. Og samhengi sovézks sósíalisma! Þar er bolshevismi ekki eitt og marxismi citthvað annað. Hcldur einn og sami farvegurinn. Sami jarðvegur. Sama FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.