Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 EdintMingafferó med KristniHalLssyni ávegumYaröar Einnar \iku lóxusferó - 8. iúní kr.7900 Farið með ms. Eddu frá Reykjavík á miðvikudagskvöldi. Lífsins notið um borð. Komið til Newcastle á laugardagsmorgni kl. 10. Þar fær hópurinn rútur til umráða. Ekið til Eldon Square Center, einhverrar stærstu verslanamiðstöðvar Evrópu. 300 verslanir undir sama þaki, þ.á.m. allar stóru verslanakeðjurnar. Komið til Royal Scot Hotel í Edinborg kl. 18.30. Hótelið er í lúxusflokki. öll herbergi með baði, litsjónvarpi og minibar. Þess utan eru sundlaug og sauna í hótelinu auk fjölda bara og veitingasala. Kvöldverður á Royal Scot er innifalinn, síðan er kvöldið frítt til eigin ráðstöfunar. Morgunverður innifalinn á Royal Scot, sömuleiðis ferð til Edinborgarkastala. Annars er morguninn frjáls til skoðunarferða um þessa frægu og fögru borg. Brottför frá Edinborg kl. 14.30. Ekið um þjóðgarðinn í Northumberland og Cheviot hæðir, rómað landsvæði fyrir náttúrufegurð og komið til Newcastle kl. 18.30. Dvalið á Holliday Inn Hotel. Kvöldverður innifalinn, sem og morgunverður á mánudagsmorgni. Kvöldið frítt til eigin ráðstöfunar. Holliday Inn Hotel í Newcastle er hreinræktað lúxushótel. öll herbergi eru með baði, litsjónvarpi, minibar og úrvali kvikmynda á lokuðu sjónvarpskerfi. Á mánudagsmorgni eru rúturnar að nýju við hóteldyrnar kl. 10 og flytja þátttakendur um borð í ms. Eddu þar sem þeir hreiðra um sig aftur í notalegum káetum skipsins. Ms. Eddu þarf e.t.v. ekki að kynna nánar. Flestir vita að um borð er sundlaug, sauna, fríhöfn, verslanir, kvikmyndasalur, banka- og símaþjónusta, veitingabúð, veitingahús, 6 barir, krá, danssalur þar sem hljómsveit skipsins leikur, diskótek og næturklúbbur. Einnig er læknir um borð og íslensk fóstra sem gætir barna í sérstakri barnagæslu. Fararstjóri og upplyftingarmeistari verður Kristinn Hallsson, undirleikari Guðni Guðmundsson Ferðin verður kynnt á ferðakynningu í Valhöll, Háaleitisbraut 1, n.k. fimmtudag kl. 20.30. Pantanir í þessa einstæðu ferð þurfa að berast sem allra fyrst. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Varðar í síma 82963 og hjá Farskipi hf. í síma 25166. Góðir greiðsluskilmálar l\ndsmAiaféiagið VÖRÐLR garðsláttuvél ★ Tengsl sem stöðvar skurðar blað þegar handfangi er sleppt. ★ Auðveld gangsetning ★ Slær út í kanta og undir runna. Æ ★ Safnar öllu Æm. grasi poka. ★ Stillanleg skuröhæð 13—75 mm. ★ Felld saman og tekur lítið geymslurými. Honda á Islandi Vatnagöröum 24, aímar 38772 — 82086 Minning: Jóhannes Davíðsson Neðri-Hjarðardal Fæddur 23. september 1893 Dáinn 21. apríl 1983 Einn af alþekktustu Vestfirð- ingum, Jóhannes Davíðsson frá Neðri-Hjarðardal, er látinn. Hann dó á Blönduósi 21. apríl 1983. Hann fæddist í Alfadal á Ingj- aldssandi. Hann var 6 árum eldri en ég og man ég hann nokkuð, t.d. á efstu bernskuárum hans, sem áhorfandi, á fyrstu árum þessarar aldar okkar og frumbernsku minnar. Man ég æskufólk á Ingj- aldssandi, hversu margt það var og vel gert. Allt átti það góða for- eldra og eftir getu fyrirhyggju- sama. Foreldrar Jóhannesar, Dav- íð Davíðsson og Jóhanna Jóns- dóttir, voru þar í fremstu röð hús- bænda þeirra ára. Davíð var þekktur fyrir vinnulagni og traustur í öílum viðskiptum. Bæði hjónin höfðu kynnst Kristjáni, kennimanni á Kirkjubóli í Val- þjófsdal, Önundarfirði, manni Gróu Greipsdóttur, en Jóhanna var bróðurdóttir hans og hann var fóstri hennar frá 16 vikna aldri. Kristján var ættaður frá Ketildöl- um í Arnarfirði, snilldar lestrar- og reikningskennari og auðugur af manndyggðum og öflugri kristinni trú. Heimili Jóhannesar fannst mér bera með sér einkenni nefndra forfeðra. Haustið 1906 man ég að þessi sonur hjónanna í Álfadal á að fara í barnaskóla norður í Bolungarvík og vera í heimili Jóhannesar Jenssonar, formanns og frænda í Bolungarvík. Móðir mín í Hrauni og Jóhanna í Álfadal voru fóstur- systur og komu þær oft hvor til! annarrar og ræddu um drenginn í barnaskólanum í Bolungarvík, og hugsaði maður þá að gaman hlyti að verða stór og fara í skóla. En hvað var skóli? Eitthvert ævin- týri. Jóhannes kom vorið 1907 til fermingarinnar, og virtum við hann, ungir strákarnir, kominn úr skólanum á nýjum fötum og dönskum skóm, og í samræðum vissi hann svo margt, mundi margt og sagði vel frá. 1908 er UMF Vorblóm stofnað að tilhlut- an Guðmundar frá Mosdal. Meðal Vorblómsfélaganna myndaðist strax sterkur og þroskamikill áhugi til að duga hverju máli vel, taka þátt í ræðu og rituðu máli, og þar gáfust Jóhannesi hin ávaxta- ríkustu átök við ræðumennsku og ritleikni, sem hann efldi stöðugt og naut til hins síðasta dags. Jóhannes var einn af duglegustu nemendum Núpsskóla, seinna var hann í skólanefnd hans lengi. Þannig var Álfadalsfjölskyldan meira en hlutgeng í öllu er horfði til framfara og dáða og má þar nefna söngáhuga Guðjóns bróður hans og Vilborgar systur þeirra, að öðru ónefndu ungu fólki af Ingjaldssandi. 1911 fóru þeir bræður Guðjón og Jóhannes í Hvanneyri til náms ásamt Ingi- mar Jóhannessyni skólastjóra og Bjarna ívarssyni, allir úr sömu sveit, Mýrahreppi í Dýrafirði. Mun ég áræða að segja að þeir hafi haldið vel hlut sínum í námi, dugnaði öllum og öðru er prýddi Minning: Kristín Páls- dóttir yngri Hinn 2. maí síðastliðinn andað- ist í Borgarspítalanum móðursyst- ir mín, Kristín Pálsdóttir, eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Hún fæddist í Nesi í Selvogi 1. desember 1913 og voru foreldrar hennar Páll Grímsson, bóndi og formaður, og miðkona hans, Val- gerður Hinriksdóttir, er lést 34 ára árið 1914. Páll bóndi var þríkvæntur og missti tvær fyrri konur sínar frá ungum börnum, en þriðja konan lifði hann. Hann eignaðist 12 börn, eru fimm þeirra á lífi, Grímheiður Elín, Guðný, Kristín eldri, Páll og Valgerður. Kidda, eins og Kristín yngri var kölluð, var á fyrsta ári er móðir hennar dó, og var henni komið í fóstur hjá ágætum hjónum, Ragnhildi ísleifsdóttur og ólafi Jóhannessyni í Hreiðurborg í Flóa. Þar naut hún góðs atlætis og minntist hún ávallt þeirra hjóna með hlýhug og þakklæti, en hjá þeim var hún til átta ára aldurs. Þaðan fór Kristín aftur heim í Nes til aðstoðar við gæslu yngstu systkinanna tveggja og til snún- inga, enda var margra handa þörf á stóru sveitaheimili. Á unglings- árum heldur Kidda til Reykjavík- ur, og er einn vetur í Gagnfræða- skóla Reykjavíkur, en síðan fer hún að vinna í sælgætisgerðinni Nóa. Þar kynnist hún mannsefni sínu, John S. Jónssyni, bifreiða- stjóra, f. 4. nóvember 1907, syni Sigurjóns Péturs Jónssonar, skip- stjóra á Eyrarbakka, og Karenar Jónssonar frá Stafangri i Noregi. Kidda og John giftust 9. septem- ber 1937 og stofnuðu heimili að Hverfisgötu 74, en síðan fluttust þau í Efstasund 18, þar sem ég kynntist þeim bezt. Á þeim frið- sæla stað undu þau vel hag sínum, voru hamingjusöm og ræktuðu garðinn úti sem inni. Kidda var óvenju vel verki farin, allur saumaskapur lék í höndum henn- ar, oft leitaði ég aðstoðar hennar við fatasaum og alltaf var hún fús og reiðubúin til þess að liðsinna mér, hvernig sem á stóð, og gleymi ég ekki hjálpsemi henar. Þeim Kiddu og John varð þriggja barna auðið. Þau eru Birgir Karel, fædd- ur 13. desember 1938, sjúkraþjálf- ari á Reykjalundi, kvæntur Láru Jónasdóttur, Ragnhildur Valgerð- ur, fædd 19. júní 1946, hár- greiðslukona, gift Sigurjóni Blá- feld Jónssyni, búnaðarráðunaut, þau búa á Ingólfshvoli í ölfusi, Sigurjón Pétur, fæddur 23. októ- ber 1954, bóndi á Ingólfshvoli og er sambýliskona hans Guðrún Hálfdanardóttir. Barnabörnin eru átta. Kidda varð fyrir þungri sorg er John varð bráðkvaddur á götu úti 6. febrúar 1962, og syrgði hún hann alla tíð. Um 1970 selur Kidda húsið í Efstasundi og fluttist upp I Hraunbæ, þar sem hún eignaðist vini eins og alls staðar sem hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.