Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 48
Berið BONDEXI á viðinn málninglf LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 .^^skriftar- síminn er83033 Tryggja , Asgeir KSI að kostn- aðarlausu knaUspyrnusamhandi íslands barst gód gjöf í gærdag. Fyrirtæk- ið Keykvísk endurtrygging hf. færði KSÍ gjafabréf sem hljóðaði uppá það að Reykvísk endurtrygg- ing hf. tryggir Asgeir Sigurvinsson endurgjaldslaust fyrir upphæð sem nemur 1 milljón vestur- þýskra marka í hverjum landsleik sem hann spilar á næstunni. Þá mun Reykvísk endurtrygging hf. tryggja aðra leikmenn, sem koma frá erlendum félögum og verði sú krafa gerð að upphæð 250 þúsund vestur-þýskum mörkum. Fyrirtækið Reykvísk endur- trygging hf. lítur á þetta sem sitt framlag til knattspyrnumál- anna í landinu og vonast til þess að þetta verði til þess að KSÍ takist að fá þá leikmenn sem spila í V-Þýskalandi til þeirra landsleikja sem hér fara fram í sumar. Sjá íþróttasíðu. Látinn eftir umferðarslys LÁTINN er eftir umferðarslys, Jónas Þórður Guðjónsson, sextug- ur að aldri, til heimilis að Máva- hlíð 31 í Reykjavík. Hann var fæddur 1. janúar 1923. Jónas heit- inn varð fyrir bifreið á Miklubraut til móts við Reykjahlíð þann 16. marz síðastliðinn. Hann komst aldrei til meðvitundar. MorgunblaAið/ Emilla B. Bjðrnsdóttir Unnur Steinsson Fegurðardrottning Islands Unnur Steinsson, tvítug stúlka af Seltjarnarnesi var I Steinunn Bergmann, númer fjögur Katrín Hall og í krýnd FegurÖardrottning íslands á Broadway á miö- fimmta sæti Anna María Pétursdóttir. Ungfrú Reykja- nætti í nótt. íööru sæti varö Kristín Ingvadóttir, þriöja | vík var kjörin Steinunn Bergmann. Haukur GK á strandstað Skutttogarinn Haukur GK 25 á strandstað rétt utan Sandgerðishafnar. Engin slys urðu á mönnum og virtist skipið lítið sem ekkert skemmt í gær. Reyna átti að ná því á flot á flóði í nótt. Sjá nánar á bls. 2 í dag. Morgunblaðið/ HK. Hald lagt á heróín í fyrsta sinn á íslandi FÍKNIEFNALÖGREGLAN hefur þaö sem af er þessu ári lagt hald á 20 grömm af kókaíni og 1 gramm af heróíni. Er þetta í fyrsta sinn sem lagt er hald á heróín hér á landi af fíkniefnalögreglunni. Og aldrei fyrr hefur magnið af kókaíni verið svona mikið. Að sögn Gísla Björnssonar hjá fíkniefnalögreglunni er hætta á að kókaín og heróín komi hingað til lands í kjölfar þeirra kannabis- efna sem hér hafa verið í notkun á undanförnum árum, og þróunin hér verði svipuð og í Danmörku og Noregi, en þar eru þessi efni tals- vert notuð af eiturlyfja- neytendum. Gísli sagði að markaðsverð af kókaíni hér á landi væri á bilinu 3.500 til 4.000 krónur grammið. Efnum þessum er aðallega smygl- að til landsins í póstsendingum, en þau hafa líka verið gerð upptæk á farþegum sem hafa komið hingað til lands frá Danmörku, Luxem- borg og Hollandi. Það sem af er árinu 1983 hefur lögreglan lagt hald á um þrjú kíló af kannabisefnum og jafnframt Aukning umferðarslysa 1976—80: ísland í hópi vanþróaðra þjóða AUKNING umferðarslysa á íslandi á árabilinu 1976-80 nam 13.4% í heildina tekið og er það mesta aukning sem verður í F]vrópuríki á þessu tímabili. Næstir okk- ur í röðinni eru Svisslend- ingar með 8.9% aukningu eða 4.5% minni aukningu en við erum með. hessar upplýsingar koma fram í „Journal of Traffic Medi- cine“, vol. 11, No. 1/1983. Erum við í hópi með mörg- um vanþróuðum þjóðum hvað aukningu umferðar- slysa snertir, sem og þau Evrópuríki og næst okkur eru. Aftur á móti fækkaði um- ferðaslysum í mörgum Evrópu- ríkjum. í Danmörku til dæmis fækkaði umferðaslysum um hvorki meira né minna en 22.2%. Sameiginlegt með þeim Evr- ópuþjóðum þar sem aukning verður á umferðarslysum, er að bílbeltanotkun er þar í lágmarki, en þó verður að hafa þann fyrir- vara á, að allur samanburður er erfiður, þar sem margir þættir spila inn í. Almennt má segja að um aukningu umferðarslysa sé að ræða meðal vanþróaðra þjóða, en um fækkun að ræða meðal þróaðra þjóða. lagt hald á tuttugu og fimm kannabisplöntur, sem reynt hefur verið að flytja inn til ræktunar. Þá hafa verið tekin 30 grömm af amfetamíni. Eigendur Sjóla sýknaðir EIGENDUR togarans Sjóla RE 18 voru í gærdag sýknaðir í Sakadómi Hafnarfjarðar fyrir að hafa stundað meintar ólöglegar veiðar um 8 sjómfl- ur vestur af Garðsskaga. Niðurstaða dómsins var sú, að Sjóli RE sé með 950 hestaafla vél og hafl því stundað löglegar veiðar. Þegar Sjóli var skráður hér, var vélin talin 950 hestöfl. Hins vegar brá svo við, að ári síðar var skipið skráð með 1.200 hestaafla vél af Siglingamálastofnun. Ekki var tal- ið, að lögformlega hafi verið staðið að þeim breytingum. Til þess að vera skráð sem bátur, verður skip að vera styttra en 37 metrar og hafa vél undir 1.000 hest- öfl. Stærri skip og vélarmeiri eru skráð sem togarar, en þeim er ein- mitt bannað að stunda veiðar þar sem Sjóli var tekinn. Deilan stóð því um hvort Sjóli væri skráður bátur eða togari í bókum. Dóminn kváðu upp Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, Viðar Þórðarson, skipstjóri og Hans Linn- et, vélstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.