Morgunblaðið - 25.05.1983, Page 1

Morgunblaðið - 25.05.1983, Page 1
68 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 115. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Staðan á miðnætti í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar: Samningar á lokastigi Flokksráðs- og miðstjórnarfundir í dag Á MIÐNÆTO í nótt um það leyti sem Mbl. fór í prentun voru samningar á lokastigi rnilli þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar og var þá reiknað með að ríkisstjórn þeirra gæti tekið við á morgun, fimmtudag. í dag, miðvikudag, kemur flokksráð Sjálfstæðis- flokksins saman til fundar kl. 16 og miðstjórn Framsóknar- flokksins er boðuð til fundar á sama tíma, en flokksstofnanir þessar taka endanlega afstöðu til þátttöku flokkanna í ríkis- stjórnum. Þingflokkur Alþýðuflokksins sem verið hefur í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki ákvað á þingflokksfundi sínum í gær að vera ekki með í frekari stjórnarmyndunarviðræð- um. Samkvæmt heimildum Mbl. höfðu alþýðuflokksmenn farið fram á að fá þrjú ráðherraemb- ætti og þrjú ráðuneyti, sem hinir flokkarnir gátu ekki fallist á. Eið- ur Guðnason sagði aftur á móti á blaðamannafundi í gær, að engar kröfur eða skilyrði hefðu komið fram um ráðherraembætti af þeirra hálfu nú, og alþýðuflokks- menn gáfu út þá yfirlýsingu á fundinum að fyrirhugaðar efna- hagsaðgerðir hefðu ráðið afstöðu þeirra. Frá því að Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins skilaði stjórnarmyndunarumboði sfnu til forseta íslands síðdegis sl. laugardag hafa þingmenn Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks setið á stöðugum fundum, eða þar til í gær, að alþýðuflokksmenn ákváðu að hætta viðræðum. Drög að stjórn- arsáttmála lágu fyrir nokkuð full- mótuð um það leyti er Alþýðu- flokkurinn ákvað að hætta þátt- töku, en þegar sú afstaða lá fyrir þurfti að breyta þeim nokkuð. Á miðnætti voru nokkur atriði varð- andi efnahagsaðgerðir 1. júní enn til umræðu og Ijóst að unnið yrði fram eftir nóttu að nánari út- færslu. Skipting ráðuneyta hefur verið rædd innan þingflokkanna, en engar endanlegar ákvarðanir teknar. Framsóknarmenn hafa samkvæmt heimildum Mbl. farið fram á að fá fimm ráðherra á móti fimm frá Sjálfstæðisflokki, en sjálfstæðismenn helst hallast að skiptingunni fimm til handa Sjálfstæðisflokki en að Framsókn- arflokkur fái fjóra í samræmi við þingstyrk flokkanna, þ.e. að fækk- að verði um einn ráðherra, en þeir eru nú tíu. Samhliða því fái Sjálfstæðisflokkur sjö ráðuneyti en Framsóknarflokkur fimm. Sjá miðopnu: Ummæli Geirs Hall- grímssonar og Steingríms Her- mannssonar og frásögn af blaða- mannafundi Alþýðuflokksins. Geir llallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins, ganga til fundar í Alþingis- húsinu. Ljósm: Mbl. ÓI.K.M. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings: í MX-flaugarnar samþykktar Einn mótmælendanna sparkar táragashylki meó tilþrifum í átt til foðurhús- anna. Átök í París l'arís, 24. maí. AP. LÖGREGLA beitti í dag táragasi og vatnsdælum til þess að reyna að sundra hópi tíu þúsund mótmælenda skammt frá þinghúsinu, þar sem verið var að ræða umdeilt umbótafrumvarp f málefnum háskólanna. Þetta var sú stærsta þriggja mót- mælagangna, sem stúdentar efndu til í París í dag. Að sögn sjónarvotta grýttu stúdentarnir steinum, flösk- um og nánast öllu tiltæku að lögreglumönnum, sem reyndu að hrekja mótmælendurna frá Invalid- es-svæðinu. Reistu stúdentarnir götuvígi, sem þeir síðan lögðu eld að. „Þetta er gerólíkt stúdentaóeirð- unum 1968,“ sagði leiðtogi mótmæl- endanna, Olivier Esquirol. „Þá var um að ræða byltingartilraun sósíal- ista í því augnamiði að kollsteypa ríkisstjórninni. Hér er á ferð óháð mótmælahreyfing með allt önnur markmið." Washington, 24. maí. AP. ENN einni hindruninni var rutt úr vegi varnarmálastefnu Ronald Reag- ans í kvöld þegar fulltrúadeild Banda- ríkjaþings samþykkti í kvöld með 239 atkvæðum gegn 186 þá áætlun forset- ans að verja 625 milljónum dollara til þróunar og tilrauna á MX-flaugunun umdeildu. Atkvæðagreiðsla þessi hefur í för með sér bráðabirgðasamþykkt þingsins á 17 milljarða dollara heildaráætlun varðandi MX-flaug- arnar. Atkvæðagreiðsla fulltrúa- deildarinnar í dag þýðir það einnig, að flugherinn getur nú þegar hafið tilraunir með MX-flaugarnar. Talið er næsta víst að öldungadeild þings- ins samþykki áætlunina i atkvæða- greiðslu sinni annað kvöld, miðviku- dagskvöld. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni. Demókratar eru i meirihluta í fulltrúadeildinni, en talið er að það hafi fyrst og fremst verið fyrir per- sónulegar viðræður forsetans við einstaka þingmenn deildarinnar, að atkvæðagreiðslan fór á þann veg, sem raun bar vitni í kvöld. Fyrr í dag töldu bæði fulltrúar demókrata og repúblikana, að mjög mjótt yrði á mununum. Reagan sagði í grein, sem birt var í Washington Post í dag, að at- kvæðagreiðslan um MX-flaugarnar væri annað og meira en ákvörðun um hernaðartæki. Hér væri verið að greiða atkvæði um hvort hægt væri að efla friðinn í heiminum í ljósi þeirra vopnasáttmála, sem gerðir hefðu verið. Herforingi grun- aður um njósnir Stokkhólmi, 24. maí. Frá Gudfinnu Ragnarsdottur, fréttaritara Morgunbladsins. .'qilKKIHMIIII, Ó4. IMI. r TB ViUIMIIIIIU l\aþ;iiarMI HÁTTSETTIJR herforingi í sænska hernum er nú grunaður um njósnir. Herforinginn vinnur við flotadeild hersins og var handtekinn fyrir skemmstu þegar hann sótti peninga, scm pólska sendiráðið hafði greitt honum fyrir hernaðarlegar upplýs- ingar. Pólska sendiráðið hafði áður gert sænsku leynilögreglunni við- vart og fékk lögreglan það til þess að taka þátt í leiknum. Herforing- inn var svo gripinn þegar hann ætlaði að sækja 25.000 sænskar krónur, sem biðu hans í ákveðnu pósthólfi. Herforinginn hefur neitað öllum sakargiftum. Dómsmálaráðherr- ann, Ove Reiner, sagði í kvöld, að ekki væri trúlegt, að herforinginn hefði náð að selja upplýsingar, sem skaðað gætu Svía.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.