Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 Leitaði á börn LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nú manns, sem í gær haföi í frammi ósiðsamlegt athæfi meðal ungra barna í Arbæjarhverfi. Hann mun einnig hafa leitaö á stúlkubarn í Blesugróf. Það var um klukkan 17 í gær að maðurinn sýndi á sér kynfærin í hópi ungra barna í Árbæjarhverfi. Hans varð síðan vart í Blesugróf um klukkan 19 og reyndi hann þá að afklæða stúlkubarn. Að öðru leyti varð hann því ekki að meini. Lögreglunni hefur ekki borizt nægileg lýsing á manninum og óskar þess, að geti einhverjir gefið upplýsingar um hann, snúi þeir sér til lögreglunnar. •" * * > *$■£ *■: yL- r < '• » 'MBW' . Alftarhræ í túninu á Signýjarstöðum. Páll Jónasson, bóndi á Signýjarstöðum: W"' ■ ... 'ý < Morgunhlaðiú/Helgi Bjarnason. Algengt að álftarhræ séu notuð til að halda fuglinum frá túnum Málið í rannsókn segir sýslumaður „ÞES8I aðferð, að drepa álftir og láta hræin liggja til að haida fuglin- um frá túnum, hefur veriö notuð áð- ur og á öðrum bæjum en hér. Ég tel álftina vargfugl, ekki síður en svart- bak og við verðum að vernda túnin fyrir henni á þennan hátt, það er eina leiðin," sagði Páll Jónasson, bóndi á Signýjarstöðum í Borgarfirði, í sam- tali við Morgunblaðið. Páll hefur skotið 10 álftir í tún- inu hjá sér og látið hræin liggja til Sjónvarp í dag: Fréttatími og knattspyrna ÁKVEÐIÐ hefur verið að síðari úr- slitaleikur Brighton og Manchester United í dag verði sýndur beint. Hefst útsending kiukkan 18.00 og auk þess verður fréttaútsending að leik loknum, og ef ástæða þykir til, einnig fyrir leikinn. Mun þetta í fyrsta sinn, sem sjónvarpið sendir út á fimmtudegi, ef undan er skilin út- sending frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í fyrra. Það var í júlí og var þá sumarfrí sjónvarpsins rofið. Að sögn Péturs Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsins, þarf að kalla út 6 til 7 menn vegna þessa. Aðalkostnaður við útsend- inguna felst ekki í launum, heldur er það gervihnattakostnaður. Sagði Pétur, að ekki væri ljóst hver kostnaður við sendingu efnisins yrði, það færi eftir því hve margar þjóðir væru um hana. Hins vegar væru Landsímanum borgaðar um 40.000 krónur fyrir móttöku hér heima. Ljóst væri, að fengjuat næg- ar auglýsingar, borguðu tekjur af þeim kostnað af útsendingu, enda væri mínútan seld á 18.000 krónur. Því hefði laugardagsútsendingin komið mjög vel út og líklega út- sendingin í gær. Vegna þess hve ákvörðun um útsendinguna í dag hefði borið brátt að, væri óljóst hve mikið af auglýsingum yrði samfara henni. Þá bæri að geta þess, að ekki væri ljóst hve mikið að þessum auglýsingum hefðu fengizt á hefð- bundnum auglýsingatímum. Þá væri það mikil andlitslyfting fyrir sjónvarpið að geta boðið upp á þessa þjónustu og að hún gæti afl- að því aukinna vinsælda. að halda öðrum frá. Sagði hann aðra bændur einnig nota þá aðferð að hengja hræin upp í staura, venjulegar fuglahræður dygðu hvergi. Álftin er alfriðuð. Rúnar Guðmundsson, sýslumaður í Borg- arnesi, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að mál þetta hefði ekki ver- ið kært, en Ævar Petersen, nátt- úrufræðingur, hefði vakið athygli sína á því. Hefði hann eftir það beðið lögregluna að kanna málið nánar og væri það nú í rannsókn. Ekki kvaðst Rúnar vita til þess, að mál af þessu tagi hefði áður komið við sögu hjá sýslumannsembætt- inu. Páll Jónasson sagði ennfremur, að mikið af álft hefði verið í tún- inu, bæði í vor og fyrravor og stór- skemmdi það túnin. Álftin sliti upp grasrótina og skildi við túnin eins og flag. í vor hefðu til dæmis verið taldar yfir 300 álftir á 12 hektara túni á Signýjarstöðum. Páll sagði sér fyllilega kunnugt um að álftin væri friðuð, en hann liti engu síður á hana sem vargfugl, líkt og svartbak og hrafn. Hér væri bara um sjálfsbjargarviðleitni að ræða og tími væri kominn til að endurskoða friðun álftarinnar. Það hlæðist utan á stofninn líkt og snjóbolta. Bókagerðarmenn: Yfirvinnu- bann um helgar í sumar Á aðalfundi Félags bókagerð- armanna, sem haldin var 7. maí 1983 var samþykkt eftirfarandi tillaga frá tveimur félagsmönn- um varðandi yfirvinnu félags- manna: „Aðalfundur Félags bóka- gerðarmanna 1983 samþykkir að banna yfirvinnu félags- manna sinna á laugardögum og sunnudögum frá 1. júní til 31. ágúst 1983.“ Stjórn Félags bókagerðar- manna hefur síðan tilkynnt fé- lagsmönnum sínum um þessa ákvörðun aðalfundar. Hryggbrotnaði í útafkeyrslu TUTTUGU og þriggja ára gamall Selfyssingur hryggbrotnaði, er hann kastaðist út úr bíl, sem hann missti vald á í gærmorgun. Maðurinn var á leið frá Selfossi og á móts við Steypustöð Suður- lands hugðist hann loka bílhurð- inni betur á ferð. Við það mistti hann vald á bílnum, sem fór út af veginum og kastaðist maðurinn þá út úr bílnum. Lögreglan á Selfossi kvaðst vilja láta þess getið, að þetta slys hefði ekki orðið ef öku- maðurinn hefði notað bílbelti. Sjávarafurðadeild SÍS: Framleiðsla karfaflaka 32% meiri nú en í fyrra „UM miðjan maí höfðum við framleitt um 2.700 lestir af frystum karfa. Er það 32% meira en á sama tíma í fyrra. Miðað við sama tímabil hefur fram- leiðsla okkar fyrir Sovétríkin minnkað um 6% og er nú 1.470 lestir eða 55% en í fyrra var hún 77% af karfafram- leiðslunni. Við höfum þannig gert átak í því að beina framleiðslunni frá Sov- étmarkaðnum með því að gefa hverju frystihúsi upp ákveðið framleiðslu- magn. Miðað við sama áframhald stefnum við í álíka miklar birgðir af Sovétkarfa og voru í lok síðasta árs. Karfaframleiðsla okkar á aðra mark- aði hefur næstum því þrefaldast í magni og hefur það hjálpað okkur rnikið," sagði Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeild- ar SÍS, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum til dæmis flutt nokkra tugi lesta af heilfrystum karfa á mánuði til Israel. Einnig höfum við flutt i mjög smáum stíl til Svíþjóð- ar, Kýpur og Japan. Þetta eru allt nýir markaðir og vega ekki mikið í þessari stóru mynd. Fyrr á þessu ári vorum við með mjög líflega fram- leiðslu á Bandaríkjamarkað, en þeg- ar verð á karfa lækkaði þar, drógum við úr henni. Karfablokk lækkaði í apríl um 11% eða úr 90 centum í 80, sem er sama verð og var í janúar. Algengasta flakapakkningin lækk- aði svo í maí um 4,7% að meðaltali og er nú á um 91 cent pundið. Hlutdeild Sambandsins í fisksölu- samningnum við Sovétríkin er um einn fjórði eða um 4.000 lestir (af 17.000 af flökum), aðallega karfi og 1.500 af heilfrystum fiski. Þannig, að ef ekki hefðu verið svona miklar birgðir í lok síðasta árs, liti dæmið nokkuð vel út hjá okkur. Mér lízt þunglega á karfasölumál nú vegna þess hve aflinn hefur verið gegndarlaus að undanförnu. Haf- rannsókn hefur verið að leggja til að 60.000 lestir yrðu veiddar á ári, und- anfarin ár, og 80.000 lestir nú. í fyrra fór karfaaflinn í 115.000 lestir og nú er hann mun meiri en á sama tíma í fyrra, þannig að þetta er gíf- urlega mikið umfram það, sem talið er heppilegt. Hefði aflinn í fyrra að- eins verið 90.000 lestir eða 50% um- fram tillögur Hafrannsóknastofn- unar, hefði varla verið um nokkurt birgðavandamál að ræða um síðustu áramót. Við erum farnir að óttast það, að fljótlega fari að gæta þess í aflanum, að meira hefur verið veitt, en lagt hefur verið til. Við erum því svo undarlega staddir að hafa áhyggjur af sölumálum og karfa- magni og einnig af því að aflinn kunni að minnka. Það hafa verið tveir meginmarkaðir fyrir karfa, Sovétríkin og Bandaríkin, en ýmis- iegt bendir til þess, vaxandi karfa- markaðar í Vestur-Evrópu. Hann er ekki stór, en margt smátt gerir eitt stórt, þegar minni markaðarnir eru allir taldir sarnan," sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.