Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 Schltiter svarar gagnrýni í Pravda Reykur stígur upp af einu þeirra reyrhúsa, aem eyAilðgðust f loftáris Suður-Afrfkumanna i mánudagsmorgun i Mawola, eina af útborgum Maputo höfudborgar Mozambique. Kaupmannahofn, 24. maí. Frá fréttaritara MorgunblaAsins, Ib Biörnbak. POUL Schliiter, forsætisrád- herra Danmerkur vísaði í dag afdráttarlaust á bug gagnrýni, sem fram hefur komið í Pravda, málgagni sovézka kommúnista- flokksins, á danska forsætisráð- herrann. Mjaldurinn í Lima- firði náðist ekki Kaupmannahöfn, 24. maí. AP. Hvalbjörgunarmenn þeir, sem reynt hafa að bjarga mjaldinum, er lokaðist inni á Limafirði í Danmörku, urðu að hægja á björgunaraðgerðum sínum að sinni um helgina. Þá gerðu þeir ítrekaðar tilraunir til þess að ná hvalnum til þess að koma honum út á rúmsjó, en allar fóru þær út um þúfur Rétt eins og Moby Dick í sögu Hermanns Melville, reyndist mjaldurinn ofjarl elt- ingarmanna sinna, því að hann reif í sundur net þau, sem lögð höfðu verið fyrir hann og flúði síðan úr augsýn. Hvalurinn hefur nú verið lokaður inni á Limafirði í viku og þeir, sem þekkingu hafa á þessum dýrum, telja ólíklegt, að honum muni takast á eigin spýtur að finna leiðina út úr firðinum, en búast má við, að sjórinn þar verði of heitur fyrir dýrið, þegar kemur fram á sumarið. Eðlileg heimkynni mjaldursins er íshafið og þetta er í fyrsta sinn allt frá árinu 1903, sem mjaldur sést við Danmörk. Loftárás S-Afríku á Mozambique fordæmd London, 24. maí. AP. FRANCIS Pym, utanríkisráðherra Bretlands kvaðst í gær harma loft- árás Suður-Afríkumanna á Mozam- bique og lýsti henni sem broti á „fullveldi landsins". Þá fordæmdi Pym jafnframt það ofbeldi, sem átt hefði sér stað sl. föstudag í Pretoriu, höfuðborg Suður-Afríku, en þá varð þar mikil sprenging, þar sem 17 manns biðu bana og nær 20 særðust I f loftárás Suður-Afríkumanna á ; mánudag á Mabuto, höfuðborg Mozambique, biðu sex óbreyttir Veður víða um heim Akureyri 5 alskýjað Amiterdam 15 skýjað Aþena 27 heiðskírt Barcelona 16 heiðrikt Berlin 16 rigning BrUssel 18 rigning Chicago 20 skýjað Dyflinni 13 skýjað Feneyjar 20 skýjað Frankfurt 12 rigning Genf 10 rigning Helsinki 17 heiðskirt Hong Kong 26 rigning Jerúsalem 26 heiðskírt Jóhannesarborg 9 heiðskírt Kairó 33 hoiðskírt Kaupmannahöfn 16 skýjað Las Palmas 21 léttskýjað Lissabon 18 heíöskirt London 17 skýjað Los Angeles 26 skýjað Madríd 21 heiðskírt Malaga 19 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Mexíkóborg vantar Miami 29 heiðskírt Moskva 27 heiðskírt Nýja Dehlí 31 skýjað New York 26 heiðskirt Osló 14 skýjað París 18 skýjaö Perth 21 skýjað Rio de Janeiro 31 skýjað Reykjavik 9 skýjað Rómaborg 22 heiðskfrt San Francisco 18 heiðskírt Stokkhóimur 18 heiðskírt Sydney 18 rigning Tel Aviv 26 heiðskírt Tókýó 25 skýjað Vancouver 20 heiðskírt Vínarborg 22 rigning Þórshöfn 7 alskýjað borgarar bana en 30 særðust sam- kvæmt frásögn AIM, hinnar opinberu fréttastofu landsins. Suður-Afríkumenn segjast hins vegar aðeins hafa gert árásir á stöðvar afriska þjóðarráðsins til þess að svara sprengingunni í Pretoriu á föstudag, sem hafði verið gerð að undirlagi þjóðar- ráðsins. Hafi flugvélar Suður- Afríku beitt eldflaugum og vélbyssuskothríð og fellt 41 skæruliða afríska þjóðarráðsins, 17 hermenn Mozambique-stjórnar og auk þes hefðu 6 óbreyttir borg- arar fallið. í frétt AIM sagði, að þrír þeirra, sem létust, hefðu verið starfsmenn í ávaxtaverksmiðju. Einnig hefði sex ára gamalt barn verið í hópi þeirra, sem létust. Javier Perez de Cuellar, aðal- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, að þessi síð- ustu voðaatburðir í Suður-Afríku sýndu betur fram á en nokkru sinni fyrr, hvílík nauðsyn væri á að finna friðsamlega lausn á vandamálum þessa heimshluta. Kvaðst hann harma þessa atburði og síðdegis í gær hélt hann sér- stakan fund með Joaquim A. Chissano, utanríkisráðherra Mozambique til þess að kynna sér betur afleiðingarnar af loftárás- um Suður-Afríkumanna. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins, John Hughes, sagði í dag, að harma bæri síðustu Lundúnum, 24. maí. AP. UTLÆGI sovéski rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn segir að vera hans fyrir utan föðurland sitt hafi gert sig svartsýnan um að Vest- urlöndum takist að halda aftur af kommúnisma og hann segist þess fullviss að ekki sé hægt að afstýra styrjöldum. Solzhenitsyn, sem býr í Ver- mont sagði þetta í viðtali við Bernard Levin hjá Lundúnablað- inu Times þegar hann var staddur í Lundúnum fyrr í þessum mánuði ofbeldisatburði, sem átt hefðu sér stað í Mozambique og Suður- Afríku og lagði hann áherzlu á, að finna yrði leið sem fyrst til þess að hefja friðsamlegar viðræður milli þessara landa til lausnar deilu- málum þeirra. til að veita Templeton-verðlaun- um viðtöku fyrir starf hans að trúmálum. Hann segir í viðtalinu að mögu- legt sé að baráttan gegn kommún- isma taki miklu lengri tíma en áð- ur var talið og að hann leggi traust sitt á þá sem þegar hafa gengið í gegnum þá hræðilegu lífsreynslu, sem fylgir algjörri kúgun, og hafi ekki verið brotnir á bak aftur. „Pravda mælir með þvi við for- sætisráðherra Danmerkur, að litið verði á kafbátmálið í Svíþjóð sem tilbúning og heldur því fram, að við séum að æsa upp stríðsand- rúmsloft á Norðurlöndum. Þetta er afkáraleg fullyrðing. Við treystum þeim upplýsingum, sem okkur eru gefnar af norskri og sænskri hálfu varðandi sovéska kafbáta. Ekki verður gengið fram hjá þeim döpru staðreyndum, sem gerðir Sovétmanna fela í sér,“ sagði Schlúter í dag. Ekki verði litið öðru vísi á þessa árás í Pravda en tilraun til þess að hafa áhrif á tengsl Noregs og Dan- merkur við Nato og að því er Sví- þjóð snerti feli hún í sér gróft brot gagnvart hlutleysi landsins, sagði Schlúter ennfremur. Varðandi framtíð Vesturlanda sagði Solzhenitsyn: „Ef við gerum ráð fyrir að ekki komi til stríðs, og ég neita að hugsa málið á þann hátt þar sem ég tel að stríð — ekki kjarnorkustríð, en stríð samt — sé óumflýjanlegt. í þessu sambandi á ég við allar innbyrðis styrjaldir, öll hin svokölluðu frelsisstríð og ég tel að margar þjóðir í Evrópu séu ekki langt frá því að upp úr sjóði á þann hátt. Obreytt ástand mun ekki haldast." Gengi 16.5. '83 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ AÐ TRYGGJA SÉR ÞENNAN VINSÆLA BÍL Á VERÐI SEM EKKI KEMUR AFTUR VERÐ FRA KR. 201.000. honda á íslandi — vatnagörðum 24 — sími 38772 — 39460 Solzhenitsyn svartsýnn á framtíð Vesturlanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.