Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 42
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 „Er dómstóll HSI æðri landslögum?" Pétursmálið svonefnda hefur verið þó nokkuö mikið í sviðsljós- inu að undanförnu og voru menn ekki á eitt sáttir um málalok . þess. Af þeim sökum var rætt viö Kristin Jóhannesson, formann handknattleiksdeildar Breiða- bliks, og fer viötalið hér á eftir. Kristinn, gætirðu rakið forsögu þessa máls, fyrir þá sem ekki þekkja málavöxtu? „Já, úrslita- keppni 2. deildar fór fram í svo- kölluöu „túrneringaformi", þ.e. að allir kepptu við alla yfir eina helgi og var keppt fjórum sinnum. Liö- in sem komust í úrslit voru Grótta, Haukar, KA og Breiðablik. Svo gerist þaö í leik KA og Breiöabliks þann 19. mars aö Pétri Jóhannessyni þjálfara og leik- manni UBK er vísað af leikvelli fyrir gróft brot. Ekkert gerist í málinu fyrr en næstu helgi á eftir. Leikur UBK — Gróttu fór fram þann 25. mars kl. 20 en um 19.30 hringir Pétur niður á skrifstofu HSÍ til aö forvitnast um málið því aö þaö var vitað aö hann myndi fá einhverja refsingu. Þá er aganefnd HSl þar aö störfum og er Pétri þar tjáö af einum af meölimum nefndarinnar aö hann muni fá leikbann í ein- hverja leiki. Þá var þegar búiö aö skrifa leikskýrslu enda stutt í leik og ekki var komið neitt formlegt frá aganefndinni um að Pótur væri kominn í leikbann og því spilaöi hann leikinn. Skeytið kom daginn eftir Síöan fáum viö skeyti frá aga- nefndinni daginn eftir, þ.e. 26. mars, kl. 19.06 um aö Pétur sé kominn í leikbann og spilaöi hann því ekki meira með UBK í þessari keppni. Það næsta sem gerist í málinu er það að KA kærir leik UBK — Gróttu á þeim forsendum aö Pétur sé ólöglegur í þeim leik. Viö höföum ekki miklar áhyggjur af þessari kæru af því aö viö töld- um okkur hafa uppfyllt allar reglur í þessu sambandi. En síðan kom þaö eins og þruma úr heiöskíru lofti aö dómstóllinn dæmir leikinn okkur tapaöan." Á hvaöa forsend- um dæma þeir leikinn ykkur í óhag? „Þaö er geysileg brotalöm á reglum aganefndar HSÍ aö ekkert ákvæöi er um birtingu úrskuröar. Þar stendur einungis aö leikbann skuli koma til framkvæmda í næsta leik á eftir aö aganefnd hef- ur kveðiö upp úrskurö sinn. Er símtal form- leg birting? Viö teljum aö óformlegt símtal nokkrum mínútum fyrir leik geti engan veginn talist formleg birting en á þessu símtali byggja þeir úr- skurö sinn. Flest ef ekki öll sér- sambönd hafa skýr ákvæöi um þessi mál og má t.d. benda á að aganefnd KSÍ starfar á sama grundvelli og aganefnd HSÍ og þeir hjá KSi senda tilkynningu um úr- skurö sinn í símskeyti og miðast þá leikbanniö viö dagsetningu skeytisins. „Dómstóllinn sýnir regl- um ÍSÍ fyrirlitningu“ Okkur hjá Breiöabliki finnst aö meö þessum dómi sýni dómstóll HSÍ reglum ÍSÍ mikla fyrirlitningu þvi þar eru þessi ákvæöi skýr. i 15. liö 7 gr. dóms- og refsiákvæða ÍSÍ segir: „Birta skal aöilum dóm eöa úrskurö í ábyrgöarbréfi, ef þeir eru ekki viöstaddir, og skal þá jafn- framt greint frá heimild aöila til áfrýjunar, áfrýjunarfresti og hvert áfrýja megi.“ í sömu grein 16. lið segir aö tilkynna eigi félagi úr- skuröinn ef um einstakling er aö ræöa, þannig aö dæma leikinn tapaöan á þeim forsendum að Pét- ur heföi vitaö um þetta er svo mikil della því aö þaö á aö tillkynna fé- laginu en ekki honum um úrskurö- inn. Þó Pétur sé ágætur félagi er hann ekki félagiö! „Formaöur dómstólsins tengdur málinu“ Dómstóllinn varö sér einnig til skammar aö láta ekki formann dómsins víkja í þessu máli en hann er skráöur meölimur í Haukum sem mikilla hagsmuna áttu aö gæta t þessu máli. Þessi tvö stig sem UBK tapaöi geröu þaö aö verkum að Haukar voru nokkurn veginn öruggir meö 1. deildar sæt- iö áöur en síöasta umferöin fór fram. Meö fullri viröingu fyrir óhlutdrægni formannsins, þá telj- um við aö i svona tilfelli sé þaö siöferöileg skylda hans aö víkja úr dómstólnum." Hvaö geröuö þiö eftir aö hafa fengið þennan úrskurö? „Þaö var Ijóst eftir síöustu „túrn- eringuna" að þessi tvö stig skiptu sköpum um hvort viö eða KA fær- um upp í 1. deild. Þess má e.t.v. geta að í sex innbyröisviðureignum liöanna í vetur sigraði UBK þrisvar sinnum og þrisvar varð jafntefli. Viö töldum okkur órétti beitta og kæröum því málið til dómstóls (Sí því aö málið haföi ekki farið í gegnum tvö dómstig eins og er hjá flestum sérsamböndunum eins og t.d. hjá KSi. Aðeins eitt dóm- stig hjá HSÍ En þá kom í Ijós einn fáránleik- inn í reglum HSÍ en þar segir í 13. gr. 3 mgr.: „Öll kærumál varöandi landsmót skulu heyra undir dóm- stól HSÍ. Er dómstóllinn eina dóm- stigiö í slíkum málum og úrskurður hans fullnaðarúrskuröur." Á þess- um forsendum vísaöi dómstóll ÍSÍ málinu frá enda stendur í þeirra reglum aö ef sérsamband hafi skýrar reglur í þessu sambandi geti ÍSÍ ekki breytt þeirra úrskuröi. Viö þessu er ekkert aö gera en þaö er í hæsta máta ólýöræðislegt að mál skuli aöeins fá eina dómsmeö- ferö. Það hlýtur aö vera réttur ein- staklings í lýðræöislandi aö fá um- fjöllun á tveim dómstigum. Viö búum sem betur fer ekki í einræð- isríki og íslensk lög gera ráö fyrir því aö viö eigum rétt á umfjöllun á tveim dómstigum nema í einstaka undantekningartilfelli. Ég spyr því bara hvort dómstóll HSÍ sé æðri íslenskum lögum. „Fjárhagslegt og móralskt atriði“ Menn veröa aö skilja aö hér er um gífurlega mikilvægt mál aö ræöa fyrir félagiö. Að komast upp í 1. deild er bæöi móralskt og fjár- hagslegt atriöi fyrir hvaöa félag sem er og vera hindraöur í því meö ólýöræðislegum vinnubrögðum, aö okkar mati, er erfiöur biti aö kyngja. Viö munum taka þetta mál upp á HSÍ-þinginu sem er nú á næst- unni og vonum aö svona mál eigi ekki eftir aö koma upp aftur." Svo mörg voru þau orö Kristins Jóhannessonar formanns hand- knattleiksdeildar Breiöabliks og verður fróölegt aö fylgjast meö framvindu þessa máls á HSÍ-þing- inu. A.P. • Þessi bráðskemmtilega mynd var kjörin íþróttamynd ársins 1982 í V-Þýskalandi. Hún sýnir okkur þjálfara og aðstoðarmenn hjá knattspyrnuliöi einu í fullu fjöri. Þetta er sjón sem oft sést á bekknum, þegar góö marktækifæri fara forgörðum í leikjum eða þegar eitthvað mikið gengur á. • Knattspyrnufélagið Penaril frá Montevideo, ókrýndur heims- meistari félagsliða, mun taka þátt í keppni sem fram fer í Mílanó dagana 21. júní til 1. júlí og hefur hlotið nafnið „La Supercopa". Þau lið sem munu taka þátt í keppninni ásamt Penarol eru: Flamengo, Real Madrid, Ajax, Int- er og Juventus. Landsliðsmenn- irnir úr Flamengo: Zigo, Junior og Leandro geta þó ekki spilað með liöí sínu þar sem þeir hafa verið valdir í landsliöshóp þann er fer í keppnisferó um Evrópu í júní- mánuöi. • Walter Casagrande, miövall- arleikmaöur hjá Corinthians i Sao Paulo hefur verið ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum 30 gr af kókaíni. Áöur en dómur hans verður tekinn fyrir gengur hann um sem frjáls maður, en þarf aö borga háa tryggingu. í Corinth- ians eru ýmsir frægir menn, en frægastur er þó líklega landsliðs- maðurinn Socrates. Með Casa- grande sem aöalmarkaskorara hefur liðið náð að sigra meistara- keppnína í Sao Paulo. • Joao Leite, markmaöur brasil- íska landsliösins 1981 er afar trúrækinn og haföi það alltaf fyrir sið aö gefa markmanni andstæð- inganna Biblíuna fyrir hvern leik. Nú nýverið hefur Leita gefiö út bók um knattspyrnuferil sinn. Ber bókin nafniö „Markmaður Guðs“, að sjálfsögðu. Konurnar komnar á skrið Frjálsíþróttamenn um heim all- an eru óðum að komast á fullt skrið og vertíöin víöast hvar að hefjast eöa nýhafin. Mesti Ijóm- inn er venjulega kringum afrek karlmannanna, en kvenfólkið hef- ur á allra síöustu árum sótt í sig veöriö, ákveðið í að gera stóra hluti á heimsmeistaramótinu í EINS og undanfarin sex ár mun Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið hf. auglýsa vörur sínar á knatt- spyrnubúningum Skagamanna í sumar. Að þessu sinni hefur sænska sælgætiö Marabou orðið fyrir valinu, en Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið hf. hóf innflutn- ing á því fyrir tæpu ári. Marabou-verksmiöjurnar voru stofnaðar áriö 1916 og uröu fljót- lega stærstu sælgætisverksmiðj- ur í Svíþjóð. Nú eru þær stærstar í sinni grein á Noröurlöndunum. Utan þeirra eru vörur Marabou m.a. seldar víöa í Evrópu og Bandaríkjunum. Þekktastar eru Marabou-verk- smiöjurnar fyrir framleiöslu sína á súkkulaöivörum hvers konar, en á síöustu árum hefur framleiösla á tyggigúmmí, karamellum, hálstöfl- um og slíkum vörum aukizt mikiö. Eru þessar vörur framleiddar undir Helsinki í sumar, fyrsta heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum. Eftir síðustu helgi hafa eftirtal- in afrek veriö unnin í einstökum greinum kvenna. 100 m: Marlene Ottey, Jamaica, 11,11 (Evelyn Ashford hljóp á 10,85 í örlitlum meövindi um helg- ina). ýmsum heitum en Marabou- merkiö er ávallt aö finna ein- hversstaöar. Þýzk-íslenzka verzlunarfélagiö hf. hefur nú í sex ár auglýst vörur sinar á knattspyrnutreyjum hinna sigursælu Skagamanna, fyrst var þaö Grohe, þá Seiko, svo Metabo, og loks World Carpets. Nú veröur þaö marabou, sem fyrr segir. Þýzk-íslenzka verzlunarfélagiö hf. er mjög ánægt meö þau viöskipti og vonar aö þau hafi einnig komiö i góöar þarfir hjá íþróttamönnum. Þótt íslenzk íþróttafélög séu áhugamannafélög, kostar starf- semi þeirra stórfé á hverju ári. For- ráöamenn Þýzk-íslenzka verzlun- arfélagsins hf. hafa jafnan taliö þeim peningum vel variö, sem hafa fariö til auglýsinga á búningum íþróttafólks, enda auglýsir fyrir- tækiö á búningum margra liöa í knattspyrnu og fleiri íþróttum. 200 m: Chandra Cheeseborough, Bandaríkjunum, 22,75 400 m:Marlene Ottey, Jamaica, 51,45 800 m: llze Venter, Suöur-Afríku, 1:59,39 1500 m: Nadesjda Raldugina, Sov- étrikjunum, 4:08,64 3000 m: Zola Budd, Suöur-Afríku, 8:39,43 5000 m: Anne Audin, Nýja Sjá- landi, 15:17,22 10.000 m: Anna Audin, Nýja Sjá- landi, 32:21,47 Maraþonhlaup: Grete Waitz, Noregi, 2:25,29 100 m grind: Benita Fitzgerald, Bandaríkjunum, 12,87 400 m grind: Charmain Fick, Suöur-Afríku, 55,49 og Anna Kast- etskaja, Sovétríkjunum, 54,6 Hástökk: Coleen Sommer, Banda- ríkjunum, 1,96 Langstökk: Anisoara Cusmir, Rúmeníu, 7,21 Kúluvarp: Natalía Ahrimenko, Sov- étrikjunum, 19,34 Kringlukast: Martin Opitz, A-Þýzkalandi, 69,84 Spjótkast: Sofia Sakarofa, Grikk- landi, 69,94. Finnska stúlkan Tiina Lillaks kastaði í vor 72,78 metra í sýningarkeppni, en afrekiö, sem er betra en finnska metiö og næst- bezti árangur frá upphafi, fæst ekki staöfest, þar sem ekki var um opinbert mót aö ræöa. Loks má geta, aö afrek banda- rísku stúlkunnar Joan Benoit í Boston-maraþonhlaupinu veröur aldrei viöurkennt þar sem brautin reyndist 300 metrum of stutt. Benoit, sem hlaupiö hefur 10 km á 31:44, hljóp á 2:22,43 í Boston, en heimsmetiö á norska stúlkan Grete Waitz 2:25,28. — ágás. ÍA auglýsir Marabou

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.