Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1983 PIANTERS ELEGANT FYRIR VANDLÁTA GANGIÐ INN f ELEGANS á SKÓLAVÖRÐUSTIG 42. AGNAR LUDVIGSSON HF. Nýlendugata 21. Sími 12134. Heimsþing mynd- listarmanna hefst í Helsinki 23. maí íslenzkir myndlistarmenn taka þátt í sýningum þingsins Frá skólaslitunum. >iorjfunmao»ó/.M|furgeir Vestmannaeyjar: Framhaldsskólanum slitið í 4. skipti Vestmannaeyjum, 20. maí. FRAMHALDSSKÓLANUM í Vest- mannaeyjum var slitið laugardaginn 14. maí. Þetta er í fjórða skiptið sem skólanum er slitið, en skólinn, sem er fjölbrautaskóli, var stofnaður árið 1979 með því að sameina fram- haldsdeildir Gagnfræðaskólans, Iðnskólann og Vélskólann. Stýri- mannaskólinn í Vestmannaeyjum hélt hinsvegar sjálfstæði sínu og starfar áfram samkvæmt sérstökum lögum. Skólaárið nú markar þáttaskil í sögu skólans því öll kennsla fór nú fram undir einu þaki í fyrsta skipti frá stofnun hans, en hús- næði gamla Iðnskólans hefur verið endurbætt og hýsir allan fram- haldsskólann. Gísli Friðgeirsson, skólameistari framhaldsskólans í Vestmannaeyj- um. I vetur stundaði 141 nemandi nám í skólanum, 26 á uppeldis- braut, 21 á náttúrufræðibraut, 37 á viðskiptabraut, 8 á heilsugæslu- braut, 6 í grunndeid málmiðna, 24 á iðnbrautum, 6 á vélstjórabraut og 13 í fornámi. Kennarar voru 10 auk skólameistara, Gísla Frið- geirssonar, og 7 stundakennara. Aðstoðarskólameistari er Ólafur H. Sigurjónsson. Ýmsir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Mesta athygli við skólaslitin vakti frábær árangur Sigurbjörns Theódórssonar, sem lauk 2. stigi á vélstjórabraut með 9,67 í aðaleinkunn. — hkj. NORRÆNU þjóðardeildir alþjóð- legu myndlistarsamtakanna IAA- AIAP (UNESCO) eru sameiginlegur gestgjafi 10. alþjóðlegu ráðstefnu samtakanna dagana 23. maí—31. maí 1983. Ráðstefnuhaldið verður að Hanaholmen í Finniandi, menning- arsetri Finnlands og Svíþjóðar. Alþjóðlegu myndlistarsamtökin IAA-AIAP voru stofnuð af UNESCO árið 1954, aðildarstofn- un, er hefur að markmiði að vera ráðgefandi aðili fyrir UNESCO í málum er varða menningu á sviði myndlistar. Auk þess standa sam- tökin fyrir námsþingum og alþjóð- legum ráðstefnum um myndlist. Þátttökulönd í 10. alþjóðlegu ráðstefnu samtakanna eru 72 tals- ins. Viðfangsefni ráðstefnunnar er: Myndlistin í leit að nýju heimsskipu- lagi. 1. Fjallað er um menningarlega þjóðarvitund. 2. Fjallað er um möguleika myndlistarmannsins til að hafa áhrif á alþjóðlega menningu og velferðarmál á alþjóðlegum vettvangi. Málefni þessi eru einnig verk- efni norrænu UNESCO-nefnd- anna, er samið hafa tillögur um Cultural Dimension of Develop- ment. Tillögur þær voru til um- ræðu á menningarpólitísku heims- þingi á vegum UNESCO sl. sumar í Mexíkó. f tengslum við ráðstefnuna munu Norðurlöndin standa fyrir tveimur heimildarsýningum, ann- ars vegar yfirlitssýningu um menningu þátttökulandanna allra og hins vegar sýningu á hinni mis- munandi vinnuaðstöðu myndlist- armanna í hinum ýmsu löndum samtakanna. Ýmsar myndlistarsýningar verða opnar í tengslum við ráð- stefnuna. Ber þar helst að nefna tvær samnorrænar sýningar á vegum Norrænu myndlistarmið- stöðvarinnar, Sveaborg, Finn- landi. Borealis — Norrænar myndir ’83 er stærsta verkefnið, sem Norræna listamiðstöðin hefur staðið fyrir til þessa. Sýningin verður opnuð 27. maí nk. í Konst- hallen í Helsinki í tengslum við heimsþingið. Af þeim 16 myndlist- armönnum eru valdir voru til þátttöku í sýningunni eru þrír ís- lenskir myndlistarmenn, þau Magnús Tómasson, Ásgerður Búa- dóttir og Gunnar Örn Gunnars- son. Einnig stendur yfir á þingtím- anum sýning á norrænu landslagi í myndlist. Sýningin er á Svea- borg. íslenskir sýnendur þar eru myndlistarmennirnir Eiríkur Smith, Edda Jónsdóttir og Þórður Hall. Alþjóðleg samtök myndlistar- gagnrýnenda munu halda þing á sama tíma og heimsþingið stendur yfir og munu myndlistarmenn þinga með þeim einn dag. Til fjáröflunar ráðstefnunni hefur verð gefin út grafíkmappa með mynd eftir einn grafíklista- mann frá hverju Norðurlandanna. Mydirnar eru unnar af einum þekktustu grafíklistamönnum Norðurlandanna, þeim Ragnheiði Jónsdóttur, íslandi, Esa Riippa, Finnlandi, Nanna Herstad, Dan- mörku, Svein Johansen, Noregi, og Svenrobert Lundquist, Svíþjóð. Mappan er til sölu hér. Upplýs- ingar fást hjá íslandsdeild alþjóð- legu myndlistarsamtaka UNESCO, en hana skipa eftirtald- ir: Sigríður Björnsdóttir, formað- ur, Stephen Fairbairn, ritari, Val- gerður Bergsdóttir, fulltrúi stjórnar FÍM, Richard Valtingoj- er, Hagsmunafélag myndlistar- manna og Torfi Jónsson, skóla- stjóri Myndlista- og handíðaskola íslands. Samvinna Norðurlandanna við undirbúning þessarar 10. alþjóð- legu ráðstefnu hefur vakið mikla athygli sem jákvætt dæmi um langþráða samvinnu þjóða á milli og lögð hefur verið áhersla á gildi þess samstarfs til eflingar heims- friðar. Norræna framkvæmdanefndin hefur unnið við undirbúning ráð- stefnunnar síðan 1980. Fulltrúi ís- lands í undirbúningsnefnd er Sig- ríður Björnsdóttir. (KrétUtilkynninj;.) GJAFAVÖRUVERSLUNIN Elegans SKÓLAVÖRDUSTÍG 42 ELEGANT SILFURPLETT POSTULÍN — GLERVÖRUR OG MESSING Innilegar þakkir til allra þeirra sem heimsóttu mig og færðu mér blóm og gjafir, eða glöddu mig á annan hátt á 70 ára afmæli mínu, þann 11. maí sl. Lifið heil. Guðmundur Sigurðsson, Möðruvöllum, Kjós. Innilegustu þakkir til allra sem heimsóttu mig á 80 ára afmælinu mínu, 18. maí, með stórgjöfum, skeytum og símtölum. Sérstakar þakkir færi ég bömum okkar, tengdabörnum og barnabörnum fyrir stórkostlegar gjaf- Gæfan fylgi ykkur öllum. Guðni Brynjólfsson, Tjarnargötu 6, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.