Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 44
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1983 Ron Atkinson, stjóri Manchester United: „Var viss um að leik- urinn væri tapaður „Ég varð mjög hissa þegar ég fékk sendinguna fré Robinson. Ég varð að bíöa brot úr sekúndu með aö skjóta eftir að ég fékk boltann og markvörðurinn varöi þetta frábærlega vel,“ sagði Gordon Smith, Skotinn í liði Brighton, eftir leikinn viö Man- chester United á Wembley á laugardag, en á síðustu sekúnd- um framlengingarinnar fékk hann algjört dauðafæri til aö gera út um leikinn en Gary Bailey náöi að verja frá honum. Jafnvel Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, var hissa á að Smith skyldi ekki skora. „Ég var alveg viss um aö nú væri leikurinn tapaöur þegar hann fékk þetta færi,“ sagöi Atkinson eftir leikinn. Gary Bailey, mark- vöröur United, sagöist hafa haldiö aö Smith væri rangstæöur er hann fékk sendinguna frá Robinson, „en þegar ekkert heyröist í flautunni henti ég mér eins snöggt og ég gat i átt til hans." Liöin skildu jöfn í þessum úr- slitaleik FA-bikarkeppninnar, 2:2, og veröa því aö reyna með sér aö nýju. Brighton skoraöi fyrsta mark- ið. Gary Howlett sendi góöa send- ingu fyrir mark United og Gordon Smith stakk sér inn á milli tveggja varnarmanna á markteigshorninu fjær og skallaði boltann í netiö. Vendipunkturinn í leiknum aö dómi margra var brot Norman Whiteside á bakveröinum Chris Ramsey er tíu mín. voru liðnar af síöari hálfleik. Ramsey haltraöi um völlinn er Frank Stapleton jafnaði fyrir United eftir fyrirgjöf Whiteside — en síðan þurfti Ramsey aö yfi- gefa völlinn stuttu síöar. Gerry Ry- an, útherjinn snjalli hjá Brighton, kom inn á fyrir Ramsey, og stóö sig ágætlega í bakvaröarstööunni, en engu aö síöur fór Manchester- liöið aö ná betrl tökum á leiknum. ■ • Frank Stapleton hefur hér jafnað leikinn — 1:1 — fyrir Manchester United á Wembley á laugardaginn og snýr í burtu fagnandi. Þetta var mjög sögulegt mark — hann varð fyrsti maöurinn í sögunni sem hefur skoraö í úrslitaleikjum FA-bikarsins fyrir tvö lið. Hann skoraði einnig fyrir Arsenal gegn Man. Utd. í úrslitaleiknum 1979. Á 72. mín. kom fallegasta mark leiksins. Ray Wilkins komst þá upp hægra megin, lék á varnarmann og sendi glæsilegt bogaskot frá vítateig efst í horniö fjær. Glæsi- legt mark — sem minnti á mark Ronnie Whelan hjá Liverpool í úr- slitaleik mjólkurbikarsins í vetur. Jöfnunarmark Brighton kom þremur mín. fyrir leikslok. Miö- veröir United sváfu á veröinum — eins og þeir geröu ótrúlega oft i leiknum — og Gary Stevens skor- aöi örugglega frá markteig. Jimmy Case skaut aö marki en skotiö var misheppnaö. Knötturlnn fór rak- Fagan tók við af Paisley JOE Fagan, aðstoðarmaður Bob Paisley hjá Liverpool undanfar- in ár, var á mánudaginn út- nefndur eftirmaður Paisley sem framkvæmdastjóri Liverpool. Fagan er 62 ára — aöeins tveimur árum yngri en Paisley — en hann sagöist vera ánægöur aö stjórn félagsins heföi ekki tal- iö hann of gamlan. Ég býst ekki viö aö geta náö sama árangri og Bob — þaö getur enginn því hann er einstakur," sagöi Fagan. Paisley veröur áfram hjá Liver- pool í hlutastarfi sem stjórnar- maöur. • Joe Fscsn Skoski bikarinn: Black tryggði Aberdeen sigur ERIC Black tryggði Aberdeen skoska bikarinn á laugardaginn er hann skoraöi eina mark úr- slitaleiksins gegn Rangers á Hampden Park í Glasgow. Mark hans kom í framlengingu leiks- ins. Leikurinn var frekar daufur, en í framlengingunni kom í Ijós í hve góðri þjálfun leikmenn Aberdeen eru — alveg eins og í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, er þeir unnu Real Madrid í Gautaborg á dögunum. Þar þurfti einnig aö framlengja og þá tryggöu þeir sér einnig sigur. Markiö kom á 116. mín. leiksins á laugardaginn. Leikmenn Aberdeen náöu boltanum eftir slæma send- ingu Bobby Russell og brunuöu fram. Mark McGhee var variö og boltinn skrúfaöist upp í loftiö. Black beiö sallarólegur eftir aö hann kæmi niöur aftur og skallaöi þá örugglega t netiö hjá Peter Mcllory í markinu. leiöis til Stevens á markteignum og hann var ekki í neinum vand- ræöum meö aö senda hann rétta boðleiö. Framlengt var í 2x15 mín., og þá róaöist leikurinn örlítið enda leik- menn greinilega orönir þreyttir á erfiöum vellinum — sem var blaut- ur eftir miklar rigningar áöur en hann hófst. Það markveröasta í framlengingunni var vitanlega dauöafæriö sem Smith fékk í lokin og lýst var í upphafi. Þar til hann varö aö fara út af, var bakvöröurinn Chris Ramsey besti leikmaöur Brighton, en einn- ig átti Graham Mosely góöan leik í markinu. Þá var miövöröurinn Gary Stevens frábær í leiknum, en hann og Ramsey eru aöeins 21 árs gamlir. Liö United var jafnara, en þaö vakti athygli hve vörnin var óörugg — sérstaklega miöveröirn- ir en Alan Davies hinn ungi átti mjög góöan leik í sókninni. í leikslok var aöeins einn maöur sem brosti — Steve Foster, fyrir- liöi Brighton, sem var i leikbanni, en getur leikiö seinni leikinn á morgun. „En hvern á aö taka úr liöinu í hans staö?“ spurði Ron At- kinson, stjóri United, eftir leikinn. „Það er dásamlegt vandamál, og ég hef enn ekki tekiö ákvöröun,“ sagöi Jimmy Melia, hinn hressi stjóri Brighton. Liöin voru þannig skipuö: Brighton: Graham Mosely, Chris Ramsey (Gerry Ryan á 55. mín.), Graham Pearce, Tony Grealish, Gary Stevens, Steve Gatting, Jimmy Case, Gary Howlett, Nike Robinson, Gordon Smith, Neil Smiley. Manchester United: Gary Bailey, Mike Duxbury, Arthur Albiston, Ray Wilkins, Kevin Moran, Gordon McQueen, Bryan Robson, Arnold Múhren, Frank Stapleton, Norman Whiteside, Alan Davies. Juventus vill fá Socrates ÍTALSKA stórliöiö Juventus, sem í kvöld mætir HambUrg í úrslita- leik Evrópukeppninnar í Aþenu, er að reyna að fá Brasilíumanninn Socrates til liös við sig. Socrates, sem er orðinn 29 ára gamall, leik- ur nú meö Corinthias auk þess sem hann er fyrirliöi brasilíska landsliösins, og er hann mjög snjall framherji, eins og menn sáu í heimsmeistarakeppninni í fyrra. Juventus þarfnast nú leikmanns í staö Roberto Bettega sem fer til kanadíska liösins Toronto Brizz- ards er þessu keppnistímabili lýk- ur. j ítalska blaðinu Tuttosport sagöi Socrates nýlega í viötali, aö hann heföi mikinn áhuga á því aö leika knattspyrnu á ítalíu, ef hann fengi tækifæri til aö sérmennta sig í læknisfræöum, en hann er læknir aö mennt. Socrates var fyrr í vetur oröaöur viö nokkur ensk liö, en þá var sá orörómur á krelki aö hann ætlaöi í nám viö læknaháskólann í New- castle. Cowans og Hoddle til Ítalíu? ÍTALSKA liöið Napoli hefur mik- inn áhuga á að fá Gordon Cow- ana, miðjuleikmann frá Aaton Villa, til liða við aig. Cowana, sem er 24 ára, aagði í enaku bloðunum í gær, að hann hefði mikinn áhuga á að leika á ftalíu og sagði hann að samningaviö- ræður væru þegar hafnar. Talið er að honum hafi verið boðin 150.000 pund (um 9 milljónir ísl. kr.) fyrir tveggja ára samning. Þá sögöu ensku blööin frá því i gær aö AC Milan væri aö reyna aö fá Glenn Hoddle til sín. Hefur llölö boöið honum 3.000 pund í laun á viku, en þaö eru um 189.000 ísl. kr. ítölsk liö mega hafa tvo útlend- inga hvert — og þar sem AC Mil- an hefur keypt hlnn frábæra belg- iska bakvörö Erlc Gerets mun liö- iö selja Joe Jordan fari svo aö þaö nái i Hoddle. Nantes í efsta sæti Nantes hefur enn forystu í 1. deild í Frakklandi meö 55 stig. Burdeos er með 47 stig og Paris 43. Lens, Laval og Monaco koma síöan öll með 41 stig. Úrslit leikja í Frakk- landi um síöustu helgi urðu þessi: Nantes — Nancy 3—1 Lille — Laval 0—0 Strassbourg — Lyon 2—0 Sochaux — Ðrest 4—0 Auxerre — París Sg 3—2 Tours — Bastia 0—1 Rouen — Burdeos 2—1 Saint Etienne — Mulhouse 1—0 Monaco — Lens 2— 1 Metz — Toulouse 3—2 Átján mörk í sex leikjum Steinar Ingimundarson í fjórða flokki KR varð mark- hæsti leikmaöur Reykjavík- urmótsins sem er nýlokið. Hann skoraöi hvorki fleiri né færri en átján mörk í sex leikjum. Mest skoraöi hann gegn Leikni — átta mörk — en þann leik unnu KR-ingar, 17:0. Steinar lék einmítt meö Leikni þar til hann gekk í KR um síöustu áramót. — SH Heimsmet í kringlukasti Um helgina var sett nýtt heimsmet í kringlukasti kvenna. Rússneska stúlkan Galina Savinkova kastaði 73,26 m og bætti gamla met- ið um 1.46 metra. Leiðrétting Misritun varö í fyrirsögn myndatexta á íþróttasíöu á laugardag er greint var frá íslandsmeti í lyftingum. Methafinn heitir Þorkell Þór- isson — ekki Þorvaldur. Wilson Open á Akranesi Sunnudaginn 29. maí fer fram Wilson-Open golf- keppni á Akranesi. Er þetta 18 holu keppni með 7/ 8 for- gjöf. Ræst veröur út á milti 9 og 12. Golfvöllurinn á Akra- nesi er nú orðinn mjög góð- ur enda kom hann vel undan vetri. Þrekmiðstöðin með íþrótta- námskeið Þrekmiöstöðin I Hafnar- firöi verður meö íþrótta- og leikjanámskeið í júní og júlí. Þátttökugjald é mánuöi er kr. 300 og innritun veröur í stöðinni til 31. maí. Dagskráin: (mánudaga til föstudaga) kl. 10.30—12.00 drengir og stúlkur 8 og 9 ára. Kl. 13.30—15.00 drengir og stúlkur 10, 11 og 12 ára. Kynntar veröa allar greinar íþrótta (inni og úti) svo sem: knattspyrna, handknattleikur, körfuknattleikur, blak, bad- minton, veggtennis, borö- tennis, bandý, krokket, lyft- ingar, frjálsíþróttir (hástökk, langstökk, þrístökk og hlaup, kúluvarp o.fl.) og hinir ýmsu smáleikir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.