Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAf 1983 19 Eusebio kemur í stjörnuleikinn EINS og frá hefur veriö sagt kem- ur þýska liðið Stuttgart með Ás- geir Sigurvinsson í broddi fylk- ingar hingað til lands í boði Vík- ings í júní og leikur hér tvo leiki. Sá fyrri verður við Víking 9. júní og hinn síðari 11. júní gegn sér- stðku stjörnuliði. Von er á miklu stjörnuflóði í þann leík og nú er öruggt með eina stórstjörnu: portúgalinn Eusebio. Eusebio hefur einu sinni áöur leikiö hér á Laugardalsvellinum, áriö 1968, þegar nær tíundi hver íslendingur mætti á völlinn sem frægt varö — og Valsmenn geröu markalaust jafntefli viö portú- gölsku snillingana. Eusibio var þá af mörgum talinn besti knatt- spyrnumaöur heims, en hann sló í gegn í heimsmeistarakeppninni í Englandi 1966. Hann starfar nú sem þjálfari hjá Benfica. Hann mætir atný á Laugardalsvöllinn 11. júní í sumar, þar sem hann mun leika meö stjörnuliði Víkings gegn Stuttgart. Bein útsending kl. 18.00: „Erum komnir til að sigra“ — sagði Manny Kaltz hjá Hamborg TVÖ stórlið leika til úrslita í Evr- ópukeppni meistaraliöa í knatt- spyrnu í kvöld. Juventus og Ham- burg. Hvorugt þessara þekktu liða hefur tekist að vinna hinn eft- irsótta titil. Juventus lék til úrslita í þessari keppni fyrir 10 árum en tapaði þá fyrir Ajax. Hamburg tapaði fyrir Notthingham Forest árið 1980. (Sjá úrslit á bls. 23.) Leikurinn í kvöld er því afar mik- ilvægur fyrir bæöi liöin. Juventus er taliö sigurstranglegt — enda í liöinu sex úr heimsmeistaraliöi ítala, auk Michel Platini, Frakkans snjalla, og Pólverjans Zbigniew Boniek. Juventus tapaði ekki ein- um einasta leik á leiöinni í úrslit, en Hamburg tapaöi heimaleiknum gegn svoéska liöinu Dynamo Kiev. Búist er viö aö liöin veröi þannig skipuö: Hamburg: Stein, Kantz, Wehmeyer, Hieronymus, Jakobs, Groh, Rolff, Milewski, Magath, Hrubesch, von Heesen. Juventus: Zoff, Gentile, Cabrinl, Bonini, Brio, Scirea, Bettega, Tardelli, Rossi, Platini, Boniek. Þaö verður Hieronymus sem fær þaö hlutverk aö gæta Rossi í leikn- um í kvöld. Þaö kemur í hlut Mag- ath aö senda háar sendingar inn í vítateiginn á Hrubesch. Koma beggja liöa vakti mikla athygli í Grikklandi. Leikur liðanna fer fram á stórglæsilegum nýjum leikvangi í Aþenu, sem tekur 80 þúsund áhorfendur og er uppselt á leikinn. Miöar á svörtum markaöi ganga á 200 dollara. Reiknaö er meö því aö grískir áhorfendur haldi meö Juv- entus. Þá munu rúmlega 40 þús- und Italir vera mættir á staöinn til aö hvetja sína menn. Þaö veröur þvi á brattann aö sækja hjá þýsku leikmönnunum. Viö komuna í gær til Aþenu sagöi Manny Kaltz. „Viö erum komnir til aö sigra, og erum tilbún- ir aö slaginn." „Viö erum fullir af sjálfstrausti og ætlum okkur meö bikarinn heim,“ sagöi Hrubesch viö fréttamenn AP. Sjá bls. 23 Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum: Jón Páll fékk silfrið Setti glæsilegt íslandsmet á mótinu • Jón Páll Sigmarsson hreppti silfurverðlaun á Evrópumeistara- mótinu í kraftlyftingum sem fram fór um sfðustu helgi. JÓN Páll Sigmarsson kraftlyft- ingamaður úr KR vann silfur- verðlaun í sínum þyngdarflokki á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Mariehamn á Álandseyjum um síðustu helgi. Þátttakendur frá 12 þjóðum tóku þátt í mótinu sem fór mjög vel fram. Auk Jóns keppti Kári Elísson á mót- inu. Árangur Jóns er mjög góð- ur, setti hann íslandsmet á mót- inu og reyndi við Evrópumet. Kára mistókst aö lyfta byrjun- arþyngd sinni í bekkpressu, 150 kg, og féll úr keppni. Hér heima haföi hann skömmu áöur lyft 161 kg í næsta flokki fyrir ofan. í flokki Jóns voru 9 keppendur og var Jón talinn hafa viö þeim öllum nema finnska keppandan- um Aatos Nevenpáá, sem fyrir mótiö átti svipaöan árangur og Jón, en var nú á heimavelli. Jón Páll lyfti í fyrstu greininni 340 kg í fyrstu tilraun, 350 kg í annarri og lyfti glæsilegu Is- landsmeti í 357,5 kg í sinni síö- ustu. Finninn byrjaöi svo á 365 kg, fór svo í 385 kg og tóku þar viö mikil hvatningaróp fjölmargra áhorfenda. 392,5 kg var síöan of mikiö. I bekkpressunni byrjaöi Jón Páll á 220 kg, fékk svo ógilt á 225 kg, en í síöustu tilraun var 227,5 kg gild lyfta. Finninn lyfti þremur gildum lyftum 225 kg, 230 kg og 235 kg. Eftir tvær greinar var Jón Páll meö 585 kg í samanlögöu, en Finninn 620 kg, svo sigur var vonlaus. Jón stefndi því að silfur- verölaunum og geröi þaö meö fyrstu lyftu sinni í réttstööulyftu, 340 kg. Finninn lauk réttstööu- lyftunni með 345 kg og var því meö í samanlögðu 965 kg, sem er glæsilegt Evrópumet. Jón Páll reyndi þessu næst aö bæta Evr- ópumetiö í réttstööulyftu og voru sett á stöngina 365 kg, en þaö mistókst. Samanlagöur árangur Jóns var því 925 kg, en þriöja sætiö vann Hollendingurinn Ad Wolders lyfti 900 kg. Sigurvegarar í 8 þyngstu flokkunum voru eftirtaldir: 67,5 kg fl.: Pengelly 680 kg; 75 kg fl.: Alexander 760 kg; 82,5 kg fl.: Backlund Svíþjóö 790 kg; 90 kg fl.: Mattsson Svíþjóö 890 kg; 100 kg fl.: Stevens Bretlandi 905 kg; 110 kg fl: Kivi Svíþjóö 922,5 kg; 125 kg fl.: Nevenpaa' Finn- landi 965 kg; + 125 kg fl:Kerr Bretlandi 982,5 kg. Atli oa Pétur koma ekki A Landsliöshópurinn í knattspyrnu fyrir leikinn við Spán á sunnudaginn var tilkynntur í gær. Kom þé I Ijós að hvorki Pétur Ormslev né Atli Eð- valdsson eru í hópnum, þar sem þeir sjé sér ekki fsrt aó gefa kost é sér að þessu sinni. Þeir félagar eru aö leika meö liöi sínu, Fortuna Dusseldorf daginn fyrir Spánarleikinn, og vilja þvi ekki hætta á aö missa sæti sitt í liöinu komi þeir hingaö til lands í landsleikinn. Hópurinn sem valinn hefur veriö er þannig: Þorsteinn Bjarnason IBK Guömundur Baldursson Fram Viöar Halldórsson FH Ólafur Björnsson UBK Siguröur Lárusson ÍA Janus Guölaugsson FH Sævar Jónsson CS Briigge Ragnar Margeirsson CS Brugge Arnór Guöjohnsen Lokeren Pótur Pótursson Antwerpen Gunnar Gíslason KA Ómar Torfason Víkingur Árni Sveinsson ÍA Lárus Guömundsson Waterschei Heimir Karlsson Víking Siguröur Björgvinsson ÍBK Leikurinn hefst kl. 14.00 á sunnudag og hefst forsala aö honum á Lækjar- torgi kl. 12.00 á föstudaginn. Einnig veröur forsala á nokkrum stööum úti á landi og þess var getiö aö 25% afslátt- ur veröur gefmn af flugfari á leikinn utan af landi. Nánar síöar. • Oddur Sigurðsson «r Iðinn við kolann þoasa dagana og satur hvert íslandsmetiö af öðru. „Ánægður með þetta hlaup" — segir Oddur Sigurðsson KR, sem setti aftur íslandsmet í 400 m hlaupi „ÉG ER ánægður með þetta hlaup, en vonast bara til að eiga eftir að gera betur í sumar,“ sagði Oddur Sigurðsson spretthlaupari úr KR í samtali viö Morgunblaöiö, en hann bætti íslandsmetið í 400 metra hlaupi aöra helgina í rðö, hljóp á 46,49 sekúndum í Austin í Texasá sunnudag. „Ég er alltaf ánægöur þegar ég bæti mig og held að ég eigi eitthvað inni. Það háði mér t.d. í þessu hlaupi aö ég hljóp á fyrstu brauf, en þaö er erfiöara en að vera i þriðju eða fjóröu braut," sagöi Oddur. Oddur varö annar í sínum riöli og sjötti af 24 keppendum á mót- inu í Austin. Siöar í mótinu hljóp skólasveit háskólans í Austin 4x400 metra boöhlaup á nýju skólameti, 3:03,33 mínútum, sem er næstbezti árangur háskólasveit- ar í Bandaríkjunum t vor. „Við hlökkum til háskólameist- aramótsins í næstu vlku, því þótt Baylor-sveitin hafi hlaupiö mjög snemma í vor á 3:01,98 þá höfum vió unniö hana tvisvar upp á síö- kastió og gerum okkur því góöar vonir um verölaunasæti. En þaö er hart barist á mótinu og allt lagt í sölurnar. Vió ætlum aö leggja okkur fram en þaö veröur bara aö koma í Ijós hvernig gengur," sagöi Oddur. Á mótinu í Texas á sunnudag sigraöi Einar Vilhjálmsson UMSB í spjótkasti, kastaði 80,02 metra. „Einar er sterkur þótt köstin yröu styttri en efni stóöu til. í svona veöri í fyrra hefði hann kastaö allt aö 10 metrum styttra.“ Þá varpaöi Óskar Jakobsson ÍR kúlunni 20,10 metra, sem er hans næstbezta á þessu ári. Óskar varö í ööru sæti, tapaöi fyrir skólafélaga sínum Kelly Brooks, sem setti per- sónulegt met. Þetta var síöasta mótiö sem Óskar tekur þátt í fyrir háskólann í Austin, ef háskóla- meistaramótió í næstu viku er undanskilið, hefur ekki keppnisrétt næsta vetur þótt hann veröi þá í Texas, þar sem hann hefur keppt fyrir skólann fjögur keppnistímabil. — agás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.