Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 Frá opnun Ásmundarsafns á laugardaginn. Davíð Oddsson, borgarstjóri, flytur ávarp. Meðal gesta við opnunarathöfnina var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Ásmundarsafh opnað 83 ára maður fyrir bifreið 83 ÁRA gamall maður slasaðist alvar- lega þegar hann varð fyrir bifreið laust fyrir klukkan 20 á sunnudag. Hann var á leið yfir Kleppsveginn þegar hann varð fyrir Taunus- bifreið, sem var á vesturleið. Gamli maðurinn kastaðist upp á bifreiðina og lenti á framrúðu hennar svo hún mölbrotnaði. Gamli maðurinn lærbrotnaði og skarst í andliti. Mynd Mbl. Júlíus. Nýr dansari í stað Segerströms Af óviðráðanlegum orsökum hefur nú orðið að gera hlutverkabreytingu í sýningu Þjóðleikhússins á ballett- inum Fröken Júlíu eftir Birgit Cull- berg, en Per Arthur Segerström sem dansað hefur hlutverk Jeans nokkr- ar undanfarnar sýningar varð að hverfa aftur til Svíþjóðar fyrr en ráð var fyrir gert. f staðinn fyrir Segerström er kominn júgóslavneski dansarinn Vlado Juras, en hann hefur starf- að i Sviþjóð um árabil, lengst af við Cullberg-ballettinn. Juras tek- ur við hlutverkinu miðvikudaginn 25. maí. ÁSMUNDARSAFN var opnað formlega á laugardaginn. Fiutti borgarstjóri, Davíð Oddsson ávarp og opnaði yfírgripsmikla sýningu á verkum Ásmundar. „Þessi opnunarsýning er um leið sumarsýning," sagði Gunnar Kvaran forstjóri safnsins i við- tali við Mbl. „Með þessari sýn- ingu reynum við að sýna Reyk- víkingum sem mest af gjöf Ás- mundar og hve yfirgripsmikil list hans var. Þarna er hluti af höggmynda- safni hans og leitumst við við að sýna sem víðasta mynd af hans ferli allt frá byrjun 3. áratugar- ins. Elsta verkið á sýningunni er Hafmeyjan, sem Ásmundur gerði í Stokkhólmi þegar hann var við nám. Fyrir það verk hlaut hann önnur verðlaun á lokaprófi. Þessi sýning mun standa fram til ágústloka en þá er ætlunin að vinna upp aðra sýningu, gerólíka þessari. Safnið er auðugt af hlutum og munum, við fengum safnið í svotil heilu lagi, vinnuteikn- ingar, æfingar í leir, skissur, portrait-myndir og ljósmyndir. Þá eru húsin ómetanleg lista- verk í sjálfu sér, en þau vann Ásmundur sjálfur. Safnið er opið daglega milli 2—5 en lokað á mánudögum. Nú, svo er hópum velkomið að hafa samband við okkur ef vilji er til þess að við opnum safnið utan þess tíma.“ Hluti Vestfiröinganna fyrir framan Loftleiðahótel. FARIÐ í FRÍIÐ ÞESSI fríði hópur á myndinni eru sjómenn og aðstandendur þeirra af þremur línubátum á ísafírði, Orra, Víkingi III. og Guðnýju. Velheppnuð vertíð er að baki og nú á að skreppa í vikufrí til Sviss. „Við gerum þetta venjulega annað hvert ár,“ sagði Hans Haraldsson fararstjöri, „og það er unnið upp í fararkostnað með aukaróðrum. Sjómenn hafa gott af því að slappa af í landi þar sem ekki sést til sjávar.“ Orri var aflahæsti línubáturinn á Vestfjörðum á vertíðinni, fékk 814 tonn. Skipstjóri á Orra er Skarphéðinn Gíslason. Skipstjóri á Víkingi þriðja er Gísli Skarphéð- insson, frændi Skarphéðins, og var afli þeirra Víkinga tæp 700 tonn. Á Guðnýju er Jón Pétursson skip- stjóri og fiskuðu þeir Guðnýjar- menn rúm 600 tonn. Guðný er minnsti báturinn, 75 tonn, Orri er 250 og Víkingur þriðji 150. Tólf manns vinna á Orra og Víkingi þriðja, sex á sjó og sex í landi, en tíu á Guðnýju. Skipshöfnin á Orra ÍS 20, talið frá vinstri: Sævar Ægisson landmaður, Baldur Kjartansson 1. vélstjóri, Úlfar Sigurðsson matsveinn, Lúðvfk Kjartansson landmaður, Guðmundur Sigurðsson háseti, Ásgeir Ólason landmaður, Jóhann Kagnarsson landmaður, Skarphéðinn Gíslason skipstjóri, Óttar Jónsson 2. vélstjóri og Bjarni Gestsson landmaður. Á myndina vantar landformanninn Sævar Gestsson og stýrimanninn Pétur Birgisson. Heiðmörk: Um 3 hektar- ar lands ónýt- ir eftir bruna „ÞAÐ er öruggt, að þessi eldur hefur kviknað af manna völdum, en hvort það hefur verið viljandi eða óvitaverk er ekki hægt að segja um. Kldurinn kviknaði samtímis á tveimur stöðum með 2 til 300 metra milli bili. Það var þó mildi að ekki var búið að planta í þennan hluta Heiðmerkurinnar, við megum ekki við því að brenna skóg- lendið okkar," sagði Vignir Sigurðsson á Elliðavatni, sem er eftirlitsmaður friðlanda Reykjavíkur, er Morgunblað- ið ræddi við hann um brunann í Heiðmörk á hvítasunnudag. Vignir sagði, að það hefði verið um klukkan 9, sem fyrst hefði verið til- kynnt um eldinn og hefði hann þá farið á staðinn til að reyna að hefta útbreiðslu hans, en eldurinn hefði þá verið laus á tveimur stöðum. Um klukkan 11 hefði slökkvilið Hafnar- fjarðar komið til aðstoðar og einnig hefðu sjálfboðaliðar og menn úr hjálparsveitum skáta í Hafnarfirði og Garðabæ og björgunarsveitinni Fiskakletti aðstoðað við slökkvi- starfið. Erfitt hefði verið að komast með slökkvitæki og vatn á staðinn vegna aurbleytu og ófærðar og hefði því einnig verið gripið til þess ráðs, að rífa upp gróður utan marka brunna svæðisins og hefta þannig útbreiðslu eldsins. Ekki væri full- kannað hve mikið svæði hefði skemmzt, en líklega næði það 3 hekt- urum. Vignir sagði, að undir þeim kring- umstæðum, þegar miklir þurrkar væru og gróður kominn stutt á veg, væri nauðsynlegt að fara varlega með eld. Það þyrfti ekki nema log- andi sígarettustubb til að kveikja í gróðrinum. Meðal annars vegna þessara aðstæðna, hefði Heiðmörkin verið lokuð almenningi. Þá vildi Vignir þakka öllum þeim, sem að- stoðuðu við slökkvistarfið fyrir hjálpina. Hjá slökkviliðinu í Hafnarfirði fengust þær upplýsingar, að eldur- inn hefði komið upp á svæði austur af Grunnuvötnum og suður af Víf- ilsstaðavatni. Mosinn hefði þarna verið þurr alveg niður að klaka og því logað vel í honum. Erfitt hefði verið að komast með tæki að svæð- inu, þeir hefðu þó komizt með 10 til 12 tonn af vatni á staðinn. Aftur hefði komið upp eldur þarna um kvöldið, en það hefði ekki verið um- talsvert. Þó ekki hefðu orðið skemmdir á trjám, hefði mikið af hreiðrum eyðilagzt og væri það mið- ur. Þá hefði komið upp eldur í skóg- ræktargirðingunni við Kaldársels- veg í Gráhelluhrauni og hefði hann líklega kviknað af völdum unglinga, sem þar voru í tjöldum. Aðalfundur Reykjavíkur- deildar RKÍ AÐALFUNDUR Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands fyrir árið 1982 verður haldinn í Múlabæ við Ármúla 34 í dag og hefst klukkan 20.30. Á fundinum verða ýmis mál rædd auk venjulegra að- alfundarstarfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.