Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1983 35 Vel heppnaðar Hvítasunnu- kappreiðar Fáks FÁKSMENN riöu á vaðið að þessu sinni í kappreiðahaldi meö hinum árlegu Hvítasunnukappreiðum. Mikil þátttaka var í öllum greinum og töldu þeir sem best þekkja að aldrei hafi þátttakan verið meiri en nú. Dómar hófust á fimmtu- dagskvöld og voni það unglingar sem þá kepptu. Á Töstudagskvöld var A-flokkur gæöinga dæmdur og á laugardagsmorgun voru B-flokkshestarnir dæmdir. Eftir hádegi á laugardag hófust svo und- anrásir kappreiða. Mánudagur annar í hvítasunnu var svo rúsínan í pylsuendanum, en þá voru tíu efstu gæðingar sýndir í hvorum flokki, unglingar sýndi hesta sína og úrslit kappreiða fóru fram. Að þessu loknu voru verðlaun afhent í öllum greinum mótsins. Heldur var veður hagstætt nema mánu- daginn en þá tók að rigna öllum á óvart en að öðru leyti var veðrið meinlítið. Að venju voru gæðingarnir góðir og úrslit að flestra dómi sanngjörn. Góðir tímar náðust í kappreiðum miðað við árstíma en nánar verður sagt frá mótinu síðar. En úrslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur gæðinga: 1. Sókron frá Sunnuhvoli, eig- andi Gunnar Dungal, knapi Ingimar Jónsson, eink.: 8,60. 2. Glæsir frá Glæsibæ, eigandi Jón Ingi Baldursson, knapi Gunnar Arnarsson, eink.: 8,50. 3. Rekkur frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðar- son, eink.: 8,41. B-flokkur gæðinga: 1. Krummi frá Kjartansstöðum, eigandi Ægir Jónsson, knapi Sigvaldi Ægisson, eink.: 8,65. 2. Dýrlingur frá Krossanesi, eig- andi Ragnar Björgvinsson, knapi Sveinn Hjörleifsson, eink.: 8,58. 3. Mökkur frá Höskuldsstöðum, eigandi Fríða H. Steinars- dóttir, knapi Sigurbjörn Bárðarson, eink.: 8,47. Unglingar 10—12 ára: 1.-2. Haraldur Kristinsson keppti á Njörva, eink.: 7,78. 1.-2. Bogi H. Viðarsson keppti á Blesa frá Kirkjubæ, eink.: 7,78. 3.-4. fva Rut Viðarsdóttir keppti á Skjóna, eink.: 7,76. 3.-4. Arnar Þór Ragnarsson keppti á Starra frá Starra- stöðum, eink.: 7,66. Unglingar 13—15 ára: 1. Hinrik Bragason keppti á Erli frá Miðhúsum, eink.: 8,28. 2. Dagný Ragnarsdóttir keppti á Lóm frá Hemlu, eink.: 8,23. 3. Sólveig Ásgeirsdóttir keppti á Nótt frá Bergþórshvoli, eink.: 8,12. 800 metra stökk: 1. Örvar frá Hjaltastöðum, eig- andi og knapi Róbert Jónsson, tími 60,5 sek. 2. Snarfari frá Ármóti, eigandi og knapi Jón Ólafur Jóhann- esson, tími 62,9 sek. 3. Móri frá Brunná, eigandi Ólafur E. ólafsson, knapi Bessi Sveinsson, tími 64,0 sek. 350 metra stökk: 1. Loftur frá Álftagerði, eigandi Jóhannes Þ. Jónsson, knapi Jón ólafur Jóhannesson, tími 24,7 sek. 2. Spóla frá Máskeldu, eigandi og knapi Hörður Þór Harð- arson, tími 25,4 sek. 3. Tvistur frá Götu, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Bessi Sveinsson, tími 25,8 sek. 300 metra brokk: 1. Álfur frá Jaðri, eigandi Gísli B. Björnsson, knapi Þórður Sókron frá Sunnuhvoli varð efstur í A-flokki gæðinga með 8,60 í einkunn. Knapi er Ingimar Jónsson. tjóðmynd VK Jónsson, tími 39,8 sek. 2. Trítill, eigandi og knapi Jó- hannes Þ. Jónsson, tími 40,0 sek. 3. Lotta frá Erpsstöðum, eig- andi Helgi B. Ölafsson, knapi Axel Jansen, tími 43,2 sek. 250 metra skeið: 1. Börkur frá Kvíabekk, eigandi Ragnar Tómasson, knapi Tómas Ragnarsson, tími 22,9 sek. 2. Villingur frá Möðruvöllum, eigandi Hörður G. Alberts- son, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, tími 23,1 sek. 3. Hjörtur, eigandi Margrét Helgadóttir, knapi Þórður Jónsson, tími 23,3 sek. 250 metra stökk: 1. Hylling frá Nýja-Bæ, eigandi Jóhannes Þ. Jónsson, knapi Jón Ólafur Jóhannesson, tími 18,4 sek. 2. Rúdolf, eigandi Kristján Benjamínsson, knapi Hinrik Bragason, tími 18,5 sek. 3. Kristur frá Heysholti, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Ragnar Hilmarsson, tími 18,8 sek. 150 metra skeið: 1. Vani, eigandi og knapi Erling Hylling var ósigrandi f fyrra og svo er enn, en ekki munaði miklu því ný stjarna skaut upp kollinum í folahlaupinu. Rúdolf, fimm vetra foli, fylgdi henni fast á eftir og var aðeins sekúndubroti á eftir henni. Knapi á Hyllingu er Jón Ó. Jóhannesson en Rúdolf (þann rauðskjótta) situr Hinrik Bragason. Sigurðsson, tími 14,8 sek. 2. Júpiter, eigandi og knapi Sig- urbjörn Bárðarson, tími 15,0 sek. 3. Frigg frá Kirkjubæ, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Sigurður Maríusson, tími 15,1 sek. VK Vid minnum á Þá rennur út f restur til að tryggja sér aðildar félagsafslátt og jaf nan ferðakostnað ser tullan aA,iÁ "' a rJoln Hann er kr. / 20n , arfe,a8^fs ^cgbomeS^vemað/lc barnaa;dn„uni2^2araen((r Ri^nTponSafsláttu"""gldif - Þe,r*m!w,Ver^ Urn lan Pantið tímanlega Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.